Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 12
Fátt er það sem fólk veltir vöngum jafn mikið yfir við jólaundir-
búninginn og jólagjafakaupin. Síðustu dagana vill það brenna við
að fólk æði búð úr búð í örvæntingarfullri leit að einhverju í jóla-
pakkann. Og það eru ófáir pakkarnir undir sumum jólatrjánum. En
það gæti verið svolítið forvitnilegt að staldra við og rifja upp hvaða
jólagjafir okkur eru minnisstæðastar og hvers vegna, skyldu það
vera dýrustu gjafirnar sem mest hafa glatt okkur? Við skulum
spyrja nokkra aðila hver sé besta eða eftirminnilegasta jólagjöfin
sem þeir hafi fengið, eða frá jólaminningu sem þeim finnst
sérstök. Við erum stödd á Húsavík og spyrjum bæjarstjórann,
bæjarfulltrúa, bókavörð, bónda, hárgreiðslumeistara og sjómann
fyrrgreindrar spurningar:
Jósteinn Finnbogason:
Mtumharpan frá Pálínu frænlm
Jósteinn Finnbogason, sjómaður, er fljótur að svara
spurningunni um bestu jólagjöfina; það var lítil munn-
harpa sem hann fékk fyrir nær 80 árum síðan. „Ég varð
þriggja ára um haustið og átti heima í Snælandi, sem
stundum var kallað Síbería. Þar bjuggu þá átta fjölskyld-
ur og samtals voru börnin milli 20 og 30, og þau fengu
engar hrúgur af jólagjöfum. “
„Pabbi sat með mig á hnénu og
trallaði gömul lög, þar á meðal
Siggi var úti. Ég fór svo að blása.
Pabbi var nú þolinn við mig, hann
spilaði sjálfur á harmoníku og var
skemmtilega músíkalskur. Milli
jóla og nýjárs fór ég á barnaballið,
stóð upp á stól og spilaði. Fyrsta
lagið var: Siggi var úti og svo Gott
áttu hrísla og Allir krakkar, allir
krakkar. Krakkarnir stóðu í þéttum
hring utan um stólinn hjá mér, en
ég bognaði ekkert við það.
Mamma stóð þarna hjá mér og ég
var ekkert feiminn, búinn að þræl-
æfa þetta á hnénu á pabba. Ég
þandi mig alveg voðalega, en
lagavalið kom nú seinna. Svo
þurftu allir að fá að blása í og prufa
þetta tæki mitt og það var sungið
með mér.
Það var Páhna Jóhannesdóttir,
móðursystir mín, sem gaf mér
munnhörpuna. Hún varð síðar eig-
inkona Karls Kristjánssonar,
alþingismanns. Hún var elsta
systkini mömmu og náði í munn-
hörpuna í Reykjavík þegar hún fór
suður með skipi, kornung stúlka.
Páhna hafði mikið uppáhald á mér,
hún var þarna hjá mömmu og var í
lýðskólanum á Húsavík og Sigfús
bróðir þeirra líka.
Ég fór með munnhörpuna fram í
eldhús til kerlinganna, þegar þær
voru að elda, og öskraði alveg
voðalega á hana. Ég var mismun-
andi vel liðinn, en mamma sagði
nú ekkert og sumar klöppuðu mér
á kollinn.
Vinur frænda, drengur pabba kærí,
hunang mömmu heldur blitt,
hjartað ömmu reynist þýtt.
Þetta sagði mamma einhvern
tíma við mig um orðatiltæki
fólksins. Ég var eina barnið þeirra,
þau eignuðust ekki annað og það
var víst nóg handa þeim að eiga
þennan gemhng.
Ég keypti mér harmoniku um
borð í norsku skipi á Siglufirði þeg-
ar ég var 16 ára. Munnharpan og
harmonikan eru það besta af
dauðum hlutum sem ég hef eign-
ast um dagana." IM
Einar Njálsson:
Glampi í augum
„Ég hef fengið marga góða jólagjöfina um dagana, og er
auðvitað þakklátur fyrir það,“ sagði Einar Njálsson,
bæjarstjóri, er hann var spurður um sína eftirminnileg-
ustu jólagjöf.
„Þó er mér kannski eitt eftir-
minnilegra en annað í sambandi
við jól, þó að það sé ekki beinlínis
jólagjöf. Þetta var fyrir nokkrum
árum síðan þegar ég lét leiðast til
þess að fara í jólasveinabúning, og
það gerði ég svosum oftar en einu
sinni. Við vorum að ærslast hér við
jólatré sunnan við Samkomuhúsið
og skemmta þar börnum. Börnin
voru auðvitað afskaplega glöð og
hrifin af þessu, eins og þeirra var
von og vísa og flestir krakkar eru
þegar þau sjá jólasveina.
