Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 24

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 24
Vestur-Húnavatnssýsla: Nýtt hlutafélag sett á stofii Nýtt hlutafélag var stofnað á Hvammstanga sl. miðvikudags- kvöld og hlaut það nafnið Bar- dúsa hf. Félagið er stofnað í kringum Gallerí Bardúsa sem starfrækt var í gamla verslun- arhúsnæði Sigurðar Pálmason- ar sl. sumar, þar sem seldur var ýmiskonar varningur unn- inn í héraðinu. Að sögn Karls Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra Ataksverk- efnis V.-Hún. sem tengist stofn- un félagsins, er áætlað að selja 40 hluti í hlutafélaginu og mun hver þeirra kosta 10 þús. krónur. Þessu hlutafé á að vera búið að safna fyrir 15. des. nk. og Karl segir að þá verði trúlega farið af stað með starfsemi félagins. „Megintilgangur félagsins er tvíþættur. Annars vegar að standa fyrir umræðu, kynningu og námskeiðum í handiðnaði í héraðinu. Hinsvegar að standa fyrir rekstri á vinnu- og sölustað og okkur býðst að fá sama hús- næði undir þá starfsemi og Gall- eríið var starfrækt í í sumar. Vonandi verður síðan unnið það mikið af munum í vetur að hægt verði að hefja sölu strax næsta vor,“ segir Karl. Að stofnun hlutafélagsins stendur verkefnishópur sá er stóð að Gallerí Bardúsa sl. sumar og í stjórn félagsins voru kosin: Jón Eiríksson á Búrfelli, Guðrún E. Erlingsdóttir á Hvammstanga og Hulda Stefánsdóttir á Hvamms- tanga. SBG Veðurstofan spáir stinningskalda og snjókomu í dag og því ættu þessir piltar að geta haldið áfram í snjókallagerðinni. Veðurguðirnir sýna tvö andlit Veðurguðirnir munu sýna tvö andlit um helgina, en þó verður veðr- ið hið skaplegasta. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu íslands verður norðaustan- átt eða norðanátt um allt Norðurland í dag með stinningskalda og snjókomu. Er líður á daginn gengur veðrið niður og dregur til suð- lægrar áttar. Á sunnudag verður bjart, hlýrra og hvöss sunnanátt. ój Blönduós: Auglýst eftir þj ónustuf>TÍrtækjum „Við ákváðum að auglýsa eftir aðilum sem áhuga hafa á að setja upp endurskoðunarskrif- stofu hér á Blönduósi og einnig eftir aðilum til að standa að tækni- og verkfræðiþjónustu,“ segir Ófeigur Gestsson, bæjar- stjóri á Blönduósi. í auglýsingu bæjarins kemur fram að Blönduósbær muni beita sér fyrir að kanna rekstrargrund- völl þessara fyrirtækja þegar fyrir liggi hverjir hafi áhuga. Ófeigur segir að varðandi endurskoð- unarskrifstofu, þá sé auðvitað mikið um að fyrirtæki á Blöndu- ósi hafi sína einkaendurskoðend- ur og því verði að koma í ljós hvort mögulegt verði að beina viðskiptum þeirra til svona skrif- stofu. Aftur á móti segir hann að tækni- og verkfræðiþjónusta myndi trúlega fá ýmis verkefni frá bænum sem hingað til hafa verið unnin af tæknifræðingi bæjari'ns. „Við erum ekki farin að kanna áhuga fyrirtækja hér á staðnum, á að skipta um endurskoðendur og ætlum fyrst að sjá undirtekt- irnar við auglýsingunni. Hins vegar er ljóst að ef af þessu verð- ur mun bærinn beita sér fyrir því að ekki standi á verkefnum," seg- ir Ófeigur. SBG Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Siglfírðingar og Blönduósingar vilja fá framhaldsdeildir - fátt um svör hjá menntamálaráðherra um þetta mál á Alþingi sl. fimmtudag „Samkvæmt túlkunum manna í menntamálaráðuneytinu, þá munum við þurfa að bera kostnað af húsnæði og öllum stofnbúnaði og ef nemenda- fjöldi nær ekki tilteknum fjölda samkvæmt reglum ráðu- neytisins, þá verðum við að greiða Iaunamismun,“ segir Ofeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Blönduósingar og Heysýni benda til lakari heyja bænda í ár þrátt fyrir góðviðrissumarið: Kuldakaflinn í byijirn sumars spillti fyrir - áberandi lakari hey í ár í Svarfaðardal og Bárðardal en í fyrra Þrátt fyrir að veðráttan í sumar hafi verið góð og heyskapur gengið rösklega fyrir sig benda niðurstöður heysýna til þess að bændur hafí ekki jafn gott fóð- ur í hlöðum sínum og síðasta vetur. Niðurstöður rannsókna á heysýnum af Eyjafjarðar- svæðinu sýna að heyið er mis- munandi innan svæðisins en í heild er hey eilítið lakara en í fyrra en þá var hey mjög