Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Stjörnuspá „Án ábyrgöar“, 21. mars - 19. apríl Þaö verður allt á fullri ferö í dag og kvöld hjá þér og æðislegt fjör. Á morgun lendir þú svo í þrasi sem varir fram á þriðju- dagskvöld, en miðvikudagur og fimmtu- dagur verða góðir dagar. Ástamálin lenda í flækju hjá þér núna fljótlega og leysast ekki fyrr en í desember. K^abbi 21. júní - 22. júli Það verða óvæntir erfiðleikar í fjölskyld- unni á morgun, mánudag og þriðjudag. Þú kemst ekki almennilega aftur á strik fyrr en um hádegi á föstudag. Á morgun lýkur einnig ákveönu velsældartímabili í samskiptum við þína nánustu, en við tekur átakatími fram í desember. 7\)auf 20. apríl - 20. maí Ákveðnum leyndarmálum er nú af þér létt, svo að þú getur farið að anda léttar. Enn eru þó plott í gangi á vinnustað og ennþá er heilsan viðkvæm. Farðu varlega á miövikudag og fimmtudag. Aðrir dagar komandi viku verða þægilegir. /"0 V V* 23. júlí - 22. ágúst Dagurinn í dag og kvöldið í kvöld eru upp- lögð fyrir hvers kyns mannfagnaði og þú færð athygli og aðdáun hvar sem þú ferð. Miðvikudagur og fimmtudagur verða erfið- ir. Annars fara samskipti þín við annað fólk ört batnandi þessa dagana. Enn eru þó væringar á vinnustað, en heima fyrir blómsrar ástin. Tvíb urak1 21. maí - 20. júni AAeyja 23. ágúst - 22. september Sigfús E. Arnþórsson vikuna 9. nóvember- 15. nóvember 1991 Vog 23. september - 22. október Sfeiugeif 22. desember- 19.janúar Það verður líf og fjör hjá þér í kvöld, en i fyrramálið snýst allt á verri veg og þú verð- ur í einhverju þrasi fram eftir vikunni. Á þriðjudagskvöld lagast þetta og á miðviku- dag og fimmtudag leikur lífið viö þig. Frá og með nóttinni í nótt og fram í miðjan des- ember má búast við óvæntum en jákvæð- um breytingum í ástar- og vináttumálum. Spo^ðcKeki 23. október-21. nóvember Sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur eru góðir dagar hjá þér en farðu varlega á miðvikudag og fimmtudaginn. Annars er allt við sama heygarðshornið hjá þér. Þér vegnar vel í vinnunni (skólanum), skapið er gott og félagslífið er fjörugt. Listrænir hæfileikar þínir njóta sín hvar sem þú kemur. Ekki satt? Dagurinn á morgun, sem og mánudagur og þriðjudagur eru sérlega góðir dagar fyrir steingeitur. í lífi steingeita eru breyt- ingar yfirleitt snöggar. í ástamálunum hef- ur allt leikið í lyndi undanfarnar vikur, en frá og meö morgundeginum má búast við snöggum sviptingum og óvæntum átök- um við vini og ástvini. Þetta varir fram í desember. VattasBeH 20.janúar- 18. febrúar Vatnsberar eru rómantískir hvað sem hver segir. Undir vitsmunalegu og oft kaldranalegu yfirborði vatnsberans í sinni ævilöngu baráttu fyrir réttlæti slær róman- tískt hjarta. Rómantíska hliðin mun koma upp á yfirborðið á næstu vikum. Kvöldið í kvöld verður skemmtilegt en miðvikudagur og fimmtudagur bestu dagar vikunnar. Bogmaður* 22. nóvember - 21. desember Piskak* 19. febrúar-20. mars Gættu sérlega vel að orðum þínum í dag og kvöld. Ef þú þarft að tala, hafðu það þá sem mest undir rós. Mundu að í fyrsta lagi þarftu ekki að hafa skoðun á öllum hlutum og í öðru lagi, að þótt þú hafir ákveðna skoðun er til sá möguleiki að þegja um hana. Ástin fer aö láta á sér kræla á næst- unni. Miðvikudag og fimmtudag geturðu talað að vild. Það blása vindar úr öllum áttum um meyj- una. Fyrr í þessari viku settir þú eitthvað í gang sem mun halda fyrir þér vöku fram á næsta ár. Eitthvert leynimakk eða sam- særi, sem mun hindra þig í samskiptum við annað fólk. Annars vegnar þér vel í vinnunni (skólanum) og eftir erfiðan dag í dag munt þú eiga sérlega góðan dag á morgun sem og mánudag og þriðjudag. Til klukkan átta í fyrramálið er tunglið í bogmannsmerkinu, sem þýðir m.a. að útstáelsi af öllu tagi í kvöld verður sérlega vel heppnað. Þú verður í sviðsljósinu hvar sem þú kemur. Ákveðin spenna hefur verið ráðandi í samskiptum þínum við ást- vini undanfarnar vikur. Því lýkur í nótt og þú siglir inn í sælutíma á því sviði. Það eru umhleypingar