Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 5 Alþjóðaár fjölskyldunnar 1994: Landsnefnd skipuð á íslandi Árið 1994 verður alþjóðlegt ár fjölskyldunnar. í samræmi við samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóöanna. Yfir- skrift ársins er Fjölskylda: Úrræði og ábyrgð í breytileg- um heimi. Hlutverk fjölskyldunnar hefur breyst samfara breyttum lífsháttum og er ntarkmið aðgerðanna að skapa betri skilning á þörfum hennar og mikilvægi í heiminum. Fjöl- skyldan, sem grunneining samfélagsins, þarfnasl víö- tækrar verndunar og þjónustu og er mikilvægt að heimilum sé gert kleift að sinna uppeld- is- og umönnunarhlutverki sínu. Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á að aðgerðir til undirbúnings alþjóðaárinu nái til allra fjölskyldugerða. í fréttatilkynningu frá félags- málaráöuneytinu kemur fram að félagsmálaráðherra hefur skipað landsnefnd um Alþjóða- ár fjölskyldunnar 1994 hér- lendis. Verkefni nefndarinnar verða í stórum dráttum þau að á þessu ári fer fram forstigs- vinna. s.s, stofnun nefnda óg starfshópa. á árunum 1992-93 verður unnið að undirbúningi, m.a. mótun fjölskyldustefnu, og á árinu 1994 eru fyrirhug- aðar aðgerðir til styrktar fjöl- skyldunni og heimilunum. Hátt í 30 manns úr ýmsum þjóðfélagshópum eiga sæti í nefndinni og formaður hennar er Bragi Guðmundsson, að- stoðarmaður félagsmálaráð- herra. SS Fréttatilkynning frá forlagi höfundanna: Er enn þörf á forlögum? í nútíma bókaútgáfu hafa eins- taka þættir sem áður voru á verksviði forleggjara og prentverks, svo sem setning, umbrot, útlit og prófarkalest- ur, fluttst á hendur höfund- anna sjálfra. Sérhver tæknileg hagræðing þýðir sparnað í beinum útgjöldum og gerir hefðbundin bókaforlög að hluta óþörf. Með þessum vinnubrögðum eykst einnig svigrúm rithöfundar- ins og sjálfstæði. Á það jafnt við um vísindamanninn sem ljóð- skáldið: Sjálfræðið er ein af for- sendum fyrir hlutlægni í vísinda- legu starfi og sköpunargleði í skáldskap. Mest er þó um vert, að þessar breytingar gera fleiri höfundum mögulegt að gefa út rit sín og um leið að hafa meiri stjórn á verkinu. Sérstaða forlags höfundanna Með stofnun höfunctaforlags skal útgáfustarfsemin aðlöguð þessum breyttu aðstæðum varðandi prentun og dreifingu, en einnig skal losað markvisst um ýms'ar hömlur útgáfuvalds og fjármagns, til að tryggja sjálfræði höfundanna á bókamarkaðinum enn betur. Pannig mun forlagið hafa milli- göngu um prentun, þar sem hún er hagstæðust. Ennfremur skal unnið að því að koma íslenskum bókum sem ritaðar eru á erlendri tungu (þýddum og frumsömdum) inn í dreifingarkerfi evrópskra smáforlaga. Loks er stefnt að því að koma upp sérstöku dreifingar- kerfi í samvinnu við höfundana og velunnara þeirra. í þessum efnum er reynt að hnýta saman rótgrónar samvinnu- hugmyndir í framleiðslu og tak- mörkun markaðsáhrifa með því að losa ritverkin úr vöruforminu. Markmiðið er eins konar þjón- ustumiðstöð og forlag sjálfstæðra höfunda. Nýjar leiðir í fjármögnun bóka Til að efla útgáfu vandaðra bók- mennta fer forlag höfundanna ýmsar leiðir við fjármögnun rit- verksins: 1. Þá hefðbundnu leið smáfor- laga, að rithöfundurinn fjár- magni útlagðan framleiðslu- kostnað sjálfur. 2. Útvegun styrkja til útgáf- unnar, þar á meðal vegna vís- indalegra rita og þýðinga úr er- lendum málum. 3. Loks þá nýju leið, að fá sér- stakan „framleiðanda" eða styrktarmann inní útgáfu eins- takra ritverka. Það er að segja einstakling sem tekur á sig fjár- hagslega áhættu af útgáfunni - með samsvarandi hagnaðar- möguleikum. í öllum tilfellum annast forlag höfundanna framkvæmd útgáf- unnar, svo að höfundar þurfi ekki sjálfir að gerst rekstrarsér- fræðingar bóka sinna. Afskipti framleiðandans af útgáfunni tak- markast við fjárhagslegu hlið málsins (líkt og styrktarstofn- ana). Forlag höfundanna leitar aö bókaframleiðanda! Með því að fá fjármagn af öðrum sviðum en bókamarkaðinum ein- um verður bókin óháðari sölu og höfundurinn óháðari markaðin- um. Vandaðar og merkar bækur sem ekki njóta almennra vin- sælda - eða teljast ekki vera „söluvara“, fá með þessum hætti tilverumöguleika. Ennfremur nrun fækkun milliliða og hag- stæðari ritvinnsla leiða til alnrenns sparnaðar í bókaútgáf- unni og afurðir lrennar munu skila sér skjótar og betur. Samninganefnd Starfsmannafélags ríkisstofnana: Aðstandendur forlags höfund- anna vita sem er, að til er hópur oft velefnaðra manna í landinu, sem er reiðubúinn að leggja góð- um málstað lið, koma frumlegri ritsmíð á framfæri eða styrkja efnilega rithöfunda með því að taka á sig í upphafi fjárhagslega áhættu af bókaframleiðslunni. Slíkir bókavinir og velunnarar höfundanna hafa stutt sína menn og bækur með ýmsum