Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Laugardagur 9. nóvember 15.15 Evrópukeppnin í hand- knattleik. Bein útsending frá leik Vík- ings og Avidesa frá Spáni en landsliðsmaðurinn Geir Sveinsson leikur með spánska liðinu. Einnig verður fylgst með gangi mála í ensku knatt- spyrnunni og staða í leikjum birt jafnóðum. 17.00 íþróttaþátturinn. Fjallað verður um íþrótta- menn og íþróttaviðburði hér heima og erlendis. Boltahornið verður á sínum stað og úrslit dagsins verða birt klukkan 17.55. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 18.00 Múmínálfarnir (4). Finnskur teiknimyndaflokk- ur. 18.25 Kasper og vinir hans (29). (Casper & Friends.) Bandarískur teiknimynda- flokkur um vofukrílið Kasper. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Glódís Gunnarsdóttir kynnir tónlistarmyndbönd af ýmsu tagi. 19.30 Úr riki náttúrunnar. Skollaeyjar. (Survivel - Devil's Islands.) Bresk náttúrulífsmynd um fuglalíf á eyjum við strönd írlands. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Manstu gamla daga? Fimmti þáttur: Frumherjarn- ir. Gestir þáttarins eru þeir Skapti Ólafsson, Erling Ágústsson, Óðinn Valdi- marsson, Ragnar Bjarnason og Sigurdór Sigurdórsson og einnig er rætt við Svavar Lárusson og Jóhann G. Möller sem gerðu garðinn frægan á árunum 1950-1970. Umsjónarmenn eru þeir Jónatan Garðarsson og Helgi Pétursson sem jafn- framt er kynnir. Hljómsveitarstjóri er Jón Ólafsson. 21.30 Fyrirmyndarfaðir (5). (The Cosby Show.) 21.55 Þjálfarinn. (Hoosiers.) Bandarísk bíómynd frá 1986. Myndin gerist í smábæ í Bandaríkjunum í byrjun sjötta áratugarins og segir frá körfuboltaþjálfara sem beitir óvenjulegum aðferð- um til þess að ná árangri með lið sitt. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Barbara Hershey og Dennis Hopper. 23.45 Síðasta bænin. (A Prayer For the Dying.) Bresk bíómynd frá 1987. Myndin fjallar um vígamann í IRA, írska lýðveldishern- um, sem ætlar að snúa baki við fortíð sinni og flýja land þegar hann verður fyrir því óláni að drepa saklaus skóla- börn. Aðalhlutverk: Mickey Rourke, Bob Hoskins, Alan Bates og Liam Neeson. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.30 Útvarpsfréttir i dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 10. nóvember 13.20 Vetrarævintýri. (The Winter’s Tale.) Leikrit eftir William Shake- speare í sjónvarpsgerð BBC. í leikritinu segir frá því er Pólixenes konungur í Bæheimi heimsækir kon- ungshjónin Leontes og Hermíónu á Sikiley, en heim- sóknin á eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar. Aðalhlutverk: Jeremy Kemp, Robert Stephens, Anna Calder-Marshall, Margaret Tyzack, David Burke, John Welsh og fleiri. 16.15 Einnota jörð? Sorp. Annar þáttur af þremur sem kvikmyndafélagið Útí hött - inní mynd hefur gert um við- horf fólks til umhverfisins og umgengni við náttúruna. 16.35 Nippon - Japan síðan 1945. Sjötti þáttur: Áratugur breytinga. Breskur heimildamynda- flokkur í átta þáttum um sögu Japans frá seinna stríði. í þessum þætti er fjallað um iðnaðarveldið Japan en vegna þess hve auðlindir landsins em takmarkaðar leggja Japanir áherslu á hátækniiðnað þar sem hug- vitið nýtist sem best. 17.35 í uppnámi (2). í þessum þætti verður fjallað um mannganginn, hvernig peð breytast í annan mann og hvernig drepið er með peðum. 17.50 Sunnudagshugvekja á kristniboðsdegi. Ragnar Gunnarsson kristni- boði flytur. 18.00 Stundin okkar (3). í þættinum verður m.a. ann- ar þáttur í framhaldsleikrit- inu um blaðburðardrenginn Hjálmar og sýnt frá sprangi barna í Vestmannaeyjum. Umsjón: Helga Steffensen. 18.30 Svona verða brúður til (2). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (11). 19.30 Fákar (13). 20.00 Fróttir og veður. 20.40 Stjórnmálamenn horfa um öxl (1). Þáttaröð sem Sjónvarpið hefurlátið gera með viðtöl- um við nokkra af helstu stjórnmálamönnum aldar- innar. í þessum fyrsta þætti ræðir Magnús Bjamfreðsson við Eystein Jónsson fyrrverandi ráðherra. 21.25 Ástir og alþjóðamál (10). (Le Mari de l'Ambassadeur.) Franskur myndaflokkur. 22.20 Ánægða konan. (La mujer de feliz.) Nýleg spánsk sjónvarps- mynd í léttum dúr. Myndin er úr syrpu sem ber yfirskriftina Konan í lífi þínu. Ungur maður er ranglega gmnaður um morð. Hann felur sig í tómri íbúð og tek- ur til við að skrifa skáldsög- ur. Húseigandinn, sem er kona, tekur að sér að koma sögunum á framfæri undir dulnefni. Aðalhlutverk: Antonio Banderas og Carmen Maura. 