Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Londsbyggðin á góðo möguleika ef hún læfur of borlóminum - Jóhann Anronsson á Dalvík vill að allur fiskur verði seldur á innlend- unn mörkuðum og segir að srjórnmálamenn eigi ekki að velra sér upp úr forríðarvanda heldur benda á leiðir inn í framríðina Fyrir tveimur árum eða svo setti Dalvíkingurinn Jóhann Antonsson fram þá kenningu að réttast væri að allur fískur sem veiddur er á íslandsmiðum yrði seldur á innlendum fiskmörkuðum. Pá tóku flestir þessari hugmynd heldur fá- lega. Nú fjölgar þeim dag frá degi sem taka undir með Jó- hanni. Fiskmörkuðum fer fjölgandi og þáttur þeirra í sjáv- arútvegi þjóðarinnar stækkar. En hvað er það sem vinnst við það að selja allan físk á markaði í stað þess að landa honum til vinnslu í eigin fyrirtæki? „Reynslan hefur sýnt að við fáum hærra verð í útflutningi út úr þeim fiski sem landað er á markaði en þeim físki sem fer eftir gamla farveginum. Það opnar fjölbreyttari möguleika á erlendum mörkuðum en ef allur fiskur fer í frystingu eða söltun. Með mörk- uðunum næst fram sérhæfing í vinnslunni sem er óhugsandi í gamla kerfinu. Þeir ýta undir innbyrðis samkeppni í vinnslunni og þar með hagræðingu. Það er misskilningur að stóru sölusamtökin tryggi stöðugra og hærra verð en hægt er að fá eftir öðrum leið- um. Þessi samtök eru böm síns tíma og þau urðu til við allt aðrar aðstæður í viðskiptum milli ríkja. Stór sölusamtök verða eflaust á- fram til en það verður að losa um heljartök þeirra á atvinnugreininni." Fagleg vinnubrögð í Atvinnufryggingarsjóði Jóhann er Svarfdælingur í húð og hár og hef- ur búið á Dalvík frá þriggja ára aldri, að frá- töldum þeim árum sem hann var í fram- haldsskólum. Hann varð stúdent frá MA og lauk síðan prófí í viðskiptafræði frá Háskóla íslands. Að námi loknu fór hann aftur heim á Dalvík og vann þar við bókhald. Um tíu ára skeið var hann framkvæmdastjóri Söltunar- félags Dalvíkur og í eitt ár sinnti hann mark- aðs- og þróunarstarfi á sviði sjávarútvegs fyrir KEA. Fyrir þremur árum urðu þáttaskil hjá Jó- hanni. Kona hans, Svanfríður Jónasdóttir, var útnefnd aðstoðarmaður fjármálaráðherra og sjálfur var Jóhann skipaður stjómarmaður í nýstofnuðum Atvinnutryggingarsjóði út- flutningsgreina. Þau hjón fluttu suður og Jó- hann starfaði fyrir sjóðinn og síðan ábyrðga- deild fískeldislána sem er hluti af Ríkis- ábyrgðasjóði. Þar starfar hann að stómm hluta enn þótt þau hjón séu nú sest að á heimaslóðum á nýjan leik. En hvað hefur Jóhann að segja um störf sín hjá Atvinnutryggingasjóði? „Sjóðurinn var stofnaður haustið 1988 af þeirri ástæðu að staða útflutningsgreinanna var mjög alvarleg, raunar sú versta um langt árabil. Fyrir því vom einkum tvær ástæður: í fyrsta lagi losaraleg efnahagsstjómun miss- eranna á undan sem einkenndist af ósk- hyggjukenndri gengisstefnu og snöggum vaxtahækkunum. f öðm lagi voru að verða verulegar breytingar í sjávarútvegi, atvinnu- háttabreytingar. Hins vegar gátu hvorki stjómvöld né fyrirtækin greint þama á milli. Peningakerfið var í uppnámi og fyrirtækin áttu við mikinn lausafjárvanda að etja. Gömlu fjárfestingarsjóðimir höfðu staðið í skuldbreytingum en þær höfðu ekki gagnað. Það var því mat stjómvalda að peningakerf- ið réði ekki við ástandið og það stefndi í stórfellt atvinnuleysi. Þess vegna fékk sjóð- urinn þetta nafn. Við fengum ekki mikla peninga til ráð- stöfunar. Skuldbreytingin sem við stuðluð- um að var gerð úti í viðskiptalífinu. Sjóður- inn gaf út skuldabréf sem fjármögnuð vom innanlands, það komu tiltölulega litlir pen- ingar utanfrá, svo þensluáhrifin í hagkerfinu urðu sáralítil. Svona hafði aldrei verið staðið að skuldbreytingum áður, vaninn var að taka erlend lán. Þetta var viðamesta skuldbreyt- ing sem gerð hafði verið en samt fengu ein- ungis 60% þeirra fyrirtækja sem um sóttu fyrirgreiðslu. Matið sem lagt var á mögu- leika fyrirtækjanna var mjög strangt og þótt sjóðurinn hafi verið ótæpilega gagnrýndur viðurkenndi þáverandi stjómarandstaða að beitt hefði verið faglegum vinnubrögðum.