Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 1
HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Útgerðarfélag Akureyringa hf. festir kaup á grænlenskum togara: Þessi kaup eru sterkur geisli í svartnættinu - segir Sverrir Leósson, stjórnarformaður Útgerðarfélagsins Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur keypt 4-500 tonna græn- lenskan togara. Með honum fylgir ríflega 1600 tonna kvóti í þorskígildum, heildarkvótinn er 2300 tonn. Frá þessu var gengið sl. sunnudag og segir Sverrir Leósson, stjórnarfor- maður Útgerðarfélagsins, að menn séu mjög ánægðir með að þessi kaup séu í höfn. Útgerðarfélagið hefur lengi leitað að togara í stað Sólbaks EA-305, sem lagt verður á næstunni í kjölfar þess að hafærnisskírteini hans rennur út. Togaranum verður gefið nafnið Arbakur. Útgerðarfélagið gengur inn í kaupsamning, sem Bergur-Hug- inn í Vestmannaeyjum hafði gert við útgerðarfyrirtæki grænlenska togarans. Kaupin voru bundin því að Bergur-Huginn seldi skip sitt, Bergey VE-544, til Fisk- iðjusamlags Húsavíkur. Pau við- skipti gengu til baka og þannig opnaðist sá möguleiki að ÚA festi kaup á grænlenska togaran- um. Umræddur togari er á bilinu 400-500 tonn, 47,15 metra langur og 9,5 metra breiður. Að stærð til er togarinn ekki ósvipaður og Kolbeinsey ÞH. Hann var smíð- aður 1980 og endurbyggður árið 1988. Vél skipsins er ný og öll tæki í brú aðeins þriggja ára gömul. „Þetta er toppskip,“ sagði Sverrir Leósson í samtali við Dag í gær. Togarinn er sem stendur í slipp í Hirtshals í Danmörku, en hann er væntanlegur til Akureyrar síð- ar í þessum mánuði. Ekki er ljóst hvenær hann fer í sinn fyrsta túr eftir áramót, en gert er ráð fyrir Slökkvilið Akureyrar kallað út: Kveikt í bát og sinu Slökkvilið Akureyrar var kailað ívívegis út um helg- ina. I fyrra tilvikinu var kveikt í sinu á Svalbarðseyri og í hinu var borinn eldur að bát á Akureyri. Á varðstofu slökkviliðsins fengust þær upplýsingar að brunaútkall hefði komið kl. 21.25 á laugardagskvöldið. Eldur logaði í sinu við Höfn á Svalbarðsströnd og gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Engar skemmdir urðu en sinubrunar þykja óvenju- legir á þessum árstíma. Á sunnudaginn var slökkvi- liðið kallað að snurpubát sem stóð austan við Nótastöðina Odda. Kveikt hafði verið í bátnum en slökkvistarf gekk fljótt og örugglega. Rannsóknarlögreglan góm- aði þrjá unga menn sem viður- kenndu að hafa verið að fikta með eld við bátinn. SS að gera smá lagfæringar á honum áður en hann verður sendur á veiðar. „Pessi kaup er mjög gott mál fyrir Útgerðarfélagið. Nú er félagið með tvo frystitogara og fimm ísfisktogara, sem fiska fyrir vinnsluna í landi. Með þetta miklar veiðiheimildir teljum við okkur hafa tryggt örugga vinnslu hjá félaginu. Við höfum skyldur Aöalfundur Vatnafangs var haldinn sl. föstudag. Á fundin- um kom m.a. fram aö heldur minni umsetning hafði orðið hjá félaginu á árinu, en ráð var fyrir gert. Að sögn Bjarna Egilssonar, formanns Vatna- fangs, eru menn þó bjartsýnir | á framhaldið, enda útlit fyrir næga markaði. Sala Vatnafangs á silungi til annarra landa jókst á árinu og sérstaklega sala á heilfrystri bleikju til Svíþjóðar. Einnig voru seld um tvo tonn af ferskum silungi til Frakklands og segir Bjarni að sá markaður sem aðrir, sé bæði öruggur og góður ef sendingar standast í magni, tíma og gæðum. „Við fengum engar kvartanir frá Frakklandi og svo framarlega sem við getum skaffað nægan fisk þá verður sá markaður opinn okkur áfram. Annars erum við gagnvart bæði Útgerðarfélaginu og ekki síður bæjarfélaginu. Það má orða það svo að þessi kaup séu sterkur geisli í svartnættinu,“ segir Sverrir. Eins og áður segir fylgir ríflega 1600 þorskígilda kvóti með í kaupunum, en hér er um að ræða kvóta Bergeyjar VE. Hann skipt- ist svo: Þorskur 562 tonn, ýsa 254 tonn, ufsi 530 tonn, karfi 843 að stokka spilin upp þessa dag- ana og hugsanlega er að opnast markaður í Bretlandi fyrir fryst- an silung. Möguleikarnir í stöð- unni eru ýmsir og ekki gott að segja að hvaða markaði við ein- beitum okkur, en ljóst er að vandamálið er ekki að selja fisk- inn heldur að veiða nægan silung „Við ætlum að reyna að fara að byggja hér upp grasvöll og vegna þessa þarf að skipuleggja vallarsvæðið upp á nýtt og færa gamla malarvöllinn til,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, formaður æskulýðs- og íþróttanefndar Blönduóss. Að sögn Guðmundar er ætlun- in að reyna að vinna við völlinn tonn, grálúða 117 tonn og tæp 5 tonn af kola. Fremur lítið er búið að veiða af þessum kvóta, en þó hlutfallslega mest af karfa. Samanlagður kvóti annara skipa Útgerðarfélagins er ríflega 18 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Kvóti Sólbaks EA- 305, sem verður lagt á næstunni, er tæplega 1900 tonn og það sem ekki er búið að veiða verður fært upp í sendingarnar,“ segir Bjarni. Bjarni segist ekki búast við að neinar verulegar breytingar verði á starfi Vatnafangs á komandi ári nema ef reynt verði að veiða rneira undir ís en gert hefur verið. Hluthafar Vatnafangs eru í dag um sjötíu talsins. SBG að mestu leyti í sjálfboðavinnu, en Ungmennafélagið Hvöt mun standa fyrir framkvæmdinni. Vonir standa til að hægt verði að hefjast handa á næsta ári, en hönnunarvinna er hafin. Á með- an unnið verður við Blönduósvöll á komandi sumri hefur Hvöt fengið inni á velli Vorboðans á Bakkakotsmelum og segist Guð- yfir á hin skip félagsins, þ.m.t. þetta nýja skip. Sverrir segir liggja fyrir að áhöfn Sólbaks EA-305 verði boð- in ráðning á þessu nýja skipi. óþh Ríkisstjórnin: Launaogrekstrar- gjöld Iækki um 5% á næsta ári Launa- og rekstrargjöld ríkis- stofnana eiga að lækka um 5% að raungildi á næsta ári. Þetta reiknast til að vera um 2,5 milljarðar króna. Þetta hefur að mati fjármálaráðherra í för með sér fækkun ríkisstarfs- manna á næsta ári. Fjármálaráðherra kynnti í gær á fundi með fréttamönnum nið- urskurðartillögur til annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er gert ráð fyrir að færa verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna fyrir 700 millj- ónir króna. Inni í þessum „pakka“ er m.a. dagvistun fatl- aðra. Lagt verður þjónustugjald á hafnir, sem ætlað er að skili rík- inu 125 milljónum króna. Annars vegar er um að ræða aflagjald á fisk upp úr sjó og hins vegar vörugjald á vörur sem skipað er upp á viðkomandi höfnum. Þrjú atriði í þessum tillögum hafa þegar valdið deilum. í fyrsta lagi er rætt um að fresta gerð þess hluta Vestfjarðaganganna sem liggur niður til Suðureyrar, í ann- an stað er talað um skerðingu barnabóta og er miðað við 2,5 milljarða tekjumark hjóna á ári og í þriðja lagi er gert ráð fyrir breytingu á sjómannaafslættinum þannig að hann nái einungis til lögskráningardaga. Þetta þýðir í raun að sjómenn fá einungis sjómannaafslátt þá daga sem þeir eru á sjó. Af öðrum efnisatriðum í tillög- um ríkisstjórnarinnar má nefna 100 milljóna króna aðflutnings- gjald á kraftmikla jeppa. Ríkis- sjóður hyggst ná inn 100 milljón- um með því að fclla niður niður- greiðslur á mjólkurdufti og spara 295 milljónir með því að dreifa beinum greiðslum til bænda á 12 mánuði í stað 10. óþh mundur vonast til að framhald verði á því samstarfi. „Við reiknum með að taka okkur tvö til þrjú ár í þessa fram- kvæmd og ætlum okkur að kanna alla möguleika. T.d. hvort hægt sé að leggja hitalögn í grasvöllinn án þess að það kosti fleiri millj- ónir,“ segir Guðmundur. SBG V 12^ JjpL VIU ..^^^SHHHHHH^llHHHHHHHHHHHIHHHHHinP^' Mynd: Golli Lif og Ijör á uppboði á Akureyrí Uppboð fór fram á ýmsum varningi á vegum bæjarfógetaembættisins á Akureyri síðastliðinn laugardag. Milli sextíu og sjötíu manns sóttu uppboðið og seldust flestir hlutir eins og gengur á slíkum samkomum. Af uppboðsgóssi bar mest á ýmsum ótollafgreiddum munum auk stærri hluta eins og bifreiða. Að loknu uppboði í húsakynnum lögreglunnar var haldið í húsnæði ístess hf. þar sem boðinn var upp ýmiskonar skrifstofubúnaður. Á myndinni gefur að líta uppboðsgesti bjóða í einhvern ótollafgreiddan varning í plastpoka í hendi Eyþórs Þorbergssonar, fulltrúa bæjarfógetans á Akureyri, sem stýrði uppboðinu. Aðalfundur Vatnafangs hf.: Nægur markaður fyrir silung - bjartsýnir á framhaldið Blönduós: Grasvöllur á teikniborðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.