Dagur - 17.03.1992, Síða 10

Dagur - 17.03.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Man. Utd. með öll spilin á hendi - tveir reknir útaf hjá Chelsea - Tottenham vonlaust á heimavelli Nú styttist í að endaspretturinn hefjist í ensku knattspyrnunni, en þó eru enn mörg stig í boði. Leeds Utd. heldur efsta sæt- inu, tveim stigum á undan Man. Utd., en ekki er allt sem sýnist því Man. Utd. á þrjá Ieiki inni og hefur því öll tromp á hendinni. En þá eru það leikir laugardagsins. ■ Leikur Sheff. Utd. gegn Man. Utd. var sýndur í sjónvarpinu, bráðfjörugur leikur þar sem spenna og harka sáu til þess að áhorfendum leiddist ekki. Sheff. Utd. var betra liðið í fyrri hálf- leiknum og náði forystu á 21. mín. með marki Brian Deane sem hefði átt að bæta öðru marki við rétt fyrir hlé. Man. Utd. var síðan mun sterkara liðið í síðari hálfleiknum og Brian McClair jafnaði leikinn á 62. mín. eftir mistök í vörn Sheff. Utd. Sigur- mark Man. Utd. kom síðan er 8 mín. voru til leiksloka, eftir þunga sókn heimamanna kom skyndisókn frá Utd. og varamað- urinn Clayton Blackmore skoraði af stuttu færi eftir sendingu McClair. Minnstu munaði þó í Úrslit 1. deild Aston Villa-Q.P.R. 0:1 Chdsea-Coventry 0:1 Crystal Palace-Liverpool 1:0 Everton-Luton 1:1 Leeds Utd.-Wimbledon 5:1 Nottingham For.-Norwich 2:0 Oldham-Notts County 4:3 Sheffield Utd.-Manchester Utd. 1:2 Tottenham-Sheffield Wed. 0:2 West Ham-Arsenal 0:2 Manchester City-Southampton 0:1 2. deild Barnsley-Oxford 1:0 Brighton-Blackburn 0:3 Bristol City-Cambridge 1:2 Ipswich-Leicester 0:0 Newcastle-Swindon 3:1 Port Vale-Bristol Rovers 0:1 Portsmouth-Millwall 6:1 Southend-Middlesbrough 0:1 Tranmere-Derby 4:3 Watford-Sunderland 1:0 Wolves-Plymouth 1:0 Úrslit í vikunni: FA-bikarinn • - fjórðungsúrslit Chelsea-Sunderland 1:1 Deildabikarinn - undanúrslit - síöari leikur Manchester Utd.-Middlesbrough 2:1 1. deild Arscnal-Oldham 2:1 Liverpool-West Hara 1:0 Notts County-Aston Villa 0:0 Wimbledon-Everton 0:0 Coventry-Nottingham For. 0:2 Luton-Tottenham 0:0 Norwich-Chelsea 0:1 Q.P.R.-Leeds Utd. 4:1 Sheffield Wed.-Shelfield Utd. 1:3 Southampton-Crystal Palace 1:0 2. deild Blackburn-Southend 2:2 Cambridge-Newcastle 0:2 Grimsby-Brighton 0:1 Plymouth-BrLstoI City 1:0 Swindon-Charlton 1:2 Bristol Rovers-Wolves 1:1 Derby-Port Vale 3:1 Leicester-Portsmouth 2:2 Millwall-Tranmere 0:3 Oxford-Watford 0:0 lokin að Alan Cork jafnaði fyrir Sheff. Utd. er hann fékk boltann eftir misheppnað útspark, en hann gaf sér ekki nægan tíma og Peter Schmeichel varði skot hans. Heppnin virðist því fylgja liði Man. Utd. þessa dagana og allt sem bendir til þess að meist- aratitillinn hafni á Old Trafford. ■ Leeds Utd. hefur þó ekki gef- ið upp alla von og eftir ljótt tap í vikunni gegn Q.P.R. náði liðið að rífa sig upp á laugardag og burstaði Wimbledon 5:1. Prjú mörk á 7 mín. kafla eftir hálftíma leik í fyrri hálfleik tryggðu Leeds Utd. sigurinn. Lee Chapman