“ Landsbankinn heföi sennilega fallið - Stjórnarandstaðan þáverandi gagnrýndi sjóðinn og sagði hann vera víxil inn ífram- tíðina. „Þessu er því til að svara að allri útlána- starfsemi fylgir einhver áhætta. Menn vissu af þessari áhættu og þess vegna var sjóðnum lagður til einn milljarður króna í stofnfé. Ríkisendurskoðun, sem alltaf hefur verið mjög svartsýn á innheimtu lánanna, hefur sagt að við verstu aðstæður verði tapið á sjóðnum aldrei meira en um 900 milljónir króna sem samsvarar nokkum vegin stofn- framlaginu. Það hefur hins vegar blasað við alla tíð að á ámnum fram til 1995-6 þarf að endurfjármagna sjóðinn þar sem bréfin sem hann gaf út em til 6 ára en lánin til fyrirtækj- anna til 10 ára. Þetta var alltaf vitað, en sum- ir hafa ruglað þessu saman við tapið og fund- ið út að ríkissjóður þyrfti að punga út með risavaxnar fjárhæðir til þess að rétta sjóðinn af. Tapið verður aldrei meira en 900 milljón- ir og það er innan áhættumarka sem reikna verður með í útlánastarfsemi. Þegar sjóðurinn var stofnaður stóðu menn frammi fyrir risavöxnu vandamáli. Aðrar leiðir voru ekki færar. Þeir sem halda öðru fram em að segja að fyrirtækin hefðu átt að fara í gjaldþrot. Það hefði leitt til margra milljarða taps £ hagkerfinu. Mörg þjónustu- fyrirtæki hefðu farið á hausinn og ég efast um að Landsbankinn hefði staðið þá orrahríð af sér. Það hefði skapast öngþveiti í við- skiptalífinu, ríkið hefði tapað milljörðum og atvinnustarfsemin lamast. Mitt mat er að stofnun sjóðsins hafi afstýrt glundroða og milljarðatapi. Það hljómar svo afar skringilega að heyra að sömu menn og segja að uppgjörinu hafi verið frestað ætli sjálfir að fresta því núna með því að lengja lánin hjá þessum sjóði. Núverandi stjómvöld hafa gefið því undir fótinn að fresta afborgunum lántakenda. Þeir þora greinilega ekki í uppgjörið nú, þótt at- vinnulífið hafi verið búið undir breytingar með skuldbreytingum.“ Sölukerfið frosið fast f gömlum tímo - Hvaða breytingar ertu að tala um? „Það em að verða margskonar breytingar í sjávarútvegi og öllum atvinnurekstri okkar. Útlínur þeirra hafa lengi verið sýnilegar en menn hafa verið hikandi við að mæta þeim. Markaðsaðstæður erlendis hafa breyst mik- ið. Ahugi hefur vaxið á unnum ferskum fiski, td. flökum, á kostnað frysta fisksins. Samhliða hafa möguleikar okkar á að svara þessum breytingum aukist með framförum í flutninga- og fjarskiptatækni. Menn geta nú hagað sér eftir markaðnum. Við höfum hins vegar verið mjög íhaldssöm í því að breyta sölukerfinu, það er frosið fast í gömlum tíma. Sama gildir raunar um framleiðslu- kerfið. Fiskmarkaðirnir hafa gert okkur kleift að mæta þessum breytingum, en þeir hafa ekki byggst nógu hratt upp. Auðvitað þurfa allar nýjungar sinn gerjunartíma og ég held að undanfarin 2-3 ár hafi verið góður tími fyrir þessar hugmyndir. Þess vegna hallast æ fleiri að því að það þurfi að örva markaðs- starf á sem flestum stigum framleiðslunnar. Það þarf að neyða framleiðendur til þess að horfast daglega í augu við það hvar og hvemig megi ná hæsta verðinu fyrir fiskinn. Það má nefna dæmi af ýsunni. Fersk ýsuflök skila 500 krónum á kflóið í útflutn- ingi meðan fryst flök skila aðeins 360 krón- um. Þeir sem eru í fersku flökunum geta því greitt hærra verð fyrir gott hráefni. Hingað til hefur útflutningur á ferskum flökum eink- um verið til Bandaríkjanna, en þegar Evr- ópumarkaður opnast fyrir fersk flök með að- ild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu mun markaðurinn stækka verulega. Þess vegna þarf að auka möguleika þeirra sem stunda vinnslu á ferskum flökum til þess að afla sér hráefnis, það er beinlínis þjóðhags- lega hagkvæmt." Fiskmarkaöir eru brýnf byggðamál „Einn af göllum kvótakerfisins er sá að handhafar kvótans geta ráðstafað fiskinum, ekki bara hvað snertir veiðar heldur einnig til vinnslu og jafnvel sölu erlendis. Kerfið hefur styrkt stóru sölublokkimar, SÍS