Dagur - 21.02.1992, Side 8

Dagur - 21.02.1992, Side 8
8 - DAGUR - Föstudagur 21. febrúar 1992 Þorkell Guðfinnsson skrapp til Þórshafnar í þriggja mánaða leyfi fyrir nítján árum og hefur ekki snúið aftur enn. Mynd: Goiii Sparisjoður Þórshafnar og nágrennis: „Þurfum að stækka okkur upp“ - segir Þorkell Guðfmnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis er stöndug stofnun sem hefur sýnt verulega inn- Iánsaukningu á undanförnum árum. A síðasta ári var útláns- aukningin þó meira áberandi en aukning innlána. Afkoma sjóðsins var hins vegar mjög góð. Við tókum Þorkel Guð- finnsson, sparisjóðsstjóra, tali í heimsókn okkar til Þórshafn- ar. Þorkell er einn af þeim sem yfirgáfu Vestmannaeyjar í gos- inu. Hann kom til Þórshafnar til að vera þar í þrjá mánuði, var eiginlega í leyfi en það hefur heldur betur dregist úr því leyfi. Hann vann hjá Kaupfélagi Lang- nesinga, fyrst sem gjaldkeri og síðan fulltrúi. Árið 1987 tók hann við starfi sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Þórshafnar og ná- grennis. „Síðasta ár var með allra bestu árum og þetta hefur verið á stöðugri uppleið. Það er nauð- synlegt fyrir sparisjóðinn hér að hafa vaxtamun en ég viðurkenni að hann hefur verið of mikill. Ríkið ber ábyrgð á því, enda þurftu bankar og sparisjóðir að hafa hærri útlánsvexti þegar ríkið bauð ríkisvíxla með 20% vöxtum. Þá geta bankar og spari- sjóðir ekki lánað út á 17% vöxtum. En í rauninni er nauð- synlegt að hafa þennan vaxtamun á svona litlu svæði. Við lifum ekki á þjónustugjöldum,“ sagði Þorkell. Meiri þjónusta við fyrirtækin en áður - Hvernig þróuðust inn- og útlán á síðasta ári? „Innlánsaukningin var sæmileg eða 17%. Útlánsaukningin var hins vegar 41% og það er vissu- lega dálítið mikið. Við höfum verið að reyna að þjóna fyrir- tækjunum á staðnum meira en við höfum gert og í rauninni meira en þessi sparisjóður getur. Okkar mottó er að þjónusta og halda uppi byggð hér með því að hjálpa fyrirtækjunum. Svo kom loðnubrestur og afla- brestur. Það áttu að vera mikil uppgrip í síldinni en hún brást líka. Við vorum búnir að hjálpa Hraðfrystistöðinni að fjármagna tæki til síldarvinnslu. Fyrirtækin verða okkur þung þegar illa árar.“ - En hefur mikið borið á van- skilum hjá einstaklingum? „Nei, staðan hjá einstaklingum hefur verið mjög góð og sam- kvæmt þeim skýrslum sem ég hef má segja að við séum með alminnstu vandamálin í sam- bandi við gjaldfallnar skuldir, miðað við þessa stærð á lána- stofnun. Það eru heldur engin vandamál hjá fyrirtækjunum en við höfum reynt að þjónusta þau meira en við höfum gert. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er það að við þurf- um að stækka okkur upp svo við getum þjónustað t.d. Hraðfrysti- stöðina með afurðarlánum en við getum það ekki. Eigið fé okkar er ekki nógu mikið, þó að það hafi aukist frá 1987. Okkur vant- ar tilfinnanlega meiri innlán og stækkun á sparisjóðnum til að við getum veitt afurðarlán. Lands- bankinn sér um þá deild.“ Þrír mánuðir að verða nítján ár Þorkell sagðist vera bjartsýnn eins og flestir Þórshafnarbúar. Hann sagði að menn hefðu mikl- ar væntingar í sambandi við kaup Hraðfrystihússins og Þormóðs ramma á Siglufirði á Vöku og Hörpu, enda mikill kvóti í spil- inu. „Jú, menn eru bjartsýnir hér eins og sjá má af því að fólki fjölgaði hlutfallslega mest á Þórs- höfn á síðasta ári.“ - Hvernig líkar þér svo að búa á Þórshöfn? „Mjög vel. Þú sérð það, ég kom hingað til að vera í þrjá mánuði þegar ég fór frá Vest- mannaeyjum og þeir eru ekki liðnir enn. Nú eru liðin tæp nítján ár frá gosinu. Ég starfaði sem póstafgreiðslumaður hjá Pósti og síma í Vestmannaeyjum og var fluttur til Keflavíkur í gosinu. Ég fékk leyfi í þrjá mánuði og ég veit ekki betur en að það leyfi sé enn í gildi,“ sagði Þorkell að lokum. SS Portið V/*:?;-/.