Dagur


Dagur - 14.03.1992, Qupperneq 11

Dagur - 14.03.1992, Qupperneq 11
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 11 Guðmundur Guðmunds- son á skrifstofu sinni. Hann hafði aðeins einu sinni komið til Raufar- hafnar áður en hann var ráðinn sveitarstjóri en eins og sönnum dreifbýl- ismanni sæmir var hann fljótur að laga sig að aðstæðum. afskekktur staður á landakortinu og er það ekki líka raunin þegar við lítum á ferða- þjónustuna? „Jú, kannski erum við ekki inni í dæm- inu og það má spyrja hvers vegna. Sjálf- sagt er ekki óeðlilegt að menn byrji á því að byggja upp ferðaþjónustu í tengslum við hringveginn en þetta svæði hér, Mel- rakkasléttan, hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn þótt landslagið láti kannski lítið yfir sér. Hér er óvenju fjöl- breytt fuglalíf og Sléttan er því kjörinn staður fyrir fuglaáhugamenn," sagði Guð- mundur og fletti því upp að a.m.k. 45 af 68 viðurkenndum íslenskum varpfuglum væru skráðir í næsta nágrenni Raufarhafn- ar auk þess sem 25-30 flækingar og fargest- ir hefðu sést þar. „í sambandi við ferðaþjónustuna má líka horfa til þess að yfir sumartímann er Mývatnssveit ofsetin af ferðamönnum og hvert á þá að beina þeim? Mér sýnist þetta svæði hér vera mjög vænlegur kostur. Hér þykist ég sjá ýmsa möguleika í ferðaþjón- ustu en við þurfum að byggja hana upp hægt og skipulega. Sveitarfélagið hefur beitt sér fyrir því að nú er starfshópur í gangi að skoða þessi mál og vinna að ákveðinni stefnumörkun í ferðamálum. Auk fuglanna má nefna fiskana. Hér eru ýmsir möguleikar fyrir veiðimenn, bæði strandveiði og veiði í vötnum á Sléttu og ám hér skammt frá. Þá er hægt að hugsa sér sjóstangveiði eða skak á triilum. Ég tel ástæðu til að huga vel að þessum mögu- leikum, enda geta þeir styrkt byggð á öllu svæðinu og er ég þá ekki bara að tala um Raufarhöfn.“ Öflugt félagslíf og menningarlíf Við ræddum næst um félagslíf í Raufar- hafnarhreppi. Guðmundur minntist m.a. á fullorðinsfræðslu, bæði útibú frá öldunga- deild Framhaldsskólans á Húsavík, sem væri reyndar á leið undir niðurskurðarhnff ríkisvaldsins eins og aðrar öldungadeildir, og Farskóla Þingeyinga. „Hér er líka starfandi mjög öflugt kven- félag, Freyja, sem hefur staðið fyrir alls kyns námskeiðshaldi. Hér hafa verið tölvunámskeið, námskeið í bókhaldi, tungumálum, dansi, leikfimi, félagsmálum og ýmsu fleiru. Ungmennafélag er hér starfandi og rekur starfsemina í félags- heimilinu. Svo spila menn bridds mikið, kirkjukór er starfandi við kirkjuna og hljómsveitir hafa verið gerðar út héðan. í sambandi við félagslíf má einnig nefna verkalýðsfélagið og félag smábátaútgerð- armanna. Hér er líka yfirleitt starfandi Ieikfélag og menningarlífið hefur blómstr- að í tengslum við skólann.“ Hann sagðist sjá það fyrir sér að grunn- skólinn yrði í framtíðinni ekki bara sá barnaskóli sem við þekktum í þá daga heldur myndi fullorðinsfræðsla aukast og skólahúsnæðið nýtast fyrir utan hefðbund- inn skólatíma. Ekki rétt að allir séu á leiðinni suður - Svo við lítum á stöðuna heilt yfir, Guð- mundur, þá var í sjónvarpsþætti fjallað mikið um bjartsýnina sem ríkir við Öxar- fjörð, en er annað hljóð í fólki hér? Það hefur birst á prenti að sumir Raufarhafnar- búar eru svartsýnir og vilji helst flytja til Reykjavíkur. „Það er alveg á hreinu að þetta fer eftir því við hvern þú talar. Ég er til dæmis hérna með fyrirsögn úr DV: „Hrikalegt ástand og fólk er þungt og svartsýnt". Þetta birtist í nóvember og út úr greininni mátti lesa að hér væri fullt af íbúðum til sölu og fólk vildi streyma suður. Það vill þannig til að ég veit að þetta er einfaldlega ekki rétt. Skömmu áður höfðu svipaðar fréttir borist frá Breiðdalsvík. Ég geri ráð fyrir að það sé hægt að leggja saman svona fréttir úr DV og slíkum fjölmiðlum og fá út þá niðurstöðu að allir Islendingar væru fluttir af landi brott. Staðreyndin er einfaldlega þessi: Það er alltaf hreyfing á fólki og í framhaldi af þessari grein fór ég að bera saman íbúatöl- ur. Þá kom í ljós að það hafði einungis fækkað um tvo í hreppnum. Á milli áranna 1990 og 1991 fækkaði íbúum um sjö í Raufarhafnarhreppi, úr 387 í 380. Ég get ekki séð að það sé hátt hlutfall eða beri vitni um fólksflótta. Vissulega má vera að fleiri hafi flutt héðan en þá hafa aðrir komið í staðinn.