hætti. For- lag höfundanna stefnir að því að efla slík tengsl og stofna til nýrra, sem og að skapa þeim heppilegt form með gerð samninga og viðurkenningu hins opinbera. Fyrstu bækur höfunda- forlagsins Forlag höfundanna tók til starfa á síðasta ári og hafa nú komið út tvær bækur: „Herstöðin: Félags- legt umhverfi og íslenskt þjóðlíf" eftir Friðrik Hauk Hallsson, og „Ljóð, Myndir, Pappírsflugvél- ar“ eftir Hlyn Hallsson. í undirbúningi er ritröð nú- tímabókmennta, sem þýddar verða úr þýsku. Fær forlag höfundanna styrk til þessarar útgáfu frá þýskum menningar- stofnunum. Þá mun væntanlega koma út hjá forlagi höfundanna safnrit um þau tímamót sem hrun kom- múnismans í austurvegi leiðir af sér fyrir jafnaðarstefnuna á ís- landi (meðal höfunda verða Jó- hann Páll Árnason, Gunnar Karlsson og fleiri vísinda- og fræðimcnn). Sérstakur framleið- andi mun bera stofnkostnað af þessari útgáfu. Heimili í Listagili Forlag höfundanna verður til húsa í Listagilinu á Akuureyri, þegar frágangi á húsnæði þar er lokið. Þangað til er hægt að fá frekari upplýsingar og panta útkomnar bækur beint hjá: Hlyni Hallssyni, Eskihlíð 12a, 105 Reykjavík, sími 623607 eða skrifa til forlags höfundanna, pósthólf 105, 602 Akureyri. SiBA þakrennur Varanleg lausn BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, símar 27770,26524, fax 27737. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 11. nóvember 1991, kl. 20-22 veröa bæjarfull- trúarnir Björn Jósef Arnviöarson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Efmsatriðuin samninganefndar ríkisins harðlega mótmælt Samninganefnd Starfsmanna- félags ríkisstofnana hefur gert athugasemdir við „efnisatriði vegna kjarasamninga“ frá samninganefnd rfldsins. I frétta- tilkynningu frá Starfsmanna- félagi ríkisstofnana kemur fram að samninganefnd ríkis- ins vill að kjarasamningar þeir sem í hönd fara gildi til 1. janúar 1993 án nokkurra verð- trygginga. Jafnframt telur nefndin að ekkert svigrúm sé til launahækkana á næsta ári en með auknum hagvexti árið 1993 skapist svigrúm til kaup- Umboðsverslunin Margnota blei- ur á Dalvík, hefur hafið sölu á margnota umhverfisvænum bóm- ullarbleium. Bleiurnar eru í lag- inu eins og einnota bleiur. Kjarni þeirra er úr rayon sem eykur uppsog. Yfir nóttina er innlegg notað til að auka uppsogið enn frekar. Utan um bleiuna eru nælon- buxur sem eru umhverfisvænni en plastið í bréfbleiunum. Engin gerviefni eru í bleiunum og máttaraukningar og þá sé rétt að endurskoða launaákvæði samningsins. „Starfsmannafélag ríkisstofn- ana telur að vegna þess hve rnikil óvissa ríkir um þróun mála á næsta ári sé óráðlegt að semja til langs tíma. Einnig vill Starfsmannafé- lag ríkisstofnana benda á að eng- ir kjarasamningar verða gerðir af hálfu þess, hvorki til langs né skamms tíma, nema verðtrygg- ingar séu fyrir hendi. Samninganefnd ríkisins lýsir því jafnframt að hún sé hvorki tilbúin til sérsamninga við ein- bómullin skaðar ekki viðkvæma húð barnsins. Bleiurnar eru fáan- legar í þremur stærðum, 3-8 kg, 7-14 kg og 12-21 kg. Bleiur og sýnishorn eru send í póstkröfu um allt land en blei- urnar verða ekki seldar í verslun- um. Eigandi umboðsverslunar- innar á Dalvík heitir Elín Björk Unnarsdóttir til heimilis að Goðabraut 21 á Dalvík og þar er síminn 61679. stök stéttarfélög, né heldur til samninga um nokkuð það sem auki útgjöld ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Starfsmannafélag ríkisstofnana lítur á þetta sem höfnun á þeim málum sem félagið hefur sett á oddinn við þessa samningsgerð. Starfsmannafélag ríkisstofnana bendir á að í plagginu frá Samn- inganefnd ríkisins kemur fram að ýmis mál sem koma upp í sam- starfsnefndum eigi heima í samn- ingsgerðinni, og einnig hefur viss- um sérmálum á síðasta samnings- tímabili verið vísað til samnings- gerðarinnar sjálfrar. Nú hafnar Samninganefnd ríkisins öllum viðræðum um sérmál félagsins. Lítur Starfsmannafélag ríkis- stofnana svo á að þannig sé í raun hafnað þeirri staðreynd að félag- ið er með sjálfstæðan samnings- rétt,“ segir í fréttatilkynning- unni. Þá segir í tilkynningunni að Starfsmannafélag ríkisstofnana sé ekki reiðubúið að semja um nokkuð það sem skerðir áunnin réttindi opinberra starfsmanna, hvorki lífeyrisréttindi, fæðingar- orlof, veikindaréttindi eða önnur réttindi. Starfsmannafélag ríkisstofnana ítrekar að nú þegar verði hafin umræða um sérmál félagsins út frá kröfugerð félagsins. SS Umboðsverslun á Dalvík: Selur margnota umhverfis- vænar bómullarbleiur Tregðulokar fyrir vökva og loft Æw 5TRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Margar gerðir ÍUÍmBUÐIN Sunnuhlíð - © 22111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.