Dagur - 14.03.1992, Side 17
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 17
SÖGUBROT
„Þú skalt alveg hætta að
hugsa um stúíku þessa“
- sögur af hinum margfróða og plkunnuga Torfa á Klúkum
Torfí Sveinsson á Klúkum var Ijúf-
menni hið mesta en talinn fjölkunnugur
og jafnvel rammgöldróttur. Hann not-
aði kunnáttu sína ætíð til góðs og var
hann vinsæll, en þjófum stóð hins vegar
stuggur af honum. Torfi var bláfátækur
alla ævi en margir gaukuðu einhverju
góðu að honum því hann var iðinn við
að greiða úr vandræðum annarra. Eg
ætla nú að rifja upp nokkrar sögur af
Torfa þessum, hinum fjölkunnuga og
sérkennilega alþýðumanni.
Torfi var fæddur árið 1760, sonur séra
Sveins Jónssonar á Knappsstöðum í Stíflu
og Hólmfríðar Þorláksdóttur frá Sjávar-
borg. Séra Sveinn var margfróður og mun
hafa kennt syni sínum ýmis fræði enda var
hann vel að sér í mörgu, m.a. reikningslist
sem var fátítt um alþýðumenn.
Líklega hefur Torfi dvalið í föðurhúsum
á yngri árum en skömmu fyrir aldamótin
var hann verslunarmaður á Akureyri.
Hann mun hafa byrjað búskap að Klúkum
í Hrafnagilshreppi árið 1800 eða ári síðar
og var hann þá kvæntur en barnlaus og
reyndar dó kona hans skömmu síðar.
Klúkur var lítil og afar rýr jörð og von-
laust að verða feitur af búskap þar. Eftir
að kona Torfa dó bjó hann með ráðskonu
er hét Guðný Ólafsdóttir og vildi hún ólm
giftast Torfa. Lét hann loks undan haustið
1824, þá 64 ára en hún 52 ára. Bjuggu þau
á Klúkum til 1833 en fluttu þá að Árgerði
í Saurbæjarhreppi og voru þar í hús-
mennsku þangað til Torfi dó 18. febrúar
1843, 82 ára gamall. Varð hann bráð-
kvaddur milli húsa og bæjar. Guðný lifði
til 1855, var fyrst á Völlum en síðan í Sam-
komugerði.
Lögðust á bakið og höfðu
konuskæni fyrir vitum sér
Torfi var djúphygginn og fjölfróður, eink-
um í ættvísi. Hann ritaði talsvert af sögum
og rímum en sennilega varð hann þekktari
fyrir að vera stimplaður galdramaður en
skáld. Menn reyndu að finna skýringar á
hæfileikum hans og voru sumir handvissir
um að Torfi stæði í vinfengi við álfkonuna
í Konuklöpp, sem er fyrir utan og neðan
Klúkur.
Aðrir töldu að Torfi hefði erft sagnar-
anda eftir föður sinn eða jafnvel náð í
nýjan. Til er saga af þvf þegar Torfi fór við
annan mann upp á Súlur eða Kerlingu til
að ná sagnaranda. Lögðust þeir á bakið og
höfðu konuskæni fyrir vitum sér en þegar
Torfi kallaði á andana fór fjallið að hristast
og varð félaginn óttasleginn og forðaði sér
en andinn skrapp í munn Torfa.
Hvernig sem Torfi höndlaði andann þá
fór hann vel með hann, hjálpaði fólki við
að greiða úr vandræðum og fletti ofan af
þjófum. Sem dæmi má nefna þegar sperðl-
ar hurfu á Litlahamri í Munkaþverársókn.
Vissi enginn hver hafði tekið þá. Daginn
eftir var messað á Hrafnagili og fór hús-
freyjan á Litlahamri til messu ásamt grið-
konu sinni. Torfi var þar líka og eftir
messu tók húsfreyjan hann tali. Griðkon-
an sá það en greindi ekki orðaskil. Á leið-
inni heim var hún sem á nálum og stundi
því loks upp með gráti og kveinstöfum að
hún hefði stolið sperðlunum, það þýddi
ekki að leyna því fyrst húsfreyja hafði tal-
að við Torfa.
Fór að ráðum Torfa og
fann beislið í draumi
Sögum ber saman um að Torfi hafi aldrei
viljað vísa beint á þjófa eða nafngreina þá.
Oft var gengið á hann en í stað þess að
segja að þar hafi Jón eða Hallfreður verið
að verki þá kom hann viðkomandi á sporið
á einhvern hátt.
Stefán nokkur Jónsson var vinnumaður
í Lögmannshlíð. Eitt sinn fór hann ríðandi
til Akureyrar og fékk Íánað dýrindis beisli
hjá manni í Lögmannshlíð. Beislinu var
stolið á Akureyri og var Stefán þá í vond-
um málum. Leitaði hann ráða hjá Torfa á
Klúkum og eftir mikið nudd fékk Torfi
honum lítinn böggul og sagði Stefáni að
setja hann undir kodda sinn um kvöldið og
leggja drauma næturinnar á minnið. Stefáni
gekk illa að festa blund með þennan dular-
fulla böggul undir koddanum en loks þeg-
ar hann sofnaði dreymdi hann að hann sæi
beislið hanga í skemmu á Einarsstöðum.
