Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Mánudagur 23. desember 17.40 Jóladagatal Sjónvarps- ins (23). Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn. 17.50 Töfraglugginn. Blandað erlent barnaefni. Endursýndur þáttur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Á mörkunum (71). 19.20 Roseanne (19). 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins (23). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Heims um ból. (Silent Mouse.) Breskt sjónvarpsleikrit fyrir alla fjölskylduna þar sem segir frá því hvemig jóla- sálmurinn Heims um ból varð til. Aðalhlutverk: Lynn Red- grave, Gregor Fisher og Jack McKenzie. Sögumaður: Ragnheiður Steindórsdóttir. 21.35 Fólkið í Forsælu (15). (Evening Shade.) Bandrískur framhalds- myndaflokkur. 22.05 Litróf (9). Farið verður í heimsókn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og rifjuð upp brot úr lífi og skáldskap Hallgríms Péturs- sonar. Tekið verður hús á Ragnari Þorsteinssyni biblíusafnara. Elsa Waage óperusöngkona lítur inn og Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur verður í Málhorni. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 22.35 Jóladagskrá Útvarps- ins. Kynningarþáttur. 22.45 Tónleikar prinsins. (The Best of the Prince’s Tmst Rock Gala.) Bresk tónleikamynd þar sem fram koma m.a. Joe Cocker, Van Morrison, Eric Clapton, Paul McCartney, George Harrison, Mark Knopfler, Tina Turner, Phil Collins og Ringo Starr. 00.15 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Mánudagur 23. desember Þorláksmessa 16.45 Nágrannar. 17.30 Litli folinn og félagar. 17.40 Maja býfluga. 18.05 Hetjur himingeimsins. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19:19. 20.10 Leiðin til Marokkó.# (Road to Morocco). Bráðskemmtileg mynd þar sem Bing selur Bob í ánauð. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Dorothy Lamour, Bob Hope og Anthony Quinn. 21.35 Sígildar jólamyndir. (Christmas at the Movies). Það er enginn annar en gamla kempan Gene Kelly sem hér minnist nokkurra sígildra jólakvikmynda, á borð við „It’s A Wonderful Life", „Miracle on 34th Street", „A Christmas Carol” og „Scrooged" sem er með Bill Murray í aðal- hlutverki. 22.30 Áskorun.# (The Challenge). Skemmtileg og spennandi mynd um bandariskan hnefaleikakappa sem flækist óvænt inn í ættarerjur í Japan. Deilan snýst um það hvor tveggja bræðra hafi rétt til fjölskyldusverðanna. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Toshiro Mifune og Calvin Young. 00.20 Caroline? Líf Carmichael fjölskyldunn- ar gengur sinn vanagang þar til dag nokkurn að ung, ókunnug kona bankar upp á. Þessi unga kona, Caroline, kveðst vera dóttir fjölskyldu- föðurins af fyrra hjónabandi en talið var að hún hefði lát- ist í flugslysi fyrir þrettán árum. Aðalhlutverk: Stefanie Zimbalist, George Grizzard, Patricia Neal og Pamela Reed. 01.55 Dagskrárlok. Rásl Mánudagur 23. desember Þorláksmessa MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir - Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit • Evrópu- fréttir. 7.45 Krítík. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 8.31 Gestur á mánudegi. í dag (Þorláksmessu), kl. 9.45, er á dagskrá Rásar 1 þátturinn Einarsson biskup les söguna „Af hverju afi“. Sagan er full af viö spurningar barnanna. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Út í náttúruna. 09.45 Segðu mér sögu. „Af hverju, afi? “. Sigurbjörn Einarsson biskup segir börnunum sögur og ræðir við þau. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Fólkið í Þingholtunum. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.00 Jólablanda í skötulíki. Umsjón: Jórunn Sigurðar- dóttir og Sif Gunnarsdóttir. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Ástir og örfok" eftir Stefán Júlíusson. Höfundur les (13). 14.30 Ný syrpa af lögum Jóns Múla Árnasonar. 15.00 Fréttir. 15.03 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og óstað- bundnar. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Jólakveðjur. - halda áfram. 17.00 Fréttir. 17.03 Jólakveðjur. - halda áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Jólakveðjur. framhald almennra kveðja og óstaðbundinna. 18.30 Auglýsingar * Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Jólahugleiðing. Vilhjálmur Árnason heim- spekingur hugleiðir merk- ingu jólanna í nútímasamfé- lagi. 20.00 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks í sýslum og kaupstöðum landsins. 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. „Segöu mér sögu“. Sigurbjörn speki hins aldna, sem tekst á 22.20 Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Jólakveðjur. til fólks í sýslum og kaup- stöðum landsins halda áfram. 24.00 Fréttir. 00.10 Jólakveðjur. - halda áfram. