Dagur - 26.10.1991, Page 19

Dagur - 26.10.1991, Page 19
Laugardagur 26. október 1991 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Söngvari The Pogues látinn hætta Shane MacGowan hættur í The Pogues. Þær fregnir hafa nú borist úr her- búðum þjóðlagarokkhljómsveit- arinnar þekktu The Pogues, að söngvari hennar, lagasmiður og stofnandi, Shane MacGowan, hafi verið látinn hætta. Mun brott- reksturinn vera kominn til aðal- lega vegna mikillar drykkju söngvarans, en sú iðja hans hefur staðið lengi og truflað starfsemi hljómsveitarinnar. í stað MacGowans hefur Pogues fengið til liðs við sig Joe Strummer, fyrrum meðlim The Clash, sem hefur verið vinur hljómsveitarmeðlima Pogues um langt skeið og spilað með henni áður auk þess að vera upptöku- stjóri á síðustu plötunni Hells Ditch. Mun hann auk þess að syngja spila á gítar með hljómsveitinni. Svo nánar sé vikið að brottrekstri MacGowans, þá mun dropinn sem fyllti mælinn hafa verið sá, að söngvarinn lenti í slysi, sem rekja má til ofdrykkju hans, á tónleikaferðalagi um Japan í byrjun september. (Var þetta ferðalag um Japan hluti af tónleikaferð Pogues um víða veröld, en nú þegar þetta birtist mun sveitin vera í Bandaríkjun- um væntanlega með Strummer innanborðs.) Atti slysið sér stað með þeim hætti að MacGowan féll út úr rútu sem var að flytja hljómsveitina frá brautarstöð til hótels á einum tónleikastaðnum. Lenti hann á höfðinu og hlaut töluverðann áverka sem olli Hitt og þetta The Ramones Pönk/nýbylgjuhljómsveitin The Ramones hefur reynst lífseig og náð að standa af sér allar tísku- sveiflur í sautján ár. Eru plötur hljómsveitarinnar komnar á ann- an tuginn, en síðast sendi hún frá sér plötuna Brain Drain í fyrra. Af henni varð lagið Pet senatary vinsælt, en það er einnig að finna í samnefndri kvikmynd. Er nú komin út tónleikaplata með Ramones, sem er sú önnur frá hendi hljómsveitarinnar. Heitir hún Loco Live og geymir hvorki fleiri né færri en 33 lög. Var plat- an tekin upp á tónleikum, sem haldnir voru í Barcelona á Spáni fyrr á þessu ári og má segja að hún sé þverskurður af ferli Ramones. Meðal laga má nefna, I wanna live, I wanna be sedated, Pet senetary, Sheena is a punk rocker og Rock and roll high school. Nýja platan frá Bono og félögum í U2 á leiðinni. U2 Fyrsta nýmetið frá U2 f ein þrjú ár leit dagsins Ijós á mánudaginn var þegar smáskífan með laginu The fly kom formlega út. Er The fly undanfari nýju plötunnar Achtungbaby, sem kemur út nú í nóvember og verður þegar allt er talið níunda plata hljómsveitar- innar. Er ekki laust við að mikillar spennu gæti hjá tónlistarunnend- um með hvernig gripurinn muni hljóma, en ef marka má The fly er áreiðanlega von á góðu, eða svo heyrist umsjónarmanni að minnsta kosti, hvað svo sem verður. Gaia Nafnið Baia, sem merkir Móðir jörð, ætti að vera flestum kunn- ugt eftir að víkingaskipið sem bar þetta nafn sigldi frá Noregi til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi m.a. í tengslum við þessa sjóferð, sem var sameiginlegt verkefni íslendinga og Norð- manna til kynningar á Leifi heppna, hafa Steinar ráðist ( að gefa út tónlist sem Valgeir Guðjónsson hefur samið, útsett og hljóðritað um ferðina í samvinnu við Eyþór Gunnarsson. Er um að ræða tónlist án söngs og er útgáfan einungis á geisladiski. Auk þeirra Valgeirs og Eyþórs koma við sögu margir íslenskir og norskir tónlistarmenn ásamt söngkonu frá Grænlandi og ásláttarleikara frá Brasilíu. Fyrrum söngvari MC5 allur Rob Tyner, stofnandi og söngvari hinnar frægu bandarísku rokk- hljómsveitar MC5, lést nýlega úr hjartaslagi 46 ára að aldri. Datt Tyner niður nálægt heimili sínu er hann hafði lagt bifreið sinni og var hann látinn þegar að var komið. Fylgir það fréttinni að ekki hafi verið um óeðlilega orsök fyrir slaginu að ræða, þ.e. að áfengi eða eiturlyf hafi ekki komið við sögu. MC5 náði mikilli hylli með tveimur fyrstu plötum sínum, Kick out the jams og Back in the USA, og þykja þær (dag hafa verió miklir áhrifavaldar í mótun þungarokks og pönks ( Banda- ríkjunum. Þótt MC5 væri hætt fyrir löngu þá var Tyner fram í