Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 6
6 — DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Oskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum glebilegra jóla og farsæls komandi árs Prentsmiðjan JUl! hf Höföabakka 3-7 • Reykjavík • Sími 91-683366 óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Opnunartími Súlnabergs og veitingasala hótelsins yfir hátíðarnar er sem hér segir: 23. des. opið til kl. 13.00, 25. des. lokað, 26. des. lokað, 27. des. opnað kl. 9.00, 31. des. opið til kl. 13.00, 1. jan. lokað, 2. jan. opnað kl. 9.00 1 Hótel KEA á Fyrir vel heppnaða veislu Auglýsendur takið vel eftir! Venjulegt helgarblað kemur út laugardaginn 28. desem- ber. Auglýsingar í það blað þurfa að berast okkur sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 10.00 föstudaginn 27. desember. Ekki mó gleyma síðasta blaðinu okkar ó þessu dri, en það kemur út mónudaginn 30. desember. Auglýsingar og til- kynningar í það blað þurfa að berast okkur sem fyrst eins og stundum fyrr og í síðasta lagi föstudaginn 27. desem- ber kl. 16.00. Fyrsta blað órið 1992 kemur út föstudaginn 3. janúar. auglýsingadeild, sími 24222. Björn G. Ólafsson: Velferð einstaklinga á að ráða - en ekki fyrirtækja - athugasemd vegna greinar Áskels Einarssonar í grein sem birtist í Degi 3. des- ember síðastliðinn og heitir „Inn- gangur að niðurlaginu“ vitnar „höfundurinn Áskell Einarsson í grein eftir mig sem birtist nýlega í Fjármálatíðindum (1. hefti 1991). Ég er ekki alls kostar sátt- ur við túlkun Áskells á efni grein- arinnar. Hann segir að ég komist að þeirri niðurstöðu að byggða- stefna eigi að vera eins konar fátækraframfærsla sem er ekki rétt. Ég ætla þó ekki að ræða nánar um þetta efni en minnast nánar á eitt atriði sem hefur þýð- ingu í umræðunni um byggða- stefnu. Efnahagslegar forsendur, svo sem greiður aðgangur að náttúru- auðlindum, hafa ráðið dreifingu búsetu um landið. Hljóta þá ekki efnahagslegar forsendur einnig að ráða nokkru um hvort eða hvenær búseta leggst af? í minni grein er ekki reynt að sýna fram á að einhverjar byggðir séu óhag- kvæmar. Hins vegar er fjallað um það hvaða grunnregla eigi að gilda um aðgerðir samfélagsins ef í ljós kemur að einhver byggð er orðin óhagkvæm. Svar mitt er að þá beri að aðstoða einstaklingana fyrst og fremst en ekki fyrirtæki á staðnum með það í huga að halda byggðinni uppi hvað sem það kostar. Ástæðan er sú að mis- munun á milli fyrirtækja eða atvinnugreina eftir öðru en arð- semi, svo sem staðsetningu, minnkar velferð í þjóðfélaginu. Hingað til hefur byggðastefna að verulegu leyti snúist um vel- ferð fyrirtækja eða heilla atvinnu- greina svo sem landbúnaðar. Árangurinn hefur berlega komið í ljós að undanförnu sem versn- andi þjóðarhagur og skuldsetning fyrirtækja sem hvort tveggja tak- markar verulega svigrúm til framfara á landsbyggðinni. Vel- ferð einstaklinga á að ráða en ekki fyrirtækja. Hafi Áskell aðra skoðun á þessu atriði væri fróð- legt að fá fram rökstuðning um það efni. Virðingarfyllst, Björn G. Olafsson. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og vinnur hjá Byggðastofnun í Reykjavík. Nemendatónleikar TónMstar- skólans á Akureyri Tónlistarskólinn á Akureyri efndi til nemendatónleika þriðju- daginn 17. desember og fimmtu- daginn 19. desember. Á fyrri tón- leikunum léku blásarasveitir skólans, en á þeim síðari strengja- hljómsveitir hans. Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri eru fjórar. Sveit byrj- enda er nefnd Á-sveit, en síðan koma B-, C- og D-sveitir. A- og B-sveitirnar léku glað- lega og hiklaust. Stjórnandi þeirra, Jáóqueline F. Simm, virt- ist í góðu sambandi við nemend- urna og sló taktinn af ákveðni og greinilega. C-sveitin lék undir stjórn Christophers A. Thorntons. Leikur hennar var yfirleitt örugg- ur og áheyrilegur. Best tókst flutningur á verkinu Christmas in Concert. Það er nokkurs konar syrpa jólalaga og gerir talsverðar kröfur til flytjenda. Hljómsveitin stóðst þær með prýði. Næst sameinuðust C-sveit og D-sveit og léku undir stjórn Christophers A. Thorntons Junior Variations eftir Henk van Lijnschooten. Þetta er skemmti- legt verk, sem naut sín allvel í flutningi nemendanna í blásara- sveitunum tveim. Stjórnandan- um tókst vel að draga fram sér- kenni hvers tilbrigðis og skapa þannig ánægjulega fjölbreytni í túlkun. D-sveitin lék þrjú verk undir stjórn Gordons G. Jacks. Hljóm- sveitin stóð sig vel í flutningi sínum. Hún lék af öryggi og sýndi mjög skemmtilega getu. Leikur hennar var jafnan blæ- brigðaríkur og fallegur. Best tókst flutningur á March úr Second Suite í F eftir Gustav Holst, sem D-sveitin lék af eftir- tektarverðu öryggi og fjöri. Tónleikum blásarasveitanna lauk með sameiginlegum flutn- ingi þeirra á Heims um ból. Á tónleikum strengjasveita Tónlistarskólans á Akureyri komu fram þrjár hljómsveitir. Fyrst á efnisskrá var leikur Strengjasveitar II undir stjórn Jóns Rafnssonar. Sveitin lék fimm lög af öryggi og allskemmti- lega. Lítið var um falska hljóma, taktur var almennt góður og hljómsveitarstjórn Jóns ákveðin og greinileg. Næst lék Strengjasveit I, sem er sveit styst komnu nemend- anna. Flutningur sveitarinnar var hiklaus undir stjórn Mögnu Guðmundsdóttur. Hið sama var um flutning allra þriggja strengja- sveitanna sameinaðra, en þær léku eitt lag undir stjórn Mögnu. Hápunktur tónleika strengja- sveita Tónlistarskólans á Akur- eyri var flutningur Strengjasveit- ar III á Simple Symphony eftir Benjamin Britten undir stjórn Michaels J. Clarke. Þetta verk er ekki einfalt, eins og ætla mætti af heiti þess, heldur gerir það veru- legar og fjölbreyttar kröfur til hljóðfæraleikara og stjórnanda. Strengjasveit III stóð sig að langflestu leyti með prýði í flutn- ingi sínum. Innkomur voru nær ætíð góðar, tónmyndun einnig og hið sama átti að jafnaði við um túlkunarbrag. Falskir hljómar heyrðust, en þeir voru fáir og spilltu lítt, nema einna helst í þriðja kafla. Stjórnandinn var fjörlegur og vakandi og gaf greinilega til kynna með fasi sínu og bendingum brag verksins, inn- komur og annað. Nemendatónleikar eru ætíð forvitnilegir og iðulega ánægju- legir. Svo var um þá nemenda- tónleika, sem hér hefur verið frá sagt. Þeir bera því glöggt vitni, að starf nemenda og kennara við Tónlistarskólann á Akureyri skil- ar góðum árangri. Haukur Ágústsson. Gigtarfélag íslands: Besta jolagjofin Skíöahjálmar fyrir alla frá kr. 2950. Skíðaþjónustan Fjölnisgötu 4 b • Sími 21713 Frosti F. Jóhannsson ráðinn - til að annast verkefni vegna norræns gigtarárs 1992 Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum verður á næsta ári, 1992, efnt til norræns gigtarárs. Megin- tilgangur þess er að bæta mögu- leika gigtarsjúklinga til daglegs lífs þannig að þeir geti lifað sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir sjúk- dóm sinn. Til að annast þau verkefni sem vinna þarf vegna norræns gigtar- árs 1992 hefur Gigtarfélag íslands ráðið Frosta F. Jóhanns- son þjóðháttafræðing í hálft starf og hefur hann þegar tekið til starfa. Verkefni hans felst í því að skipuleggja og stjórna þeim framkvæmdum sem ráðist verður í á gigtarárinu hérlendis. Megin- áhersla verður lögð á að taka saman sem víðtækastar upplýs- ingar um gigt og gigtarsjúklinga og koma á framfæri við hina Frosti F. Jóhannsson. ýmsu aðila. Jafnframt er ætlunin að leggja áherslu á að fá aukin fjárframlög frá hinu opinbera og beint frá almenningi til að vinna gegn gigtarsjúkdómum. Brýnasta verkefnið í þeim efnum er efling og stækkun Gigtlækningastöðvar Gigtarfélags íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.