Dagur - 17.03.1992, Side 2

Dagur - 17.03.1992, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 Fréttir Fjórðungssamband Norðlendinga: Aukafl órðungsþing boðað á Akureyri 30. aprfl nk. - rætt verður um stofnun landshlutasamtaka Stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga samþykkti á fundi sínum si. föstudag að boða til aukafjóröungsþings á Akureyri 30. apríl nk. þar sem rætt verði um að stofna til landshlutasamtaka í Norður- landskjördæmi eystra og vestra, sem komi í stað Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Samþykkt stjórnar Fjórðungs- sambandsins um málið er svo- hljóðandi: „Fjórðungsstjórn ákveður að boða til aukafjórð- ungsþings 30. apríl 1992 á Akur- eyri með hliðsjón af tilmælum nefnda sem vinna að undirbún- ingi stofnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga á kjördæmagrund- velli á Norðurlandi og sem kosn- ar voru á Fjórðungsþingi Norð- lendinga 1991. Fjórðungsstjórn ákveður með hliðsjón af þessum tilmælum að leggja til við auka- fjórðungsþingið að það ákveði að starfa að hluta til í tveim deild- um, þ.e. skipting þingfulltrúa eft- ir kjördæmum. Jafnframt leggur fjórðungsstjórn til við þingið að hvor deild um sig ákveði hvort stuðlað verði að stofnun lands- hlutasamtaka sveitarfélaga í við- Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar: Seiiuii umræða í dag - litlar breytingar milli umræðna Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Sauðárkróks fyrir árið 1992 verður tekin til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Engar stórvægilegar breyting- ar hafa orðið á áætluninni milli umræðna þó vissir málaflokkar fái aukin framlög og eignfærð fjárfesting verði aukin um tvær milljónir króna. Meðal þeirra breytinga sem orðið' hafa á áætluninni eru: 300 þús. króna viðbótarstyrkur til Skátafélagsins Eilífsbúa, 500 þús. kr. viðbót við framlag til Félags- heimilisins Bifrastar og Héraðs- nefnd fær um 550 þús. krónur til viðbótar vegna uppgjörs heilsu- gæslu frá árinu 1989. Eignakaup bæjarsjóðs voru síðan aukin um tvær milljónir og framlag frá veit- um hækkað um fjórar milljónir. Samkvæmt áætluninni eru niðurstöðutölur rekstrar því 311.995 þús. krónur í gjöld og 352.401 þús. krónur í tekjur. Niðurstöðutölur gjaldfærðrar fjárfestingar eru síðan 74.134 þús. krónur í gjöld og 39.400 þús. krónur í tekjur. Eignfærð fjár- festing hækkar síðan upp í 19.649 þús. Fjárhagsáætlanir veitna á Sauðárkróki og hafnarsjóðs verða einnig teknar til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag, en breytingar á þeim eru smávægilegar. Framkvæmdaáætl- un hafnarsjóðs hækkar þó um tæpar þrjár milljónir króna og lántökur til samræmis við það, vegna breytinga á verkefnum. SBG komandi kjördæmi. Fjórðungs- stjórn mun að fengnum niður- stöðum kjördæmadeilda gera til- lögu til aukafjórðungsþings um hvort hefja á undirbúning að starfslokum Fjórðungssambands Norðlendinga. Fjórðungsstjórn leggur áherslu á það við þingboð- un aukaþingsins að þingfulltrúar einstakra sveitarfélaga afli sér umboðs sveitarstjórna til að taka afstöðu til stofnunar kjördæma- bundinna landshlutasamtaka á Norðurlandi.