Morguninn eftir gekk Stefán rakleitt til
Einarsstaða, strunsaði fram hjá bónda og
beint inn í skemmu. Sá hann þá beislið
hanga þar á sama stað og í draumnum og '
var bóndi lúpulegur mjög þegar hann sá
Stefán taka beislið og ganga þegjandi með
það heim á leið.
Stökk allsnakin og tryllt upp
úr rúminu
Á Úlfá, fremsta bæ í Eyjafirði, urðu
undarlegir atburðir um þessar mundir. Á
heimilinu voru mæðgur sem voru orðlagð-
ar fyrir ráðvendni og góða hegðun. Móðir-
in var á fimmtugsaldri en dóttirin rúmlega
tvítug. Þessi góðlynda stúlka tók upp á því
eina nóttina á jólaföstu að stökkva allsnak-
in upp úr rúmi sínu, gjörsamlega tryllt, og
fór hún að brjóta allt og bramla. Jafnframt
formælti hún öllu á himni og jörðu. Lét
hún ekki sefast fyrr en hún féll í svefn í
dögun.
Sagan endurtók sig næstu nætur, stúlkan
var hamslaus og enginn gat skýrt hegðun
hennar né ráðið við hana. Reynt var að
afstýra þessum ófögnuði með guðsorði og
sálmasöng en allt kom fyrir ekki. Loks var
móðurinni ráðlagt að leita til Torfa á Klúk-
um sem hún gerði en hann taldi öll tor-
merki á því að úr þessu yrði bætt.
Þegar konan ætlaði frá að hverfa sótti
Torfi hníf og lét hana fá með þeim orðum
að hún skyldi fara fram í göngin og stinga
hnífnum þar inn í veggjarholu þannig að
eggin sneri til útidyra. Dóttir hennar mætti
ekki vita af þessu. „Er þá ekki framar til
mín að leita,“ sagði Torfi, „en vænt þætti
mér um að fá hnífgréluna aftur.“
Móðirin gerði eins og Torfi hafði fyrir
lagt. Um nóttina vaknaði stúlkan óróleg
mjög en þó var ekkert æði á henni. Sagði
hún að vera sú sem sækti á sig væri á bað-
stofuglugganum og kvartaði um að eitt-
hvað væri í göngunum sem hún kæmist
ekki fram hjá. Heimtaði veran að þessi
hindrun yrði fjarlægð. Vildi stúlkan ólm
fara fram í göngin en heimamenn komu í
veg fyrir það. Svona gekk þetta nokkrar
nætur en fjaraði smám saman út og átti
stúlkan eftir það allnáðugar nætur, þökk
sé Torfa á Klúkum sem vonandi hefur
fengið hníf sinn aftur.
Fágætur brennivínskútur hverfur
en birtist óvænt á ný
Segir næst af vinnumanni nokkrum er
Friðrik hét. Hann átti þriggja potta brenni-
Torfa á Klúkum tókst að hemja trylltar meyj-
ar og fletta ofan af rumniungum og þjófum
með hæflleikum sínum.
vínskút, grænmálaðan, með eirgjörðum,
og þótti honum fjarskalega vænt um þenn-
an fágæta kút. Eitt sinn tók hann kútinn
með sér í kaupstað og geymdi hann um
stundarsakir meðan hann brá sér frá en
þegar hann sneri aftur var brennivíns-
kúturinn horfinn. Rak Friðrik þá upp
ramakvein svo mikið að eidingar leystust
úr læðingi og sviðu allan gróður í uppsveit-
um Eyjafjarðar. Nei, þetta síðasta er nú
bara græskulaust gaman.
Friðrik fór að hitta Torfa sem bjó þá í
Árgerði og bað hann um hjálp. Að vanda
var Torfi eitthvað tregur til og reyndar var
hann óvenju daufur í dálkinn, enda þröngt
í búi. Friðrik sá að ekkert var á heimsókn
þessari að græða en samt sem áður dró
hann upp magál úr poka sínum og færði
Torfa. Léttist þá heldur brúnin á karli.
„Svo er reynandi, að þú komir hérna
aftur á morgun,“ sagði Torfi þegar hann
hafði þuklað magálinn, „verið gæti, að ég
vissi þá eitthvað um kútinn.“
Daginn eftir fór Friðrik til Torfa og lá þá
ljómandi vel á honum. Bað hann Friðrik
að koma með sér inn í bæ. Þar tók hann
lok ofan af íláti og bað Friðrik að líta ofan
í það. Sá Friðrik í fyrstu ekkert nema vatn
en síðan greindi hann mynd af manni sem
var að bograst við kornmatarpoka og búa
um græna kútinn í honum. Ekki sást nema
aftan á manninn.