- tv T t t . i' iv.-.# $ M-. >>„ Portið er nú farið aftur af stað. Portið er í nýju siökkviliðsstöðinni v/Árstíg. Portið er opið alla laugardaga frá kl. 11.00-16.00 Básapantanir í síma 22381 eftir kl. 16.00 alla daga Þór knattspyrnudeild. OLFBÆR vetrargolfæflngar ► Púttvöllur kr. 300 kist. ► Hópkennsla ► Chip ► Einkakennsla ► Bunker - sandur ► Videokennsla ► Æfinganet ► Áhöld til staöar ► Verslun ► Heitt d könnunni Dag- og mánaðarkort á mjög góðu verði Aðrar upplýsingar og skrdning í kennslu í síma 23846 Opið mánud.-fóstud. frá kl. 11.00-23.00 laugard. og sunnud. frá kl. 9.00-18.00 Komdu og prófaðu - golfer feikna gaman Ferðavakinn hf.: Tölvuvædd upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn kynnt á Blönduósi, Akureyri og Húsavík Upplýsingum til ferðamanna hefur hingað til nær eingöngu verið miðlað með bæklingum og handbókum og hefur útgáf- an oft verið of ómarkviss til þess að ná umtalsverðum árangri. Ferðavakinn hf. var stofnaður til þess að bæta úr þessu og koma á heilsteyptu tölvuvæddu og myndrænu upp- lýsingakerfi. Kerfi þetta verð- ur sett upp í ár á helstu ferða- mannastöðum landsins. Ferða- vakinn verður kynntur á Norðurlandi sem hér segir: Á Hótel Blönduós mánudaginn 24. febrúar, daginn eftir að Hótel KEA á Akureyri milli kl. 13.00 og 18.00 og miðviku- daginn 26. febrúar að Hótel Húsavík. Ferðaþjónusta á íslandi stend- ur undir nær 10% þjóðartekna okkar og um 14% gjaldeyris- tekna af vöru og þjónustu og er í vexti, meðan aðrar greinar standa í stað eða minnka. Þetta kallar á aukið upplýsingastreymi til ferðamanna, ekki síst vegna þess, að aðalferðamannatíminn stendur aðeins hluta ársins og kallar á sem gleggstar og bestar upplýsingar, til þess að sem mest arðsemi náist. Tölvukerfi Ferðavakans hf. er fólgið í tölvu, prentara og 16 tommu snertiskjá, sem notand- inn fær upplýsingar sínar á. Þetta eru upplýsingar um tiltekna landshluta eða þjónustuhætti, s.s. ferðamáta, hótel, bílaleigur, sundstaði eða veitingastaði, svo einhverjir þjónustuþættir séu nefndir. Þar sem tölvukerfið byggir á svonefndri margmiðlun- artækni, er hægt að blanda saman texta, hljóði og mynd og birta á einum og sama tölvuskjánum. Þetta býður upp á, að ferðamað- urinn getur séð lifandi mynd (video) í kerfinu, en í því verða myndir frá 200 helstu perlum úr náttúru íslands, auk þess sem unnt verður að skoða flóru og fugla landsins. Ferðamaðurinn getur fengið útprentaðar allar þær upplýsingar, sem á skjánum birtast og haft með sér til nánari skoðunar. Forritið Ferðavakinn, sem notað er í kerfinu, er gætt þeim eiginleikum, að það geymir allar hreyfingar og færslur, og er því hægt að fá þær útprentaðar síðar til nánari úrvinnslu í ferða- þjónustu. Allar upplýsingastöðvarnar, sem áætlað er að verði 18 í fyrsta áfanga, verða tengdar saman og verður því auðvelt að koma fram með nýjar upplýsingar frá selj- endum ferðaþjónustu og eins að afmá upplýsingar sem ekki eiga lengur við. Jafnframt gefst mögu- leiki á að miðla fréttum og veður- fregnum í þessu kerfi. Til þess að ferðavakinn nái tilætluðum árangri munu allir sem veita ferðamönnum þjónustu verða skráðir í kerfið, en aðeins þeir sem kaupa áskrift og gagnainn- setningu fá birtar þær upplýsing- ar sem skipta öllu máli fyrir ferðamenn. Norðlendingum gefst nú kost- ur á að kynna sér þetta áhuga- verða ferðaþjónustukerfi nánar á kynningunum á Blönduósi, Akureyri og Húsavík. ój Tvær 9 ára ganilar stelpur á Akureyri, Selma Sigurðardóttir og Sandra Rut Þorgeirsdóttir, héldu tombólu á dögunum til styrktar hungruðum heimi. Alls söfnuðust kr. 665,10 og fá þær Selma og Sandra bestu þakkir fyrir. Mynd: JHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.