Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 13 Svala Hermannsdóttir: Bamapíur í London með möndlugraut og kerti „Ég held að ég geti ekki svarað spurningunni um bestu jólagjöfina, man ekki eftir neinni sérstakri sem sker sig markvert úr, þó ég hafi fengið margar góðar gjafir um dagana, “ sagði Svala Hermannsdóttir, hárgreiðslumeist- ari, en hún skoraðist ekki undan því að segja frá eftir- minnilegum jólum. „ Já, ég man þeim mun betur eft- ir fyrstu jólunum er ég var að heiman. Það var árið 1964. Ég var í vist hjá Þórunni og Vladimir Ashkenazy í London. - Ég hafði einnig útvegað vinkonu minni, henni Helgu, vist hjá enskum hjónum sem voru gyðingar og mjög fastheldin á sína trúarsiði. Foreldrar Þórunnar, Klara og Jóhann Tryggvason, bjuggu einnig í London og var Ashkenazy fjöl- skyldunni boðið þangað á aðfanga- dagskvöld ásamt systkinum Þór- unnar, Nönnu heitinni Jakobsdótt- ur fiðluleikara, mér og Helgu vin- konu. - En viti menn, Helga fær ekki frí þetta kvöld, hún þarf að vera barnapía. Hennar fjölskylda hélt ekki jólin hátíðleg. Það situr enn fast í mér hvað mér fannst þetta ómannleg framkoma gagn- vart henni, sérstaklega af fólki sem var svo formfast á sína helgi- siði að aldrei mátti út af bera. Aðfangadagskvöld rann samt sem áður upp og ég ákvað að fara til Helgu og vera þar um kvöldið. Þangað kom ég með mína pakka og kerti. Við kveiktum á eins mörgum kertum og við náðum til, en hissa varð ég þegar Helga kom með möndlugraut sem hún hafði útbú- ið: „Svona til að hafa eitthvað eins og heima," eins og hún sagði. (Ekki höfðum við hangikjöt eða laufabrauð.) Þetta var í raun mjög notalegt aðfangadagskvöld en einmana- legt, ég saknaði fjölskyldunnar heima. Við reyndum einu sinni um kvöldið að syngja „Heims um ból" en það var nú svona og svona með þann söng. Röddin ekki alveg styrk og aðeins votur augna- hvarmur. Ég sofnaði sátt þetta kvöld og þakklát fyrir þann hátíðarblæ sem okkur tókst þó að skapa. Ég vona að allir finni sinn helgi- frið þessi jól, hvort sem að þeir fá rjúpu á diskinn sinn eða ekki. Munum að það erum við sjálf, okkar fjölskyldur og samferðafólk sem skiptir máli, en ekki matur og dauðir hlutir. Gleðileg jól! “ IM Valgerður (jimnarsdóttir: Fyrsta jólagjöfln frá kærastanum „Mér er mjög eftirminnileg fyrsta jólagjöfin frá kærastan- um mínum, sem núna er maðurinn minn, þetta var um jólin 1976," sagði Valgerður Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, aðspurð um eftirminnilega jólagjöf. „Eg var ákaflega spennt að sjá hvað tilvonandi eiginmaður mundi gefa mér í jólagjöf. Þegar ég opn- aði pakkann á aðfangadagskvöld var mig farið að gruna hvert inni- haldið væri, vegna lagsins á honum. Og þegar ég opnaði pakk- ann var þetta hringur. Það er nátt- úrlega draumur hverrar konu að kærastinn gefi henni fallegan hring, og þetta var mjög fallegur hringur. Ég var mjög ánægð með hringinn og þakkaði honum vel fyrir. Nema hvað, að síðan kom í ljós að móðir mín hafði valið hring- inn fyrir kærastann, og það fannst mér ekki nógu gott. Ég gerði auð- vitað ekkert í þessu, en var svolítið óhress með það að hann skyldi ekki hafa farið sjálfur til að velja hringinn. Ég á þennan hring enn í dag, ber hann oft og þykir vænt um hann. í dag er hann mér tákn fyrir tvær manneskur sem mér þykir vænt um. Manninn sem gaf mér hringinn, og móður mína sem valdi hann. Hringurinn sýnir að maðurinn minn hefur strax borið mikið traust til móður minnar. En síðan þetta var hefur hann alltaf valið jólagjafirnar handa mér sjálf- ur, og ég hef verið ánægð með þær. “ IM Gleðileg jól Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Óskum viðskiptavinum okkar glébilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Búimlmmmf. Réttarhvammi 1 • Akureyri Sími26776 GleSileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu Kæliverk hf. | Frostagötu 3b • Akureyri • Sími 96-24036 fjær Oskum öllum Hríseyingum nær glebilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum liðið ár. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.