Dagur - 10.12.1991, Page 11
Þriðjudagur 10. desember 1991 - DAGUR - 11
Tónleikum á
Hvammstanga
aflýst
Tónleikum Theodóru Þorsteins-
dóttur, sópran, og Ingibjargar
Þorsteinsdóttur, píanó, sem vera
áttu í Félagsheimilinu á
Hvammstanga miövikudaginn
18. desember nk., hefur verið
aflýst vegna veikinda.
Byggðasafn Dalvíkur:
Mirmingarstofa
um Kristján
Eldjám
- Svarfdælir heiðra minningu manns
„sem með mannkostum sínum og ævi-
starfi hefur öðrum fremur varpað ljóma á
nafn sveitar sinnar og heimabyggðar“
A Byggðasafni Dalvíkur var á
föstudaginn opnuð Kristjáns-
stofa til minningar um Kristján
Eldjárn, þriðja forseta Iýð-
veldisins, en þann dag hefði
hann orðið 75 ára. Það var
ekkja Kristjáns, Halldóra
Ingólfsdóttir, sem opnaði stof-
una en minningarstofan er
gerð í samráði við ættingja
Kristjáns.
Gylfi Björnsson formaður
stjórnar Byggðasafns Dalvíkur
setti athöfnina á föstudaginn en
viðstödd hana voru, auk Hall-
dóru, Ingólfur sonur Kristjáns og
kona hans, tvö af þremur systkin-
um Kristjáns, aðrir ættingjar og
forystumenn Byggðasafnsins og
bæjarstjórnar Dalvíkur. Trausti
Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar
flutti ávarp og minntist Kristjáns
heitins en svo tók Júlíus J.
Daníelsson ritstjóri til máls og
fjallaði um bóndasoninn, fræði-
manninn og forsetann Kristján
Eldjárn.
Ingólfur Eldjárn þakkaði
Byggðasafninu og Dalvíkingum
hlýhug í garð föður síns og að því
loknu opnaði Halldóra stofuna.
Þar eru á veggjum myndir úr lífi
Kristjáns og vatnslitamynd sem
hann málaði á menntaskólaárum
sínum. í glerskápum gefur að líta
allar helstu bækur Kristjáns og
einnig er þarna brjóstmynd sem
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari
gerði af honum meðan hann var
forseti.
í ræðu Júlíusar J. Daníelssonar
sagði m.a. að það væri „mikið
ánægjuefni að nú skuli hafa verið
opnuð Kristjánsstofa til minning-
ar um Kristján Eldjárn hér í
Byggðasafninu á Dalvík. Með
því vilja Svarfdælir heiðra og
varðveita minningu manns sem
með mannkostum sínum og ævi-
starfi hefur öðrum fremur varpað
Ijóma á nafn sveitar sinnar og
heimabyggðar. Bóndasonurinn
úr Svarfaðardal sem varð þriðji
forseti lýðveldins var sá íslend-
ingur sem einna ástsælastur hefur
orðið með þjóðinni í okkar tíð.“
Júlíus minntist þess einnig að
þótt starfsvettvangur Kristjáns
hefði verið fjarri heimahögunum
hefði hann sýnt þeim mikla rækt,
svo sem með því að beita sér
ásamt fleirum fyrir stofnun Sam-
taka Svarfdælinga í Reykjavík og
útgáfu ritsins Svarfdælingar eftir
Stefán Aðalsteinsson. Síðan
sagði Júlíus:
„Ritstörf voru Kristjáni lífs-
nautnin frjóa alla tíð og veittu
honum unað og gleði, þó að hann
hefði aðeins stopular tómstundir
frá krefjandi skyldustörfum til að
sinna þeim. Hann var einn af
snjöllustu vísindamönnum sinnar
tíðar, skáldmæltur vel, hand-
genginn forsögu og sögu íslend-
inga og þekkti hagi þjóðarinnar
og aldarfar í landinu á öllum
öldum. Hann var kunnur sem
fornleifafræðingur víða um lönd
og virtur sem sérfræðingur í
menningarsögu, og honum tókst
í frásögu og riti að gera íslenskar
þjóðminjar að þjóðareign. Hann
átti að baki óvenjulega glæsileg-
an embættisferil þegar hann lét af
starfi forseta íslands árið 1980.
Þá hafði hann verið forseti í 12
ár, áður þjóðminjavörður í 21 ár
og minjavörður í Þjóðminjasafni
í hálft þriðja ár... Kristján var
virtur og dáður forseti og ákaf-
lega vinmargur í einkalífi sínu...
Og þegar hann féll frá um aldur
fram 14. september 1982 á 66.
aldursári, tveim árum eftir að
hann lét af forsetaembætti, syrgði
hann þjóðin öll.“ -ÞH
Ekkja Kristjáns ásamt systkinum hans, Petrínu og Hirti, við brjóstmynd Sigurjóns Ólafssonar af Kristjáni Eldjárn.
Júlíus J. Daníelsson flytur ræðu sína
um Kristján Eldjárn.
Frú Halldóra Eldjárn ásamt syni sínum Ingólfi og konu hans, Guðrúnu
Björgu Erlendsdóttur. Myndir: -i>H
joiasveinarmr
eru komnir til byggða
Eftir mikinn barning tókst jólasveinum Vöruhúss KEA að
komast til byggða. Þeir lögðu mikið á sig til að geta hitt
ykkur - og munu koma fram á svölum Vöruhússins
sunnudaginn 15. desember kl. þrjú.
Mætið öll og raulið með okkur.