Þegar við vorum búin að ærslast
þarna við jólatréð fórum við upp á
sjúkrahús í búningunum, og heim-
sóttum fólkið á þriðju hæðinni,
aldraða langlegusjúklinga og
einnig heimilisfólk í Hvammi, dval-
arheimili aldraðra. Ég get ekki
gleymt hvað það snart mig að
koma í þessum búningi innan um
þetta fullorðna fólk. Sumt af gamla
fólkið á þriðju hæðinni var lasið, en
annað mismunandi hresst. Það
snart mig að sjá gleðina, ljómann í
augunum á þessu fólki og fögnuð-
inn yfir því að sjá þessa ærslakarla
þarna. Það er í rauninni í eina
skiptið sem ég hef séð sannleik-
ann í þvi að menn verða aftur börn
þegar þeir eldast. Það var ná-
kvæmlega sami glampinn í augun-
um á þessu gamla fólki sem ég
hitti á sjúkrahúsinu, eins og hjá
ungu manneskjunum sem ég hitti
við jólatréð." IM
Óskar Sigtryggsson:
Fagurlega sköpuð
skopparakringla
„Mér hafa hlotnast margar og dýrmætar jólagjafir, eink-
um á efri árum, og þegar ég er spurður að því, hvaða jóla-
gjöf hafi verið mér kærust, kemst ég í nokkurn vanda,"
sagði Óskar Sigtryggsson, bóndi á Reykjarhóli í Reykja-
hverfi.
„Jólagjafir voru fremur fáar og
fábreyttar í bernsku minni. Gjarn-
ast var það einhver flík því öllum
varð að forða frá jólakettinum. En
kæmu barnaspil eða kerti úr
pakka, vakti það að ég held, ekki
minni fögnuð þá, en fjarstýrður bíll
eða bækur nú, eða dúkka, sem
getur talað eða vætt flíkur sínar.
Gjöf sem ég fékk í bernsku og er
mér öðrum fremur minnisstæð, og
ég held endilega að hafi verið jóla-
gjöf, var skopparakringla.
Hún var fagurlega sköpuð, að
mestu úr pjátri og máluð í öllum
regnbogans litum. Snúningur var
fenginn á hana með því að vefja
garnspotta um grennsta hluta
hennar og draga hann síðan hratt
til baka, líkt og þegar við gangsetj-
um garðsláttuvélina. Að þessu
búnu snérist hún töluvert lengi.
Meðan hún snerist gaf hún frá sér
samhljóm í fjórum tónum.
Það er ekki ætið verðmæti jóla-
gjafanna sem gefur þeim mest
gildi, heldur engu að síður sá hug-
ur sem maður veit að fylgir þeim.11
IM
Helen Hannesdóttir:
Skreyttur sópur
í silftirpappír
„Ég fékk einu sinni ákaflega skemmtilega jólagjöf, “ sagði
Helen Hannesdóttir, bókavörður. Gjöfina fékk Helen frá
Hildigunni dóttur sinni þegar hún var unglingur, og það
var sópur. „Hildigunni hefur eflaust þótt móðir sín eiga
mjög lélegan eldhússóp, þegar hún var að hjálpa til og
sópa gólfið eftir uppvaskið."
í nær þrjátíu ár hefur það verið
siður fjölskyldna Helenar og bróð-
ur hennar að dvelja saman á
aðfangadagskvöld og jóladag, en
til skiptist á heimilunum. Þannig
að annað árið fer Helen og hennar
fjölskylda til kvöldverðar á aðfanga-
dag til bróður síns en fjölskylda
hans kemur til Helenar í hádeg-
isverð á jóladag, næsta ár eru síð-
an heimsóknirnar á hinn veginn.
„Fyrir rúmlega 10 árum sátum
við öll inní stofunni heima eftir
matinn og þá var farið að taka upp
jólagjafirnar. Því var að ljúka þeg-
ar Hildigunnur kom stormandi inn
í stofu með jólagjöfina handa
mömmu. Það var eldhússópur, all-
ur skreyttur, vafinn í gylltar og silfr-
aðar pappírslengjur. Þetta var
stórskemmtileg gjöf, hún kom mér
á óvart og mér fannst gaman að
hún skyldi láta sér detta þetta í
hug. Þetta var hlutur sem mig
virkilega vantaði, þó ég hefði ekki
komið því í verk að kaupa hann.
Ég á þennan sóp ennþá.
Mér fannst ég líka fá mjög
skemmtilega gjöf frá Ellý dóttur
minni. Ég fór til Sigurðar Jakobs-
sonar, útskurðarmeistara, og
keypti hjá honum jólagjafir. Ellý
var með mér, en hún var svona sjö
ára gömul um þetta leyti. Á jólun-
um fékk ég jólapakka frá henni, en
það var nálhús sem Sigurður hafði
skorið út. Ellý hafði orðið svona
hrifin af útskurðinum hjá honum
að hún hafði trítlað ein til hans á
eftir og beðið hann að skera út nál-
hús handa mömmu, og nafnið mitt
var grafið á nálhúsið. Mér fannst
mjög vænt um þetta, sérstaklega
af því að hún var svolítið til baka á
þessum árum, að hún skyldi hafa
kjark tU að fara og panta þetta
handa mér.
Mér finnst oft afskaplega gam-
an að fá smágjafir og vænt um
þegar fólk man eftir mér og ég sé
að það hugsar til mín. Gjafir þurfa
ekki að vera svo dýrar, og sjálf bý
ég tU mikið af jólagjöfum." IM