Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 16
 Akureyri, þriðjudagur 10. mars 1992 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jjfoesta TedrGmyndir Ss^s. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna: Verður haldið á Vindheimamelum Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna árið 1993 verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Þetta var ákveðið á Fimm til- boð bárust - í áfanga við grunn- skólabygginguna í Mývatnssveit Fimm tilboð bárust í áfanga við grunnskólabygginguna í Mývatnssveit. Um er að ræða einangrun á þaki, ílögn í gólf og uppsteypu á tveimur stig- um. Það verður meginverkefni sveitarfélagsins að Ijúka bygg- ingu hússins næstu tvö árin. Tilboðin voru opnuð í gær- morgun. Lægsta tilboðið var frá Trésmiðjunni Rein í Reykja- hverfi, 4 millj. 942 þúsund. Snið- ill hf. í Mývatnssveit bauð 5 millj. 184 þúsund í verkið, Fjalar hf á Húsavík bauð 5 millj. 629 þúsund og var einnig með frávikstilboð 5 millj. 366 þúsund, Jónas Gests- son á Húsavík bauð 5 millj. 369 þúsund og Timburtak á Húsavík 6 millj. 549 þúsund. Sveitarstjórn hafði aðeins gert lauslega kostnað- aráætlun sem ekki verður birt opinberlega. Sveitarstjórn mun skoða til- boðin og bera þau saman og væntanlega verður afgreitt á fundi á fimmtudag hvern verður gengið til samninga við um verkið. IM Veglagning yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit: Nítján aðilar buðu í verkið Vegagerð ríksins opnaði í gær tilboð í veglagningu á Eyja- fjarðarbraut eystri. Um er að ræða veg yfir Þverá en búið er að steypa hólk í ána. Alls gerðu 19 aðilar tilboð í verkið og var lægsta tilboðið rúm 55% af kostnaðaráætlun. Árni Helgason í Ólafsfirði átti lægsta tilboðið í verkið, bauð rúmlega 5,7 milljónir sem er 55,03% af kostnaðaráætlun Vegagerðinnar. Hún var tæpar 10,4 milljónir króna. Næstu fimm tilboð voru þann- ig: Borgarfell hf. á Egilsstöðum bauð 55,55% af kostnaðaráætl- un, Akurverk á Akureyri bauð 62,18%, Guðmundur Erlendsson á Hvammstanga bauð 64,25% , kostnaðaráætlunar, G. Hjálmars- son á Akureyri bauð 66,01% af kostnaðaráætlun og Arnarfell hf. Ytri-Brekkum bauð 67,34% af kostnaðaráætlun. Af þeim 19 aðilum sem skiluðu inn tilboðum í verkið var aðeins einn aðili yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Það var Klæð- ing hf. í Garðabæ sem bauð 10,9 milljónir í verkið. Verkinu á að skila fyrir 1. júlí í sumar. JÓH fundi fulltrúa norðlenskra hestamannafélaga sem haldinn var um helgina á vegum Lands- sambands hestamanna. „Á fundinum var náttúrlega tekist á um þetta, en menn töl- uðu málefnalega um hlutina og í atkvæðagreiðslu um hvort mótið ætti að vera á Melgerðismelum eða Vindaheimamelum var sam- þykkt með ellefu atkvæðum á móti sex, að halda mótið á Vind- heimamelum,“ segir Stefán Bjarnason, en hann boðaði til fundarins fyrir hönd LH. Að sögn Stefáns var einungis kosið um þessa tvo mótsstaði og lögðu félögin fram hvað þau vildu fá stóra prósentu af inn- komu fyrir svæðin. Skagfirðingar buðu betur og segir Stefán að ástæðan fyrir því sé trúlega sú að búið sé að byggja svæðið betur upp á Vindheimamelum en Mel- gerðismelum. „Þetta var framkvæmt lýð- ræðislega og enginn hiti í neinum út af því. f>ó má e.t.v. segja að þetta séu viss vonbrigði fyrir eyfirska hestamenn og Melgerð- ismelar hafi verið endanlega dæmdir úr leik, en þar var síðast haldið fjórðungsmót árið 1987,“ sagði Stefán um ákvörðunina. SBG Hvílt á pollanum. Mynd: Golli Akureyri: Sjö í steininn Sjö voru færðir í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri um helgina vegna ölvunar. Að sögn lögreglu voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur og þrír árekstrar urðu í umferðinni á Akureyri. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. óþh Sigluíjörður: „Sfldarhljómplata“ væntanleg í sumar Ákveðið er að fyrripart sumars verði gefin út hljómplata með gömlum góðum síldar- og sjó- mannaslögurum, sem á einn eða annan hátt tengjast Siglu- firði og síldarárunum. „Sú hugmynd kviknaði eftir „síldarævintýrið“ á sl. sumri að gaman væri að safna saman lög- um á eina plötu sem tengdust síldinni, sjónum og Siglufirði sagði Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Hann viðraði hugmyndina við forsvars- menn Steina hf. og niðurstaðan varð sú að fyrripart sumars er væntanleg á markaðinn einskon- ar „síldarplata“ með gömlu góðu síldarslögurunum. Björn sagði að eingöngu væri um að ræða