hjá fiskunum þessa dagana. Það eru erfiðleikar í fjöl- skyldunni í dag og í kvöld, en á morgun leikur allt í lyndi. Þá verða mánudagur og þriðjudagur einnig sérlega skemmtilegir og þú færð hrós í vinnunni (skólanum). Þá er þess að geta að í fyrramálið lýkur ákveðnu erfiðleikatímabili í ástamálunum, sem varað hefur síðan í byrjun október. Lj óð Viðejjar „viðreisnar“ skjalið Viðeyjar „viðreisnar“ skjalið, virðast hér fáir skilja. Áður var ekki talið, eitthvað þyrfti að dylja. Heiður ber heiðursmönnum halli þeir ekki máli. Viðeyjarklúðrið könnum þó kratar fyrir því skáli. Davíð í dýrðarljóma deilir völdum með Jóni. Hver verður hverjum til sóma? Hvor ætli hinum þjóni? Frelsið er fjöregg okkar, fer það til EB landa? Eru hér frómir flokkar frjálsir í lappir standa ? Hvað sagði Oddur Einar öllum sem landinu stjórna? Úrbætur ekki neinar alþýðan skal nú fórna. Loforðin verða að liggja læst í geymslu inni, á þeim má ekkert byggja ykkur það hér með kynni. Bjargvættur Oddur Einar íhaldsstefnuna kynnir. ViII fara brautirnar beinar á boðorð fjármagnsins minnir. Kaupmáttinn vill hann „verja“ vextina til þess hækka, gegn öðrum hækkunum herja helst þurfi kaupið að lækka. Hörmungar húsnæðismála hrunadansi er líkur. Á nú öllum að kála öðrum en þeim sem er ríkur? Húsbréf og háir vextir heimilum valdsmenn fórna. Eru að manngildi mestir menn sem að okrinu stjórna? Kratarnir úti að aka, ójöfnuð sýna í verki. Áf fátækum fjármuni taka frjálshyggju bera þeir merki. Leggja á skuldir skatta skilyrði frá þeim ríku. Seint ætlar fjöldinn að fatta fantaskap ráðandi klíku. Okrið er alls ráðandi óskilamaðurinn sekur. Fjöldi flytur úr landi fésýslan eigur þess tekur. Ríkir ríkari verða, reyta fjöldann að skinni, tillitslaust tökin herða traðka á hinum minni. Fjármagnið deilir og drottnar Davíð og Jónar stjórna. Velferð ríkisins rotnar réttlætinu þeir fórna. Veislu- og valdaþyrstir vinna því fyrir þá ríku. Álbræðslum fagna fyrstir fyrirmynd ráðandi klíku. Viðeyjar „viðreisnar“ skjalið varð til um miðja góu. Annað var áður talið, íhald að kommunum hlógu. Fjármagnið frelsinu heldur, fjöldinn í skuidadíki. Gjaldþrotum valdhafinn veldur, velferðin maðksmogið ríki. Dofnar nú dýrðarljómi Davíðs með viku hverri. Porsteinn er þeirra sómi þess vegna talinn verri. Eimreiðar klfkan kunni klæki og formann valdi. Einræði í margra munni meinhornið skárstan taldi. Ráðherra virðist ríkur á ráðstefnum og á fundum. Fjármagn ríkisins fýkur farangur týnist stundum. Konur kunna að plokka karl sem reynist hálfur. Trúðar í forustu flokka fljúga um lönd og álfur. Framsókn er með og á móti málum sem deilum valda. Það er nú leikurinn ljóti loforðin sjaldan halda. Hugsjónir eru horfnar Hermannsson þótt gapi. Sveitirnar eru orðnar Alþýðuflokknum að skapi. Ráðlausir rugludallar ráðhús og perlu byggðu. Augljósir innri gallar ágóða mikinn tryggðu. Abyrgðarmaður enginn íhaldið þekkir sína. Davíð frá garði er genginn og gengur í pyngjuna þína. *☆* Misréttið er að margfaldast, margir í sárustu neyð. Okrarar ganga að fólki fast fjárnáms- og gjaldþrotaleið. Kratar lögðu á skuldirnar skatt, á skólanám, hjúkrunarvist. Á Viðeyjarskjalinu fara þeir flatt, frelsi til jöfnunar misst. Sighvatur karlinn segir margt að sjálfsögðu meira en nóg. Umhverfi hans var aldrei bjart, öreigum legstað bjó. Peir sem að sjálfir geta greitt gjald fyrir sjúkrahúsvist meðul og læknishjálp verður veitt og vistaðir manna fyrst. *■&* Pjóðin valdi sér vanhæfa stjórn en vildu þó flestir annað. Strjálbýlið Iátið færa enn fórn og fátækir, það hef ég sannað. Borgaraflokkinn brást að vista þeir báðu um styrk, ekki ráð. Hvað er að frétta af kvennalista? Kommarnir, hafa þeir áttum náð? Peir sem misnota veraldlegt vald, vonandi dregnir til saka. Verða látnir greiða það gjald glæstri stöðu og valdi tapa. Stjórnmálaflokkanna bresta þá bönd, bjóðum fram undir jafnréttis merki. Tökum af einurð hönd í hönd hugsjónir okkar sýnum í verki. Stefán Valgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.