Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Íþróttir Stórskyttan Sigurður Sveinsson mun sýna listir sínar milli jóla og nýárs á Akureyri og Húsavík. Landsleikirnir við Rússa: „Ég á von á mjög erfiðum leikjum“ - segir Porbergur Aðalsteinsson Leikur Þórs og Hauka í Úrvalsdeildinni flautaður af: Þórsurum dæmdur 2:0 sigur - Haukarnir komust ekki til Akureyrar vegna seinkunar á flugi Flugleiða frá Keflavík Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, segist lítið vita um rússneska liöiö sem leikur þrjá leiki við íslendinga, á Akureyri, Húsa- vík og Selfossi, milli jóla og nýárs. „Ég á ekki von á öðru en að þetta lið sé gífurlega sterkt. Það hefur verið hrein unun að horfa á sovéskan handknattleik síðustu ár, hvort sem það hefur verið landsliðið Landslið 16-18 ára í handbolta: Ingólfur valinn tilæfinga Ingólfur Guðmundsson, markvörður 2. deildar liðs Þórs í handbolta, hefur ver- ið valinn til æfínga með landsliði Islands, skipað leikmönnum 16-18 ára. Lið- ið undirbýr sig fyrir sterkt mót um páskana. Ingólfur á að baki 5 leiki meö landsliði íslands skipað leikmönnum 14-16 ára. Þjálf- ari 16-18 ára liðsins er Geir Hallsteinsson og hefur hann náð mjög góðum árangri með þennan aldursflokk. Akureyrarmót ífijálsum íþróttum Ungmennafélag Akureyrar gengst fyrir Akureyrarmóti í frjálsum íþróttum innanhúss laugardaginn 28. desember nk. í íþróttahöllinni. Keppt verður í öllum ald- ursflokkum. Skráning hefst á staðnum kl. 12 en keppni hefst kl. 13. eða félagslið, og ég á von á mjög erfíðum leikjum,“ sagði Þorbergur. Þorbergur segist vita að það séu engir af gömlu jöxlunum úr sovéska landsliðinu í liðinu sem hingað kemur en veit um tvo leikmenn sem voru að vinna sér sæti í sovéska landsliðinu sem tók þátt í móti á Spáni í sumar. Þar mættust 8 bestu þjóðir í heimi. „Við erum í undirbúningi fyrir B-keppnina og reynum að stilla upp sterkasta liði sem við eigum. Því miður fáum við ekki heim leikmennina sem spila í Þýska- landi, nema Konráð Olavsson, en við verðum bara að sjá hvað gerist," sagði Þorbergur. Landsliðsþjálfaranum líst vel á að spila þessa tvo landsleiki fyrir norðan. „Ég er ánægður með þetta og myndi vilja spila fleiri landsleiki úti á landi. Lands- byggðarfólk hefur stutt okkur vel og á rétt á að fá landsleiki heima hjá sér eins og Reykvíkingar." Fyrsti leikurinn af þremur fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið kl. 20. Sá næsti fer fram á Húsavík á laug- ardaginn kl. 17 og sá þriðji og síðasti á Selfossi á sunnudegin- um. Allt útlit er fyrir að 3. dcildar- lið Tindastóls mæti með gjör- breytt Iið til leiks í íslandsmót- ið næsta sumar. Eftir áramót kemur júgóslavneskur leik- maður til landsins og æfír með Tindastól í þrjár vikur og má búast við að hann leiki með liðinu ef Tindastólsmönnum líst á hann. Þá eru sterkar líkur á að fleiri leikmenn gangi til liðs við Tindastól, m.a. Bjarki Pétursson, bróðir Péturs Pét- urssonar. Ekkert varð af því að leikur Þórs og Hauka í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik, sem fram átti að fara í Iþróttahöllinni á