“ Ingunn St. Svavarsdóttir, for- maður stjórnar Fjórðungssam- bandsins, segir að þurfi samþykki % hluta sveitarstjórna á Norður- landi til þess að leggja Fjórðungs- sambandið niður. Ingunn segir að verði sú ákvörðun tekin telji stjórnin æskilegt að nýta kom- andi sumar til að ákveða hvernig hin nýju landshlutasamtök eigi að vera, hvernig kosið verði til þeirra, hvernig þau tengist héraðs- nefndunum og fleira. óþh Karaoke-söngkeppni Sjallans: Einar Haflberg sigraði Einar Hafberg, 18 ára nemi í Menntaskólanum á Akureyri, bar sigur úr býtum í karaoke- söngkeppni Sjallans, sem lauk á Akureyri á föstudagskvöldið. Einar, sem keppti fyrir hönd útgerðarfélagsins Hjálms á Flat- eyri, söng lögin „Kiss“ og „Cali- fornia dreaming". Tólf söngvarar tóku þátt í úrslitakeppninni, sem þótti jöfn og spennandi. Á mynd Golla hér að ofan er sigurvegar- inn í góðri sveiflu. Fleiri myndir og frásögn af úrslitum keppninn- ar verða birt í blaðinu á morgun. Suður-Þingeyjarsýsla: Heldur dregið úr atviimuleysi Heldur hefur dregið úr atvinnuleysi í Suður-Þingeyj- arsýslu í þessum mánuði. Alls voru 120 atvinnulausir í sýsl- unni 1. mars sl. þar af 62 á Húsavík. Atvinnuleysið var verra hjá konum, 68 konur í sýslunni voru án vinnu og 52 karlar. Ágúst Óskarsson, starfsmaður á skrifstofu verkalýðsfélaganna, sagðist reikna með að nú væru um 100 manns án atvinnu í sýsl- unni. „Þetta eru allar stærðir og gerðir af fólki sem er atvinnu- laust og það kemur úr 25 starfs- greinum," sagði Ágúst, aðspurð- ur úr hvaða störfum atvinnu- leysingjarnir kæmu helst. Hann nefndi sem dæmi: fiskeldi, togara- útgerð, bátaútgerð, slátrun, mjólkuriðnaður, fiskvinna, niðursuða, prjónavörufram- Mývatnssveit: Gróðurvemdarsamtök í undirbúningi Undirbúningsfundur fyrir stofnun gróðurverndunarsam- taka í Mývatnssveit var hald- inn sl. sunnudag að Hótel Reynihlíð. Fundinn sátu 26 manns og var Arnþór Björns- son fundarstjóri. Þriggja manna stjórn til undir- búnings stofnfundar var kjörin og hana skipa: Hörður Sigurbjarn- arson, Eyþór Pétursson og Helga Valborg Pétursdóttir. Tveir fulltrúar frá Húsgulli á Húsavík mættu á fundinn, það voru Sigurjón Jóhannesson og Sigurjón Benediktsson. Húsgull er samtök um gróðurvernd og uppgræðslu. Samtökin verða þriggja ára á morgun, 18. mars. Þau halda þriðju stóru ráðstefnu sína um gróðurvernd nk. laugar- Hagfélagið hf.: Léleg þátttaka í köraiun félagsins Hið nýstofnaða Hagfélag í Vestur-Húnavatnssýslu lét það verða sitt fyrsta verk að efna til könnunar á afstöðu héraðs- búa til atvinnumála. Eyðublöð voru send inn á hvert heimili í héraðinu og átti að skila þeim í byrjun þessa mánaðar. Lélegar heimtur hafa hinsvegar orðið í könnuninni. Að sögn Karls Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra Hagfélagsins hf., hafa sárafá eyðublöð skilað sér í pósthólfið hjá félaginu og er hann að vonum vonsvikinn vegna þessa. „Annað hvort er þetta ákveðið tómlæti eða fólk er andvaralaust fyrir atvinnuástandinu. Könnun- in var ekkert síður til að leita eft- ir upplýsingum um menntun fólks til að sjá hvaða kraftur lægi raunverulega í héraðinu í formi menntunar og þekkingar til að hægt væri að átta sig betur á hvað hægt væri að bjóða upp á. Einnig var fólk beðið að setja í áherslu- röð ýmsar greinar