skoraði tvö fyrstu mörkin, fyrst með einföldu poti eftir sendingu David Batty og síðan með skalla eftir fyrirgjöf Rodney Wallace. Wallace skoraði síðan þriðja markið eftir undirbúning Gordon Strachan, en Paul Miller lagaði stöðu Wimbledon með góðu marki rétt eftir hlé og liðið hefði getað gert enn betur. Það tókst þó ekki og Frakkinn Eric Cantona nýtti sér varnarmistök John Scales og gerði fjórða mark Leeds Utd. og lokaorðið átti síðan Chapman með sínu þriðja marki er hann skallaði inn fimmta mark liðsins, en það verður erfitt fyrir Leeds Utd. að eiga við hið sterka lið Man. Utd. á lokasprettinum. ■ Ekki vantaði mörkin í leik nýliðanna Oldham og Notts County þar sem Oldham hafði að lokum betur 4:3. Mark Draper gerði fyrsta mark leiksins fyrir County, en síðan komu þrjú mörk á sex mín. rétt fyrir hlé sem hefðu átt að gera útaf við County. Andy Ritchie gerði tvö þeirra og Rick Holden það þriðja. Andy Williams lánsmaður frá Leeds Utd. lagaði stöðu County með góðu skoti í síðari hálfleik og er 6 mín. voru til leiksloka jafnaði Gary Lund fyrir liðið í 3:3. Úrslitamarkið kom síðan er 4 mín. voru til leiksloka er Ian Marshall skoraði fyrir Old- ham með þrumuskoti af löngu færi. ■ Liverpool blandar sér ekki í baráttuna úr þessu eftir tap fyrir Crystal Palace. Eina mark leiks- ins kom rétt fyrir hlé, Eric Young skoraði eftir að Bruce Grobbe- laar í marki Liverpool hafði misst frá sér boltann eftir skalla Mark Bright. Paul Mortimer var tví- vegis nærri að skora fyrir Palace og átti t.d. skot í stöng, en Liverpool var yfirspilað í fyrri hálfleik, en náði sér nokkuð á strik er Jan Molby og Ian Rush komu inná í síðari hálfleik. Rush fékk besta færi Liverpool eftir undirbúning Molby, en Nigel Martyn markvörður Palace varði mjög vel og Michael Thomas fékk einnig gott færi fyrir Liver- I pool. Grobbelaar brá sér síðan í Clive Allen var annar tveggja leikmanna Chelsea sem var rekinn útaf gegn Coventry. Ovæntur sigur Southampton Man. City tapaði óvænt á hcimnvelli gegn Southampton í 1. deildarleik á sunnudaginn. Við tapið eru möguleikar City nánast úr sögunni hvað varðar efsta sætið, en möguleikar Southampton til þess að forð- ast fallið jukust að sama skapi verulega við sigurinn. Iain Dowie skoraði eina mark leiksins fyrir Southampton, en liðið hefur ekki tapað leik sem Dowie hefur skorað í til þessa og hans fyrrverandi félagar í Luton og West Ham samgleðjast hon- um því örugglega ekki þessa dag- ana. Þetta var hans sjöunda mark ' í vetur, skalli eftir sendingu Alan Shearer í síðari hálfleik. Gæfan var City ekki hliðholl í leiknum og þeir Neil Ruddock og Kevin Moore björguðu á línu frá Niall Quinn og Mike Sheron. Miðverðir Southampton þeir Ruddock og Moore voru mjög harðir í Ieiknum og áttu ásamt markverðinum Tim Flowers, sem varði mjög vel skalla Shearer í síðari hálfleik, mestan heiður af sigrinum. Lið Man. City virkaði tauga- veiklað í leiknum