andlátið virkur í tónlist og starf- rækti eigin hljómsveit, sem sendi frá sér plötuna Blood brother í fyrra. Erasure Breska popphljómsveitin vinsæla Erasure með þúsundþjalasmiðinn Vince Clark í broddi fylkingar (hann var eitt sinn höfuðpaur í Human League og síðar í Yazoo með Alison Moyet) sendir frá sér sína nýjustu plötu í nóvember. Kallast hún Chorus og er fyrsta plata Erasure í tvö ár, en á und- an kom platan Wild. Happy Mondays búin að senda frá sér tónleikaplötu og eru með nýtt lag í burðarliðnum. Happy Mondays Nýbylgjurokksaðdáendur eru glaðir þessa dagana, því eftir nokkra töf er nú tónleikaplata Manchestersveitarinnar Happy Mondays, Happy Mondays - The live LP, komin út fyrir nokkru. Inniheldurplatan, sem ertvöföld, 14 lög, en geisladiskurinn aðeins 13. (Sniðugt) fór upptakan fram á tónleikum, sem hljómsveitin hélt á Elland Road fótboltavellinum í Leeds í júní síðastliðnum. Nú er svo Happy Mondays komin í hljóðver að taka upp nýtt lag, sem koma á út nú í byrjun nóvember. því að ekkert varð af tónleikunum. Þremur dögum seinna tilkynntu svo hinir meðlimir Pogues honum það að nú væri nóg komið og að þeir vildu að hann hætti. Mun MacGowan að eigin sögn hafa tekið þessu karlmann- ,lega og segir viðskilnaðinn vera án sárinda. Hefur drykkjan eins og áður segir verið mikil hjá MacGowan gegnum tíðina og hafa ýmis veikindi fylgt henni sem hafa skapað vandræði. T.a.m. missti hann úr viku af tónleikaferð Pogues með Bob Dylan árið 1989. Af þessu hafa nú hinir Pogues meðlimirnir sem sagt fengið nóg. Þótt málin hafi farið á þennan veg, þá fylgir það sögunni að e.t.v. hefði þessu getað verið öfugt farið þ.e. að MacGowan hefði að eigin frumkvæði sagt skilið við Pogues. Hann mun nefnilega hafa verið óánægður með ýmislegt hjá hljómsveitinni á seinni tímum. Það fór t.d. mjög fyrir brjóstið á honum að tvö af lögum hans, Aisling og Pinned down, komust ekki á síðustu plötu Pogues, Hell’s Ditch, eins og hann ætlaðist til. Hins vegar mun nú gefast kostur á að heyra þessi tvö lög, því tvær nafntogaðar söngkonur, írskar, hafatekið þau upp á sína arma. Hið fyrrnefnda mun vera að finna á nýjustu plötu Christy Moore Smoke & strong whiskey, en hin síðarnefnda hefur Sinead O’Connor í bígerð að taka upp. Það er svo annars af högum Shane MacGowan að segja að hann er aldeilis ekki af baki dottinn þótt ferillinn í Pogues sé allur. Er hann búinn að stofna nýja hljómsveit með fyrrum gítar- leikara Thin Lizzy og Motorhead Brian Robertson og mun tónlistin sem þeir spila vera blanda af kraftmiklu rokki og írskri þjóðlagatónlist. Verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig til tekst hjá þeim félögum. AKUREYRARBÆR Glerárskóli Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns við Glerárskóla tímabilið nóvember 1991 til júlí 1992. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri í síma 21395 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 4. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Bæjarlögmaður Akureyrarbær óskar eftir að ráða lögmann til starfa um næstu áramót. Bæjarlögmaður ber ábyrgð á rekstri lögfræði- deildar en helstu verkefni deildarinnar eru lög- fræðistörf, tjóna- og tryggingamál og ýmis stjórn- sýsluverkefni. Hann skal hafa frumkvæði að nýjungum og gera stefnumarkandi tillögur í lög- fræði- og stjórnsýslumálum til yfirstjórnar bæjar- ins. Bæjarlögmaður stjórnar starfsemi deildarinnar í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir, sett markmið bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðrum áhrifastörfum hjá Akureyrarbæ eru karlmenn. í samræmi við landslög og jafnréttisáætlun bæjar- ins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynj- anna á áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvet- ur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Akureyrarbær getur boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma, auk þess sem aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og starfs- mannastjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9, Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.