Dagur - 10.03.1992, Page 4

Dagur - 10.03.1992, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 10. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Blikur á lofd Það er vægt til orða tekið að það séu blikur á lofti í efnahagslífinu hér á landi um þessar mundir. Undan- farna mánuði hefur ekki verið opnað svo blað, að ekki sé talað um ljósvakamiðlana, að einhver af ráðamönn- um þjóðarinnar láti ekki ljós sitt skína og boði sam- drátt á öllum sviðum þjóðlífsins. íslendingar hafi undanfarin ár og áratugi lifað um efni fram og safnað óhóflegum skuldum erlendis og auk þess er sífellt klif- að á hinum gífurlega halla á ríkissjóði. Ráðamennirnir styðjast við upplýsingar frá hinum hæfustu sér- fræðingum sínum í efnahagsmálum og öllum hag- fræðingunum, sem vinna hjá ríkisstofnunum. Þessi kreppusöngur hefur nú dunið látlaust á þjóð- inni mánuðum saman og er ekkert lát á honum. Að vísu hefur kreppusöngurinn síðustu vikur fallið að nokkru í skuggann vegna frétta í fjölmiðlum af miklu atvinnuleysi í Reykjavík, sem virðist koma mörgum af landsfeðrunum og stjórnendum borgarinnar í opna skjöldu. Það ætti þó ekki að vera, því það segir sig sjálft, að þegar búið er að hagræða og draga saman bæði hjá því opinbera og einkafyrirtækjum þá hlýtur það að leiða til fækkunar starfsfólks. Atvinnulausir í Reykjavík eru nú tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra eða um 1400 manns. Það er ekki óeðlilegt að ráða- menn hrökkvi við þegar atvinnuleysi bankar á dyrnar hjá þeim sjálfum, en þetta er ekkert nýtt á mörgum stöðum á landsbyggðinni, t.d. Akureyri. Þetta er það sem margir staðir á Norðurlandi og víðar hafa þurft að búa við undanfarin misseri. Það hlýtur því að koma verulega á óvart eftir allt tal- ið um gífurlega skuldasöfnun ríkissjóðs og mikinn halla, þegar þær fréttir berast í frétta- og fræðsluriti Félags iðnrekenda um Evrópumálefni að ríkissjóðir Evrópubandalagslandanna, nema Frakklands, séu skuldugri 1991 en ríkissjóður íslands, og ekki síður að aðeins þrjú EB-ríki búi við minni hallarekstur á sínum ríkissjóði en sjóður okkar íslendinga. Auðvitað eigum við íslendingar, ekki síður en EB- ríkin, að forðast mikinn halla á ríkissjóði, en sam- kvæmt þessum upplýsingum er ekki að sjá að við stöndum verr en margar þær þjóðir, sem við erum allt- af að bera okkur saman við. Þess ber einnig að geta, að þetta eru svokölluð iðnríki, sem eru ekki háð þeim miklu sveiflum í sjávarútvegi sem við íslendingar erum, sem byggjum að mestu leyti afkomu okkar á því sem dregið er úr sjónum hverju sinni. Upplýsingarnar um stöðu ríkissjóða EB-ríkjanna hljóta að leiða hugann að því hvort ekki hafi verið farið offari í niðurskurði stjórnarherranna hér á landi að undanförnu. Einu megum við ekki gleyma að atvinnu- leysi EB-ríkjanna hefur á undanförnum árum verið mjög mikið á íslenskan mælikvarða. Þess vegna hljóta menn á næstu mánuðum að leiða hugann að því, hvort íslendingar verði að búa við svipað atvinnuleysi í framtíðinni og EB-þjóðirnar með öllum þeim óbærilegu áhrifum sem atvinnuleysi fylgir. Allir íslendingar hljóta að vera sammála um það, að leita verður allra leiða til að forðast slíkt atvinnuleysi og stjórnvöld og stjórnendur sveitarstjórna verða að endurskoða niður- skurðaráform sín, þegar til næsta árs er litið. S.O. Leiklist ________________________ Þrír einþáttungar - Leikfélags nemenda við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki Það er ekki á hverjum degi, sem unnt er að njóta hvors tveggja: Nýrra leikverka og flutnings þeirra af hendi ungra, áhuga- samra leikara. Þessa eiga leiklist- arunnendur á Sauðárkróki kost þessa dagana, því miðvikudaginn 4. mars frumsýndi Leikfélag nemenda við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki (Leikfélag N.F.Á.S.) þrjá einþáttunga eftir jafnmarga unga höfunda í Fé- lagsheimilinu Bifröst. Leikstjóri uppsetningarinnar er Andrés Sig- urvinsson, en öll verk unnin við sýninguna önnur en hans, eru og voru á vegum nemenda Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. Fyrsti einþáttungurinn á dagskrá Leikfélags N.F.