Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Fréttir Sj ávarútvegsráðuneytið: Lög um landanir erlendra fiski skipa á íslandi í endurskoðun Lög, frá 1922, um landanir erlendra fiskiskipa í íslenskum höfnum eru til endurskoöunar í sjávarútvegsráðuneytinu. Þessari vinnu lýkur í næstu viku og þá mun sjávarútvegs- ráðherra taka ákvörðun um hvort nýtt frumvarp verður kynnt í ríkisstjórninni. í gildi eru gömul lög sem banna landanir erlendra fiski- skipa í íslenskum höfnum. Lögin eru afar ströng og leyfa aðeins skipunum að leita hafnar í neyð- artilfellum. Lögin voru sett til að hindra athafnafrelsi útlendinga við veiðar á íslandsmiðum. Á þessum tíma var landhelgislínan upp í harða landi. „Nú eru breyttir tímar. Fisk- veiðilandhelgin er önnur og við- horf öll breytt það er lýtur að þjónustu og alþjóðlegum sam- skiptum. Nýir samningar koma hér inn í. Því eru lögin í endur- skoðun í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Við erum að færa þetta allt til nútímans. Frumvarpsgerð Iýk- ur trúlega í næstu viku og þá Rússnesk rækjuskip hafa verið tíðir gestir á Akureyri á undanförnum árum. kemur til ákvörðunar sjávar- útvegsráðherra, hvort hann legg- ur frumvarpið fram í ríkisstjórn íslands,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í þessari viku spunnust töluverðar umræður um landanir erlendra skipa í íslenskum höfnum. Tilefnið var tillaga sem Einar Sveinn Ólafsson lagði fram í hafnarstjórn 29. október sl. þar sem hann lagði til að hafnarstjóra yrði falið að kanna útgáfu upplýs- ingarits um möguleika erlendra fiskiskipa til að landa afla og kaupa þjónustu á Akureyri. Jafn- framt hafi hafnarstjóri samstarf við þau fyrirtæki, sem tengist fiskvinnslu og þjónustu auk atvinnumálanefndar bæjarins. Bæjarstjórn vísaði þessu máli aftur til bæjarráðs til frekari skoðunar og þar var það tekið fyrir sl. fimmtudag og ákveðið að fela hafnarstjóra og starfsmanni atvinnumálanefndar að afla ýmissa upplýsinga sem því tengdist. ój/óþh Lyfjamálið: „Ummælin eru heilbrigðisráðherra ekki sæmandi“ - segir í fréttatilkynningu BSRB og ASÍ BSRB og ASÍ hafa mótmælt harðlega og lýst furðu sinni á þeim ummælum Sighvats Björgvinssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins 5.11. sl. að breytingar á lytjakostnaði hafi almennt ekki komið illa við aldraða og öryrkja, fyrir utan þá sem „eru háðir ávana- bindandi efnum og neyta mik- ils magns af þeim.“ í sama streng og stéttarfélögin tekur Jóhann P. Sveinsson, lögmað- ur og formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. BSRB og ASÍ hafa lýst sig ósammála því áliti heilbrigðisráð- herra, að ekki sé ástæða til að endurskoða reglugerð um þátt- töku ríkisins í lyfjakostnaði, en Sjálfsbjörg hefur sýnt fram á að lyfjakostnaður aldraðra og öryrkja hefur í einstökum tilfellum marg- faldast frá því að reglugerðin tók gildi. „Ráðherra sagði að það væri „umhugsunarvert, bæði fyrir heilbrigðisyfirvöld og almenning, hvort ríkisvaldið á að afhenda ókeypis ávanabindandi fíkniefni sem notuð eru í miklu mæli.“ Þessi ummæli og málatilbúningur allur er heilbrigðisráðherra ekki sæmandi,“ segir í tilkynningu ASÍ og BSRB. BSRB og ASÍ ítreka af þessu tilefni áður fram komið álit sam- takanna í þá átt að með breyttri reglugerð um þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði hafi stærri hluti af lyfjakostnaðinum verið fluttur yfir á þjóðfélagshópa sem síst skyldi; sjúklinga, öryrkja, aldraða og barnafjölskyldur. Þá hafa samtökin ítrekað bent á að nær hefði verið að ná niður lyfja- kostnaði með því að snúa sér að rótum vandans, sem liggur fyrst og fremst í dýru og úreltu inn- flutnings- og dreifikerfi lyfja og að ekki skuli vera neitt kostnað- areftirlit með lyfjaávísunum lækna,“ segir í fréttatilkynningu stéttarfélaganna beggja. ój Akureyri: Vélfrysta skautasvellið opnað í gærkvöld í gærkvöld var vélfrysta skauta- svellið í Innbænum á Akureyri opnað. I