Dagur - 14.03.1992, Page 6

Dagur - 14.03.1992, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HA.LLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Stœrsta fikniefnamál sem komið hefiir upp á Akureyri Víðtækt fíkniefnamál kom upp á Akureyri í síðustu viku og rann- sóknarlögreglan hefur yfirheyrt um 30 manns vegna neyslu og dreifingar á hassi og lagt hald á nokkurt magn af efninu. í kjölfar þessa stærsta fíkniefnamáls sem rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur glímt við hafa spunnist miklar umræður um fíkniefni og virðist sem margir hafi verið full- vissir um að slík efni væru ekki í umferð á Akureyri. Þeir grun- lausu hafa fengið kalda vatns- gusu í andlitið og verða nú að horfast í augu við blákaldar staðreyndir. Þeir sem fylgst hafa með frétt- um muna að fyrr í vetur var haft eftir rannsóknarlögreglunni að fíkniefnaneysla virtist í sókn á Akureyri og jafnframt hefði auðgunarbrotum, sem rekja mætti til þessarar neyslu, farið fjölgandi. Mörg ruddaleg innbrot hafa verið framin og oft hafa þar verið að verki menn sem tengjast fíkniefnum og þurfa að beita öll- um brögðum til að fjármagna kaup á slíkum efnum. Þessi keðjuverkun er alþekkt því neyslu á fíkniefnum fylgja oftar en ekki glæpir og nægir að nefna innbrot, þjófnaði, vændi og líkamsárásir. Nú þýðir ekki lengur að stinga höfðinu í sandinn og hrósa happi yfir því að á Akureyri séu aðeins löglegir vímugjafar í umferð. Vaxandi fíkniefnaneysla er stað- reynd sem verður að horfast í augu við. Sérstök ástæða er til að hvetja foreldra unglinga að vera á varðbergi því það gildir það sama með hass og áfengi að því yngri sem unglingarnir eru þegar þeir ánetjast þessum efnum þeim mun meiri líkur eru á skað- legum áhrifum. Umrætt hassmál tengist reyndar ekki unglingum nema að sáralitlu leyti því eins og fram hefur komið í blaðinu hefur rann- sóknarlögreglan yfirheyrt fólk á aldrinum 17-40 ára. Úrtöluradd- irnar margfrægu halda því jafn- vel fram að fullorðið fólk eigi að fá að ráða því hvort það notar hass eða áfengi enda séu skað- legu áhrifin af þessum vímugjöf- um svipuð. Það er gömul lumma að mæla hassinu bót og hún er orðin viðbrennd. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu árum og allar skýrslur frá meðferðarstofnunum og aðilum sem kljást við vímu- efnavandann hafa leitt í ljós að kannabisefni eru mun skaðlegri en áður var haldið. Hassið safn- ast fyrir í heilanum við reglulega neyslu og mannslíkaminn er mun lengur að losna við það en t.d. alkóhól. Efnið hefur mikil áhrif á andlega heilsu neytand- ans og gerir hann tilfinningalega sljóan. Oft eru kannabisefnin stökkpallur yfir í harðari efni, sem flestir vita að eru stórhættu- leg. Áður er minnst á afbrotin sem tengjast neyslu ólöglegra fíknefna og fleira mætti nefna. Útkoman verður einfaldlega sú að neysla kannabisefna er ekki bara ólögleg heldur skaðleg og leiki einhver vafi á þessu er ástæða til að efla enn fræðslu- og forvarnarstarf í skólum. Tóbaksreykingar hafa aukist á ný meðal unglinga á Akureyri. Áfengisneysla hefur einnig auk- ist meðal þeirra með tilkomu bjórsins og fíkniefni eru í umferð. Vonandi er engin þörf á því að blása þetta út sem víðtækt vandamál en hér eru hættumerki á ferð sem nauðsynlegt er að bregðast við. SS Öðruvísi mér áður brá Stefón Þór Sæmundsson Staða kynjanna í músaíj ölskyldunni Eitt magnþrungnasta verk heimsbókmenntanna er án efa skáldsagan Mús og kisa eftir Örn Snorrason. Bókin er greinilega skrifuð með börn í huga. Letrið er stórt, stíllinn einfaldur og myndskreytingar við hæfi yngstu lesendanna. Á titilsíðu bókarinnar stendur að þetta sé létt lesefni og eru það orð að sönnu, við fyrstu sýn. Ástæðan fyrir því að ég hampa þessari bók núna tengist auðvitað þeirri umræðu í þjóðfélaginu að ólæsi sé að aukast hér á landi. Við höfum þungar áhyggjur af því að börnin séu hætt að lesa og glápi frekar á mynd- bönd og sjónvarp. Þetta eru váleg tíðindi því íslending- ar hafa hingað til getað gortað sig af því að vera vel lesnir, fróðir og menntaðir og ólæsi hefur verið hér nær óþekkt. Ef börnin okkar hætta að líta í bók geta afleiðingarnar orðið skelfilegar. Við verðum að freista þess að vekja áhuga þeirra á lestri góðra bóka og víkur þá sögunni aftúr að Mús og kisu. Þótt sagan sé einföld á yfirborðinu, þ.e. lífsbarátta