Dagur - 26.10.1991, Blaðsíða 20
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar um uppsagnir
og endurskipulagningu hjá Slippstöðinni:
Þessar fréttir koma ekki á óvart
- „ljóst að stöðin þyrfti að búa sig undir veturinn,“
segir Sigurður J. Sigurðsson
Óslax í
Ólafsfirði
óskar gjald-
þrotaskipta
Stjórn laxeldisstöðvarinnar
Óslax hf. í Ólafsfirði óskaði
eftir því við bæjarfógetann í
Ólafsfirði í gær að fyrirtækiö
verði tekið til gjaldþrota-
skipta. Stærstu eigendur stöðv-
arinnar eru Ólafsfjarðarbær,
Kaupfélag Eyfirðinga,
Byggðastofnun og Veiðifélag
Ólafsfjarðarár.
Sigurður Jóhannesson, stjórn-
arformaður Óslax hf., segir að
fyrstu árin hafi tilraunir með haf-
beitina lofað góðu í byrjun en
eftir að byrjað var að sleppa
verulegu magni, eða 150-200.000
seiðum í sjó, hafi endurheimtur
ekki verið samkvæmt vænting-
um. Þetta hafi verið meira en
stöðin hafi þolað. Þessu til við-
bótar hafi seiðasala brugðist, t.d.
vegna gjaldþrota annarra fiskeld-
isstöðva sem gengið hafi verið út
frá sem framtíðarkaupendum á
seiðum.
„Þrátt fyrir þetta verður með
einhverjum ráðum að halda
þarna áfram rekstri í tvö ár til að
fá endanlega úr því skorið hvort
þarna er möguleg hafbeitarstöð í
framtíðinni því aðstæður eru af
fagmönnum taldar góðar. Þó
fyrirtækið sé gjaldþrota þá eru
þarna verðmæti, bæði seiði í
stöðinni og lax í sjó, sem þarf að
bjarga. Þetta félag hefur ekki
bolmagn til þess og er of
skuldsett," segir Sigurður.
Hann segir að skuldir Óslax
séu um 60 milljónir en bókfært
verð fasteigna stöðvarinnar eru
um 40 milljónir króna og þá eru
ótalin seiði í stöðinni og lax í sjó.
Sigurður segir að hluthafar hafi
skoðað möguleika á að setja við-
bótarfé í félagið til að tryggja
rekstur næstu ára en fyrirtækið
hefði þurft meira fé en hluthafar
voru tilbúnir til að leggja fram.
Bæjarfógeti mun taka afstöðu
til gjaldþrotabeiðninnar eftir
helgi. JÓH
Akureyri:
Tjón á bíl
og girðmgu
Lögreglan á Akureyri gómaði
tvo unga pilta á fimmtudags-
kvöldið þegar þeir voru að rífa
upp girðingastaura við bíla-
stæði sunnan við slökkvistöð-
ina. Þá var einn smávægilegur
árekstur á fimmtudag, einn
ökumaður tekinn fyrir of hrað-
an akstur og einn fyrir að aka á
móti rauðu Ijósi.
Skemmdarverk voru unnin á
bifreiðinni S-1900 þar sem hún
stóð við Nætursöluna og óskar
lögreglan eftir vitnum að atburð-
inum.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni eru nú að hefjast harkalegar
aðgerðir gegn þeim bifreiðaeig-
endum sem ekki hafa látið skoða
bíla sína. Lögreglan er búin að fá
ítarlegan lista og verður gengið
skipulega til verks að klippa
númerin af óskoðuðum bílum.
SS
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, segir
að fréttir af uppsögnum í
Slippstöðinni komi ekki á
óvart. Von sín sé sú að endur-
skipulagning á fyrirtækinu
leiði til hagkvæmari reksturs
og að sem flestir haldi sinni
vinni þó varúöarráðstafanir
séu gerðar nú. Eins og kom
fram í frétt blaðsins verður
starfsmönnun Slippstöðvarinn-
ar nú fækkað um 30%, bæði í
yfirstjórn og meðal iðnaðar-
manna.
„Þessar fréttir koma manni
ekki á óvart því það var ljóst að
stöðin þyrfti að búa sig undir vet-
urinn. Stóra vandamálið er ef
nýsmíöarnar, sem eru svo mikil-
vægur þáttur í að halda uppi
öflugri starfsemi í stöðinni,
„Trillukarlar eru aftur farnir
að fá ufsa. Ekki gaf á sjó í síð-
ustu viku vegna brælu, en síð-
ustu dagarnir hafa verið góðir.
Nú er fullt tungl og stærstur
straumur. Af þeim fréttum
sem ég hef má ráða að dagur-
inn verði með því besta í lang-
an tíma,“ sagði Þorsteinn Orri
Magnússon hjá Fiskverkun
KEA í Grímsey.
Að sögn Þorsteins hefur útgerð
smábáta í Grímsey gengið vel að
undanförnu og bátum hefur
fjölgað í eyjunni. í september-
hverfa þá koma upp eyður í verk-
efnin sem verður miklu erfiðara
að brúa. Fjárhagur fyrirtækisins
hefur þyngst á síðustu árum, ekki
síst vegna nýsmíðaverkefnisins
sem nú er loks selt, en menn hafa
verið að selja nýsmíðaverkefnin
án nokkurrar álagningar fyrir
fyrirtækið og til þess að skapa
verkefni með von um að betri
tímar kæmu,“ segir Sigurður.
