Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Jafnframt því að óska viðskiptavinum sínum glebilegra jóla og farsældar á nýju ári þökkum við skilvísi og gott samstarf á árinu. Starfsfólk Hitaveitu Akureyrar Annar í jólum 26. des Hljómsveitin Galíleó leikur fyrir dansi til kl. 02.00 Húsið opnað kl. 22.00 Föstudagur 27. des. Hljómsveitin Galíleó heldur uppi stuðinu til kl. 03.00 Húsið opnað kl. 23.00 Hljómsveit Ingimars Eydal með norðlenska sveiflu til kl. 03.00 Húsið opnað kl. 23.00 Gamlársdagur 31. des. Húsið opnað kl. 00.15 Miðaverð kr. 1.500,- Gamansögur úr skólanum - gluggað í bókina „Miklu meira skólaskop“ Þótt það geti á stundum verið grafalvarlegt mál að vera í skóla og stunda nám, og jafnvel leiðinlegt á köflum, sjá nemendur og kennarar oft spaugilegu hliðarnar á skólalífinu - sem betur fer! Nú er komin á markaðinn þriðja bókin í rit- röðinni um skólaskop og nefnist hún „Miklu meira skóla- skop“. Eins og nafnið gefur til kynna er hún byggð upp á skoplegum atvikum og sögum þar sem aðalleikararnir eru nemendur og kennarar. Sögurnar í bókinni, sem eru 175 að tölu spanna allt skólakerfið og teygja anga sína inn í ýmsa sérskóla. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson söfn- uðu efninu í þessa bók sem hinar fyrri. Hér á eftir birtum við, með leyfí útgefanda, nokkrar sögur úr bókinni. Á málfræðiprófi í barnaskóla einum stigbreytti snáði, sem greinilega bjó yfir rökhugsun, Iýsingarorðið „lítill“ á eftir- farandi hátt: „Lítill - minni - horfinn.“ ★ í bekk tólf ára barna á Reykjanesi voru nemendur einhverju sinni beðnir um að skrifa ritgerð um Jónas Hall- grímsson, ævi hans og störf. Ein ritgerðin var áberandi styst: „Jónas ferðaðist um landið, skrifaði ljóð og dó.“ ★ Úr landafræðiprófi í 5. bekk: „Hver eru þrjú stærstu úthöfin?“ Svar eins nemanda var: „Apavatn, Kyrrahaf og Indlandshaf.“ ★ Fremur drykkfelldur kennari við grunnskóla í Reykjavík var eitt sinn að útskýra hug- takið „örnefni“ fyrir nemend- um sínum. Er hann hafði lok- ið útskýringum sínum spurði hann nemendur hvort þeir gætu nú ekki nefnt einhver örnefni í Reykjavík. Rétti þá óprúttinn strákur upp hönd- ina og sagði hátt: „Mímisbar.“ ★ Á söguprófi í skóla einum á Vestfjörðum var eitt sinn að finna eftirfarandi spurningu: „Hvað þurfa kaþólskir menn að gera til að fá fyrir- gefningu synda sinna?“ Eitt svarið var: „Syndga.“ ★ Á dýrafræðiprófi í 5. bekk í skóla einum í Kópavogi var m.a. að finna eftirfarandi spurningu: „Hvað nefnist beinið í hornum nautgripa?" Svar eins nemandans skar sig algerlega úr en það var: „Kúbein.“ Beinið heitir reyndar „slóg“ og á ekkert skylt við verkfær- ið góða. ★ Úr dýrafræðiprófi í Vestmannaeyj um: „Hver er fylgispakasta skepna mannsins?“ Einn nemandinn var alveg viss og skrifaði: „Konan.“ ★ Úr söguprófi í 6. bekk í skóla einum á Austurlandi: „Hvar undirrituðu íslend- ingar einveldissamninginn við Dani?“ Flestir nemendurnir skrif- uðu „í Kópavogi“, en eitt svarið var þó: „Neðst.“ Öskukarl. Á dönskuprófi í 6. bekk ein- um í Breiðholti voru nemend- ur m.a. beðnir um að þýða eftirfarandi setningu: „Lise havde 25 öre í lommen.“ Ein þýðingin var: „Lísa hafði 25 eyru í lófan- um.“ ★ Úr prófi í kristnum fræðum í 7. bekk einum á Akureyri: „Hvernig var draumur faraós?“ Einn nemandi, sem greini- lega var ekki alveg með á nót- unum, svaraði: „Fyrst komu einhverjar feitar konur upp úr ánni en síðan nokkrar grannar.“ Kennari í Reykjavík var eitt sinn að kenna nemendum sín- um um landnám íslands. Sagði hann þeim m.a. frá fyrstu landnámsmönnunum og örnefnum sem bera nöfn þeirra. ★ Úr íslandssöguprófi í 5. bekk einum í Skagafjarðarsýslu: „Hvað nefnast þeir fræði- menn sem kanna gamla muni?“ Eitt svarið var: „Öskukarlar.“ ★ Úr landafræðiprófi í Mýrar- húsaskóla: „Hvað er Finnland stund- um nefnt?“ Eitt svarið var: „Þúsund vatta landið.“ ★ Úr íslandssöguprófi í 6. bekk í sveitaskóla: „Hvar sat fyrsti íslenski biskupinn?“ Eitt svarið var: „Á biskupsstólnum.“ ★ Úr íslandssöguprófi í 6. bekk í skóla á Vestfjörðum fyrir mörgum árum: „Hvað sagði Hallgerður þegar Gunnar bað hana um lokk í bogann?“ Eitt svarið var: „Eigi mun ég hárgreiðsluna skemma bara fyrir einn fjand- ans boga.“ m r ■/ n j Þjónustusími heimilanna, fyrirtækjanna, stofnananna. Hjá okkur færðu jfei?B™JSrTJlB 11 4535 BB ■ upplýsingarnar og við vísum þér á verktaka, iðnaðarmenn, einstaklinga og fyrirtæki sem eru tilbúin að þjónusta þig. Við erum með símavakt allan sól- arhringinn. Við erum þértil þjónustu. Hringdu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.