frum- upptökur af lögunum, ekki væri hugmyndin að endurútsetja þau og hljóðrita á nýjan leik. óþh SD vill viðræður við Einingu Finnbogi Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur, segist vera ósáttur við að verkalýðsfélagið Eining hafni viðræðum við fyrirtækið um að teknar verði upp álags- greiðslur á kvöld- og nætur- vinnu. Ekki náðist í Björn Snæbjörnsson, varaformann Einingar, vegna þessa máls í gær, en hann hefur haft með það að gera fyrir hönd félags- ins. Finnbogi segir að fyrir nokkru hafi hann óskað eftir viðræðum við Einingu um álagsgreiðslur fyrir kvöld og næturvinnu. Astæðan fyrir þeirri beiðni var sú, að sögn Finnboga, að stjórn- endur fyrirtækisins horfðu til þess að verksmiðjan yrði starfrækt all- an sólarhringinn. „Við viljum auka starfsemi fyrirtækisins og lengja vinnutímann og því ósk- uðum við eftir viðræðum við Ein- ingu um álagsgreiðslur til fólks sem vildi vinna á kvöldin eða nóttunni, vegna þess að um það eru ekki til neinir kjarasamning- ar,“ sagði Finnbogi. Hann sagði að í mörgum öðrum atvinnu- greinum en fiskvinnslu á félags- svæði Einingar væri slíkt launa- kerfi viðhaft og benti f því sam- bandi á íslenskan skinnaiðnað hf. og FSA. „Verkalýðsfélagið Eining þekkir því vel til slíkra samninga. Það er ekkert nýtt fyrir félagið. Þingeyjarsýsla: Sumarfærð á vegum „Það er sumarfæri hér á öll- um vegum,“ sagði Ingólfur Árnason hjá Vegagerð ríkisins á Húsavík, um ástand vega í sýslunni eftir rokið og vatna- vextina sem víða ullu spjöllum um helgina. „Þetta virðist hafa sloppið til hjá okkur, eins og svo oft áður,“ sagði lögreglan, aðspurð um skemmdir af völdum veðursins. Viðmælendum Dags var ekki kunnugt um neinar skemmdir á vegum eða öðrum mannvirkjum síðdegis í gær. Ingólfur sagði að það svell sem fyrir var hefði tekið upp og allir vegir væru auðir eftir hlákuna. IM Ég hélt að í þeirri umræðu, sem nú á sér stað um atvinnumál, þá hefði Eining þor til þess að ræða um leiðir til þess að örva atvinnu- líf. Okkar hugmynd er að auka atvinnuna í verksmiðjunni, en það er alveg ljóst að staða fisk- vinnslunnar um þessar mundir er með þeim hætti að hún stendur ekki undir því að greiða nætur- vinnulaun fyrir alla vinnu utan dagvinnutíma. Verkalýðsfélög geta ekki gert allt aðrar kröfur á fiskvinnsluna en aðrar atvinnu- greinar," sagði Finnbogi. óþh Bakaríið Brauðver opnað í Ólafsfirði á laugardag: „Gengdarlaus aðsókn alla helgina“ - segir Arnbjörn Arason, bakari „Ég segi hreinlega pass. Hér hefur verið alveg gengdarlaus aðsókn alla helgina og við urð- um að hafa opið allan sunnu- daginn, sem þó stóð ekki til,“ sagði Ambjöm Arason, bakari, sem opnaði nýtt bakarí í Ólafs- firði á laugardag. Bakaríið hef- ur hloðið nafnið „Brauðver“ og er það fyrsta bakarí í Ólafs- firði um langan tíma. „Það er reglulega skemmtilegt hve Ólafsfirðingar taka bakaríinu vel. Þeir kaupa allt, klára bara það sem til er,“ sagði Arnbjörn í samtali við blaðið í gær. Margir þurftu frá að hverfa á laugardag þegar bakaríið var opnað, svo mikil var örtröðin. Arnbjörn segir að ætlunin hafi verið að nota sunnudaginn til að byrgja sig upp fyrir virku dagana og senda í verslanir en svo margir hafi komið að ákveðið hafi verið að opna verslunina. Arnbjörn vinnur í bakaríinu ásamt eiginkonu sinni, Soffíu Húnfjörð, en svo gæti farið að ráða þurfi tímabundið þriðja starfskraftinn meðan byrjunar- hrinan gengur yfir. Strax í gær- morgun var lítillega sent í búðir en það er ætlunin þegar frá líður. „Já, ég vona að við getum fram- leitt það mikið að hægt sé að sinna öllum en núna hef ég engan veginn undan,“ sagði Arnbjörn. Hann bætti því við að full ástæða sé til að þakka öllum þeim fjölda fólks sem sendi fyrirtækinu blómaskreytingar á opnunardag- inn og þakka Ólafsfirðingum móttökurnar. JÓH Dalvík: Rúðubrot og májningarslettur í Öluns-húsinu Töluverðar skemmdir voru unnar í síöustu viku á húsi fiskeldisstöðvarinriar Öluns hf. á Dalvík, sem hætti raunar starfsemi fyrir nokkru. Lögreglan á Dalvík fékk ábendingu um þetta um hclgina og rannsakar nú málið. Ljóst er að viðkomandi hafa fengið þarna ríflega útrás fyrir skemmdarfýsn sína, því flestallar rúður í húsinu höfðu veriö brotnar auk þess scm málningu haföi verið skvett upp um veggi og á gólf þess. Lögreglan á Dalvík vinnur að rannsókn málsins og munu ákveðnir aðilar liggja undir grun. Byggðastofnun á Öluns- húsið sem stendur. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.