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Mánudagur 23. desember Þorláksmessa 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. - Fjármálapistill Péturs Blöndals. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Illugi Jökulsson í starfi og leik. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 9.30 Sagan á bak við lagið. 10.15 Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. 11.15 Afmæliskveðjur. Sím- inn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins, Anna Kristine Magnúsdóttir, Bergljót Baldursdóttir, Katrín Baldursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál. - Kristinn R. Ólafsson talar frá Spáni. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. Meinhornið: Óðurinn til gremjunnar. Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsend- ingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtek- ur fréttirnar sínar frá því fyrr um daginn. 19.32 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 21.00 Gullskífur: „Ellý og Vil- hjálmur syngja jólalög" Bubbi Morthens á Borginni. Bein útsending frá tónleik- um á Hótel Borg. 00.10 í háttinn. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur). 02.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Mánudagur 23. desember 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Mánudagur 23. desember 07.00 Morgunþáttur. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttir á heila og hálfa tímanum. 09.00 Bjarni Dagur Jónsson. Veðurfregnir kl. 10. íþrótta- fréttir kl. 11. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Kristófer Helgason. íþróttafréttir kl. 14 og fréttir kl. 15. 14.00 Snorri Sturluson. Veðurfréttir kl. 16. 17.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Einar Öm Benediktsson fjalla um dægurmál af ýms- um toga. 17.17 Fréttir. 17.30 Reykjavík síðdegis. 19.30 Fréttir. 20.00 Örbylgjan. 23.00 Hjónabandið. Pétur Steinn Guðmundsson fjallar um hjónabandið á mannlegan hátt. 24.00 Eftir miðnætti. 04.00 Næturvaktin. Stjarnan Mánudagur 23. desember 07.30 Morgunland 7:27. 10.30 Sigurður Helgi. 14.00 Arnar Bjarnason. 17.00 Felix Bergsson. 19.00 Grétar Miller. 22.00 Ásgeir Páll. 01.00 Dagskrárlok. Hljóðbylgjan Mánudagur 23. desember 16.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son fylgir ykkur með góðri tónlist sem á vel við á degi sem þessum. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðj- um í sípia 27711. Þátturinn Reykjavík síðdegis frá Bylgj- unni kl. 17.00-18.30. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19.00. 9 Hvað selst mest? Söluhátíðin nær hámarki í dag og að vanda hafa blöðin birt lista yfir bækur og plötur sem mest seljast. í helgarblaðí Dags birtist slíkur listi og hann leiðir ýmislegt athyglisvert í Ijós. Kannski kemur það eng- um á óvart að af tíu mest seldu bókunum á Norðurlandi nú í desember skuli vera fimm við- talsbækur og æviminningar. En það kemur etv. meira á óvart að á þennan lista skuli aðeins komast ein innlerd skáldsaga og enn athygl- isverðara er að spennu- og ást- arsögur komast ekki á blað. Af þeim fimm bókum sem ekki eru endurminningabækur eru tvær barnabækur, eitt sagnfræði- verk, ein skáldsaga og ein Ijósmyndabók. í ellefta og þrettánda sæti er svo að finna tvær bækur sem tengjast sam- tímaviðburðum, þe. A slóð kol- krabbans og Guðirnir eru geggjaðir. Ekki er síður merkilegt að skoða listann yfir mest seldu plöturnar. Þar þarf nefnilega að fara allt niður i 12. sæti til þess að finna útlenda plötu. Tiu mest seldu plöturnar (eða eig- um við kannski að segja disk- arnir?) eru eins og þverskurð- ur af útgáfunni, metnaðarfull &STÓRT popptónlist í bland við jólalög- ín og að sjálfsögðu er Geir- mundur Valtýsson í góðri upp- sveiflu hér á heimaslóðum. 9 íslensk tunga heldur sínu Það hljóta að teljast góð tíðindi á íslensku tónlistarári að íslenskar plötur geri það svo gott í jólaflóðinu. Ekki síst þeg- ar horft er til þess hversu lítfll áhugi virðist vera á íslenskum skáldverkum. Við gumum enn af því að vera bókaþjóð þótt sumir segi að við séum bara jólabókaþjóð og þótt bók- menntaáhuginn virðist nær kjaftasögustiginu en ást á fögr- um listum. Þvt var hreyft í umræðuþætti um íslenska dægurtónlist í Sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu að nú væri það íslensk tónlist sem héldi uppi merkjum íslenskrar tungu og menning- ar. Þá var átt við mikilvægi þess að í stbyljunni sem útvarpsstöðvarnar halda uppi skuli hlutur íslenskrar tónlistar og íslenskra texta heldur auk- ast en hitt. Unnendur íslenskrar dægur- tónlistar eru því ekki einir um að hafa ástæðu til að fagna um þessi jól heldur einnig þeír sem áhyggjur hafa af viðgangi íslenskrar tungu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.