vetur verður svellið opið fyrir almenning helmingi lengur dag hvern en undan- farna vetur. Að sögn talsmanns Skautafé- lags Akureyrar þótti nauðsynlegt að lengja þann tíma er svellið er opið almenningi. Þá er fyrst og fremst hugsað til yngri barna sem ekki geta stundað skautaíþrótt- ina á kvöldin. Aðgangseyri er í hóf stillt. Gjald fyrir fullorðna er 170 krónur og fyrir börn yngri en 12 ára krónur 70. Einnig geta fullorðnir sem börn keypt aðgangskort á niðursettu verði er gilda í skemmri sem lengri tíma. Skautasvellið verður opið sem hér greinir: Sunnudaga kl. 13-16; 20-22. Mánudaga kl. 13-16,30; 20-22. Þriðjudaga kl. 13-17,30; 19-21. Miðvikudaga kl. 13-15,30; 20-22. Fimmtudaga kl. 13-16,30; 19-21. Föstudaga kl. 13-16,30; 20-22. Laugardaga kl. 13-16; 20-22. ój Forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri: Hjúknmarfræðingamir hafa skilað sér á sjúkrahúsin Sigríður Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, segir það rangt sem haft var eftir Bjarna Arthurssyni, fram- Fimmtudaginn 14. nóvember hefst í Kjallaranum undan- keppni fyrir íslandsmeistara- keppni í Karaoke. Að keppninni standa Sjallinn, Ölver í Glæsibæ, Viö félagarnir í Vestmannaeyjum og Bylgjan. Undankeppnin verbur haldin öll fimmtudagskvöld fram ab óramótum og verður úrslita- keppnin laugardaginn 4. jan- úar 1992. Þar verða valdir tveir söngvarar sem keppa sem fulltrúar Norburlands um íslandsraeistaratitilinn í Ölveri í Glæsibæ föstudaginn 10. janúar. Karaokemeistarinn og þeir sem nœstir verda hljóta vegleg verölaun sem kynnt verða síðar. Öllum er heimil þátttaka (aldurstakmark 18 ár) Upplýsingar um keppnina og skráning er í síma 22770 eftir kl. 13.00 alla daga. Bjami Dagur jónsson fjallar um keppninaá Bylgjunni í þcetti sínum milli kl. 09.00- 12.00 virka daga. SJALLINN kvæmdastjóra Kristnesspítala, í vikunni að þeir hjúkrunar- fræðingar sem útskrifuðust úr skólanum hafi ekki skilað sér sem skildi út í heilbrigðisstofn- anirnar. Sigríður segir að af 11 hjúkrunarfræðingum séu 10 nú í starfi á heilbrigðisstofnunum. Sigríður segir að af þessum hjúkrunarfræðingum starfi 4 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, 4 á sjúkrahúsum í Reykja- vík, einn á Heilsugæslustöðinni á Forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri segir það rangt sem haft var eftir Bjarna Arthurssyni í Degi sl. fimmtudag að hjúkrunarfræðingar útskrifaðir frá skólanum hafi skilað sér illa út í heilbrigðisstofnanirnar. Akureyri og einn á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Þá sé einn hjúkr- unarfræðingur ótalinn, en hann er heimavinnandi húsmóðir sem stendur. Sigríður lagði áherslu á að ekki einungis njóti sjúkrahúsin þess að fá útskrifaða hjúkrunarfræð- inga frá Háskólanum á Akureyri í framtíðinni heldur sé það einnig mikil breyting að fá nemendur úr skólanum í starfsþjálfun á sumrin. Þetta atriði skipti einnig verulegu máli. JÓH Húsavík: Ekkert riðutilfelli fannst við slátrun „Það var allt stálslegið, ég sendi helling af sýnum suður en hef ekki fengið neinar athugasemdir um að ekki væri allt í lagi með þau,“ sagði Bárður Guðmundsson, dýra- læknir á Húsavík, aðspurður um heilsufar fjár í haust og hvort nokkur ný riðutilfelli hefðu fundist við sauðfjárslátr- unina. „Það er of snemmt að segja til um hvort það er að nást fyrir þetta. Það var allsherjar niður- skurður hér fyrir fimm árum og síðan hafa verið að tínast til nokkur tilfelli á ári. í vor komu upp tvö tilfelli, annað á Húsavík en hitt að Lóni í Kelduhverfi. En við vonum það besta. Það getur tekið nokkur ár í viðbót að kom- ast fyrir þetta, en það er allavega komið niður á það plan að það er viðráðanlegt, hvort sem okkur tekst að útrýma veikinni eða ekki,“ sagði Bárður, aðspurður um vonir sínar varðandi útrým- ingu riðunnar. Um heilsufar fjársins að öðru leyti sagði Bárður að það væri mjög gott í haust. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.