„Þarna sérðu nú, hvernig á kúthvarfinu
stendur,“ mælti Torfi, „og er ekki ólíklegt,
að hann hafi orðið þér samferða úr kaup-
staðnum. Skaltu nú vera rólegur, því kút-
urinn mun koma í leitirnar fyrir sumardag-
inn fyrsta." Varð Friðrik glaður við og
skondraði heim á leið.
Að morgni sumardagsins fyrsta gekk
Friðrik til fjárhúsa og sá hann kútinn
standa við dyrnar. Var hann fullur af
brennivíni eins og við hann hafði verið
skilið á Akureyri. Gekk Friðrik síðar um
daginn enn niður að Árgerði og gaf Torfa
vel í staupinu. Lagði hann fast að honum
að nefna þjófinn, en Torfi fór undan í
flæmingi og sagði að þess gerðist engin
þörf fyrst kúturinn væri kominn til skila.
Árangursrík hjónabandsmiðlun
Torfa
Lítum næst á þátt Torfa í hjónabandsmiðl-
un í Eyjafirði. Maður hét Einar og bjó í
Samkomugerði og síðan á Völlum. Sonur
hans hét Friðfinnur og var efnilegur
smiður. Lagfærði hann oft búsáhöld fyrir
Torfa í Árgerði og urðu þeir góðir kunn-
ingjar. Þegar Friðfinnur var orðinn fulltíða
lagði hann hug á stúlku nokkra í Hlíðar-
haga en þóttist sjá að hún brann ekki
beinlínis af ást til hans. Fór hann þá til
Torfa og bað hann með kunnáttu sinni að
hneigja hug stúlkunnar til sín, því sér væri
hið mesta alvörumál að ná ástum hennar.
Torfi þagði um stund en mælti svo:
„Leitt þykir mér að geta ekki orðið við
þessari bón þinni, en þú skalt hætta alveg
að hugsa um stúlku þessa, því að hún á
ekki að verða konan þín. En ef þú ætlar að
staðfesta ráð þitt, vil ég ráða þér að biðja
Sigríðar, dóttur Jóns á Draflastöðum; seg-
ir mér svo hugur um, að því máli verði vel
tekið.“ Sleit svo tali þeirra.
Nokkru síðar fór Friðfinnur að ráðum
Torfa og bað Sigríðar; var það mál auðsótt
og lifðu þau mörg ár í farsælu hjónabandi.
Er margt fólk frá þeim komið.
Skildingarnir myndu vafalaust
rata heim aftur
Rifjum að lokum upp enn eina söguna af
Torfa sem tengist þjófnaðarmáli. Já, það
væri ekki ónýtt fyrir Daníel og félaga í
rannsóknarlögreglunni að geta leitað til
Torfa Sveinssonar.
Páll Bjarnason var gildur bóndi og bjó í
Leyningi. Var sagt að hann ætti peninga og
geymdi þá í skrínu nokkurri sporöskjulag-
aðri, er hann á yngri árum sínum notaði til
suðurferða, en þá voru skreiðarferðir suð-
ur um land tíðar úr Eyjafirði. Skrínan var
járnbent og hin rammlegasta. Einu sinni
bar svo við að hundrað dalir hurfu úr kist-
unni og þótti Páli það súrt í broti en taldi
gangslaust að kæra stuldinn því hann hafði
engan grunaðan um verknaðinn. Tók hann
sér þá ferð á hendur að Árgerði að hitta
Torfa og biðja hann ráða.
Torfi, hógvær að vanda, tók þvert fyrir
að vita meira um þetta en hver annar.
Hann sagði þó við Pál að hann skyldi bíða
rólegur því að skildingarnir myndu vafa-
laust rata heim aftur. Þegar þeir kvöddust
bað Torfi hann að skila kveðju frá sér til
Guðmundar á Kolgrímastöðum. Þótti Páli
það kynlegt því ekki vissi hann til að þeir
Torfi og Guðmundur væru neitt kunnugir.
Gerði hann þó eins og hann var beðinn,
kom við á Kolgrímastöðum og bar Guð-
mundi kveðju Torfa. Brá honum nokkuð,
en ekki ræddust þeir meira við og reið Páll
heimleiðis.
Morguninn eftir varð Páli gengið inn í
skálann. Lágu þá stolnu dalirnir á skrínu-
lokinu. allir með tölu. Féll grunur á
Guðmund, að hann hefði verið valdur að
hvarfi peninganna, en ekki þorað að halda
þeim eftir að honum barst kveðjan frá
Torfa.
Segir þá ekki meira af Torfa Sveinssyni
hinum fjölkunnuga.
(Heimild: Gríma hin nýja, þriöja bindi - Bókaútgáfan Þjóð-
. saga, Rvík. 1964.)