Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 20
Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni cPe<k6myndir~’ SÍN Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. ............................................................................................. Mjólkurfræðingafélag íslands: Boðar viku verkfaJl Sanminganefnd mjólkurfræð- inga gekk á fund ríkissátta- semjara, Guðlaugs Þorvalds- sonar, síðdegis á föstudag að afloknum fundi með trúnaðar- mannaráði Mjólkurfræðinga- félags íslands. Á fundinum með sáttasemjara var boðað nýtt verkfall er kemur til fram- kvæmda á miðnætti föstudags- kvöldið 27. desember. „Verkfallið er boðað til fimmtu- dagskvöldsins 2. janúar. Ég hef nú þegar ákveðið að boða samn- inganefndir deiluaðila til mín eft- ir hádegi á föstudag milli jóla og nýárs áður en verkfallið skellur á. Annað er ekki hægt að segja um stöðu mála,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson. ój Verkfall mjólkurfræðinga: Ekki sú leið sem þeir eiga að fara - segir Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda „Mjólkuriðnaðurinn stendur nú frammi fyrir breyttu umhverfi og augljóst að verk- fall mjólkurfræðinga, sem boðað hefur verið til, verður greininni ekki til framdráttar. Eg held að menn ættu að draga lærdóm af því sem gerðist með undirmenn í mjólkuriðnaðin- um á dögunum þar sem kjara- málin voru leyst á skynsamleg- um nótum. Undirmennirnir eru tekjulægri stétt heldur en mjólkurfræðingar þannig að ég tel að framleiðendur standi ekki að baki þeim í þessari deilu,“ sagði Guðmundur Lár- usson, formaður Landssam- bands kúabænda, í samtali við Dag. Guðmundur sagði að verkfall- ið væri mjög vanhugsuð aðgerð og engan veginn í takt við þær staðreyndir sem menn væru að horfast í augu við. Guðmundur er í þeim hópi sem fjallar um breytingar í mjólkuriðnaði á veg- um sjömannanefndarinnar. Hann sagði að ákveðnar tillögur væru að fæðast þar og komnar nokkuð langt á veg. Auk þess væru menn að heyra á hverjum degi nánari fréttir af þeim inn- flutningi, sem er fyrirsjáanlegur og þá gífurlegu verðsamkeppni sem framundan er. Verkfall mjólkurfræðinga muni ekki draga okkur langt í þeirri bar- áttu. Guðmundur sagði að menn ættu fremur að skoða hvernig verkföll hefðu nærri verið búin að koma breska samveldinu á kné á meðan aðrar þjóðir hefðu farið aðrar leiðir í sinni kjarabar- áttu. Hann kvaðst álíta að í nútíma þjóðfélagi þá skiluðu verkföll engu nema tapi þar sem bæði atvinnurekendur og launþegar yrðu fyrir tjóni. Guð- mundur benti á að mjólkurfræð- ingar hefðu alltaf verið svolítið sér á báti í allri kjarabaráttu og virtust ætla sér að vera það áfram. Hann sagði að hið breytta umhverfi sem framundan væri neyddi okkur til að endurskoða alla starfshætti í mjólkuriðnaði og fækkun mjólkursamlaga væri fyrirsjáanleg og þar með fækkun starfa fyrir mjólkurfræðinga. Með hliðsjón af því væru verkfallsaðgerðir ekki sú leið sem þeir ættu að fara. ÞI Þrotabú Serkja hf: Tveir aðflar að skoða - ólíklegt að verksmiðjan verði áfram á Blönduósi „Ég fékk bréfíð frá Blönduósbæ um miðjan mánuðinn þar sem skýrf var frá að þeir væru hætt- Idagur til jóla ir að hugsa um málið. Sama dag skrifaði ég Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar og nú bíð ég eftir því hvað gerist hjá þeim,“ segir Þorsteinn Hjaltason, bústjóri þrotabús pappírspoka- verksmiðjunnar Serkja hf. Þorsteinn segir að mjög líklegt sé orðið að verksmiðjan verði ekki áfram á Blönduósi. Þó segir hann aðila, sem kæmi til með að starfrækja verksmiðjuna á Blönduósi, vera að skoða málin samhliða Iðnþróunarfélaginu og því geti allt gerst ennþá. Að sögn Þorsteins ætlar hann ekki að setja óþarfa tímapressu á þá tvo aðila sem eru að skoða Serkjamálið núna, en segir að menn verði þó að vanda sig sök- um þess að þarna sé um mikil verðmæti að ræða. SBG Gunnar Skjóldal, fisksali á Akureyri, glaðbeittur með jólamatinn, skötuna og