23.20 Ljóðið mitt. Að þessu sinni velur sér ljóð Páll Valsson bókmennta- fræðingur. 23.30 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 11. nóvember 18.00 Töfraglugginn (27). Blandað erlent barnaefni. Endursýndur þáttur. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Á mörkunum (53). 19.30 Roseanne (13). Bandariskur gamanmynda- flokkur um hina glaðbeittu og þéttholda Roseanne. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Fólkið í forsælu (9). (Evening Shade.) Bandarískur framhalds- myndaflokkur um mðnings- þjálfara í smábæ og fjöl- skyldu hans. 21.05 íþróttahornið. Fjallað verður um íþróttavið- burði helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspyrnu- leikjum víðs vegar í Evrópu. 21.30 Litróf (3). Þáttur um listir og menning- armál. Bandarísku blús- kempurnar Chicago Beau og Pinetop Perkinson leika á munnhörpu og gítar, Guðný Halldórsdóttir lætur gamm- inn geysa í Málhominu, fjall- að verður um ballett og ung- ar stúlkur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins koma fram. Rætt verður við skáldið Jón úr Vör sem einnig flytur ljóð og Auður Ólafsdóttir rýnir í myndir eftir Gunnar Öm á Kjarvalsstöðum. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 22.00 Spilaborg (1). (House of Cards). Breskur myndaflokkur í fjór- um þáttum, byggður á met- sölubók eftir Michael Dobbs sem hefur langa reynslu af stjórnmálavafstri og var áður aðstoðarmaður Margaretar Thatcher. Þættirnir fjalla um valda- baráttu og spillingu í innsta hring stjórnmálanna á Bretlandi. Aðalhlutverk: Ian Richard- son og Susannah Harker. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 9. nóvember 09.00 Með Afa. 10.30 Á skotskónum. 10.55 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Lási lögga. 11.25 Á ferð með New Kids on the Block. 11.50 Barnadraumar. Skemmtilegur og fræðandi þáttur fyrir börn á öllum aldri. 12.00 Á framandi slóðum. (Rediscovery of the World.) 12.50 í djörfum dansi. (Dirty Dancing). Þetta er mynd sem margir hafa beðið eftir, enda er hér um að ræða eina af vinsæl- ustu myndum síðasta ára- tugar. Myndin segir frá ungu stúlkunni Baby. Hún kynnist danskennara sem vantar dansfélega. Þau fella hugi saman og líf Baby gjörbreytist. Dansatriði myndarinnar eru frábær og náin. Aðalhlutverk: Patrick Swayze og Jennifer Grey. 14.30 Annarlegar raddir. (Strange Voices). Vönduð bandarísk sjón- varpsmynd er segir frá ungri stúlku og baráttu hennar við sjúkdóminn geðklofa sem mætir ekki miklum skilningi í okkar þjóðfélagi. Aðalhlutverk: Nancy McKeon og Valerie Harper. 16.05 Heimsfrægar ástarsög- ur. (Legends in Love). Elizabeth Taylor, Diana prinsessa, Jacqueline Kennedy Onassis, Grace Kelly og Evita Peron. Fimm heimsfrægustu konur og ástarsambönd þeirra sem sum, þó ekki öll, hafa verið sannkallaður dans á rósum. Eða hvað? 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Gillette sportpakkinn. 19.19 19:19. 20.00 Morðgáta. 20.50 Á norðurslóðum. (Northern Exposure). 21.40 Af brotastað. (Scene of the Crime.) 22.30 Aftur til framtíðar II.# (Back to the Future, part 2). Bráðskemmtileg kvikmynd úr smiðju Stevens Spiel- bergs. Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Lea Thompson. 00.10 39 þrep. (The 39 Steps). Ein besta spennumynd allra tíma. Aðalhlutverk: Robert Donat, Madeleine Carroll og Peggy Ashcroft. Bönnuð börnum. 01.35 Eleni. Spennandi mynd sem grein- ir frá fréttamanni Time Magazine sem fær sig flutt- an á skrifstofu tímaritsins í Aþenu í Grikklandi. Þar ætl- ar hann, ásamt því að vinna, ^ð reyna að komast að sann- leikanum um aftöku móður sinnar í seinni heimsstyrj- öldinni. Myndin er byggð á bók eftir Nicholas Cage. Aðalhlutverk: Kate Nelligan, Linda Hunt, Oliver Cotton og Ronald Pickup. Stranglega bönnuð börnum. 03.25 Dagskrárlok. komiö osvi. rðarberjum. ,gðið sv'Wr Kauptu Þe Fæst í 200 og 500 g dósum Spói sprettur Gamla myndin Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasal'nið á Akureyri, Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auð- velda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.