Á.S. er Á meðan við snertumst eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Leikendur í þættinum eru þrír að tölu: Gísli Magnason, sem leikur Má, ungan mann, sem hefur áhuga á tónlist, Hólmfríður Á. Steinarsdóttir, sem leikur Örnu, unga konu, sem ræktar með sér skáldlega æð og telur hana sér flestu öðru þýðingarmeiri, og Hanna Dóra Björnsdóttir, sem fer með hlutverk Rósar, látinnar systur Örnu. Efni þáttarins er átök Más og Örnu. Þau búa saman og njóta hvors annars, en sambúðin virð- ist byggjast á líkamlegum þáttum, frekar en andlegum skyldleika eða sameiginlegum áhugamálum. Veruleg streita myndast en inn í hana kemur hin framliðna systir, Rós, og reynir að laða Má til skilnings og alúðar við skáldrænar þarfir Örnu. Þátturinn er allvel skrifaður, en er nokkuð einhæfur og lang- dreginn. í honum er mikið af ljóðrænu og dulúðugu orðfæri, sem gerir hann þungan í flutningi og erfiðan í túlkun. Leikendurnir komast sæmilega frá sínu, en líða fyrir efnið og lenda á stundum í hálfstoppi í flutningi sínum. Annar þátturinn á sýningu Leikfélags N.F.Á.S. er Hungur- dansarinn eftir Sindra Freysson. í þessum einþáttungi lætur höf- undur tvær persónur tala fyrir sama manninn; Finn ytra, sem leikinn er af Hjálmari Eliesers- syni, og Finn innra, sem er í höndum Ara Knarrar Jóhannes- sonar. Finnur ytri flytur það, sem viðmælandi hans heyrir, en Finn- ur innri er viðmælandanum ósýnilegur, enda í raun hugur Finns ytra, og greinir frá sannri merkingu orða hans, tilganginum með þeim og þeim hugsunum og fyrirætlunum, sem að baki hegð- un hans og gerðum liggja. Efni Hungurdansarans er sam- dráttur og samlíf Finns ytra og Daggar, sem leikin er af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Þau hittast á veitinga- eða dansstað, sem táknaður er á skemmtilega dauðalegan hátt og lifa saman af talsverðum hita, en samvistum þeirra lýkur með því að Dögg ræður Finni bana eftir að hann hefur verið henni ótrúr að nokkru leyti fyrir tilverknað vin- ar Finns, sem leikinn er af Þórði Pálssyni. Hungurdansarinn er eftirtekt- arvert stykki. Textinn er víða verulega kómískur, atburðarásin skemmtilega hröð og samfelld og samspil Finnanna tveggja hvors við annan og við aðrar persónur iðulega vel til þess fallið að vekja kátínu. Því miður leið flutningur verksins nokkuð fyrir heldur óskýra og hraða framsögn Ara Knarrar Jóhannessonar (Finns innra), en að öðru leyti stóð hann, sem aðrir flytjendur, sig vel. Þriðji og síðasti einþáttungur- inn, sem Leikfélag N.F.A.S. flutti, er Ein, tvær, þrjár, jafnvel fjórar eftr Bergljótu Arnalds. í verkinu er höfundur að fjalla um stöðu kvenna og viðhorf þeirra til karla, gerða þeirra og grimmdar, í gegnum aldir. Fjórar höfuðpersónur verksins eru Svarthærð stúlka á fimmtu öld, leikin af Þórhöllu Sigurðar- dóttur, Rauðhærð stúlka á sext- ándu öld, leikin af Þórkötlu Sig- urðardóttur, Ljóshærð stúlka á fjórtándu öld, leikin af Túrid Rós Gunnarsdóttur, og Fjórða stúlka á tuttugustu öld, leikin af Heið- rúnu Kristinsdóttur. Stúlkurnar fjórar standa sig allar talsvert vel í hlutverkum sínum, en sýnu best þó Þórkatla Sigurðardóttir og Þórhalla Sigurðardóttir. Allar bíða stúlkurnar dauða síns eða annarrar hroðameðferð- ar af hendi karlmanna. Inn í bið þeirra og skoðanaskipti um það, sem í vændum er, blandast tilvís- anir um hrottaskap og illvirki karla í nútíð og fortíð um munn Teljarakallsins, sem leikinn er af heldur óhugnanlegri innlifun af Ásgrími Inga Arngrímssyni. Fjöldi annarra leikara tekur þátt í þessum einþáttungi: Mið- aldra móðir og barnsfaðir, sem bæði eru leikin af Halldóri Stef- ánssyni, börn, sjö að tölu, fimm böðlar, fjórir læknar og þrjú lík. Nokkrir leikarar fara með fleiri en eitt hlutverk, en allir komast áfallalaust eða áfallalítið frá hlut- verkum sínum. Leikmynd