rjúpuna. Mynd: Goiii Skötulyktin tekur öll völd í hugum margra er skatan jafn ómissandi matur á borð- um landsmanna í dag, Þor- láksmessu, og sumir geta ekki hugsað sér jólahátíðina án rjúpna. En ekki eru allir jafn hrifnir af þessum sérstæða físki og sumir segja að í dag lækki íbúðarhúsnæði í land- inu í verði um tugi prósenta vegna ólyktar af honum. Að sögn talsmanna þeirra verslana á Norðurlandi, sem Dagur ræddi við, byrjaði skötu- salan af fullum krafti fyrir helg- ina, en gert_er ráð fyrir mestri sölu í dag. Skötuna er hægt að fá í öllum stærðum og gerðum. Þrjár tegundir eru algengastar; smáskata, hin svokallaða kæsta skata og söltuð skata. En hvað kostar svo dýrindið? Því er til að svara að óformleg verðkönnun leiddi í ljós að verðið er mjög mismunandi. Hringt var af handahófi í fjórar verslanir á Akureyri og reyndist kílóverðið vera á bilinu 460 kr. til 549 kr. Á Dalvík kostar kílóið af skötunni hins vegar 410 kr. og 400 kr. á Sauðár- króki. óþh Niðurskurður launa- og rekstrarliða ríkisstofnana á næsta ári: FSA skeri niður um 56 mflljónir - ekki prveiting til kennaradeildar Háskólans í gárlögum Niðurskuröur á launa- og rekstr- arliðum í ríkisrekstrinum á næsta ári mun koma mjög harkalega niður á einstaka stofnunum. Sem dæmi er Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri gert að skera niður um 56 millj- ónir króna á næsta ári miðað við áður komnar tillögur í frum- varpi til fjárlaga. í fjárlagafrumvarpinu var launaliður FSA upp á 765 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að skerða hann um 6,7%, eða 51,2 milljónir króna. Rekstrarliðurinn var 371 milljón, en hann skerðist um 1,3%, eða 4,8 milljónir króna. Af þessum 56 milljónum skal FSA skila 22,4 milljónum króna til heilbrigðisráðuneytis- ins, sem síðan ráðstafar þeim aft- ur til heilbrigðisstofnana um allt land. Hluti af þessum peningum kann að renna aftur til FSA, en það er þó engan veginn gefið. Vonir hafa verið bundnar við að kennsla við nýja kennaradeild Háskólans á Akureyri geti hafist næsta haust. Það hefur þó verið bundið því að fjárveiting fengist við afgreiðslu fjárlaga. Fjárveit- ing fékkst ekki og því er mjög ólíklegt að hægt verði að hefja kennaranám við Háskólann í haust. Samkvæmt heimildum Dags hafa þingmenn Norður- lands eystra orð menntamálaráð- herra fyrir því að vilji hans standi til þess að verulegri hreyfingu verði komið á þetta mál á næsta ári. Hvort það þýðir að kennara- deild verði fundinn staður í fjár- lögum fyrir 1993 sker tíminn úr um. Rjúpnaveiðinni lauk í gær. Að sögn þeirra skotveiðimanna sem blaðið hafði samband við var veiðin nokkuð góð og fremur meira um rjúpu heldur en á síðasta ári. Heiðar Ingi Ágústsson, skot- veiðimaður á Akureyri, sagði að rjúpnaveiðin hefði gengið vel í haust. Sér virtist að meira væri af rjúpu en á sama tíma í fyrra en erfitt hefði verið að ná henni um tíma eftir að lausasnjór féll og verra að fara um kjarrlendi. Heiðar Ingi sagði að minna hefði verið um rjúpu á Öxnadalsheiði og vestur um en á undanförnum árum en vel hefði veiðst austur- undan, bæði í Fnjóskadal og í Bárðardal. Fuglinn virtist flytja sig til eftir árum. Hann kvaðst Verkmenntaskólinn á Akur- eyri fær 35 milljónir króna í fram- kvæmdafé á næsta ári, samkvæmt fjárlögunum, en sótti um 45 milljónir, og Framhaldsskólinn á Húsavík 10 milljónir, en sótti um 22 milljónir króna. óþh hafa fregnir af veiðimönnum austur á Seyðisfirði sem veitt hefðu 600 fugla á fjórum dögum. Hann kvað þá skotveiðimenn er hann hefði heyrt í nokkuð ánægða með vertíðina og kvaðst sjálfur hafa náð um 100 rjúpum í sjö ferðum. Næsta blað kemur út laugar- daginn 28. desember. Auglýs- endur sem vilja koma auglýs- ingum í það blað eru vinsam- legast beðnir að skila inn handritum í síðasta lagi fyrir kl. 10.00 föstudaginn 27. des- ember. Rjúpnaveiðitímabilinu lokið: Góð veiði á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.