Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Fréttir Fjármögnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar rædd á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag: Málið verði tekið upp í stjóm Iðnþróunarfélagsins Eins og fram kom í Degi í vikunni urðu töluverðar umræður í bæjarstjórn Akur- eyrar um fjármögnun Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Umræðurnar spunnust út frá bókun bæjarráðs frá 24. októ- ber sl. þar sem samþykkt var að leggja til að fjárframlag á hvern bæjarbúa til Iðnþróun- arfélagsins á þessu ári yrði 480 krónur. Jafnframt kom fram í þeirri bókun að meiri- hluti bæjarráðs teldi eðlilegt að öll fjárframlög sveitar- félaga til Iðnþróunarfélagsins verði í formi hlutafjárfram- laga og þeim mætti skipta í flokka A og B þar sem aðeins öðrum flokknum fylgdi atkvæðisréttur. í máli Björns Jósefs Arnvið- arsonar (D) kom fram að hann vildi ganga enn lengra og skil- yrða að framlag Akureyrarbæj- ar yrði í formi hlutafjár. Eftir töluverðar umræður var málinu vísað aftur til bæjarráðs og þar var það tekið fyrir sl. fimmtu- dag og ákveðið að leggja til að stjórn Iðnþróunarfélagsins taki þetta mál sérstaklega til umfjöllunar. Björn Jósef Arnviðarson sagði í samtali við Dag að hann væri mjög ánægður með að mál- ið væri komið í þennan farveg og vonandi gæti breyting í þessa veru komist á vegna fjármögn- unar félagsins fyrir árið 1992. Hann tók fram að menn mættu ekki túlka afstöðu sína í þessu máli þannig að hann vildi draga úr starfsemi Iðnþróunarfélags- ins. Þvert á móti vildi hann veg þess sem mestan. „Rekstrarframlög til Iðnþró- unarfélagsins eru skattskyld og ef fyrirtæki eru með hagnað þurfa þau að borga skatt af honum. Það þykir mér óeðlilegt í þessu tilviki. En vissulega mætti segja á móti að ef félagið skilaði hagnaði, þá væri hvorki beðið um rekstrarframlag né hlutafjárframlag til þess. Það eru út af fyrir sig einnig rök. En annað atriði er að með þessu móti'er Akureyrarbær að leggja fram fjármagn sem hugs- anlega getur margfaldast og orðið mjög verðmætt og fært þá eignarhluti yfir til annarra sem ekki hafa greitt sama framlag," segir Björn Jósef. óþh I bígerð að bakarí taki til starfa á ný í Olafsfirði eftir um 30 ára hlé: Finnst að bær eins og Ólafs- fjörður eigx rétt á að fá bakarí - segir Arnbjörn Arason, bakari á Blönduósi Arnbjörn Arason, bakari á Blönduósi, vinnur nú að stofn- un bakarís í Ólafsflrði. Hann hefur óskað eftir ábyrgð bæjarsjóðs Ólafsfjarðar vegna tækjakaupa og hyggst kaupa bakarí í Reykjavík sem flutt yrði til Ólafsfjarðar en Arn- björn ætlar að flytja með fjöl- skyldu sína til Ólafsfjaröar og hetja rekstur þar um áramót. Hann segir að þessi áform ráð- ist af því hvort ábyrgð fæst frá bæjarstjórn Ólafsfjarðar en boðaður er bæjarstjórnarfund- ur á þriðjudag þar sem þetta mun væntanlega skýrast. Arnbjörn segir að um 30 ár séu liðin frá því bakarí var starfandi í Ólafsfirði og því sé tímabært að úr verði bætt. Hann segist hafa orðið var við mikinn áhuga heima- manna á þessu máli en þess má geta að Arnbjörn á sjálfur ættir að rekja til Ólafsfjarðar. Raunar segir Arnbjörn að þessi hugmynd hafi fyrst komið upp með þeim hætti að fasteignasali í Reykjavík hafi hringt í hann og spurt hvort hann væri tilbúinn til að flytja til Ólafsfjarðar og setja þar á stofn bakarí því áhugi á málinu sé mikill í Ólafsfirði sem merkja megi af því að þar hafi verið stofnað áhugamannafélag um bakarí. „Þetta kom algerlega flatt upp á mig en ég fór að skoða þetta nánar og láta reikna út hvort bakarí gæti staðið undir sér. Svo virðist vera. Ef maður lítur í kringum sig þá eru bakarí á Fyrsta tölublað nýs fréttablaðs við Húnaflóa mun koma út um miðjan mánuðinn. Átaksverk- efni