Dagur - 14.03.1992, Side 13

Dagur - 14.03.1992, Side 13
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 13 Cott starfsfólk ÁRSAFKOMA 1991 Forsenda þess að markmið félagsins náist er að það hafi á að skipa hæfu og framsæknu starfsfólki. Hjá Eimskip er valinn maður í hverju rúmi og gerir það okkur kleift að veita núverandi og nýjum viðskiptavinum hér á landi og erlendis góða og hagkvæma þjónustu. óskir viðskiptavina marka stefnuna Óskir viðskiptavina okkar eru það leiðarljós sem við vinnum eftir. Eins og flest önnur fyrirtæki njótum við okkar best í virku samkeppnisumhverfi þar sem við getum með samanburði fengið vissu fyrir því að við séum að gera betur. Hinn stóri hópur viðskiptavina félagsins staðfestir það og er Eimskip ótvírætt forystuafl í vöruflutningum hér á landi. Stjórn- unarviðhorf okkar er að veita þessum viðskiptavinum okkar hagkvæma, sveigjanlega og góða þjónustu. Samfélagsleg ábyrgð okkar Cóð afkoma er vissulega grundvöllur efnahagslegra framfara, atvinnuöryggis og bættra lífskjara. Jafnframt þarf atvinnulífið að vera meðvitað um ábyrgð sína m.a. á sviði menningar, lista og nýsköpunar sem er nauðsyn hverju samfélagi. Á síðasta ári birti Eimskip fyrst íslenskra fyrirtækja mótaða stefnu í umhverfismálurm þar sem fram kemur að við stjórnun og rekstur Eimskips skal vistverndun ætíð höfð I huga. Að þessum málaflokkum munum við vinna áfram í framtíðinni. Vöxtur og þátttaka í öðrum rekstri Eimskip er eignaraðili að og þátttakandi í rekstri ýmissa áhugaverðra fyrirtækja. Við teljum mikilvægt að stærri fyrirtæki landsins séu þátttakendur í nýsköpun í þjóðfélaginu og leiti nýrra verkefna og nýrra atvinnutækifæra sem geta búið okkur áhugaverða framtíð. Vöxtur félagsins þarf að talsverðu leyti að koma frá nýrri starfsemi hér á landi og erlendis. Heildarflutningur 937 þúsund tonn Fjöldi starfsmanna 813 Rekstrartekjur 8.026 millj. kr. Rekstrargjöld Án fjármagnsgýalda, óbreytt að raungildi milli ára. 7.589 millj. kr. Hagnaður Um 4,9% af rekstrartekjum. 392 millj. kr. Eigið fé 4.401 millj. kr. Arðsemi eigin fjár 10% Á tímabilinu 1987-1991 hefur arðsemin að jafnaði verið um 11% á ári. Áratugur upplýsinga Á síðasta áratug lögðum við megináherslu á gámavæðingu og nýja flutningatækni til sjós og lands. Þessi áratugur er áratugur upplýs- ingatækninnar sem tryggir við- skiptavinum aðgang að réttum upplýsingum á réttum tíma. Sem dæmi um skref í þessum áfanga er BRÚIN sem er nafn á nýjung í flutningaþjónustu sem tryggir viðskiptamönnum Eimskips tölvu- aðgang að þeim upplýsingum sem snerta flutninga þeirra með félaginu. EIMSKIP HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.