Dagur - 26.10.1991, Síða 18

Dagur - 26.10.1991, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991 Akureyri: Námsmey úr leikklúbbi YMA i hlutverki betlikerlingar í Göngugötunni. Peningarnir sem söfnuðustu runnu að sjálfsögðu til NOD-verkefnisins. Skiptinemar í vinnu á rannsóknastöð Kjötiðnaðarstöðvar KEA. Framhaldsskólanemar komu Nemendur VMA settu upp bílaþvottastöð á NOD-deginum og runnu 50-60 bílar Ijúflega í gegn. Einbeittur drengur úr trésmíðadeild VMA með hamarinn á lofti. Nemendur úr MA unnu á vegum Garðyrkjudeildar bæjarins við að hreinsa illgresi úr húsasundum í Miðbænum. Myndir: Golli VÍH i/ió HRRFNRGIH í Vín Glæsilegt kaffihlaðborð um helgina Nýkomin pottablóm á ótrúlega góðu verði Tvær stúlkur úr VMA þrífa gang- stéttina framan við Bautann. Nemendur VMA buðu dvalargest- um á Hlíð upp á rúnt um bæinn og kaffi á eftir á kaffistofu sem sett var upp í skólanum af þessu tilefni. Velkomin í Vín Sími 31333 víða við í „Norrænu dagsverki“ Nemendur Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akur- eyri komu víða við á Norræn- um starfsdegi á fímmtudaginn. Um 15 manns störfuðu hjá Vegagerðinni við að hreinsa vegarstæðið við Leiruveginn. Um 30 manns störfuðu á veg- um Akureyrarbæjar og 12 voru að störfum fyrir Búnaðar- bankann. Samherji réð 10 manns í vinnu við að flytja fískkassa á milli geymslustaða og 10 manns störfuðu hjá Raf- veitu Akureyrar. Veitingahús- ið Greifínn lokaði staðnum í tilefni dagsins og réð 10 nemendur til sín í hreingern- Mcnntaskólinn á Akureyri réð nokkra nemendur sína til að taka til í kola- kjallara skólans. Hér bera tveir fílefidir nemendur MA vænan kolamola út úr kjallaranum. Háþrýstilokar STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. ingarvinnu. Nokkur hópur nemenda úr Menntaskólanum vann við gróðursetningu og nemendur Verkmenntaskólans starfræktu bónstöð fyrir bfla í húsnæði skólans á Eyrarlands- holti. Síðdegis á fímmtudag höfðu um 40 bflar verið bónað- ir og nokkur biðröð var enn fyrir utan. Um 60 nemendur störfuðu við bónstöðina. Pá buðu nemendur Verk- menntaskólans íbúum á dvalar- heimilinu Hlíð að njóta ökuferð- ar í góðviðrinu á fimmtudaginn og að þiggja kaffiveitingar á eftir á kaffistofu sem starfrækt var í skólanum í tilefni dagsins gegn 300 króna greiðslu sem rann til söfnuninnar. Um 20 eldri borgar- ar notfærðu sér þessa þjónustu. Pá seldu nemendur skólanna merki til styrktar söfnuninni og voru meðlimir leiklistarfélags Verkmenntaskólans á ferð um miðbæ Akureyrar búnir sem beiningamenn af því tilefni. Mik- ið var um að einstaklingar réðu til sín starfskraft í einn dag til þess að sinna ýmsum verkefnum á heimilum sínum eins og glugga- þvotti, hreingerningum og til- tekt. Undirtektir forsvarsmanna fyrirtækja og einstaklinga við söfnunarátakið voru mjög góðar en þó hefði, að sögn forsvars- manna hjá Nemendafélagi Verk- menntaskólans, verið unnt að ná til fleiri fyrirtækja ef „Norrænt dagsverk“ hefði verið kynnt betur. Fram kom í Degi í gær að 800 manns hafi tekið þátt í starfs- deginum. Þar var aðeins átt við nemendur Verkmenntaskólans en auk þess tóku um 500 nemendur úr MA þátt í þessu starfi og lætur því nærri að 1300 hafi iagt hönd á plóginn í ein- hverri mynd. ÞI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.