Dagur - 14.03.1992, Side 14

Dagur - 14.03.1992, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 Matarkrókur Þríréttuð kínversk máltíð fyrir 6 Það er Ingveldur Jóhannes- dóttir sem er í matarkróknum og tekur þar með áskorun bróður síns, Jóns Jóhannes- sonar, sem bauð til mikillar veislu fyrir hálfum mánuði. Ingveldur bíður upp á þrírétt- aða kínverska máltíð en vill fyrst koma á framfœri skila- boðum frá Jóni varðandi uppskriftirnar sem hann gaf. „Þeir sem hafa í huga að prófa mexíkanska kjúkling- inn ættu að gceta þess að hafa hanska á höndum þegar þeir meðhöndla sterka piparinn. Þá urðu mistök þegar sagt var að hella œtti olíu yfir kjúkl- inginn eftir steikingu því það á að hella sósunni yfir. “ Ingveldur segist hafa verið að prófa sig áfram með kínverska matreiðslu og kemur hér með matseðil sem henni finnst mjög þægilegur og hentar vel fyrir 6. „Mér finnst alltaf gott að byrja kvöldverðarboð með súru. Stundum hef ég súran fordrykk en í þessu tilfelli er ég með súr- an forrétt," segir Ingveldur. Súr súpa með rœkjum 5 sveppir 2 sellerístilkar 1050 ml grœnmetissoð 200 g rœkjur .70 g súrt grœnmeti eftir smekk 50 g niðursoðnir bambussprotar V2 agúrka 3 msk. sherrý 3 msk. soyasósa 2 msk. rauðvínsedik 40 g skinka í teningum 2 saxaðir vorlaukar Skerið sveppina í sneiðar og snöggsteikið þá, takið af pönn- unni og látið þorna á eldhúss- bréfi. Hitið grænmetissoðið að suðu, setjið rækjur, súrsaða grænmetið, bambussprotana, sveppi og sellerí saman við og látið malla í fimm mínútur. Skerið agúrku í 5 cm langa bita og skerið bitana í ræmur. Setjið agúrkuna í súpuna ásamt sherrýi, soyasósu, ediki og skinku og sjóðið í eina mínútu. Að lokum er vorlauk stráð yfir og súpan borin fram strax. Aðalréttur „Pessi réttur er mildur og þess vegna bendi ég á að þeir sem vilja hafa hann súrari eða sætari geta bætt ediki eða hunangi við eftir smekk.“ 700 g magurt svínakjöt skorið í bita salt og pipar 4 msk. þurrt sherrý 1 egg, pískað vel 2 msk maizenamjöl olía til djúpsteikingar Sósa: 1 msk. olía 4 saxaðir vorlaukar 4 pressaðir hvítlauksgeirar V/2 dl söxuð engiferrót IV2 fínt söxuð grœn paprika 4 msk vínedik 2 msk. tómatkraftur 1 msk. soyasósa 3 msk. hunang 1 msk. maizenamjöl leyst upp í 2 msk. af köldu vatni 2 msk. sesamfrœolía. Setjið kjötið í skál, stráið salti og pipar yfir og hrærið sherrýi saman við. Látið marin- erast í a.m.k. 20 mínútur. Hrærið maizenamjölinu vel saman við pískaða eggið. Hitið olíu vel í wok eða djúpsteiking- arpotti. Veltið kjötbitunum upp úr eggjasoffunni og steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir, setjið síðan á bréf til að fitan renni vel af. Soffan á það til að þynnast og þá er allt í lagi að bæta maizenamjölinu í til að þykkja hana. Sósan: Hitið olíu vel 1' wok eða pönnu, bætið vorlauk, hvítlauk og engifer út í og steikið í u.þ.b. tvær mínútur, hrærið stöðugt í á meðan. Hrærið afganginum af hráefninu saman við og látið sjóða í tvær mínútur. Sósan lát- in út við barma á eldföstu fati og kjötbitar settir í miðjuna. Fatinu stungið inn í 250 gráðu heitan ofn í tvær til þrjár mínút- ur. Rétturinn er síðan borinn fram með heitum frönskum smábrauðum og fersku grænu salati. „Eftirrétturinn er mjög fersk- ur og ekki of sætur.“ Möndluávaxtasalat 4 sœt epli 4 ferskjur 125 g jarðaber 4 ananassneiðar Möndlusíróp: 2 msk. muldar möndlur 450 ml vatn 1 msk. maizenamjöl leyst upp í 2 msk. af vatni 3 msk. sykur Setjið möndlur, vatn, maizena- mjölsblönduna og sykur í pott og blandið vel saman. Hitið rólega upp að suðu og látið malla í 10 mínútur. Hrærið stöðugt í á meðan. Takið af hit- anum og látið kólna, hrærið þó annað slagið í til að ekki mynd- ist skán. Takið kjarnann úr epl- unum og skerið þau í sneiðar. Afhýðið ferskjurnar og skerið í sneiðar. Skerið jarðarberin í tvennt og ananasinn í bita. Setj- ið alla ávextina í skál og blandið vel saman. Ausið möndlusíróp- inu yfir og kælið vel áður en þið berið réttinn fram. „Þennan rétt er hægt að búa til fyrirfram og hann er því einkar handhægur og góður þegar halda skal veislu,“ segir Ingveldur. Hún skorar á skólabróður sinn, Skarphéðinn Jósepsson, Skarðshlíð 46 á Akureyri, að vera í næsta matarkrók. VfSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason fró Garðsvík Bragi Björnsson frá