Dagur - 12.03.1992, Síða 14

Dagur - 12.03.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992 Tónlist Stórtónleikar á Blönduósi Laugardaginn 7. mars var mikið um dýrðir í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar voru saman kom- in börn og unglingar, nemendur í tónlistarskólum og grunnskólum á Norðurlandi vestra allt frá Siglufirði í austri til Borðeyrar í vestri. Með þeim voru kennarar þeirra í tónlist og þau voru stödd þarna til þess að gera sér og öðr- um glaðan dag með samleik og söng og einnig í tilefni af ári söngsins. Undirbúningur þessarar miklu hátíðar var í höndum þriggja manna nefndar, sem skipuð var Elínborgu Sigurgeirsdóttur, skóla- stjóra Tónlistarskóla Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga, Svanbjörgu Sverrisdóttur, tón- menntakennara við grunnskól- ann á Blönduósi, og Skarphéðni Einarssyni, kennara við tónlistar- skólann á Blönduósi. Undirbúningur hófst í nóvember í vetur, en síðan hefur verið unnið ötullega og árangur- inn mátti sjá á tónleikunum á Blönduósi. Endanleg fram- kvæmd þeirra var að mestu í höndum heimamanna, Svan- bjargar Sverrisdóttur og Skarp- héðins Einarssonar með góðu atfylgi Jóhanns Gunnars Hall- dórssonar, skólastjóra tónlistar- skólans á Blönduósi, en allir lögðu hönd á plóginn til þess að gera hátíðina sem best úr garði og sannarlega varð hún glæsileg - sannkallaðir stórtónleikar. Þátttakendur voru verulega yfir tvö hundruð. Þar voru ein- leikarar á hljóðfæri, hljóðfæra- leikarar, sem léku saman í ýms- um fámennum samsetningum, stórar blásarasveitir, einsöngvar- ar og kórar. Auk Vestur-Norðlendinga, voru gestir mættir á tónleikana. Þeir voru félagarnir í Skólalúðra- sveit Seltjarnarness undir stjórn Kára Einarssonar. Þessi hljóm- sveit var fyrst á tónleikunum og var talsvert fjörleg. Síðan rak hvað annað í um þriggja klukku- stunda dagskrá. Nemendur út Vestur-Húna- vatnssýslu léku á ýmis hrjöðfæri og kom einnig fram kór undir stjórn Ólafar Pálsdóttur og stóð sig skemmtilega. Á eftir Vestur-Húnvetningun- um komu nemendur úr Skaga- fjarðarsýslu, sem einnig Iéku á mörg hljóðfæri og þaðan var einnig allfjölmennur kór. Eftir- tektarverður ungur píanisti, Jón Bjarnason, var á meðal þeirra, sem komu fram úr Skagafirði. Næst komu nemendur af Sauð- árkróki og léku á ýmiss hljóðfæri í margvíslegum samsetningum. Tvær stúlkur báru af í frammi- stöðu enda greinilega komnar nokkuð langt í námi sínu. Þær voru Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, píanóleikari, og Ragnheiður Bjarnadóttir, sem lék á píanó og flautu. Siglfirðingar voru næstir. Einnig í þeirra hópi var mikil fjölbreytni í hljóðfæravali og samsetning- FONDUEHELGI 12., 13. og 14. mars f % i veislusal Greifans ,2 -STÁSSINU" , Glæsilegur fjórrétta seðill Fordrykkur kir Ruyale Saffranbætt humarsúpa m/rjómatoppi Fondue sinfónía naut, lamb og grís ásamt fjölbreyttu úrvali meðlætis Desert sitrónufrómas m/ferskum ávöxtum kr. 2290,- Munið að panta borð tímanlega, sími 26690. £ um. Þaðan kom efnilegur harm- oníkuleikari, Heimir Sverrisson, og einnig hljómsveit með óvenju- lega hljóðfærasamsetningu og hana skemmtilega. Lestina ráku gestgjafarnir, Austur-Húnvetningar. Þeir komu fram í kór undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur. og í mikilli blásarasveit, sem lék tals- vert vel undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Næst síðasta atriðið á tón- leikunum var leikur blásarasveit- ar, þar sem allir tóku þátt bæði Vestur-Norðlendingar og gestir. Lokaatriðið var söngur og leikur allra þátttakenda í mótinu. Þeir mynduðu gríðarstóran kór og að baki honum var mikil blásara- sveit. Stjórnandi beggja síðustu atriðanna, sem voru sannarlega glæsilegur lokapunktur vel heppn- aðrar hátíðar, var Skarphéðinn Einarsson. Eftir að hafa verið viðstaddur