Akureyri sl. föstudagskvöld, færi fram og var Þórsurum dæmdur 2:0 sigur í leiknum. Astæðan var sú að leikmenn Hauka voru ekki mættir til leiks 15 mín. eftir að leikurinn átti að hefjast og fóru Þórsarar því fram á að leikurinn yrði flautaður af og þeim dæmdur sigur, samkvæmt reglugerð KKI. Dómarar leiksins, þeir Kristinn Albertsson og Krist- inn Oskarsson, urðu við þeirri kröfu Þórsara og flautuðu leik- inn af. Fjölmargir áhorfendur biðu þolinmóðir eftir því að Ieikurinn hæfist og var ekki laust við að óánægju gætti hjá þeim með lykt- ir mála. Leikurinn átti upphaf- lega að hefjast kl. 20.30 en að beiðni Hauka, var honum seink- að til kl. 21.00, vegna seinkunar á þotuflugi frá Keflavík til Akur- eyrar. Þórsarar féllust á það, án þess þó að tilkynna það dómur- um leiksins eða til KKÍ. Þar sem vélinni seinkaði mun meira en Haukarnir gerðu ráð fyrir, náðu þeir ekki í hús á tilsettum tíma og því var leikurinn flautaður af. Þegar leikurinn var hins vegar flautaður af, voru nokkrir leik- menn Hauka komnir í Höllina og aðrir á leiðinni frá flugvellinum á Akureyri. Þegar lið Hauka hafði skilað sér að fullu var klukkan orðin hálf tíu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Haukamanna, fengu þeir ekkert að gert og úrslitin því látin standa. Það var því ekki um ann- að að ræða fyrir þá en að skrifa kæru og senda inn til KKÍ. „Þórsarar að ná sér í ódýr stig“ „Ég er fyrst og fremst hissa á því að Þórsarar skyldu gera þetta,“ sagði Henning Henningsson, fyrirliði Hauka í samtali við Dag. „Þegar þessi lið mættust í Hafn- arfirði fyrr í haust, komu Þórsar- ar seint suður og þá seinkuðum við leiknum um 20 mín. að þeirra ósk, svo þeir fengju nægan tíma til undirbúnings. Þessi seinkun á fluginu nú var ekki á okkar valdi og því höfum við kært þessi úrslit. Ég sé ekki að ástæðan fyrir þessari ákvörðun Þórsara, sé önnur en að ná sér í ódýr stig, ja Að sögn Ómars Braga Stefáns- sonar, formanns knattspyrnu- deildar Tindastóls, hafði þessi Júgóslavi samband við Tindastól og lýsti áhuga sínum á að koma. „Okkur er sagt að þetta sé sterk- ur sóknarmaður. Hann kemur hingað á eigin vegum og ef okkur líst vel á hann er líklegt að hann verði áfram hjá okkur,“ sagði Ómar Bragi. Tindastóll hefur átt í viðræðum við Bjarka Pétursson og Tryggva hver getur hún verið önnur,“ sagði Henning ennfremur. „Haukarnir komu hingað til að skemmta sér“ Birgir Torfason, formaður körfu- knattleiksdeildar Þórs, sagði að það hafi verið ákvörðun þjálfara og leikmanna Þórs að láta flauta leikinn af. Einnig hafi fram- kvæmdastjóri KKÍ gefið dómur- unum þau fyrirmæli að flauta leikinn af, væru Haukarnir ekki tilbúnir kl. 21.15. „Við samþykktum frestun á leiknum til kl. 21.00 án samráðs við dómara eða KKÍ. Haukarnir Siglfírðingar, búsettir í Reykja- vík, taka þátt í 2. deild íslands- mótsins í körfuknattleik í vetur. Þeir spila undir merkj- um KS og er það í fyrsta sinn sem félagið sendir lið til keppni í körfuknattleik. Siglfirðingar spiluðu nýlega í fyrstu umferð 2. deildar og töp- uðu þá 74:104 fyrir Skautafélagi Reykjavíkur og 62:78 fyrir