Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 10.12.1991, Blaðsíða 16
MSUE Akureyri, þriðjudagur 10. desember 1991 Kodak Express Gæöaframköllun Persónuleg jólakort einföld og tvöföld' toaLega ^Pediðmjndir SSi, Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324. ^HiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiMMMMMiMMtMiiMiHillliiiiiiiiiiiiiiMiiiinnnTiTiiTimfniníMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiyiniwiTnf. Jólaföndur í Dalvíkurskóla Þau voru önnum kafín við jólaföndrið þessi börn sem urðu á vegi Ijósmyndara í Dalvíkurskóla, en þar á bæ hef- ur sú hefð skapast að börnum, foreldrum og öðrum bæjarbúum er boðið til jólaföndurs á aðventunni. Að þessu sinni var föndrið haldið á laugardaginn var og að vanda var húsið troðfullt allan eftirmiðdaginn. Auk efnis í jóla- skreytingar getur fólk keypt sér kaffí og meðlæti en ágóðinn af því rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Mynd: -i>h Söfnun vegna nýrnavélar fyrir Finn Eydal: Góðar undirtektir á styrktartónleikum Á þriðja hundraö manns komu á tónlistarvcislu Finns Eydal í Sjallanum á Akureyri síðast- liðið föstudagskvöld. Tón- leikarnir voru liður í söfnun fyrir nýrnavél handa Finni Eydal og að þeim loknum hafði safnast um 1,1 milljón króna. Ýmsir aðilar afhentu peninga- gjafir við þetta tækifæri, samtals rúmlega 300 þúsund krónur. Um 100 listamenn komu fram á skemmtuninni og gáfu þeir alla sína vinnu í söfnunina. Zonta- klúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri hefur forgöngu um þessa söfnun og er takmarkið að safna fyrir að minnsta kosti kaup- verði nýrnavélarinnar, sem er 1,5 milljónir króna. Tækið, og með- fylgjandi búnaður, hefur þegar verið pantað. Liður í þessari söfnun verða tónleikar Djass- vakningar í Reykjavík og þá hef- Rekstrarstöðvun og gjaldþrot blasir við hjá Árveri á Áskógsströnd: Úrslitafundur boðaður á morgun - segir Pétur Sigurðsson, stjórnarformaður Árvers hf. Stjórn rækjuverksmiðjunnar Árvers hf. á Árskógsströnd rær nú lífróður til að bjarga fyrir tækinu frá gjaldþroti. Enginn er að störfum í verksmiðjunni, en vinna var lögð niður sl. föstudag. Rækjuverksmiðjan Árver hf. er í eigu 190 hluthafa. Stærstir eru Kaupfélag Eyfirðinga, Festi hf. í Gindavík, Arskógshreppur og útgerðarfyrirtæki á Hauganesi Þessi mynd var tekin á slysstað á mótuni Þórunnarstrætis og Hrafnagils- strætis í gær. Ferþegi í öðrum bílum hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysa- deild. Mynd: Golli Akureyri: Harður árekstur í gær Harður árekstur varð á gatna- mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis um hádegi í gær. Farþegi í öðrum bflnum hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysadeild en ekki var talið að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Þá voru sex ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Dalvíkurvegi á laugardag. Tveir bílar óku saman á mót- um Þórunnarstrætis og Hrafna- gilsstrætis um eitt leytið í gær. Stöðvunarskylda er á Hrafnagils- stræti gagnvart Þórunnarstræti og mun ökumaður bílsins er ók eftir Hrafnagilsstræti ekki hafa áttað sig á því eða virt hana. Farþegi í öðrum bílnum fékk höfuðhögg og var fluttur á slysadeild en að sögn lögreglunnar á Akureyri voru meiðsl hans ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir eru mjög illa farnir. Þá voru ökumenn nokkuð fljótir á sér á Dalvíkurvegi á laugardaginn því Iögreglan á Dal- vík mældi hraða sex bíla á bilinu 109 til 131 kílómetra á klukku- stund. Vegur var auður og að sögn lögreglumanns á Dalvík mun það hafa kitlað taugar öku- mannanna. ÞI og Litla-Árskógssandi. Hlutafé fyrirtækisins er 40 milljónir og skuldir miklar. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi allt frá árinu 1987, sem hjá flestum er vinna rækju- skel. Síðustu átján mánuðirnir hafa verið hvað verstir þar sem verðfail á rækju hefur ráðið mestu. Nú er svo komið að ekki er lengur unnið í verksmiðjunni og gjaldþrot blasir við. Ég get ekkert sagt um á þessari stundu hvort rekstur hefst að nýju. Við róum lífróður til að bjarga málum. Á morgun ætti að verða ljóst hvað verður,“ sagði Pétur Sigurðsson, stjórnarformaður Árvers hf. ój ur Anna Vilhjálms haldið auka- sýningu á söngskemmtun sinni í Reykjavík til styrktar átakinu. Þá er opinn reikningur í Sparisjóði Akureyrar vegna söfnunarinnar. í Degi á morgun verður nánar greint frá tónlistarveislu Finns Eydal á föstudag. JÓH Björgvin EA á Dalvík: Engin áform eru uppi um rækju- eða út- hafskarfaveiði „Björgvin verður að minnsta kosti um tíma gerður út á bol- flsk á næsta ári. Það eru ekki undirbúnar neinar aðrar aðgerðir með skipið, hvorki með rækju né úthafskarfa,“ segir Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Dalvíkinga. Hugmyndir hafa verið uppi um að gera Björgvin út á rækju hluta úr næsta ári vegna skertra afla- heimilda í bolfiski og þess vegna sótti ÚD um rækjuveiðileyfi til handa Björgvin. Valdimar segir að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki enn afgreitt erindi ÚD. Aflabrögð togara ÚD, Björg- vins og Björgúlfs, hafa verið með eindæmum léleg það sem af er þessu fiskveiðiári, frá 1. sept- ember sl. Togararnir hafa aðeins fært á land rétt rúm 1500 tonn, en til samans er kvóti þeirra um 4500 tonn í þorskígildum á yfir- standandi fiskveiðiári. óþh Umferðarslys á Norðurgötu á Akureyri: Ölvaður tjónvaldur stakk af Klukkan 20.20 sl. föstudags- kvöld barst lögreglunni á Akureyri tilkynning um um- ferðarslys við Norðurgötu 48. Þar hafði verið ekið á mann sem var að stíga út úr bifreið og en sá sem varð valdur að slysinu hirti ekki um að stöðva og ók á brott. Maðurinn slas- aðist töluvert og var fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri voru tildrög slyssins þau að rauðri Toyota bifreið var lagt vinstra megin í Norðurgötu, á móti umferðinni, og farþegi steig út hægra megin. Þá kom bifreið aðvífandi og lenti á hurðinni og klemmdi farþegann milli stafs og hurðar. Ökumaðurinn stakk af frá slys- inu. Rannsóknarlögreglan er búin að hafa upp á bílnum en hana vantar frekari upplýsingar um slysið og ef einhver varð vitni að atvikinu er viðkomandi beðinn að snúa sér til rannsóknarlögregl- unnar. Tjónvaldurinn er grunað- ur um að hafa ekið ölvaður. Hinn slasaði skarst mikið í andliti og þurfti að sauma hátt í 30 spor til að loka skurðunum, liðbönd slitnuðu í hné auk annarra meiðsla. SS Akureyri og Dalvík: Innbrotafaraldur um helgina Innbrotsþjófar voru á kreiki á Akureyri um helgina. Aðfara- nótt laugardags var brotist inn í verslunina Notað innbú við Hólabraut og stolið þaðan hljómtækjasamstæðu og útvarpi og geislaspiiara í bfl. Þjófarnir komust inn með því brjóta rúðu og telur rannsóknarlög- reglan að nokkrir aðilar hafi þarna verið að verki. Mál þetta er í rannsókn sem og nokkur önnur þjófnaðarmál sem komu upp um helgina. Aðfara- nótt laugardags var farið inn í bíl við Gránufélagsgötu og stolið úr honum verkfæratösku með verk- færum að verðmæti um 100 þús. kr. Taskan fannst reyndar í grenndinni og flest verkfærin voru í henni. Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í verkstæðishúsnæði í Sandgerðisbót og enn voru það verkfæri sem freistuðu fingra- langra. Töluverðu af verkfærum var stolið úr húsinu. í gær fékk rannsóknarlögregl- an á Akureyri tilkynningu frá lögreglunni á Dalvík um að farið hefði verið inn í fimm báta í Dal- víkurhöfn og einhver skemmdar- verk unnin. Málið hafði ekki ver- ið rannsakað nánar en lögreglu- menn voru væntanlegir til Dal- víkur síðdegis í gær. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.