Vestur-Húnvetninga stendur fyrir stofnun blaðsins, en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Daníelsson á Tanna- stöðum. Hinu nýja fréttablaði er ætlað að þjóna Húnavatnssýslum og Strandasýslu, eða þeim byggðum sem eru við Húnaflóa og flytja fréttir af því svæði. í ritnefnd mörgum svipuðum stöðum og ég held að ef slíku fyrirtæki er hald- ið í lágmarki í stærð þá eigi þetta að ganga. Mér finnst bær eins og Ólafsfjörður sem er með 1250 manns og mikla útgerð eigi rétt á að fá bakarí,“ sagði Arnbjörn. JÓH fyrsta tölublaðsins eru Steingrím- ur Steinþórsson, Sveinn Tumi Arnorsson og Karl Sigurgeirsson og verður því blaði dreift til kynningar inn á öll heimili við Húnaflóa. „Við höfum ákveðið að gefa út ein 2-3 blöð til að byrja með og sjá viðbrögðin. Aftur á móti erum við ekki enn búnir að ákveða nafn á blaðið,“ segir Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Átaksverkefnis V-Hún sem og á sæti í ritnefnd fyrsta tölublaðs. Að sögn Karls reikna þeir með að fá styrki frá héraðsnefndum og stærri sveitarfélögum til að fjármagna blaðaútgáfuna, en Örðtak á Hvammstanga mun sjá um umbrot blaðsins, en Húna- prent á Laugarbakka um prentun þess. SBG pl/IN i/ió HRRFNRGIItá í Vín Vestur-Húnavatnssýsla: Fréttablaði hleypt af stokkunum - fyrsta tölublaðið í vinnslu Örtröð við Levi’s búð Mikil örtröð var við Strandgötu 6 á Akureyri snemma í gærmorg- un. Ástæðuna mátti rekja til þess að verið var að opna Levi’s búð og höfðu forsvarsmenn verslun- arinnar auglýst að tíu fyrstu við- skiptavinirnir myndu fá bæði buxur og bol frá Levi’s fyrir lítið verð. Verslunin var opnuð kl. 10 og höfðu þá safnast um 30 manns , við dyrnar, mest unglingar en , einnig nokkrir fullorðnir. Þegar dyrnar voru opnaðar ruddist hóp- urinn inn með látum en dyra- vörður reyndi að sjá til þess að þeir sem höfðu mætt fyrstir nytu vildarkjaranna, en áköfustu ungl- ingarnir höfðu mætt upp úr kl. 5 um morguninn. Þrátt fyrir örtröðina fór allt vel að lokum. SS/Mynd: Golli Glæsilegt kaffihlaðborð um helgina Nýkomin pottablóm á ótrúlega góðu verði Sigluflörður: Litlar sveiflur í atvinnulífinu - beðið eftir blessaðri loðnunni Þokkalegt atvinnuástand er á Siglufírði og í rauninni hefur það haldist stöðugt undanfarna niánuði. Að sögn Hafþórs Rósmundssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Vöku, eru um 30 manns á atvinnuleysis- skrá og hafa litlar sveiflur verið merkjanlegar á skránni í nokk- urn tíma. Líflð gengur því sinn vanagang. „Það bíða náttúrlega allir eftir blessaðri loðnunni því hún er vítamínsprauta fyrir byggðarlag eins og Siglufjörð. Ég held að það hafi strax hýrnað yfir fólki þegar loðnuskipin voru komin hér að bryggjunum, þótt þau liggi enn tóm,“ sagði Hafþór. Hann sagði að verksmiðjan hefði verið rekin með lágmarks- afköstum allt þetta ár, eða síðan starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins var sagt upp á sínum tíma. Þá var lágmarksmannskap- ur endurráðinn til að halda verk- smiðjunni gangandi. Hann sagði að starfsmönnum yrði fjölgað töluvert þegar loðnan kæmi, ekki síst ef keyrt yrði á vöktum, því vaktavinnan kallaði á 35 manns. Aðspurður sagði Hafþór áhöld um það hvort nægur mannskapur væri fyrir hendi ef starfsemi færi á fullt í verksmiðjunni, en hann nefndi að trillukarlar, sem nokkr- ir eru á atvinnuleysisskrá vegna ömurlegra gæfta að undanförnu, myndu ráða sig til verksmiðjunn- ar og einnig hefðu brottfluttir Siglfirðingar sýnt áhuga á að taka þátt í loðnubræðslu. „Annars er þetta allt fastmótað hér. Þormóður ramnri er með sín skip í fastri rútu og aflinn af þeim er unninn hér heima. Ingimundur er með báta á rækjuveiðum og það hefur gengið vel hjá þeim,“ sagði Hafþór. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.