Dagur - 17.03.1992, Page 3

Dagur - 17.03.1992, Page 3
Þriðjudagur 17. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Aflcoma ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins: Betri staða en áætlað hafði verið - helmingi minni halli en fyrstu tvo mánuði síðasta árs Bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins sýna að rekstrarhallinn er helmingi minni en á sama tíma í fyrra, eða 2,2 milljarðar nú á móti 4,6 milljörðum í fyrra. Þetta er tæplega 1 millj- arði betri afkoma en áætlað hafði verið. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam tæpum 3 milljörðum í janú- Hagnaður Flug- leiða 150 milljónir á síðasta ári Heildarhagnaður af rekstri Flugleiða í fyrra var 150 millj- ónir króna en árið 1990 var um 433 milljón króna hagnaður á verðlagi 1991. Sigurður Helga- son, forstjóri félagsins, segir að þótt félagið hafi ekki náð arðsemismarkmiðum sínum á árinu sé þessi afkoma viðun- andi miðað við þær erfiðu aðstæður sem ríktu í alþjóðleg- um flugrekstri á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starf- semi árið 1991 var um 188 millj- ónir króna. Regluleg starfsemi eru rekstrartekjur að frádregnum beinum rekstrarkostnaði og fjár- magnskostnaði. Árið 1990 var 448 milljón króna hagnaður af reglulegri starfsemi, reiknað á verðlagi ársins 1991. Rekstrartekjur Flugleiða árið 1991 voru 12,7 milljarðar króna en voru 12,5 milljarðar árið áður. Rekstrargjöld voru um 11,8 milljarðar í fyrra en voru tæplega 11,9 milljarðar árið áður. Fjármagnsgjöld hafa hækkað verulega og voru um 719 milljón- ir króna en voru um 150 milljónir árið 1990 á verðlagi 1991. Árið 1991 var söluhagnaður tæplega 69 milljónir króna en var en var rúmlega 376 milljónir árið áður á verðlagi síðasta árs. Eigið fé Flugleiða var 4.409 milljónir króna í árslok 1991 en skuldir fyrirtækisins samtals 16.729 milljónir. Þær eru að lang- mestu leyti til komnar vegna kaupa á flugvélum og eru tryggð- ar með veði í vélunum sjálfum. Aðalfundur Flugleiða verður haldinn fimmtudaginn 19. mars kl. 14.00 í Höfða á Hótel Loft- leiðum. -KK Mývatnssveit: Þokkaleg veiði íMývatni „Silungsveiði í Mývatni hefur verið þokkalega góð frá því að hún hófst í febrúar,“ sagði Þorlákur Jónasson, bóndi í Vogum í Mývatnssveit í sam- tali við Dag. Þorlákur sagði jafnframt að silungurinn væri vænn og mjög góður á bragðið. „í gegnum árin hefur það oft verið þannig að veiði er góð fyrstu dagana en dettur svo niður á milli. Svo virð- ist ekki vera nú, alla vega ekki hérna norðan megin, þó svo að veiði hafi dottið niður hjá Starra í Garði,“ sagði Þorlákur. -KK ar og febrúar samanborið við 5,2 milljarða í fyrra. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka var einnig rúmlega 3 milljörðum betri á þessu tímabili en í fyrra. Hvað tekjuhliðina varðar námu innheimtar tekjur í febrú- arlok 16,5 milljörðum króna frá áramótum. Þetta er 2,7 milljörð- um meiri tekjur en í fyrra, eða hækkun um 19,7% á sama tíma og almennt verðlag hefur hækkað um 7%. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins eru ýmsar skýringar á þessari tekjuinn- heimtu, t.d. gildistaka trygginga- gjalds í ársbyrjun síðasta árs sem ekki skilaði tekjum fyrr en í febrúar það ár, innheimta virðis- aukaskatts fyrir tvo mánuði í ár, hálfum mánuði meira en í fyrra, breytingar á uppgjöri staðgreiðslu frá síðasta ári og lækkun barna- bóta frá því í fyrra. Auk þessa má nefna að tollar og innflutn- ingsgjöld skiluðu ríkissjóði minni tekjum í ár en í fyrra, að raun- gildi, sem sýnir minnkandi inn- flutning. Heildarútgjöld ríkissjóðs námu 18,8 milljörðum króna á þessu tveggja mánaða tímabili. Hækkunin milli ára er rúm 2% en miðað við verðlagshækkanir er raungildislækkun á milli áranna um 900 milljónir. í þessum mán- uðum reyndust framlög til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga, Bygg- ingarsjóðs ríkisins, fasteigna- kaupa og vaxtagreiðslna um 600 milljónum króna lægri en á síð- asta ári. Framlög til annarra útgjaldaflokka hafa hins vegar hækkað, s.s. til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Trygg- ingastofnunar ríkisins, og Atvinnuleysistryggingasjóðs, alls um 900 milijónir króna. JÓH Ert þú í forsvari fyrir félag, fámennt eða fjölmennt, formlegt eða óformlegt? Félagaþjónustan greibir fyrir fjármálum félagasamtaka. Þá veistu hvaö þaö fer mikill tími í innheimtu félagsgjalda, aö halda félagatalinu réttu, vita hverjir hafa gert skil, senda rukkanir á réttum tíma, taka viö greiöslum og koma þeim í banka. Til aö þú hafir meiri tíma til aö sinna eiginlegum félagsstörfum höfum viö þróaö Félagaþjónustu íslandsbanka. Félagaþjónustan felst mebal annars í eftirfarandi þáttum: • Círóseölar fyrir félagsgjöldum eru skrifaöir út og sendir greiöendum á réttum tíma. Um leiö er félaginu send skrá yfir útskrifaöa gíróseöla. • Hægt er aö velja árlega og allt niöur í mánaöarlega innheimtu. • Reikningsyfirlit meö nöfnum greiöenda eru skrifuö út í byrjun hvers mánaöar. • Dráttarvextir eru reiknaöir, sé þess óskaö. • Gjöld geta hœkkaö samkvæmt vísitölu, sé þess óskaö. Aö auki er boöin margþætt viöbótarþjónusta. Notfœröu þér Félagaþjónustu íslandsbanka fyrir þitt félag og notaöu tímann til aö sinna sjálfum félagsstörfunum. ISLANDSBANKI -í takt vid nýja tíma!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.