Sem kunnugt er á ríkissjóður
meirihluta í Slippstöðinni en
Akureyrarbær á annan stærsta
hlutinn í stöðinni. Aðspurður
hvort til tals hafi komið hlutafjár-
aukning í stöðinni í framhaldi af
endurskipulagningu á rekstrinum
segir Sigurður ljóst að eigendur
fyrirtækisins verði að styrkja
reksturinn með einhverjum
hætti. Spurningin sé sú hvort
mánuði bárust á land góð þrjú
hundruð tonn til Fiskverkunar
KEA, sem er um tvö hundruð
tonnum meiri afli en á sama tíma
í fyrra.
„Fiskverkun KEA hefur tekið
á móti fimmtíu og tveimur tonn-
um það sem af er vikunni. Við
gerum að aflanum og síðan er
hann sendur til vinnslu í Hrísey.
Starfsmenn í aðgerð eru átta þar
af þn'r frá Danmörku. Erfitt er
að fá íslendinga til starfa við fisk
þrátt fyrir allt tal um atvinnu-
leysi,“ sagði Þorsteinn Orri
Magnússon. ój
fyrirtækið þurfi viðbótarhlutafé
eða hvort það geti látið eitthvað
af eignum sínum af hendi til að
styrkja stöðu sína.
Þess má geta að meðal eigna
Slippstöðvarinnar er um 5% hlut-
ur í Útgerðarfélagi Akureyringa
en þessi hlutur er að verðmæti
um 120 milljónir króna. JÓH
Rastar SK 17 um hálftíuleytið í
fyrrakvöld þar sem skipið var
statt á rækjuveiðum norður af
Skaga. Brunaviðvörunarkerfi
skipsins fór í gang og þegar
skipverjar kíktu niður í vélar-
rúmið logaði þar eldur og allt
var orðið fullt af reyk, sem síð-
an lagði um skipið.
„Við sáum að það þýddi ekk-
ert að reyna að slökkva eldinn
með einhverjum tækjum svo við
lokuðum bara öllu eins hægt var.
Hann kafnaði síðan smátt og
smátt, en blossaði þó upp aftur
seinna í nótt,“ sagði Sigurður
Jónsson, skipstjóri á Röstinni, í
samtali við Dag í gærmorgun.
Þrjú skip sem voru að veiðum
á svipuðum slóðum og Röstin,
komu henni til hjálpar og varð úr
að Nökkvi frá Blönduósi drægi
skipið til hafnar á Sauðárkróki.
Áður varð þó að koma vírum úr
Nökkvanum og í poka Rastarinn-
ar, því verið var að draga þegar
Helgarveðrið:
Haustblíðan
ræður ríkjum
Síðustu nótt var búist við norð-
lægum vindum og einhverri
slyddu á Norðurlandi en helg-
arspá Veðurstofu íslands er
hins vegar hagstæð mjög.
Veðrið um helgina og allt fram
á mánudag verður milt og gott.
Austlægir eða suðaustlægir vind-
ar leika um landið með tilheyr-
andi vætu víða um land. Norð-
lendingar sleppa þó að mestu við
hana en skúrir gætu orðið á an-
nesjum. í innsveitum verður nær
örugglega þurrt.
Haustblíðan mun því ráða
ríkjum áfram, hvað sem gerist
svo í næstu viku. SS
Akureyri:
Slökkvistöðin
verði tekin í
notkun snennna
árs 1993
Á fundi bæjarráðs Akureyrar
sl. fimmtudag voru lagðar fram
hugmyndir um nýtingu vænt-
anlegs slökkviliðs- og strætis-
vagnahúss við Árstíg á Akur-
eyri. Bæjarráð féllst á hug-
myndirnar og er gert ráð fyrir
að húsið verði tekið í notkun
snemma árs 1993.
Að sögn Sigurðar J. Sigurðs-
sonar, forseta bæjarstjórnar
Akureyrar, hefur verið ákveðið
að ganga til samninga við arki-
tekt og verkfræðistofu um hönn-
un á húsinu. „Gert er ráð fyrir að
húsið verði tekið í notkun upp úr
áramótum 1992-1993 fyrir bæði
slökkviliðið og strætisvagnana.
Við stefnum að því að bjóða
verkið út fyrrihluta næsta árs
með það í huga að þetta geti orð-
ið samfellt verkefni þar til yfir
lýkur,“ sagði Sigurður. óþh
eldsins varð vart.
Nákvæmlega þrjár vikur eru
síðan Röstin fékk á sig harðan
brotsjó sem skemmdi mikið af
tækjum í brú skipsins og ekki var
farið út aftur fyrr en sl. mánudag.
Þegar Dagur spurði Sigurð að því
hvort þeir um borð væru ekki
orðnir hvekktir á þessu sagðist
hann ekki geta neitað því.
„Við vorum aldrei í lífshættu
eins og þessi eldur varð. Hins
vegar höfðum við ekki hugmynd
um hvað hann var mikill þegar
brunakerfið fór í gang og vél-
stjórinn var m.a. nýkominn upp
úr vélarrúminu. Það var ekki ver-
andi neins staðar nema frammi á
dekki á skipinu fyrir reyk og þar
vorum við klárir í bátana með
dautt á öllu,“ sagði Sigurður.
Að sögn Sigurðar eru skemmd-
ir miklar í vélarrúminu og útlit
fyrir að kviknað hafi í út frá raf-
magnstöflu sem þar er. Hann
sagði þetta allt líta illa út og reikn-
ar með allt að hálfsmánaðar stoppi
meðan gert verður við. SBG
Röst SK 17:
Eldur lausum borð
- annað óhappið á þremur vikum
Eldur kom upp í vélarrúmi