Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 18
i 18 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Bækur Dansar við Úlfa Dansar við Úlfa, hin heimsfræga skáldsaga Michaels Blake, er komin út hjá Fjölvaútgáfunni í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Alkunna er að kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni með Kevin Kostner í aðalhlutverki sópaði að sér margföldum Óskars- verðlaunum og hefur kvikmyndin vissulega hrifið fólk um víða veröld. Samt er þess að gæta, að kvikmyndin var mest orðvana umhverfis- og kenndalýsing, meðan skáldsagan auðvitað geymir sjálfan beinmerginn í orð- kynngi, atburðaspennu og tilfinn- ingalýsingu í orðum. í bókinni eru lýsingar á öllu því sem fram kemur í kvikmyndinni eins og björgun konunnar Stend- ur með hnefa, vísundaveiðin mikla, næturárás Kíóvanna, en hér koma auðvitað líka ótal mörg fleiri atriði utan kvikmyndarinn- ar. Má þar sérstakleg til nefna umræður á ráðstefnum indíán- anna undir forsæti Tíu Bjarna og Sparkandi Fugls, sem lýsa vel mannviti og göfgi hinnar frum- stæðu þjóðar. Eins og kvikmynd- in hefur bókin farið sigurför um öll lönd sem metsölubók. Dansar við Úlfa er um 300 bls. Bankar og peningar - á 19. og 20. öld Ut er komin bókin Bankar og peningar á 19. og 20. öld eftir Karl Erich Born. Hann er prófessor í hag- og samfélags- sögu við Háskólann í Túbingen og meðlimur Vísindaaka- demíunnar í Mainz. í bók þessari er rakin fram- vinda peninga- og lánamála síð- ustu tvær aldirnar; sagt er frá uppruna banka af ýmsum toga; innlendum starfsháttum banka og alþjóðlegum samskiptum þeirra; að auki flytur bókin örstutt ágrip af sögu margra kunnra banka. Þýðandi er Haraldur Jóhanns- son hagfræðingur. _________________________ 1 íslensk togaraútgerð 1945-1970 Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Sagnfræðistofnun Háskóla íslands hafa gefið út 11. bindi rit- raðarinnar Sagnfræðirannsóknir - Studia historica, en ritstjóri hennar er Gísli Gunnarsson dósent. Efni þessa nýja bindis er saga íslenskrar togaraútgcrðar 1945-1970 eftir Þorleif Óskars- son, að stofni til cand. mag. rit- gerð höfundar í sagnfræði frá Háskóla íslands. Hugmyndin kviknaði haustið 1985, en rit- gerðinni var lokið snemma árs 1987. Útgefandi kynnir bók og höf- und m.a. þannig á kápu: „í þessari bók er saga togaraút- gerðarinnar 1945-1970 rakin. Uppbygging flotans og rekstur togaranna eru helstu viðfangsefn- in. Fjallað er um deildur um tog- arakaupin og togaraútgerðina, gjörbreytt rekstrarform og for- sendur þess. Ræddir eru kostir og gallar einkaframtaks og opin- berra umsvifa við uppbyggingu flotans og rekstur skipanna, en nýsköpunartogararnir voru flestir í eigu sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Höfundur kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að nýju tog- ararnir hafi komið í veg fyrir versnandi lífskjör almennings og atvinnuleysi eftir stríð. Tap- rekstur útgerðarinnar eftir 1950 megi hins vegar að stórum hluta rekja til stefnu stjórnvalda, sem hömpuðu löngum bátaútveginum á kostnað togaranna. Þorleifur Óskarsson, höfundur bókarinnar, er fæddur árið 1958 og lauk kandídatsprófi í sagn- fræði 1987.“ íslensk togaraútgerð 1945-1970 skiptist í sautján kafla. Ennfrem- ur hefur bókin að geyma for- mála, útdrátt á ensku og skrár um heimildir, viðauka, nöfn, töflur og myndir. Hún er 272 bls. að stærð. Eins og þá - ný breiðskífa með Savanna-tríóinu Eftir tuttugu og fimm ára fjar- veru frá íslensku tónlistarlífi er Savanna-tríóið komið aftur. Nú er komin út ný breiðskífa með þeim Birni, Troels og Þóri, sem ber nafnið Eins og þá. Á breiðskífunni er helmingur- inn lög sem þeir hafa flutt áður, en hinn helmingurinn ný lög. Savannatríóið söng á sínum tíma inn á 4 breiðskífur og seld- ust þær alls í 50 til 60 þúsund ein- tökuin, þar af seldust um 20 þús- und eintök af þeirri fyrstu. Savannatríóið er því í hópi þeirra íslensku flytjenda sem hvað flestar hljómplötur hafa selt. DAGUR AkurejTi S 96-M Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.