Leikni en leik þeirra gegn Höfn- um var frestað. „Við höfum aldrei spilað körfu- bolta og það hefur sést á þessum leikjum," sagði Mark Duffield, Á laugardaginn var dregið um það hvaða lið leika saman í 16 liða úrslitum í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Is- lands. Drátturinn fór fram í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu og það var landsliðsþjálfar- inn, Torfi Magnússon, sem dró liðin upp úr hattinum. Úrvalsdeildarlið Tindastóls á fyrir höndum erfiðan leik gegn Val á Hlíðarenda en Þórsarar voru heppnari og mæta annað hvort Reyni frá Sandgerði eða Hetti frá Egilsstöðum á útivelli. Tryggvason, bróður Guðbjörns Tryggvasonar sem þjálfar Tinda- stól í sumar. Tryggvi er ungur varnarmaður sem hefur leikið með ÍA bæði í 1. og 2. deild og Bjarki lék með KR-ingum í sum- ar en hefur hug á að breyta til. Ómar Bragi sagðist bjartsýnn á að báðir þessir leikmenn yrðu með Tindastólsliðinu næsta sumar. Einnig hefur heyrst að Sverrir Sverrisson, leikmaður KA, hygðist snúa heim á nýjan leik en Ómar Bragi sagði litlar áttu að koma í leiguvél og með dómurunum, til þess að halda dómarakostnaði niðri. En þar sem þeir komu hingað til þess að skemmta sér, komu þeir í áætlun með Flugleiðum og fóru heim daginn eftir. Þetta þýddi að kostnaðurinn við dómarana var rúmar 70 þús. kr. og það er meira en við ráðum við. Þegar það var ljóst að leikur- inn gæti ekki hafist fyrr en undir kl. 22.00, tóku þjálfari og leik- menn þá ákvörðun að Iáta flauta hann af,“ sagði Birgir Torfason. einn leikmanna KS-liðsins. „Við erum þarna að spila við menn sem margir hverjir eru rétt hættir í úrvalsdeildinni þannig að okkar möguleikar eru ekki miklir. Við skorum mest úr hraðaupphlaup- um. En við höfum ekki þungar áhyggjur af ósigrunum enda fór- um við út í þetta til að hafa gam- an af,“sagði Mark. Það kostar heilmikið að halda úti körfuknattleiksliði og sagði Mark að Rafbær á Siglufirði hefði styrkt liðið myndarlega og bæjarbúar auk þess verið hjálp- legir. Bæði Reynir og Höttur leika í 1. deild en liðin eiga eftir að leika innbyrðisleik um sæti í 16 liða úrslitum. Annars lítur bikardrátturinn þannig út og eru liðin sem eiga heimaleik talin upp á undan: ÍA-Njarðvík Haukar-Snæfell ÍR-Grindavík Skallagrímur-KR Njarðvík-b-ÍBK Víkverji-ÍS/UBK Reynir/Höttur-Þór Valur-Tindastóll líkur á því. „Hann er auðvitað alltaf velkominn en í dag er ekk- ert sem bendir til þess að hann muni skipta.“ En þar með er ekki allt upp talið. Allar líkur eru á að Bjarni Gaukur Sigurðsson skipti úr Hvöt í Tindastól. Bjarni Gaukur er mjög efnilegur sóknarmaður og skoraði 17 mörk í 4. deildinni í sumar, þá aðeins 17 ára gamall. Þá er líklegt að Lýður Skarphéð- insson skipti úr Einherja í Tinda- stól. Júgóslavneskur sóknarmaður til Tindastóls - og fleiri leikmenn inni í myndinni, m.a. Bjarki Pétursson -KK Fyrsta körfuknattleikslið Siglflrðinga með í 2. deild 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ: Tindastóll sækir Val heim að Hlíðarenda - en Þórsarar Reyni eða Hött

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.