og SH, enda eru 80% af fiskveiðiflotanum í eigu vinnslunnar með einum eða öðrum hætti. Vinnslunni er því skipt á milli risanna sem einnig ráða yfir megninu af aflanum í sölu. Ef við segðum sem svo að þeir sem fá út- hlutað kvóta ráði ekki yfir aflanum að öðru leyti en að veiða hann og skylduðum þá til þess að selja hann á mörkuðum myndi kvótaúthlutunin ekki verða eins umdeild. Það gerði minna til þótt kvótinn safnaðist á fáar hendur því allir yrðu jafnréttháir á mörkuðunum að afla sér hráefnis til vinnslu. Þá yrði kvótatilfærsla ekki jafn sársaukafull fyrir byggðarlögin og fátæk sveitarfélög þyrftu ekki að eyða jafnmiklum peningum í að viðhalda kvóta og þau gera nú. Ef þessu fylgir að markaðimir eflast á landsbyggðinni þá færist markaðsþekkingin og yfirsýnin út á land og umsvif í þjónustu aukast þar. Við það myndi sjálfstæði hverrar einingar aukast. Það er því brýnt byggðamál að auka umsvif markaðanna úti um land.“ - En hvers vegna skyldu fyrirtœki sem sameina útgerð og vinnslu og ganga vel fall- ast á breytingar íþessa veru? „Vinnslufyrirtæki sem ganga vel munu gera það áfram, ef vinnslan er þjóðhagslega hagkvæm. Ef hins vegar er verið að vemda eitthvað sem ekki skilar þjóðfélaginu nógu miklu út úr hverju kflói af fiski munu fyrir- tækin lenda í erfiðleikum. Stöku fyrirtæki sem nú starfa í vernduðu umhverfi munu eiga erfitt uppdráttar því breytingamar sem eru að verða gera þá kröfu til fyrirtækja að þau séu fær um að starfa við frjálsræði en ekki við gamalt miðstýringarkerfi." - Ertu bjartsýnn á að þessar breytingar gangi fljótt og vel fyrir sig? „Kosturinn við okkur Islendinga er sá að þó við séum fastheldnir á kerfin okkar þá erum við fljótir að tileinka okkur nýjungar þegar til alvörunnar kemur. Þessar breyting- ar er hægt að gera á skömmum tíma og til- tölulega sársaukalítið. Fyrirtækin geta átt sín skip áfram. Þau fá hærra verð fyrir hráefnið og þar með bætta rekstrarstöðu. Spumingin verður hvemig vinnslan stendur sig. Opnun Evrópumarkaðarins og breytingar hér innanlands í þá vem sem ég hef lýst munu skila þjóðarbúinu tugum milljarða á skömmum tíma og gera miklu meira en að vega upp þann aflasamdrátt sem við höfum orðið fyrir. Þegar við fómm í gegnum þetta dæmi fyrir Verkamannasambandið fyrir tveimur árum varð niðurstaða okkar sú að þessar breytingar gætu aukið hagvöxt tals- vert meira en stórt álver, það slagaði hátt upp í tvö álver. En svo má líka reisa álver.“ Veiöigjald er siðferðileg og efnahagsleg nauðsyn - Nú er mikið rœtt um vellauðuga sœgreifa og sjá sumir þá leið eina að taka leigu fyrir afnot af kvóta. Hvað segir þú um kvóta- gjald? „Það deildir enginn um að þeir sem fá í hendur kvóta eru að fá yfirráð yfir gífurleg- um eignum. Það sést á því verði sem kvótinn er seldur á. Það liggur líka í eðli þess að veita aðgang að takmarkaðri auðlind. í sjávarút- vegi halda menn því fram að kaup og sala á kvóta sé liður í nauðsynlegri hagræðingu. Skipum fækki og þeir sem kaupi kvóta geri það í þeirri von að þeim takist að hagræða í rekstrinum hjá sér. Þetta má vera rétt, en þegar hagræðing- unni er náð í sjávarútvegi verður staða grein- arinnar svo sterk að hætta er á að hún drepi af sér aðrar atvinnugreinar í krafti hás geng- is. Þess vegna verður að taka peninga út úr greininni, við komumst hreinlega ekki hjá því af þjóðhagslegum ástæðum að innheimta veiðigjald í einhverju formi. Umræðan sem nú er í gangi snýst hins vegar um réttlætið í þessari miklu eignamyndun. Það stríðir gegn réttlætiskennd okkar að afhenda svo mikla eign án þess að innheimta af henni leigu- gjald. Það hníga því bæði efnahagsleg og siðferðileg rök að því að innheimta beri veiðigjald. Sumir vilja koma þessu á strax og gera það með þeim hætti að útvegurinn stæði jafnréttur eftir. Þá mætti hugsa sér að ákveða tiltekið veiðigjald sem rynni í ríkissjóð. Þvínæst yrði gengið fellt og til þess að bæta launafólki kaupskerðinguna yrði virðisauka-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.