Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, mánudagur 23. desember 1991 245. tölublað Sendum viðsUi ptavi kvlakkv ol<[<c\ e bes+la J 'Ól CK' O. rvyarsoski^ 'ÞöUUum viðsUiptin á liðm\ á>*i HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Útkall hjá slökkviliðinu á Akureyri: Nýkeyptur reykskynjari sannaði gildi sitt - reykur frá bakarofni í mannlausri íbúð Þau voru heppin, hjónin á Akureyri, sem keyptu sér reykskynjara á laugardaginn. Hann sannaði gildi sitt strax sama kvöld og óvíst hvernig hefði farið ef skynjarinn hefði ekki verið til staðar. Þær upplýsingar fengust á slökkvistöðinni á Akureyri að slökkviliðið hefði verið kallað að Melasíðu 2, sem er fjölbýlishús, síðastliðið laugardagskvöld. Reykskynjari vældi í íbúð og gaf nágrönnunum til kynna að ekki væri allt með felldu. Enginn kom til dyra í íbúðinni, enda var hún mannlaus, og hringdu nágrann- arnir þá á slökkviliðið. Að sögn starfsmann slökkvi- liðsins hafði reykskynjarinn í íbúðinni farið í gang vegna reyks frá bakarofni. Smákökur í ofnin- um voru farnar að brenna og lagði frá þeim reyk. Ekki var mikill reykur í íbúð- inni og gekk greiðlega að loft- ræsta hana og urðu engar teljandi skemmdir af hans völdum. En slökkviliðsmaðurinn sem Dagur ræddi við lét það fylgja frásögn- inni af útkallinu að húsráðendur hefðu keypt sér reykskynjara sama dag og hann hefði aðeins verið í sambandi í nokkrar klukkustundir þegar hann fór að væla og vara fólk við reyknum. SS Flugsamgöngur: Gleðileg jóll Mynd: Golli Röskim hjá Flugleiðwn - flug gekk vel Flugsamgöngur röskuðust í gær, fyrst vegna hvassviðris syðra en síðan fór veðrið að versna fyrir norðan og von var á snjókomu. Síðdegis í gær höfðu Flugleiðir aðeins getað farið eina ferð milli Akureyrar og Reykjavíkur en von var á annarri vél úr Reykjavík. Flugleiðir áttu eftir að fara þrjár ferðir í viðbót milli Akur- eyrar og Reykjavíkur í gær og vonaðist starfsmaður á Akureyr- arflugvelli eftir því að hægt yrði að fara þær áður en veðrið versn- Fjárlög fyrir 1992 samþykkt í fyrrinótt: „Löggæsluskatti“ og fleiri erfiðum málum frestað fram yflr áramót Fjárlög fyrir árið 1992 voru staðfest sem lög frá Alþingi snemma í gærmorgun, eftir mikið rciptog ríkisstjórnar- flokkanna og stjórnarand- stöðuilokkanna. Lengi vel leit út fyrir að ekki myndi takast að ljúka afgreiðslu fjárlaganna fyrir jól, en sam- komulag stjórnar og stjórnar- andstöðu um að fresta lögfest- ingu frumvarps um aðgerðir í ríkisfjármálum, varð til þess að höggva á hnútinn. í því frum- varpi er m.a. „löggæsluskattur- inn“ svokallaði og önnur umdeild atriði. Þessi viðkvæmu mál munu aftur koma til kasta þingsins þeg- ar það kemur á ný saman eftir jólaleyfi þann 6. janúar nk. Harðar deilur hafa verið um fyrirhugaða skerðingu sjómanna- afsláttar. Niðurstaða Alþingis í því máli varð sú að skerða sjó- mannafsláttinn þannig að mið- að sé við 245 daga á sjó, en ekki 260 daga eins og áður hafði verið talað um. Talsmenn sjómanna þrýstu mjög á að ná þessu fram og fjármálaráðherra lét loks und- an þrýstingnum. Þrátt fyrir þessa breytingu metur ráðherra það svo að ríkið spari um 180 milljón- ir