stórtónleika sem þá, sem haldnir voru á Blönduósi, þarf enginn að velkjast í vafa um gildi slíkra samkoma. Þarna koma börn og unglingar saman, leika saman, syngja saman, kynnast og ekki síst skemmta sér saman á heil- brigðan máta. Tengsl skapast á milli þeirra, sem starfa að málefnum tengdum tónlist og tónlistaruppeldi. Bækur eru bornar saman, menn læra hver af öðrum og fara ríkari heim aftur. Víst er ljóst, að að baki atburðum sem þessum liggur mikil vinna. Hún er þó áreiðan- lega erfiðisins virði. Það var greinilegt af brosum og kátínu þeirra, sem þátt tóku - jafnt barna og unglinga sem fullorð- inna. Haukur Ágústsson. Heimiskvöld í Miðgarði Heimiskvöld eru árvissir atburðir í Skagafirði. Á þessum samkom- um býðui Karlakórinn Heimir héraðsmönnum til skemmtunar, þar sem kórinn kemur fram, kór- félagar flytja ýmislegt annað en söng og listamönnum er boðið á samkomuna til þess að flytja efni. Kaffi og meðlæti eru innifalin í miðaverði og gestir geta því bæði nært sig til líkama og sálar í góð- um og líflegum félagsskap, þar sem bæði ungir og aldnir eru vel- komnir. Laugardaginn 7. mars efndi Karlakórinn Heimir til Heimis- kvölds í Miðgarði. Samkoman hófst með söng kórsins. Hann raðaði sér innan um samkomu- gesti og bauð þeim að syngja með sér lagið Hér ættum við allir að vera. Þetta var góð byrjun á mjög ánægjulegu kvöldi. Margir gesta tóku undir og tilfinningin var sú, að þeir, sem í salnum sátu, væri innan í kórnum og jafnvel félagar í honum. Fyrsta lagið á eiginlegri söng- skrá kórsins var Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál ísólfsson og Davíð Stefánsson. Greinilegt var, að kórinn var ekki orðinn söngheitur. Þó að talsverður þróttur væri í flutningi, skorti breidd og fyllingu. Síðan rak hvert lagið annað í þessari fyrri sönghrynu kórsins, en í henni flutti hann sex lög. Víða var eftir- tektarvert, hve vel kórinn lét að stjórn og ekki síður það, hve vel samtaka hann var, svo sem í Nú geng ég með á gleðifund og Kerl- ingin með stafinn, sem var síð- asta lagið í þetta fyrra skipti, sem kórinn kom fram. í því lagi var hann orðinn vel heitur og kominn í hann sá tónn, sem skorti í fyrsta laginu. Með kórnum komu fram ein- söngvararnir Björn Sveinsson, bassi, og Sigfús Pétursson, tenór, í laginu Sendið hingað sólskin inn, og Pétur Pétursson, tenór, í Granada, þar sem Jacqueline Simm kom einnig við sögu með óbóleik. Allir komust vel frá sínu. Sérlega var eftirtektarverð frammistaða Björns Sveinssonar, en hann hefur skemmtilega bassa- rödd. Gestir kórsins á Heimiskvöld- inu í Miðgarði voru tónlistar- menn frá Akureyri, Jacqueline Simm, óbóleikari, Richard Simm, píanóleikari, Eileen Silcocks, cellóleikari, Jennifer Spears, gítarleikari og Gordon G. Jack, trompetleikari. Eileen Silcocks lék á blokkblautur. Gestirnir hófu leik sinn á því, að Richard Simm og Thomas Higgerson, undirleikari Karla- kórsins Heimis, léku fjórhent á píanó fjórar útsetningar Richards Simms á íslenskum þjóðlögum og fjórhenta útsetningu á laginu Æskuheit eftir Ingunni Bjarna- dóttur. Útsetningarnar eru ætlað- ar nemendum í píanóleik, en eru vel þess virði að þær séu fluttar víðar. Þær einkennast af fjöl- breytm og léttleika auk þess, sem hljómasetning er víða skemmti- leg og fersk. Þá fluttu Jacqueline Simm og Thomas Higgerson Incantation and Dance, bandarískt verk fyrir óbó og píanó. Næst fluttu Eileen Silcocks, Jennifer Spears og Jacqueline Simm lítið og snoturt franskt verk fyrir blokkflautu, gítar og rödd. Þriðja verkið, sem gestirnir fluttu var hluti úr gít- aikonsert eftir Rodrigo, sem Jacqueline Simm lék á enskt horn og Jennifer Spears á gítar. Næst- síðasta verkið var Bossanova fyr- ir gítar og blokkflautu flutt af Jennifer Spears og Eileen Silcocks en það síðasta Samba fyrir óbó, blokkflautu, trompet og gítar flutt