Surts- stöðum orti næstu vísur. Um náungann: Fýldi granir, gretti fés, gerðist niðurlútur, eftir sérhvert afrek blés eins og vembdur hrútur. Út til ferða oft sig bjó að er færðist gríma, en hann náði alltaf þó eigin háttatíma. Fullum seglum sigla naut sukks á steglingsfalli. Allar reglur af sér braut annar Sneglu-Halli. Óheppninnar allt bar vott. Innan vinaraða þeim sem vildi gera gott gerði mestan skaða. Næstu vísur eru eftir Jón Sig- urðsson í Skollagróf. Áhorfandi: Ég gat löngum hægur horft á heimsins trylltu vöku. Þó um skopleg atvik ort eina og eina stöku. Gæðingsspor: Mélin bruddi, mjúkt við stjá, mjóar götur þræddi. Fínlegt spor og fjörtök kná fagra hugsun glæddi. Oft var lífsins yndi dátt, ýmsan klið að heyra. Hef þó fundið hófaslátt hljóma best í eyra. Kvenlýsing: Þú ert talin dyggðadræm - drambið meira en snilli. Ekki góð og ekki slæm en eitthvað þar á milli. í Fljótsdrögum: Að mér steðjar ekkert grand, augað margt hér gleður. Nú er fyrir sunnan sand sól og besta veður. Heimagerðar vísur koma næst. (J.B.) Afsæðiskenningin: Leiðigjarn og langur dagur líður ellimóðum hjá er hinn sami undra fagur unglingunum þýtur frá. Eitt er grunur, annað vissa, afstæð reynast sjónarmið, en þegar maður þarf að pissa þá er sama viðbragðið. Köld jarðarför: Hríðin bylur, bágt á sérann, blessar hratt sem verða má, skjálfandi með skallann beran skurkar mold á grafarná. Þá koma heimagerðar vísur. (J.B.) Ortar eftir lestur bókar um Lúther: Enn mér blöskrar aðför sú. Ei kann góðu að stýra að leggja undir Lúthers - trú lítil börn - og skíra. Lúther vann sér ofurást aðalsstétta jaxla, hörkukarl, sem bændum brást, blóðugur til axla. Saga garpsins lýðum lands lítinn fróðleik veitir. Klerkar nefna nafnið hans næsta undirleitir. Fyrir það menn hylla hann helst um byggðir víðar að hann slóst við andskotann. Einnig páfann síðar. Það var svo með Þýskaland og það er ennþá svona: Skömmin mest er skráð í sand skynibærra sona. Blekkingin: Heiðursfólk til friðar sér faðmar blekkinguna. Því til værðar hafi hver hljótt um þekkinguna. Andrés H. Valberg orti næstu vísur á árshátíð félags í Reykjavík. Ástargyðjur eru hér okkur máske semur. Hefi ég í huga mér hálfa von f þremur. En þær stukku allar frá, enga hef ég píku. Einn ég labba úti má, orðinn vanur slfku. Ég á veiðum ennþá snýst eftir meyja - sálum. Mér hefur ekki vegnað víst vel í kvennamálum. Örvænta skal ekki hót einn þó labbi veginn. Gefa hlýtur guð mér snót góða hinumegin. Næstu vísur eru einnig úr Reykjavík, eftir Ragnar I. Aðalsteinsson. Á suðurleið: Friðurinn við flóann kalda finnst mér engu líkur. Síðla dags ég helst vil halda heim til Reykjavíkur. Ökuþrá sem innra býr enga þolir töf. Ég fer afstað í fyrsta gír með fót á bensíngjöf. Aftur get ég aukið hraðann afl í vélum býr. Söngva mína syng ég glaðan set í annan gír. Eins og trekkt af trylltri kæti titra nöfin. Býður upp á bölvuð læti bensíngjöfin. Nokkrir hagyrðingar hittust á Hveravöllum sumarið 1990. Þá kvað Birgir Hartmannsson á Selfossi: Veit ég margar vísur slyngar vængi munu fá. Þegar hittast hagyrðingar Hveravöllum á. Jón Karlsson úr Biskupstung- um kvað: Frægu skáldin fóru á stjá flfka Ijóðum snjöllum. Andinn kemur yfir þá uppi á Hveravöllum. Friðrik Ingólfsson Skagfirð- ingur kvað: Um fjallasal var förin gerð fátt sem okkur þvingar. Mætast hér á miðri leið miklir hagyrðingar. Næstu vísu kvað Jóna Jóns- dóttir á Þingeyri. Þegar á fjöllin fellur mjöll falla blómin valla. Veðratröllin váleg öll vetur í höllu kalla. Næstu vísu kvað Jóhanna Kristjánsdóttir á Kirkjubóli. Góðum mönnum gefin var sú glögga eftirtekt að finna líka fegurð þar sem flest er hversdagslegt. í síðasta vísnaþætti birtist ófeðruð vísa og hefur Einar Kristjánsson gert athugasemd við hana. Þessi vísa er ekki ort sem staka, heldur er hún síðari hluti ljóðaerindis, sem er eftir Benedikt Gröndal. Hann var ættaður frá Vogum í Mývatnssveit, lagði stund á lögfræði og varð síðan vara- lögmaður og að lokum yfir- dómari. Hann var fæddur 1762 en dáinn 1825. Erindi þetta hljóðar svo: Hossir þú heimskum gikki, hann gengur lagið á, og ótal asnastykki af honum muntu fá, góðmenskan gildir ekki gefðu duglega á kjaft, slíkt hefur, það ég þekki, þann allra besta kraft.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.