músafjölskyldu og sú ógn sem stafar af kettinum, er hún margræð. Höfundi tekst á aðdáunarverðan hátt að varpa ljósi á alla helstu þætti mannlegs samfélags í lítilli barnabók. Raunar má telja Mús og kisu allegóríu; höfundurinn er að segja aðra sögu samhliða sögunni af músafjölskyldunni. Sem hliðstætt og alþekkt dæmi má nefna Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur. í þeirri sögu er ekki aðeins verið að segja frá samskiptum leigu- taka við leigusala því leigutakinn er tákn fyrir ameríska herinn og leigusalinn er vor ástkæra þjóð sem hýsir her- veldið. „Mömmur þurfa aldrei að hugsa neitt“ Mús og kisa er því saga sem leynir á sér og hún hentar fullorðnum ekki síður en börnum, það hef ég sann- reynt. Lítum á dæmi framarlega í bókinni. Segir þar frá þremur ungum sem grátbiðja móður sína um mat en hún kemst ekki út vegna þess að kisa situr við opið á holunni. Grípum niður í mitt spurningaflóð unganna: „Er pabbi heima? spurðu ungarnir, við sjáum hann hvergi. Hann er þarna innst inni, sagði músin. Við sjáum ekkert nema hrúgu, sögðu ungarnir. Hann er þar samt, sagði mamma þeirra. Er hann þá inni í hrúgunni? spurðu ungarnir. Já, hann er þar, sagði litla músamamma. Hvað er hann að gera þar? spurðu ungarnir. Ég veit það ekki fyrir víst, sagði músin. Hvað heldur þú, að hann sé að gera? spurðu ungarn- ir. Ætli hann sé ekki að hugsa, sagði mamma þeirra. Hugsa? Hvað er það? spurðu ungarnir. Það veit ég ekki, sagði músamamma. Þurfa allir að hugsa? spurðu ungarnir. Nei, það held ég ekki, sagði músin. Hugsar þú, mamma? spurðu þeir. Nei, ég hugsa aldrei neitt, sagði hún. Hvers vegna ekki, mamma? spurðu ungarnir. Mömmur þurfa aldrei að hugsa neitt, sagði músin. Hverjir þurfa þá að hugsa? spurðu ungarnir. Sumir, sagði músamamma. Hverjir eru þessir sumir? spurðu ungarnir. Það eru hinir og þessir, svaraði músin. Hefur þú aldrei verið sumir eða hinir og þessir? spurðu litlu ungarnir. Jú, ég var einu sinni ein af þeim, svarað hún. Hvenær var það? spurðu ungarnir svöngu. Það var áður en ég átti ykkur, sagði músamamma. En hugsum við? spurðu ungarnir. Nei, það held ég ekki, börnin mín, sagði mamma þeirra, ekki enn. Þú hugsar ekki, og við hugsum ekki, sögðu ungarnir. Er þá enginn hér, sem hugsar, nema pabbi? Nei, hann hugsar einn fyrir okkur öll, sagði músa- mamma, en hann hugsar líka mikið.“ „Pabbi getur allt“ Þannig líður sagan áfram létt og leikandi. Músamamma er ráðalaus og hún hrærir í pottinum jafnvel þótt enginn matur sé í honum. Þegar einn unginn spyr hana hvers vegna hún sé að hræra í pottinum svarar hún á sinn greindarlega hátt: „Ég veit það varla, barnið mitt, en ég er vön því að hræra í pottum." Gagnvart slíkri röksemdafærslu stendur maður agndofa og raunar duga bókmenntafræðikenningar, sem maður lærði í gamla daga, hvergi nærri til að greina og skýra þessa stór- brotnu skáldsögu. Framhald sögunnar snýst um það að pabbinn tekur sér hvíld frá hugsunum sínum og „rekur“ kisu burt. Nú þurfa ungarnir ekki að svelta lengur. „Já, þetta vissum við, sögðu ungarnir. Pabbi getur allt.“ í Mús og kisu sjáum við fjölskylduna í hnotskurn og hlutverkaskiptingin er skýr á heimilinu. Mömmur þurfa ekki að hugsa, bara elda mat. Það eru pabbarnir sem hugsa og geta allt. Nærri má geta hvílíkt uppeldislegt gildi þessi bók hef- ur og því er ástæða til að hvetja foreldra til að halda henni að börnum sínum. En ég skil ekki hvers vegna það hvein svona í konunni minni þegar ég las þessa bók fyrir dóttur okkar. Hún spurði höstug mjög hvað í ósköpunum ég væri að lesa fyrir barnið. Ég skil ekki heldur hvers vegna við feðginin veltumst um af hlátri yfir gullkornum bókarinnar sem snerta samskipti kynj- anna. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Svo ég tali nú í fúlustu alvöru þá hef ég sjaldan hlegið eins mikið og þegar ég reyndi að lesa þessa sögu fyrir dóttur mína og hún hló sig í svefn. Ég greip þessa bók og dustaði rykið af henni í algjörri neyð því lestrarefni var á þrotum á heimilinu og stelpan búin að hakka í sig bókasafnsbækurnar. Nú er hún hins vegar komin í digr- an sjóð, Fimm-bækurnar mínar gömlu, og les nú dag- lega um ævintýri Önnu, Jonna, Júlla, Georgínu og Tomma. Ég man ekki betur en að þetta sé holl og góð lesning sem slær jafnvel Mús og kisu við.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.