“ Einhæft atvinnulíf og sveiflur miklar Og Guðmundur heldur áfram á sömu nótum: „Síðan er það annað. Fólk hefur kannski metið það svo að það væri eftir mjög miklu að sækjast að fara suður eins og staðan var þar fyrir tveimur árum. En fólk fer ekki af svona stað vegna atvinnu- leysis til að fara á annan atvinnuleysisstað. Atvinnuleysi hefur stóraukist á höfuðborg- arsvæðinu. Það sem hefur plagað Raufarhöfn er of einhæft atvinnulíf. Þetta er mjög endregið sjávarþorp og þess vegna verða sveiflurnar nokkuð miklar og þetta gerir sveitarfélag- inu dálítið erfiðara fyrir en ella. Við getum tekið Öxarfjarðarhrepp sem annað dæmi. Þó það séu sveiflur á Kópaskeri, sem settu reyndar sveitarfélagið nærri því á hausinn á sínum tíma, þá hefur Öxarfjarðarhrepp- ur landbúnaðinn upp á að hlaupa og hann jafnar sveiflurnar. Því má heldur ekki gleyma að það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk flyt- ur frá stað eins og Raufarhöfn. Fólk fer til dæmis í framhaldsnám, aðrir þurfa á ítar- legri læknisþjónustu að halda en þeirri sem þeir fá hér á Heilsugæslustöðinni og þann- ig mætti nefna fleira. En eins og staðan er í atvinnumálum fyrir sunnan þá er fólk ekki að flýja þangað til að fá atvinnu og hér hefur ekki verið viðvarandi atvinnu- leysi." „Hér reyna menn að sigla jafnt og farsælt“ Raufarhöfn þurfti að glíma við tímabundna I erfiðleika í upphafi þessa árs þegar Rauði- Texti: Stefán Þór Sæmundsson Myndir: Golli núpur bilaði og ekki kom loðna til bræðslu. Þá voru menn á atvinnuleysis- skrá, bæði sjómenn á togaranum og smá- bátasjómenn sem hafa unnið í loðnu- bræðslunni á þessum árstíma. í Fiskiðj- unni er fólk fastráðið en þegar ekki kemur fiskur fellur úr dagur og dagur og tekjurn- ar verða stopular. En þetta ástand breytt- ist til batnaðar í byrjun febrúar og síðan hefur verið nokkuð stöðug atvinna í undir- stöðugreinunum á Raufarhöfn. „Ég held að menn séu ekki svartsýnir hér. Það má segja að þetta liggi í eðli mannsins. í nóvember, j^egar menn voru að bíða eftir loðnunni í skammdeginu og útlitið dökkt, þá var sjálfsagt sandur af fólki svartsýnt. Nú er daginn hins vegar tekið að lengja og bjartara framundan og það hefur áhrif á fólk. Hér er ekki ástæða til neinnar svartsýni. Hér reyna menn að sigla nokkuð jafnt og farsælt," sagði Guðmundur sveitarstjóri Guðmundsson. „Fæ fjölskylduna ekki austur fyrr en í vor“ Eins og getið var um í inngangi þessa við- tals lagði Guðmundur land undir fót í sept- ember á síðasta ári og tók við starfi sveit- arstjóra á Raufarhöfn. Hann hafði þá unn- ið í fimm ár hjá Sambandi málm- og skipa- smiðja í Reykjavík en annars er hann menntaður kennari. Guðmundur hefur unnið mikið að félagsmálum, var m.a. fræðslufulltrúi Sambandsins í tíu ár og skólastjóri félagsmálaskóla Ungmennafé- lags íslands um skeið. „Þetta bar brátt að,“ sagði hann um nýja starfið á Raufarhöfn. „Konan mín er kennari og var föst í starfi f vetur og börn- in komin í skóla þannig að ég fæ fjölskyld- una ekki austur fyrr en í vor. Það má því segja að ég sé hálfgerður farandverkamað- ur og reyni að komast suður í flestum frí- stundum.“ Guðmundur hafði aðeins einu sinni komið til Raufarhafnar, ók þar í gegn árið 1979, en hann segist vera dreifbýlismaður, Sunnlendingur að uppruna, og hafi getað sett sig fljótt í spor Raufarhafnarbúa. Hann segir sveitarstjórastarfið vera fjöl- breytt og skemmtilegt en um leið krefj- andi. En skyldi hann hafa tíma til að sinna áhugamálum? „Eg reyni fyrst og fremst að sinna fjöl- skyldunni eins og aðstæður eru í dag en annars hef ég mjög gaman af því að ferðast og ég hlakka til að ferðast um Norðaustur- landið. Síðan hef ég lengi haft gaman af félagsmálum og hef til dæmis kennt á einu félagsmálanámskeiði hér.“ Að lokum sagði Guðmundur að sér hefði verið vel tekið á Raufarhöfn og hann vonaði að sveitarfélagið væri á réttri leið, kvaðst raunar fullviss um það í ljósi betri afla og hækkandi sólar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.