Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Heyrt á skotspónum: Borðar Lindubuff fyrir íjórar milljónir Kvikmyndarisinn Warner Bros á um þessar mundir í viðræðum við Miramax Film um að framleiða og dreifa bandarískri útgáfu af Tie Me Up! Tie Me Down og Cinema Paradiso. Bræðurnir Bob og Harvey Weinstein, en þeir eiga Miramax, komu þessum tveimur kvikmyndum á framfæri í Bandaríkjunum á sínum tíma og græddu vel. Ekki er þó búist við að þeir leggi fram fjármuni í kvikmyndagerðina sjálfa, það gerir Warner Bros, en bræðurnir munu sennilega verða fram- Ieiðendur myndanna og ef til vill hafa hönd í bagga með kynningu þeirra og sölu. Vestra ímynda fræðingar sér að þetta geti orðið upphafið að meiri samvinnu milli þessara tveggja fyrirtækja þar sem Warner Bros myndi leggja fram peninga og dreifa myndum er bræðurnir framleiddu. Nú liggja þeir í því Walt Disney-menn. Enginn kvik- myndaframleiðandi hefur hamast jafn ákaft gegn því og þeir að auglýsingar væru sýndar á undan kvikmyndum í bíóhúsum. Hins vegar hafa stjórnendur fyrir- tækisins verið staðnir að því að bjóða vöruframleiðendum óbein- ar auglýsingar í bíómyndum sínum. Dæmið lítur einhvern veginn svona út - við skulum heimfæra það upp á súkkulaði- verksmiðjuna Lindu. Segjum að stjórnarmenn þar vildu láta Lindubuffi bregða fyrir í bíó- mynd frá Walt Disney. Fyrir slíka þjónustu yrðu þeir að greiða 1200 þúsund. Ef Sigurður í Lindu vildi nú einnig láta vöru- merki buffsins koma fram myndi það kosta dálítið meira eða um 2,4 milljónir. En sagan er ekki öll; fyrir tæpar fjórar milljónir hefði Sigurður getað komið buffi ofan í Patrick Swayze í Ghost eða einhverja skjaldbökuna í Teenage Mutant Ninja Turtles. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nú lagt til að kvikmyndafyr- irtækjum verði gert að skyldu að nafngreina í kynningartexta bíó- mynda þá aðila er greiða fyrir að láta framleiðsluvörur sínar birt- ast á hvíta tjaldinu. Sem dæmi um myndir hlaðnar óbeinum auglýsingum hafa verið nefndar toppgróðamyndir eins og Home Alone, Pretty Woman og Total Recall að ógleymdum þeim tveimur sem hér eru nefndar á undan. Auðvitað segja kvik- Fyrir fjórar milljónir íslenskra króna hefði Schwarzencgger étið eitt Lindu- buff. myndafurstarnir þetta allt á mis- skilningi byggt, til dæmis hafi aðeins verið greitt fyrir tvær óbeinar auglýsingar í Ghost og að reglan sé sú að um 75 til 80% þeirra vara er birtist í kvikmynd- um sé þar vegna aðstæðnanna og enginn greiði neitt fyrir. Mér þykir rétt að taka fram að Lindu- menn hafa ekki (enn) hlaðið á mig fé fyrir að geta þeirra í þessu sambandi. Francis Ford Coppola er í þann veginn að gera þriggja ára samning við Columbia Pictures. Honum hefur gengið illa með fyrirtæki sitt Zoetropa Prods, en það var lýst gjaldþrota fyrir um ári síðan. Upp af rústum þess reis American Zoetropa en það fyrir- tæki mun væntanlega verða samningsaðili Columbia og sennilega fá framleiðslurétt að kvikmyndum Coppolas og Columbia-manna. Drakúla- mynd Coppolas, með þeim Winona Ryder og Anthony Hopkins, er rétt ókomin á mark- að og er óháð samningi leikstjór- ans við Columbia. Vonir standa til að hún muni ganga betur en Guðfaðirinn III sem olli aðstand- endum sínum hjá Paramount Pictures nokkrum vonbrigðum þrátt fyrir að hún halaði inn nálega fjóra milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum einum. Allt í steik hjá MGM-Pathe Communications. Einu sinni var MGM öflugasta kvikmyndafyrir- tæki heims, nú er það risi á brauðfótum og mjólkurkýr lög- fræðinga. ítalinn Giancarlo Parretti, sem náði tangarhaldi á fyrirtækinu í fyrra, hefur verið settur af sem framleiðslustjóri. Alan Ladd yngri tók við starfinu. Síðan var Parretti