Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 11
Mánudagur 23. desember 1991 - DAGUR - 11
Jón Haukur Brynjólfsson
Ian Wright fór hamíórum á Highbury
- frestað á Old Trafford - Neil „Ruddi“ Ruddock enn rekinn útaf - Bruce Grobbelar gjafmildur gegn Man. City
Um helgina hófst mikil hrina
leikja á Englandi sem mun
standa yfir hátíðirnar, en auk
leikja helgarinnar verður leik-
ið á annan dag jóla, laugardag-
inn 28. des. og á nýársdag.
Þetta er mjög mikilvægur tími
fyrir félögin og gott gengi yfir
hátíðirnar hefur mikið að segja
þegar upp verður staðið í vor.
En veður setur þó oft strik í
reikninginn og þannig var
toppleik umferðarinnar á laug-
ardag, leik Man. Utd. gegn
Aston Villa frestað auk margra
leikja í 2. deild, en þá aðeins
nánar um leiki föstudags og
laugardagsins.
• Englandsmeistarar Arsenal
hafa ekki gefið upp alla von um
að halda titlinum og liðið vann
góðan sigur gegn Everton á laug-
ardaginn. Ian Wright skoraði öll
fjögur mörk Arsenal í leiknum
og átti stórleik, eldsnöggur og
ákveðinn, en hann þreifst á send-
ingum Anders Limpar og öll
mörkin komu eftir sendingar
hans af hægri vængnum. Eini
bletturinn á Wright í leiknum
kom er hann var bókaður fyrir
klunnalega tæklingu í síðari hálf-
leik. Robert Warzycha náði for-
ystu fyrir Everton strax á 3. mín.
leiksins og síðara mark Everton
skoraði Mo Johnston er hann
jafnaði 2:2, en Arsenal hafði yfir
3:2 í hálfleik. Möguleikar Ever-
ton hurfu er dómarinn sleppti að
dæma liðinu augljósa vítaspyrnu
og Arsenal bætti fjórða markinu
við. Sigur liðsins var sanngjarn
og of snemmt að afskrifa mögu-
leika liðsins á titlinum.
• Þrátt fyrir slæmt veður náðu
Liverpool og Man. City að leika
ágæta knattspyrnu í sjónvarps-
leiknum og fjörugum leik lauk
með 2:2 jafntefli. Michael Thom-
as sem Liverpool keypti nýlega af
Arsenal lék sinn fyrsta heimaleik
fyrir liðið og virðist falla mjög vel
að félögum sínum. Dean Saund-
ers náði forystu fyrir Liverpool á
9. mín. með skoti utan teigs sem
Tony Cotton markvörður City
missti klaufalega framhjá sér.
Það var síðan David White sem
sneri leiknum gestunum í hag í
upphafi síðari hálfleiks er hann
náði tvívegis að vippa boltanum
Urslit 1. deild
Luton-Coventry 1:0
Southampton-Notts County 1:1
Arsenal-Everton 4:2
Chelsea-Oldham 4:2
Liverpool-Manchester City 2:2
Man. Utd.-Aston Villa frestað
Norwich-Q.P.R. 0:1
Sheffield Wed.-Wimbledon 2:0
West Ham-Sheffield Utd. 1:1
2. deild
Brighton-Millwall 3:4
Bristol Rovers-Bristol City 3:2
Plymouth-Newcastle 2:0
Port Vale-Wolves 1:1
Sundcrland-Portsmouth 1:0
Swindon-Ipswich 0:0
Úrslit í vikunni.
1. deild
Tottenham-Liverpool 1:2
Deildahikarinn, 4. umferð.
Swindon-Crystal Palace 0:1
Deildabikarinn, 4. umferð,
endurtekinn lcikur.
Southampton-Nott. For. 0:1
Ian Wright skoraði öll fjögur mörk Arscnal gegn Everton.
yfir Bruce Grobbelaar í marki
Liverpool og koma City yfir 2:1.
Steve Nicol náði síðan að jafna
fyrir Liverpool með glæsilegu
marki 8 mín. fyrir leikslok eftir
góðan undirbúning Mike Marsh.
