Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 28

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 28
28 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Frá Hríseytíl Afríku - Helgi Hróbjartsson, kristniboði og fyrrum sóknarprestnr í Hrísey, íjallar tnn störf sín í ólíkum heimslilutuni Helgi Hróbjartsson prestur og kristniboði á nokkuð sérstæðan feril að baki. Hann hefur meðal annars helgað líf sitt og starf því að boða kenn- ingar kristninnar og starfað að því verkefni á meðal ólíkra þjóðfélags- hópa, bæði í Afríku og einnig heima á íslandi. Helgi útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla íslands árið 1965. Eftir það hélt hann til Noregs og síðar Eþíópíu þar sem hann starfaði að kristniboði í sjö ár á vegum Norsk-lúterska kristniboðssambandsins. Að því loknu kom hann heim og settist í Guðfræðideild Háskóla íslands - til að fullnuma sig í prestskapnum eins og hann sjálfur kemst að orði. Eftir það tók hann við prestskap í Hrísey og gegndi því starfi í tvö ár þar til hann hvarf á ný til starfa fyrir norska kristniboðið. En leiðin lá ekki á hefðbundnar slóðir kristniboðsins í Austur-Afríku heldur til Senegal á strönd Atlantshafsins - álíka langa vegalengd til vesturs frá Eþíópíu og frá Senegal til íslands í norður. Þegar litið er yfir feril manna eins og Helga Hróbjartssonar vaknar sú spurning hvað verði þess valdandi að menn kjósa sér það verkefni að útbreiða kenningar Biblí- unnar og Jesú Krists á meðal fólks, sem er af ólíkum ættstofnum og byggir líf sitt á allt öðrum hefðum og annarri hugsun en krist- indómurinn er vaxinn úr og við eigum að venjast. Helgi kvaðst hafa alist upp í tengsl- um við kristniboðshugsjónina. Faðir sinn hafi verið í stjórn Kristniboðssambandsins á íslandi frá því það var stofnað og átt þar sæti allt til dauðadags. Því hafi mikið verið rætt um kristniboð á heimilinu þegar hann var að alast upp og áhugi sinn því vaknað snemma á að ferðast og takast á við verk- efni af þein toga. Helgi ákvað að fara í kennaraskólann þar sem kennaranám væri góður undirbúningur fyrir kristniboðsstarf- ið. Síðar lauk hann prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá norskum háskóla. Eftir kennaranámið lá leið Helga síðan til Eþíópíu. Hann starfaði á vegum Norðmanna og því varð vettvangur hans á öðrum stöðum en þeim sem íslenska kristniboðið hefur starf- að á. „Þegar ég kom til Eþíópíu fór ég á stað þar sem aðeins hafði verið unnið að kristni- boði í þrjú ár. Þar tók ég þátt í uppbyggingu safnaðarstarfs frá grunni. Útbreiðslan var mjög ör á þessum svæðum. Þúsundir manna komu til liðs við okkur og starf mitt var fyrst og fremst fólgið í því að byggja upp safnað- arlíf á meðal þessa fólks og halda síðan utan um safnaðarstarfið sem eina heild. Fleiri kristniboðsstöðvar risu upp og við vorum stöðugt að byggja nýja hópa upp. í þessu starfi varð maður yfirleitt að standa í fremstu víglínu." Götumynd frá Vestur-Afrísku þorpi. Helgi Hróbjartsson ásamt Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, á Löngumýrí í Skagafirði. Jónas Þórísson hefur einnig starfað í mörg ár sem kristniboði í Eþíópíu. Helgi Hróbjartsson tók mikinn þátt í störfum íslenska kristniboðsins á meðan hann var starfandi prestur í Hrísey. Hér annast hann guðsþjónustu í Miklabæjarkirkju í Skagafirði í tengslum við kristniboðsmót á Löngumýrí. Fólk fegið að losna úr áþján djöflatrúar - En hvað veldur að að fólk kemur umvörp- um saman og tileinkar sér nýjan hugsunar- hátt og nýja siði á þeim vettvangi, sem oft er hvað viðkvæmastur fyrir fólk - það er að segja trúarhugmyndir þess. Helgi sagði að mikil djöfladýrkun hafi átt sér stað á meðal fólks í þeim landshluta er hann starfaði. „Trúarvitund sem byggist á slíkum hugmyndum geri fólki erfitt fyrir. Oft er það undirlagt af þvílíkum ótta við refsing- ar og hefnd djöflanna að allar hugmyndir þess standa og falla með því að blíðka þess- ar persónur, sem búa í vitund þess. Á með- an svo er á engin framþróun sér stað. Fólkið trúir að ef það breyti út af því „rituali" sem óttinn við reiði og refsingu bjóða þá verði það djöflunum að bráð í formi allskyns óhappa og slysa. Starf okkar á meðal þessa fólks var eiginlega tvíþætt. Annars vegar að annast uppbyggingu skóla í byggðum og þorpum og samræma skólakerfi. Hins vegar að stunda raunverulegt kristniboð. Kynna fólki hugmyndir kristinna manna og losa það úr þeim hugmyndaheimi sem hélt því í greipum allsherjar ótta. Þegar fólkið kynnt- ist hugmyndum kristninnar gat það losað sig undan ótta djöfladýrkunarinnar og inn- leitt nýjan hugsunarhátt. Á þessum árum „Maradonna “ - eittþeirra barna sem hlotið hef- ur menntun á vegum kristniboðsins íSenegal - klæðist bol með mynd og nafni knattspyrnu- hetjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.