einnig hrakinn úr forsæti stjórnarnefndar MGM. Á bak við þessar aðgerðir stóð helsti lánadrottinn MGM, franski bankinn Credit Lyonnais. Parretti undi þessu illa og kallaði saman stjórnarfund tryggra sam- starfsmanna sinna. Par mættu, auk Parrettis, eiginkona hans og Yoram Globus. Samþykkt var í einu hljóði að setja Parretti aftur í embætti stjórnarformanns. Nú eru málsaðilar búnir að grafa skotgrafir og stefnur og bótakröf- ur ganga á víxl. Það er svo annað mál hvort Louis B. Mayer, stofn- andi MGM, liggur enn kyrr í gröf sinni. Forsvarsmenn Kvikmyndaklúbbs Akureyrar, frá vinstri: Albert Guðmunds- son, Hrefna Harðardóttir, Astrid Margrét Magnúsdóttir og Óskar Árnason. Mynd: Golli Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Vetrarstarfið hafið Eftir sumarlangan dvala tekur Kvikmyndaklúbbur Akureyrar nú aftur til starfa. Þegar þetta birtist mun klúbburinn hafa sýnt að minnsta kosti eina kvikmynd, Tvenna tíma (En hándfull tid) gerða af norska leikstjóranum Martin Asphaug. Á döfinni eru margar athyglisverðar sýningar. Stjórnendur klúbbsins hafa staðið í stórræðum við að fá norður valdar kvikmyndir af Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Efstar á óskalistanum eru Homo Faber eftir Pjóðverj- ann Volker Schlöndorff, með BÓNUSSKÓR Vandaðir dömu- og herra-„götuskór" Verð aðeins kr. 2.790 Svart leður og rúskinn st. 41 -46 Svart leður og rúskinn Svart leður st. 36-41 Brúnt leður m/2 spennum st. 36-41 Beinn innflutningur - lægra verð SKÓHÚSIÐ Verslunarmiðstöðinni Kaupangi, sími 27019 Sam Shepard í aðalhlutverki, nýjasta mynd Carlos Saura, Ay, Carmela en leikkonan Carmen Maura fékk einmitt Felix-verð- launin árið 1990 fyrir persónu- sköpun sína í Carmela og hin magnaða Reise Der Hoffnung eða Vegur vonar sem fékk Óskarinn 1991 sem besta erlenda kvikmyndin. í Vegi vonar bregð- ur leikstjórinn Xavier Koller upp svipmynd af blásnauðum Tyrkjum í leit að betri heimi. Af öðrum kvikmyndahátíðar- myndum er Kvikmyndaklúbbur Akureyrar hefur í sigtinu má nefna Ever smile, New Yersey, Hidden Agenda eða Launráð sem Ken Loach leikstýrir, og síð- ast en ekki síst franska myndin Trop Belle Pour Toi (Of falleg fyrir þig), leikstjóri Bertrand Blier en aðalhlutverkið er í hönd- um hins þekkta Gérard Depardieu Kvikmyndaklúbbur- inn er einnig á höttunum eftir Cyrano de Bergerac en þar fer Depardieu einnig með aðalhlut- verk en sú mynd er ekki á umræddri kvikmyndahátíð í Regnboganum. Að sögn Hrefnu Harðardóttur, stjórnarmanns í Kvikmynda- klúbbi Akureyrar, verður reynt að fá kvikmyndahátíðarmyndirn- ar frá Reykjavík eins fljótt og kostur er. „Verði einhver dráttur á því stendur okkur til boða franska myndin La Petite Voleuse, (Litli þjófurinn) sem Claude Miller leikstýrir eftir handriti Francois Truffaut." Að sögn Hrefnu mun sú mynd örugg- lega verða sýnd hér á Akureyri, spurningin er aðeins hvort það verður á undan kvikmyndahátíð- armyndunum eða eftir. Sem endranær verða sýningar kvikmyndaklúbbsins í Borgar- bíói og þá utan venjulegs sýning- artíma bíósins. Peir sem vilja gerast meðlimir í klúbbnum geta skrifað nöfn sín á lista sem liggur þar frammi fyrir hverja félags- sýningu. Félagsmenn fá afslátt af miðaverði og í framtíðinni munu ýmis hlunnindi, svo sem afsláttur hjá myndbandaleigum, fylgja félagsskírteini. Hrefna segir mikilvægt að sem flestir áhuga- menn um kvikmyndir gangi í félagið, það standi á hálfgerðum brauðfótum og þrífist nær eingöngu vegna styrks frá menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar. Gérard Depardicu og Anne Brochet í Cyrano de Bergerac en það er ein þeirra mynda sem Kvikmyndakiúbbur Akureyrar ætlar að fá norður í vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.