af Jacqueline Simm, Eileen Silcocks, Gordon G. Jack og Jennifer Spears. Hljóðfæraleikur gestanna jók mjög á fjölbreytni Heimiskvölds- ins. í flestum tilfellum var flutn- ingur góður og sérlega svo í verk- inu Bossanova. Karlakórinn Heimir kom aftur fram sem lokaatriði Heimis- kvöldsins. Nokkur tími var liðinn frá fyrri sönghrynu hans og gætti þess nokkuð í fyrstu lögunum, sem kórinn söng. Þegar á leið komst hann hins vegar í essið sitt og var farinn að syngja af þrótti en jafnframt mýkt og sýndi auk þess af sér skemmtilega getu í því að flytja bakraddir afar jafnt og fallega. Einnig var kórinn takt- fastur og samtaka í til dæmis flutningi texta, góður á innkom- um og hafði eftirtektarvert vald á stigi og hnigi í styrk. Öryggi í tóntöku var mikið og óhreinir Ut er komið fyrsta tölublað af nýju blaði á Vestfjörðum og ber það nafnið Vestri, Blað þetta sem er 36 blaðsíður að stærð og í tímaritsbroti, er hugsað sem héraðsfréttablað með sérstaka áherslu á fræðslu- og skemmtiefni. Jafnframt er blaðinu ætlað að berjast gegn því neikvæða hugarfari og svartsýni sem einkennt hefur umræðuna um búsetu á Vest- fjörðum. í frétt frá útgefanda kemur fram að þarna er fyrst og fremst um tilraun að ræða til að steypa saman tveim útgáfuformum, )3.e. hinu hefðbundna formi héraðs- fréttablaðs, sem hefur verið með nær óbreyttu sniði í blaðaútgáfu á ísafirði frá því um aldamót, og tímaritsforminu sem lítil viðleitni hefur verið til að gefa út á Vest- fjörðum. Útgefandi Vestra er ísprent hf. á ísafirði og er það ætlun útgef- tónar heyrðust varla. Einsöngvarar voru Sigfús og Pétur Péturssynir. Þeir sungu dúett í laginu Jerúsalem, sem er nýtt lag á söngskrá kórsins og þarfnast greinilega nokkuð meiri æfingar. Sigfús Pétursson söng einsöng í laginu Litfríð og ljós- hærð eftir Gunnar Thoroddsen og gerði það fallega. Kórinn var sérlega þýður og jafn í bakrödd- um í þessu lagi. Nýr einsöngvari með kórnum, Einar Halldórsson, kom fram í laginu Goðmundur á Glæsivöllum eftir Pálma Þ. Eyjólfsson. Einar hefur mikil hljóð, en nokkuð óbeisluð enn sem komið er. Væntanlega þarf hann að æfa einsöng betur, en efni til hans hefur hann að mörgu leyti. Undirleikari kórsins, Thomas Higgerson, stóð sig af mikilli prýði; studdi kórinn vel og lagði góðar áherslur á flutning hans í þeim lögum, sem flutt voru við píanóundirleik. Stjórnandi kórsins, Stefán Gíslason, er greinilega mjög vaxandi maður í kórstjórn. Taktslag hans verður sífellt ákveðnara og bendingar hans til kórsins markvissari. Heimiskvöldið stóð í ríflega þrjár klukkustundir. Fjölbreytn- in var mikil jafnt í tónlistarflutn- ingi og öðru efni, svo sem gaman- málum og hagyrðingaþætti, sem er fastur liður á þessum samkom- um, svo að engum þurfti að leið- ast. Þannig mun vera á Heimis- kvöldum og hafa verið um langa hríð. Það eru því engin undur að þau skuli vel sótt, eins og einnig var í þetta skipti. Haukur Ágústsson. anda að blaðið geti orðið skemmtilegur vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga- miðlunar um menn og málefni í aðgengilegra formi en áður hefur tíðkast. Hafa brottfluttir Vest- firðingar sýnt þessu mikinn áhuga, jafnframt því sem íbúar hinna dreifðari byggða á Vest- fjörðum hafa mjög hvatt til þessa framtaks. Mun framhaldið og útgáfutíðni ráðast af viðtökum, en ef grundvöllur reynist fyrir útgáfu af þessu tagi, þá er stefnt að því að Vestri komi út mánað- arlega. „Er blaðið selt, og uppfullt af fréttum, fróðleik og léttmeti. Verðinu hefur verið stillt mjög í hóf og kostar eintakið 300 krónur. Þegar er farið að taka við áskrifendum að blaðinu og getur fólk látið skrá nöfn sín á lista hjá ísprenti hf. á ísafirði í síma 94- 3223,“ segir að lokum í frétt frá ísprenti hf. Vestri - nýtt blað fyrir Vestfirðinga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.