króna með breytingu á sjó- mannaafslættinum. Gangi það hins vegar ekki eftir er gert ráð fyrir að breyta reglum um afslátt- inn á árinu 1993. Stjórnarandstaðan var ekki sátt við þessa niðurstöðu og í máli Stefáns Guðmundssonar (B- Nl.v) kom fram sú skoðun að það væri sjómanna sjálfra að semja um kjör sín. Óeðlilegt væri að ráðherrar og þingmenn gripu inn í þau mál með þessum hætti. Tekjutenging barnabóta, ann- að mjög umdeilt mál, varð að lögum í fyrrinótt. Með þessari breytingu munu barnabætur fólks með mjög lágar tekjur hækka lítillega, en barnabætur hjá þorra foreldra skerðast á næsta ári. Þriðja málið, sem mikið reip- tog varð útaf í þinginu, er stjórn- arfrumvarp um að framlengja jöfnunargjald á innfluttar iðnað- arvörur. Upphaflega var gert ráð fyrir að innheimta þetta gjald fram á mitt næsta ár, en tveir stjórnarþingmanna, Vilhjálmur Egilsson (D-Nl.v) og Ingi Björn Albertsson (D-Rvík) vildu leggja gjaldið af frá og með næstu áramótum. Stjórnarandstaðan taldi hins vegar rétt að innheimta jöfnunargjaldið allt næsta ár. Eft- ir mikið stapp náðist sú lending í málinu að umrætt jöfnunargjald verður innheimt til loka septem- ber á næsta ári. óþh hjá FN í gær aði, en spáin var slæm. í dag, á Þorláksmessu, eru fimm ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur á dagskrá hjá Flug- leiðum og tvær á aðfangadag. Vélar Flugfélags Norðurlands komust allra sinna ferða í gær, austur og vestur og suður til Reykjavíkur og Keflavíkur. SS Harður árekstur á Hlíðarbraut Harður árekstur varð á Hlíð- arbraut á Akureyri síðastliðinn föstudag og skemmdist einn bíll mikið en ekki urðu slys á fólki. Helgin var að mestu óhappalaus, að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni. „Þetta var bara venjulegt hnoð. Einn og einn fékk sér í glas en það urðu engin tiltakanleg vandræði. Ég held að ég megi segja með góðri samvisku að helgin hafi verið óhappalaus, og þá á ég við að engin meiðsl urðu á fólki, sagði varðstjórinn. Þótt föstudagur og laugardagur liafi verið langir verslunardagar rétt fyrir jól voru ekki ýkja marg- ir á ferli í miðbæ Akureyrar enda brunagaddur, en búast má við að erill verði í verslunum í dag og kvöld. SS Jólaveðrið stillt og gott - eftir norðan hvell á Þorláksmessu I nótt átti norðan hvellur að skella á Norðurlandi með stór- hríð fram undir hádegi í dag og hafi spá Veðurstofu íslands gengið eftir geta fyrstu lesend- ur blaðisins séð bálið með eig- in augum. Veðurfræðingur sem var á vakt í gær lofaði því að þessi norðan- garri með tilheyrandi snjókomu og síðar éljagangi myndi æða yfir á skömmum tíma og hverfa í kvöld og mun betra veður taka við. Aðfaranótt þriðjudags, að- fangadags jóla, verður komin suðvestan átt og bjart veður. Vindur verður hægur og frostið í kringum 5-7 stig á Norðurlandi, sem þykir ekki mikið miðað við 20 stiga gaddinn sl. laugardag. Á miðvikudaginn er líka gert ráð fyrir ágætu veðri. Þá verður komin suðaustan átt en hún mun varla hafa mikil áhrif á Noröur- landi fyrr en undir kvöldið. Jóla- veðrið ætti því að verða gott um allt norðanvert landið. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.