atvinnurekst- urs. Samt sem áður hafa fáir gef- ið sér tíma til að fylla út eyðu- blöðin og senda okkur,“ segir Karl. SBG dag. Um 200 þúsund trjápiöntur hafa verið gróðursettar í Húsa- víkurland á vegum samtakanna og landið hefur verið girt og frið- að fyrir lausagöngu búfjár. Sig- urjónarnir sýndu fundarmönnum myndir og greindu frá á hvern hátt áhugamannahópurinn í Hús- gulli starfaði. Að sögn Arnþórs skildist hon- um á fundarmönnum að áhuga- menn í Mývatnssveit vildu gjarn- an að fyrirhuguð samtök þar störfuðu með Húsgulli. Hann sagði að mörg verkefni sem vert væri að sinna hefðu verið nefnd á fundinum. „Ég er sannfærður um að þetta verður kraftmikið félag,“ sagði Arnþór. IM Kalt um helgina: Frost komst hæst í 24 gráður - víða 15 til 18 gráðu frost á laugardag Kalt var í veöri á landinu um helgina. Frostið komst hæst í 24 gráður á Hveravöllum og fór í um 20 gráður á ýmsum stöðum norðanlands og aust- an. Einnig var kalt í öðrum landshlutum og frost víðast yfir 10 gráður. Kuldaboli slapp laus um helg- ina og hrelldi bæði Norðlendinga og aðra landsmenn. Mjög kalt var um norðanvert landið og einnig á Austurlandi. Kaldast var í byggð á Egilsstöðum en þar fór frostið niður í 22 gráður aðfara- nótt laugardags. Þá var um 20 gráðu frost á Grímsstöðum á Fjöllum og 15 til 18 gráðu frost var víðast hvar á Norður- og Austurlandi. Aðfaranótt sunnu- dagsins var frostið heldur minna eða 23 gráður á Hveravöllum og 20 á Grímsstöðum. Þá var 19 gráðu frost á Hrauni á Skaga, sem er óvenjulegt úti við sjó. Verulegt frost var einnig um sunnanvert landið fram á sunnu- dag en þá fór að hlýna og var orð- ið frostlaust á höfuðborgarsvæð- inu á sunnudagskvöld og um norðanvert iandið á mánudags- morgun. ÞI leiðsla, kemískur iðnaður, skógrækt, húsasmíði, húsamál- un, járniðnaður, rafveita, hita- veita, bensín- og olíusala, bygg- ingarvöruverslun, matvöruversl- un og sælgætisverslun. Um framtíðarhorfurnar sagði Ágúst: „Ástandið hefur alltaf verið verst í janúar en lagast síð- an þegar kemur fram á vorið. Eins og horfurnar eru í dag lítur út fyrir mjög slæmt atvinnu- ástand í sumar, sérstaklega fyrir 16-18 ára, eða þá sem eru í fyrsta sinn á hinum almenna vinnu- markaði." IM Sauðárkrókur: Verður Röstin úrelt? Allt stcfnir í að Röst SK, sem er í eigu Dögunar hf. á Sauðárkróki, verði úrelt á næstunni. Hagræðingar- sjóður fjallar um málið á fundi í dag og segist Ómar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Dögunar, ekki búast við öðru en úrelding verði samþykkt. Röstin hefur legið við bryggju á Sauðárkróki frá sl. hausti, en þá kom upp eldur í skipinu sem olli verulegum skemmdum á útbúnaði þess. Töluverður kvóti fylgir Röst- inni og að sögn Ómars er ekki ljóst hvað um hann verður, en fyrirtækið á ekkert skip sem það getur fært hann yfir á. Ómar segir að þeir hafi verið að leita að skipi til að kaupa, en allt sé óljóst í þeim efnum ennþá, en aftur á móti hafi töluvert vcrið um þreifingar varðandi kvótann. Bæjarráö Sauðárkróks hef- ur tekið kvótamál Rastarinnar inn á borð hjá sér og boðað hefur verið til fundar for- svarsmanna fiskvinnslufyrir- tækja bæjarins og ráðsins um málið. SBG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.