Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 22

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 BUNAÐARBANKINN - Traustur banki Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður. Nýr dagskrárliður í svæðisútvarpi: Summdagsblanda Gísla Sigurgeirssonar Nýr þáttur um norðlensk málefni hefur göngu sína í Útvarpi Norðurlands 10. nóvember. Þátt- urinn verður á dagskrá í vetur á sunnudögum. Hann hefst klukk- an 11 árdegis og stendur fram að fréttum. Umsjónarmaður Sunnu- dagsblöndu er Gísli Sigurgeirs- son fréttamaður. „Reynt verður að hafa blönd- una hæfilega sterka; gestir koma í hljóðstofu, pistlahöfundar leggja orð í belg, málefni líðandi stundar verða reifuð og tónlist leikin á milli atriða. Þátturinn verður því sýnishorn af því sem er að gerast í mannlífi norðan- lands,“ segir í frétt frá Ríkisút- varpinu. Glerárskóli: Aðalfundur Foreldra- félagsins Aðalfundur Foreldrafélags Gler- árskóla verður haldinn í skólan- um þriðjudagskvöldið 12. nóvember næstkomandi kl. 20. Til umræðu á fundinum verða mörg mál er varða dvöl barnanna í skólanum, en þar má nefna mikinn skort á aðstöðu til að borða nesti, félagsaðstöðu nemenda, umferðarmál og fleira. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum mun Auður Sig- urðardóttir skólahjúkrunar- fræðingur flytja erindi um matar- venjur barna og unglinga, svefn- þörf, útivistartíma og fleira. Ný tegund af hvítlauks- hylkjum á markaðínn Nýlega var kynnt á markaði holl- ustuafurða í Bandríkjunum, ný tegund af hvítlaukshylkjum sem nefnist Garlic Time og strax hef- ur náð mikilli útbreiðslu þai vestra. Það sem gerir þessa hvít- lauksafurð frábrugðna öðrum gerðum er hið mikla magn af hreinu dufti, sem jafngildir 1800 mg af heilu hvítlaukslaufi. Ein tafla jafngildir 6 kwai skömmtum sem ráðlagur er daglegur skammtur. Hinn kröftugi dagskammtur af Garlic Time gefur hina náttúr- legu uppistöðu og tryggir öruggt og áhrifaríkt magn af allisín-rík- um hvítlauk. Þessi einstæða uppskrift, sem gerir ráð fyrir viss- um upplausnartíma, felur ekki í sér neina sykurskurn eða iðra- húðun. í afurðinni er enginn sykur, sódi, sterkja, ger, rotvarnarefni, gerfilitir eða bragðefni. Vísinda- legar rannsóknir staðfesta að illisín kemur í veg fyrir bakteríu- myndun og hefur engin eitur- áhrif. (Úr fréttatilkynningu). Nómsmenn hafa alla tíS verið vakandi yfir hags- munum sínum og réttindum. Stöðugt hafa þeir bent á leiSir til aS bæta skólakerfiS og skilyrSi til náms. Námsmannalína Búnaðarbankans kemur til móts við þörf námsmanna fyrir fjárhagslegt öryggi. Allir nemendur 18 ára og eldri eiga kost á að skrá sig í Námsmannalínuna. Námsmannalína Búna&arbankans: • Framfærslulán til fyrsta árs nema fram að fyrstu lánveitingu frá LIN • Yfirdráttarheimild • Námsstyrkir til námsmanna í framhaldsnámi • 750 þúsund króna námslokalán til húsnæðiskaupa • Gullreikningur • Greiöslukort • Fjármálaráögjöf • Gjaldeyrisþjónusta • Lán vegna búslóðaflutninga • Millifærslukerfi vegna endurgreiðslu námslána • Viðskiptayfirlit • Vegleg skipulagsbók Kynntu þér málið nánar! NAMS > LÍNAN A DAGIIR AkurejTi 0 96-24222 Norðlcnskt dagblað Akureyri: Dömukvöld Þórs um aðra helgi Dömukvöld Þórs verður haldið í Hamri laugardaginn 16. nóvem- ber nk. Tekið verður á móti gest- um með hænustéli kl. 19.00 en samkoman hefst kl. 20.00. Auk þess sem boðið verður upp á gómsætan mat, verða skemmtiatriði, tískusýning og happdrætti á meðal dagskrárliða. Miðaverð er kr. 2000,- en miða- sala fer fram í Hamri alla næstu viku frá kl. 16.00 og er hafið nýtt kortatímabil. Allar dömur á aldrinum 18 til 100 ára eru velkomnar. Akureyri: Kynningá umhverfisvænum heimilisvörum í dag, laugardaginn 9. nóvember, verður kynning á Golden-vörum, sem eru umhverfisvænar allhliða heimilisvörur, eins og hreingern- ingarlögur, húðvörur og bætiefni. Um tvö ár eru síðan þessar vörur komu á markað hér á landi. Kynningin fer fram á Hótel Norðurlandi og hefst kl. 15.00. Boðið verður upp á kaffi og þá verður happdrætti í gangi. Öllum heimill aðgangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.