gott og kraftmikið. Hey eru nokk- uð lakari í Þingeyjarsýslum en á Eyjafjarðarsvæðinu og sums staðar í Þingeyjarsýslum eru þau slök. Guðmundur Helgi Gunnars- son hjá Ræktunarfélagi Norður- land segir að miðað við það sem bændur hafi viljað láta í veðri vaka í sumar séu niðurstöður sýna ekki nægilega góðar. Á þessu séu vissulega undantekn- ingar þar sem innan um séu bæir með mjög góð hey en þegar allt sé dregið saman verði þetta niðurstaðan. „Þetta kemur lakar út en marg- ir héldu. Orkan í heyinu er minni 7,3% verðbólga Samkvæmt útreikningum Kaup- lagsnefndar hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 8%. Hins vegar er hækk- unin 1,8% undanfarna þrjá mánuði, sem jafngildir 7,3% verðbólgu á heilu ári. Vísitalan í nóvember reyndist vera 160 stig (maí 1988=100), eða 0,4% hærri en í október 1991. Samsvarandi vísitala sam- kvæmt eldri grunni (febrúar 1984=100) er 392,3 stig. óþh en menn áttu von á. í fyrra var hey mjög gott en það er greini- lega lakara í ár. Bændur verða því að gera ráð fyrir því þegar þeir fóðra í vetur að heyið er ekki eins kraftmikið eins og þeir kannski héldu,“ segir Guðmund- ur. Sé litið á Eyjafjarðarsvæðið í heild kemur í ljós að að meðal- tali þarf 1,79 kíló í fóðureining- una í ár en þurfti 1,75 kíló í ein- inguna í fyrra. Sé litið á Svarfað- ardalinn einan kemur hins vegar í ljós að þar þarf nú að meðaltali 1,92 kíló í fóðureining- una en þurfti 1,79 kg. í fyrra. Sé litið á Bárðardal í Suður-Þingeyj- arsýslu kemur munurinn milli ára enn skýrar í ljós því þar þarf nú 2,04 kíló í fóðureiningu en þurfti 1,75 í fyrra. Guðmundur segir að um 800 sýni hafi verið rannsökuð og því séu þessar niðurstöður mjög ábyggilegar. Hann telur að skýr- inga á lakara heyi nú en í fyrra sé að leita í kuldakaflanum sem kom síðari hluta maímánaðar og fyrrihluta júní. „Við höfðum mildan vetur í fyrra og lítinn klaka í jörðu. Því gréri jörð snemma en sprettan hægðist verulega í kuldakaflan- um og dró úr blaðvextinum en þá fór að koma puntur sem aftur tók við sér þegar lifnaði yfir sprett- unni. Því hafa menn mjög góð hey sem slógu strax en þeir sem biðu lengur eru með hærra hlut- fall af punti og þar með lakara hey. Verkunarþátturinn brást því ekki, heldur held ég að þetta sé fyrst og fremst skýringin,“ segir Guðmundur. Hann segir að eins og oft áður virðist bestu heyin í Eyjafjarðar- sveit og í hreppunum næst norð- an Akureyrar. Þegar komi út í Svarfaðardal sé heildin nokkuð lakari sem skýra megi með því að þar byrjuðu bændur seinna að slá en við innanverðan Eyjafjörð. JÓH Siglfírðingar þrýsta á um að fá framhaldsdeildir frá Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hins vegar eru þeir óhressir með þá túlkun menntamálaráðuneytis- ins að sitja ekki við sama borð hvað varðar kostnað við slíkar deildir og Sauðkrækingar. Ragnar Arnalds (G), alþingis- maður fyrir Norðurlandskjör- dæmi vestra, beindi fyrirspurn til menntamálaráðherra um þetta mál á Alþingi sl. fimmtudag. Ragnar spurði ráðherra annars vegar hvort ekki væri að vænta þess að menntamálaráðuneytið heimili rekstur framhaldsdeilda á Siglufirði og Blönduósi í tengsl- um við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Siglfirðingar hafa í þeim efnum horft til annars vegar vélstjórabrautar og hins vegar sjúkraliðabrautar, en Blönduós- ingar til fyrsta bekkjar á fram- haldsskólastigi. í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Ragnars kom fram að ekki væri fjárveiting í fjárlög- um yfirstandandi árs og heldur ekki í fjárlagafrumvarpi fyrir 1992. Hins vegar útilokaði ráð- herra ekki að fengist fjármagn á næsta ári til þessara framhalds- deilda. Ragnar spurði menntamála- ráðherra einnig um hvernig á því stæði að sveitarstjórnarmenn á Siglufirði og Blönduósi fengju þau svör í menntamálaráðuneyt- inu að það greiddi ekki, sam- kvæmt lögum um framhaldsskóla, fyrir húsnæði, rekstur og búnað ef komið yrði upp nefndum fram- haldsdeildum á þessum stöðum. Menntamálaráðherra hafði ekki svör á reiðum höndum við þessari spurningu og sagðí að þetta atriði yrði skoðað. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.