Liverpool liðið sýndi á stundum
takta sem minna á gamla tíð og
þeir Marsh og Mark Walters lífg-
uðu mjög upp á liðið er þeir
komu inná sem varamenn. Mark-
varslan og varnarleikurinn virðist
hins vegar vera vandamál hjá lið-
inu og ekki við miklu að búast
fyrr en það kemst í lag. En þrátt
fyrir að Liverpool ætti meira í
leiknum voru úrslitin sanngjörn
því sóknir City voru beittari og
barátta liðsins góð.
• Chelsea sigraði Oldham á
heimavelli í fjörugum leik með 4
mörkum gegn 2 eftir að hafa haft
3:1 yfir í hálfleik. Dennis Wise
hinn smávaxni sóknarmaður
Chelsea átti hlut að öllum þrent
mörkum Chelsea í fyrri hálfleikn-
um. Hann skoraði fyrsta markið
úr vítaspyrnu, lagði síðan upp
mark fyrir Clive Allen og eftir að
Ian Marshall hafði náð að laga
stöðuna fyrir Oldham, var horn-
spyrna hans afgreidd í netið af
Paul Elliott. Marshall náði að
minnka muninn í 3:2 á 62. mín.
nteð þrumuskalla og Dave Bea-
sant varð síðan að taka á öllu
sínu í marki Chelsea til að koma
í veg fyrir að Oldham næði að
jafna. En þrátt fyrir þunga sókn
Oldham var það Allen sem bætti
við fjórða marki Chelsea í lokin
er hann fékk góða sendingu fyrir
markið frá Graham Stuart eftir
skyndisókn.
• Lið Q.P.R. er komið á gott
skrið og hélt því gegn Norwich á
útivelli. Það þurfti þó heppni til,
eina mark leiksins og sigurmark
O.P.R. kom á síðustu mín. er
heimamenn lögðu allt í sóknina
til að reyna að þvinga fram sigur.
Leikmenn Q.P.R. sneru þá vörn
í sókn og eftir góða sendingu Ray
Wilkins náði Dennis Bailey að
lyfta yfir Bryan Gunn í marki
Norwich. Q.P.R. getur þó þakk-
að sigurinn öðrum fremur mark-
verði sínum Jan Stejskal sem
hvað eftir annað bjargaði vel frá
sókndjörfunt sóknarmönnum
Norwich.
• Þeir voru einnig seinir með
mörkin á Upton Park í leik West
Ham og Sheffield Utd. sem lauk
með 1:1 jafntefli. Bæði ntörkin
komu á síðustu 6 ntín. leiksins og
það var Sheff. Utd. sem náði for-
ystunni þrátt fyrir að vera aðeins
10 inná eftir að Brian Gayle hafði
verið rekinn útaf fyrir kjaftbrúk
við dómarann. Brian Deane kom
boltanum í netið hjá West Ham,
en aðeins 2 mín. síðar náði Julian
Dicks að jafna fyrir West ham úr
vítaspyrnu, en þetta var fyrsti
leikur Dicks með West Hant í
marga mánuði vegna meiðsla.
• Wimbledon liðið hefur að
undanförnu verið á hraðri leið
niður stigatöfluna eftir ágæta
byrjun á mótinu. Nú beið liðið
lægri hlut fyrir Sheff. Wed. með
tveim mörkum í síðari hálfleik,
fyrst strangri vítaspyrnu og síðan
eftir mistök markvarðar. John
Sheridan skoraði úr vítaspyrn-
unni sem dærnd var á hendi Terry
Phelan að talið var og Sheridan
bætti síðara marki sínu við er
hann renndi boltanum í markið
eftir að Hans Segers markvörður
Wimbledon hafði misst frá sér
sendingu Roland Nilsson. Sigur
liðsins var þó ekki ósanngjarn en
mörkin hefðu mátt vera skemmti-
legri og Sheffield liðið er nú eitt í
þriðja sæti deildarinnar.