sýningar Leikfélags Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki er skemmtileg og fellur vel að þeim framúrstefnulegu verk- um, sem til meðferðar eru. Lýs- ing er einnig góð og tónlist við sýninguna, sem er unnin af Eyþóri Arnalds, gefur góða áherslu og áhrif. I uppsetningu nemenda Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki er slegið á strengi, sem eru í senn ferskir og áhugaverðir til kynna. í vinnu sinni við hana hafa þeir greiniléga notið góðrar leiðsagn- ar og vökuls auga leikstjórans, Andrésar Sigurvinssonar, sem hefur lagt í verk sitt þá vand- virkni og natni, sem við á, þegar ungu fólki er leiðbeint um víðátt- ur og krókaleiðir leiklistarinnar. Af samvinnu hans og hinna ungu leikara hefur orðið til sýning, sem er þeim og skóla þeirra til sóma. Haukur Ágústsson. Tónlist Tveir kórar á Hofsósi Föstudaginn 6. mars efndu tveir kórar til söngskepimtunar í fé- lagsheimilinu á Hofsósi. Þetta voru Kvennakór Siglufjarðar undir stjórn Elíasar Þorvaldsson- ar, sem einnig var undirleikari kórsins á píanó, og Rökkurkór- inn í Skagafirði undir stjórn Sveins Árnasonar og við undir- leik Rögnvaldar Valbergssonar á píanó. Kvennakór Siglufjarðar er skipaður um tuttugu og fimm konum. Kórinn var stofnaður árið 1968 af þýskri konu, Silke Óskarsson, sem starfaði sem söng- kennari á Siglufirði um árabil. Kórinn starfaði af verulegum þrótti á meðan Silke naut við og naut nokkurra góðra söngstjóra næstu árin, en smátt og smátt dró svo úr starfsemi kórsins að hann nálega lognaðist út af. Árið 1986 var Kvennakór Siglufjarðar endurvakinn til dáða. Honum hafði borist boð til Þýskalands frá stofnanda sínum, Silke Óskarsson. Ferðin var farin sumarið 1987. Frá þeim tíma hef- ur starfsemi kórsins farið vaxandi og kórfélögum hefur fjölgað. Flutningur kvennakórsins á tónleikunum á Hofsósi var jafn og smekklegur og sviðsframkoma létt og óþvinguð. Konumar réðu yfirleitt vel við tónhendingar sín- ar og afar sjaldan brá fyrir þving- uðum söng eða brostnum háum tónum; helst þó í sópran. Styrk- breytingar voru skemmtilega útfærðar og konurnar voru ágæt- lega samstíga í innkomum, sem í sumum laganna, svo sem syrpu Strausslaga, voru mjög tíðar. Fyrir kom, að kórinn rann á eða af tóninum og gerðist það dálítið í öllum röddum. Undirleikur Elíasar Þorvalds- sonar var mjög í hófi, en studdi vel við. Það má fullyrða, að undir stjórn hans er Kvennakór Siglu- fjarðar eftirtektarverður póstur í sönglífi Norðurlands. Með meiri æfingu og þjálfun mun vegur hans vaxa. Rökkurkórinn flutti seinni hluta dagskrárinnar á Hofsósi. Kórinn er vel skipaður og hlutfall radda að jafnaði heldur gott. Auðheyrt var, að í kórnum er margt gott söngfólk og að geta hans til flutnings er veruleg. Ýmiss laganna á söngskrá sinni flutti kórinn vel; sérstaklega þau, sem voru í léttari og ákveðnari kantinum. Þar má nefna Það er svo langt heim í Skagafjörðinn (It’s a Long Way to Tipperary). í rólegri lögum virtist kórinn hins vegar skorta ákveðni, svo söngur hans hafði iðulega á sér líkt og móskað yfirbragð. Rökkukórinn er öflugt hljóð- færi og hefur mannafla til góðra hluta. Hins vegar þarf að huga að raddbeitingu í nokkrum tilfellum og ekki síður festu í söng og flutningi. Það er verkefni söng- stjórans, Sveins Árnasonar, sem hefur stjórnað kórnum um árabil og er greinilega á framfarabraut í stjórn sinni. Undirleikari kórsins, Rögn- valdur Valbergsson, gerði iðu- lega nokkuð vel og betur, en í fyrri skipti, sem undirritaður hef- ur heyrt kórinn og hann í sam- starfi. Enn mætti Rögnvaldur þó vera ákveðnari í undirleik sínum til þess að veita kórnum þann stuðning og styrk, sem æskilegur er. Mette Worum, saxafónleikari, lék undir með Rökkurkórnum í tveim lögum og gerði það smekk- lega. Tónleikarnir á Hofsósi voru vel sóttir. Undirtektir áheyrenda voru góðar og voru báðir kórarn- ir, að verðugu, klappaðir upp nokkrum sinnum. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.