Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. desember 1991 - DAGUR - 5 Fréttir Ólafsflörður: Verður að standa á bremsimni vegna íþróttahússbyggingar Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir góða samstöðu um það að næstu ár verði allur þungi í framkvæmd- um bæjarins lagður í byggingu nýja íþróttahússins. Þarna sé um að ræða dýra byggingu og því sé Ijóst að bæjarfélagið verði að standa á bremsunni með aðrar framkvæmdir á meðan. Að undanförnu hefur verið unnið að þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir bæjarfélagið. Þarna er um að ræða fjárhagsramma, sem bæjar- stjórn mun hafa að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs. Undirbúningur fjárhagsáætl- unar næsta árs er í fullum gangi, en Bjarni segir menn hafa farið sér hægt að undanförnu vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að leggja auknar byrðar á sveitar- félögin. Bjarni er ómyrkur í máli um vinnubrögð ríkisvaldsins gagnvart sveitarfélögunum og segir það ótrúlega einföldun á þessu máli að staða þeirra sé allt ,í einu orðin svo góð að þau geti tekið á sig svo og svo miklar álög- ur. Þó að staða sumra sveitarfé- laga sé nú betri, en fyrir nokkrum' árum, þá sé skuldastaða þeirra samt enn erfið. Á fundi í bæjarráði Ólafsfjarð- ar sl. fimmtudag var samþykkt að taka undir samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember sl., þar sem mótmælt er álögum ríkisins á sveitarfélög- in í landinu og einhliða samnings- rofi á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. óþh Tónlistarskólinn á Sauðárkróki: Bæjarsjóður yfirtekur reksturinn Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á bæjarstjórnarfundi í vikunni að bæjarsjóður yfir- tæki fjármál og rekstur Tón- listarskólans á Sauðárkróki frá og með næstkomandi áramót- um. Hvammstangahreppur hefur ákveðið að nýta sér forkaups- rétt á húsinu Móberg sem stendur á lóðamörkum við fé- lagsheimilið á Hvammstanga. Húsið er gamalt timburhús með hlöðum kjallara og í því er búið. Kaupverðið á Móbergi er ein milljón króna og á hreppurinn forkaupsrétt á húsinu samkvæmt þinglýstu skjali frá 1954. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar, sveitar- stjóra, var af skipulagsástæðum ákveðið að nýta sér þann rétt. Hann segist ekki búast við að þeim leigjendum sem í húsinu eru verði hent út úr því fyrirvara- laust. í framtíðinni verði húsið samt rifið, enda mikill kostnaður Hjálparstofnun kirkjunnar: SöftmnarbíU í göngugötimni á Þorláksmessu - „Brauð handa hungruðum heimi“ Hjálparstofnun kirkjunnar verð- ur með söfnunarbíl í göngugöt- unni á Akureyri á Þorláksmessu eins og undanfarin ár. Söfnunar- átak Hjálparstofnunarinnar „Brauð handa hungruðum heimi“ sem hófst í byrjun mánað- arins stendur nú sem hæst og er ætlunin að safna fyrir áframhald- andi verkefnum á þeim stöðum sem sfofnunin hefur unnið á að undanförnu. Á síðasta ári hefur Hjálparstofnun kirkjunnar eink- um unnið að byggingu sjúkra- skýlis í Suður-Eþíópíu og unnið að eflingu skólastarfs á meðal lágstéttarbarna og byggingu sjúkrahúss á Indlandi. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri, segir að bærinn hafi sl. tvö ár annast innheimtu skóla- gjalda og launagreiðslur fyrir Tónlistarskólann svo breytingin verði lítil, nema nú muni bærinn einnig sjá um að greiða önnur gjöld. sem færi í viðhald á því og þar að auki hefur það ekkert sögulegt gildi. SBG ’ Upphaflega var Tónlistarskól- inn á Sauðárkróki einkarekinn eins og aðrir tónlistarskólar landsins, en sveitarfélagið og rík- ið skiptu launagreiðslum jafnt með sér. Síðan dró ríkið sig út úr launakostnaðinum og eftir það hefur reksturinn færst meira yfir á bæjarsjóð. Starfsemi Tónlistar- félags Sauðárkróks hefur að auki farið minnkandi og því segir Snorri Björn að um fátt annað hafi verið að ræða en yfirtaka rekstur skólans. Að öllum líkindum mun bæjar- stjórn kjósa þrjá aðal- og vara- fulltrúa í stjórn skólans og verður það væntanlega gert innan tíðar. SBG Dansleikur Kveðjum gamla árið með harmonikudans- leik í Lóni við Hrísalund, föstudaginn 27. desember frá kl. 22.00-03.00. ★ Allir velkomnir! Stjórnin. Starfsfólk, Vöruhúss og Raflagnadeildar Hvammstangi: Hreppuriim kaupir Móberg Aku rey rarmót í frjálsum Ungmennafélag Akureyrar heldur Akureyrarmót í fjálsum íþróttum innanhúss laugardaginn 28. des. nk. í íþróttahöllinni. Keppt verður í öllum aldursflokkum og hefst skráning kl. 12 á staðnum en keppni hefst kl. 13.00. Stjórn U.F.A. Jólatré Jólatré Sjálfsbjargar verður haldið laugardaginn 28. desember í félagssalnum að Bjargi, Bugðu- síðu 1, neðri hæð, og hefst kl. 13.30. ÉAllir velkomnir. Sjálfsbjörg. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram fimmti útdráttur húsbréfa í 1. flokkil 989 og annar útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990. Einnig fyrsti útdráttur í 2. flokki 1990. Koma bréf þessi til innlausnar 15. febrúar 1992. Öll númerin veröa birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæöisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. qn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Li HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI91-696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.