• Tveir leikir voru leiknir í 1.
deild á föstudaginn, Southamp-
ton varð að láta 1:1 jafntefli á
heimavelli duga gegn Notts
County. Miðvörður Southamp-
ton, Neil Ruddock, var rekinn
útaf í annað sinn í vetur er hann
skallaði mótherja sinn á síðustu
mín. leiksins. Iain Dowie náði
forystu í leiknum fyrir Sout-
hampton, en varamaður County,
Steve Slawson jafnaði, en þetta
var fyrsti deildaleikur hans og
dagurinn því eftirminnilegur.
• Luton vann sinn þriðja sigur í
vetur er liðið lagði Coventry að
velli með eina marki leiksins. Það
var Mick Harford sem skoraði
mark Luton sem þrátt fyrir sigur-
inn er í neðsta sæti deildarinnar.
2. deild
• Mörgum leikjum var frestað í
2. deild og því ekki miklar breyt-
ingar þar. Steve Bull virtist hafa
tryggt. Wolves sigur gegn Port
Vale, en afbrennsla Paul Cook úr
vítaspyrnu hjá Wolves reyndist
dýr þegar Port Vale jafnaði í
lokin.
• Sjálfsmark Andy Awford
varnarmanns Portsmouth tryggði
Sunderland öll stigin í þeim leik.
• Gary O'Reilly gamli varnar-
jaxlinn sem áður var hjá Crystal
Palace var rekinn útaf hjá Brigh-
ton í tapinu gegn Millwall.
• Vegna þess hve blaðið fór
snemma í prentun er ekki hægt
að birta úrslit og umsögn um leiki
sunnudagsins, en þá áttu að leika
í 1. deild, Nott. For. og Leeds
Utd. ásamt Crystal Palace gegn
Tottenham auk tveggja leikja í 2.
deild. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Manchester Utd 19 13-5- 1 35:10 44
Leeds Utd. 20 12-7- 1 35:14 43
Sheffield Wed. 20 10-5- 5 34:22 35
Liverpool 20 8-9- 3 24:17 33
Manchester Cit\ 21 9-6- 6 29:26 33
Arsenal 19 9-5- 5 39:26 32
Aston Villa 20 9-3- 8 28:25 30
Everton 21 8-5- 8 32:27 29
Chelsea 21 7-7- 7 30:32 28
Crystal Palace 18 8-4- 6 30:36 28
Nonvich 20 6-9- 5 26:25 27
Nottingliam For. 19 8-2- 9 33:30 26
Q.P.R. 21 6-7- 8 20:28 25
Tottenham 18 7-3- 8 26:25 24
Oldliain 20 6-5- 9 31:34 23
Wimbledon 20 6-5- 9 24:27 23
Coventry 20 7-2-11 20:23 23
West llam 20 4-8- 8 20:28 20
Sheffield Utd. 21 5-5-11 27:36 20
Notts County 20 5-4-11 21:31 19
Southampton 20 4-6-10 16:30 18
Luton 20 3-6-11 13:4015
2. deild
Blackburn 21 12- 4- 5 32:19 40
Cambridge 20 11- 6- 3 34:22 39
Middlesbrough 22 11- 5- 6 31:20 38
Derbv 21 11- 4- 6 32:23 37
Southend 22 10- 6- 6 33:27 36
lpswich 23 9- 8- 6 33:28 35
Swindon 21 9- 7- 5 39:26 34
Leicester ■ 22 10- 4- 8 27:27 34
Charlton 22 9- 6- 7 26:23 33
Portsmouth 21 9- 6- 6 23:21 33
Millwall 22 8- 6- 8 35:31 30
Port Vale 24 7- 9- 8 26:29 30
Sunderland 23 8- 5-10 33:33 29
Bristol City 23 7- 7- 8 26:33 28
Tranmere 19 6- 9- 4 23:23 27
Barnsley 23 8- 3-12 18:33 27
Wolves 22 7- 5-10 28:31 26
Bristol Rovers 23 6- 8- 9 31:38 26
Newcastle 24 5-10- 9 35:42 25
Grimsby 21 6- 4-11 27:36 25
Brighton 24 6- 6-12 32:40 24
Plymouth 21 7-3-1120:3124
Watford 21 7- 2-12 23:28 23
Oxford 22 5- 2-15 29:40 18