Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 3 Jólahugvekja ■ ' 1 -■ ■ . \ (J.V 'V ^ ' 011(111 v' : \ ÍSh- ■i'í' >'''11- S&5Í '■''..\X' IH | ' :: .. ■ ■ iiflli ;■ fF; :■:'■: ' • ÖÍBlÍíili m „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur, Drottinn. “ (Lúk. 2.10-11). Jólahátíðin er aö ganga í garö. Nálægö hennar sjáum viö og skynjum alls staðar í kringum okkur. Skrautleg Ijósin eru tákn hennar, ilmur grenigreina og trjáa minnir okkur á hvaö í vændum er ekki síður en angan af laufabrauðsgerð eöa öörum bakstri. Vonandi hafa sem flestir átt þess kost aö taka sér örlitla stund til aö njóta alls þessa, hugsa um hvaö þessi tákn eiga aö minna á, og búa sig þannig undir hátíö- ina. Upp, gleðjist allir, gleðjist þér, í Guði vorum fagna ber, vort hjálpráð nú er nærri. Ó, heyrið blíðan boðskap þann, að borinn er í manndóm hann, sem Guð er, himnum hærri. (Helgi Hálfdánarson) Gleði er yfirskrift sérhverrar jólahátíðar. Tíðindin hina fyrstu jólanótt voru kunngjörö sem fagnaðartíðindi fyrir allan lýö og ætíö síðan hafa þau hljómað sem slík. Ekkert umstang eöa amstur fær því breytt og von- andi fær sú rödd borist öllum til eyrna, yfir allan skarkala heims eöa gný vopna og hat- ursradda nær sem fjær. Þörfin fýrir boðskap Drottins til leiösagnar og hjálpar lýö er engu minni nú á tímum en áöur var. Mannskepn- an er um margt hin sama nú sem þá þó aö ytri aðstæður séu ólíkar og viðfangsefni lífs- ins hafi um margt annað útlit. Margir eru þeir sem búa ekki viö ytri aö- stæöur gleði, friðar eöa birtu á þessum jól- um. Skuggar margs konar hvíla víöa yfir heimilum og einstaklingum. Sorg og sökn- uður, sjúkdómar, einstæöingsskapur, at- vinnuleysi og ýmis konar erfiðleikar hrjá nú sem oft áöur. En boðskapur heilagra jóla um fögnuö og friö er öllum fluttur óháö aö- stæöum og hann hefur sama gildi fyrir alla menn. Viö sérhvern mann skal sagt: Yður er í dag frelsari fæddur. Því mátt þú gleðjast og fagna, Guö er þér nærri. Jesús er orö Guös meðal^ manna, máttur hans aö starfi hér á jöröu. í Jesú vill Guö sýna þér aö hann er þér hjá, hann hefur gert sjálfan sig sem einn af okkur til aö taka þátt í okkar kjörum, til aö gefa okkur allt meö sér. Þennan boöskap er næsta erfitt aö koma til skila í orðum einum. Kannski gefur tón- list hátíöarinnar og sálmasöngurinn dýpri sýn inn í þennan leyndardóm trúarinnar sem jólaboöskapurinn er. Fáir hafa þó orðað merkingu hans betur en sálmaskáldiö Valdi- mar Briem gerir er hann yrkir meö okkar margbreytilegu aöstæöur í huga, þar sem skiptast á gleði sem erfiöleikar, birta og myrkur: / dag erglatt í döprum hjörtum, því Drottins Ijóma jól. í niðamyrkrum nætursvörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geysar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar Ijósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín. Oss öllum mikinn fögnuð flytur sá friðarengill skær: Sá Guð, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær. Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum, sá Guð er hæst á himins hnoss, varö hold á jörð og býr með oss. Á táknrænan hátt göngum viö aö jötu Jesú á þessari jólahátíð. Þeir eru margir sem þar líta hinn nýfædda konung og veita honum lotningu og skynja birtuna sem hann veitir inn í líf manna, friðinn er hann megnar aö færa er byggir á sátt viö Guö og menn. Gefum okkur kyrrðarstund á helgri jólahátíð til aö íhuga hvaö hann vill viö okkur tala og okkur færa, hvaöa merkingu koma hans hefur fyrir líf mitt og þitt, afstööu okkar til lífsins alls, tilveru allrar. Kannski er margt til í því sem reyndur maöur skrifaði aö enginn hafi skynjaö boö- skap jólanna til fulls utan sá sem hefur séö líf sitt hrynja í rjúkandi rúst, en fundiö Ijósiö aö ofan, séö þaö skína í hyldýpi vonleysis og fundiö þaö færa sér nýtt líf. Vel má þetta vera satt aö svo mikil reynsla geri manninn næmari og skilningsríkari á gildi jólaboð- skaparins, aö hann skynji betur en aörir hve Ijós jólanna er bjart og máttugt til aö græöa og gefa vöxt. En gildi boðskaparins er í rauninni hiö sama fýrir alla menn. Drottinn vill mæta þér hvar sem þú ert staddur. Hann villl ekki aöeins líta framan í þig eitt andartak viö jötuna heldur kallar eftir því aö vera þér samferða í lífinu, vísa þér veg, benda þér á þau lífsgildi er þú skalt hafa í heiðri. Meö Jesú Kristi skulum viö ganga mót nýjum tíma í því trausti aö hann megn- ar aö færa okkur þá birtu sem ekkert myrk ur fær kæft, fögnuö og friö sem engin sorg eöa mótbyr megnar aö yfirbuga, líf í Guö: sem varir meö honum um eilífö. Guö gefi þér og fjölskyldu þinni gleðilega jólahátíö. Jón Helgi Þórarinssor Myndir: Golli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.