og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli frá því í september. Þ.L.A. Chris Whyte, miðvörður Leeds Utd., skallar frá marki í stórum sigri gegn Wimbledon en staða liðsins á toppnum er ekki eins góð og virðist í fljótu bragði. sóknina er Liverpool fékk horn- spyrnu í lokin, en allt kom fyrir ekki. ■ Enn tapar Tottenham á heima- velli og nú er rætt um það í fullri alvöru að láta leikmenn gista utan Lundúna fyrir heimaleiki og ferðast síðan heim. Nú lá liðið gegn Sheffield Wed., en Totten- ham hefði átt að vera 2:0 yfir eftir markalausan fyrri hálfleik. Gor- don Durie sem ekki hefur skorað síðan í september komst tvívegis einn í gegn, en mistókst. Pað hlaut því að fara illa og tvö mörk frá Sheff. Wed. á 8 mín. kafla í síðari hálfleik sáu til þess. Fyrst skoraði David Hirst með við- stöðulausu skoti og Paul Williams bætti síðara markinu við eftir misheppnaða sendingu Gary Mabbutt ætlaða markverði sínum. Tottenham átti ekkert svar og ef ekki verður fljótt breyting til batnaðar hjá liðinu gæti það hæglega fallið niður í 2. deild í vor. ■ Staða West Ham á botninum versnar stöðugt og nú bættist við 2:0 tap á heimavelli gegn Arsenal. Ian Wright skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum, það fyrra á 13. mín. eftir sendingu Alan Smith og í síðari hálfleik afgreiddi hann sendingu Paul Merson í netið. ■ Brian Stein náði óvænt foryst- unni fyrir Luton á útivelli gegn Everton og Luton hefði ekki veitt af öllum stigunum í fallbarátt- unni. Af því varð þó ekki, heima- menn náðu að jafna í síðari hálf- leik og var Mo Johnston þar að verki, en aðdáendum Everton þótti jafnteflið þó ekki tilefni til mikils fagnaðar. ■ Pað gekk mikið á er Chelsea tapaði á heimavelli gegn Coventry með marki Stewart Robson í síð- ari hálfleik. Tveir leikmanna Chelsea voru reknir útaf í leikn- um, þeir Andy Townsend og Clive Allen sem létu tapið fara of mikið í taugarnar á sér. ■ Q.P.R. hefur verið á fljúgandi ferð að undanförnu og liðið sigr- aði Aston Villa á útivelli með eina marki leiksins. Pað var Les Ferdinand sem skoraði markið í síðari hálfleik og var þetta hans fjórða mark í síðustu þrem leikj- um. ■ Nottingham For. vann örugg- an heimasigur gegn Norwich og var 2:0 sigur liðsins síst of stór. Það voru þeir Roy Keane og Scott Gemmill sem skoruðu fyrir Iiðið. 2. deild ■ Blackburn er sem fyrr efst í 2. deild eftir 3:0 sigur á Brighton, David Speedie, Colin Hendry og Roy Wegerle gerðu mörk liðsins. ■ John Aldridge skoraði þrennu fyrir Tranmere gegn Derby. ■ Bernie Slaven skoraði sigur- mark Middlesbrough á útivelli gegn Southend. Þ.L.A. Staðan 1. deild Lceds Utd. 34 18-13- 3 64:3067 Manchester Utd. 31 18-11- 2 53:23 65 Sheflield Wednesday 33 16- 9- 8 53:45 57 Manchesler Cily 33 15- 8-10 45:40 53 Liverpool 32 13-13- 6 36:28 52 Arsenal 32 13-11- 8 55:36 50 Everton 33 11-12-10 42:35 45 QPR 34 10-15- 9 39:37 45 Chelsea 34 11-12-11 42:47 45 Crystal Palace 34 11-12-11 44:53 45 Aston Villa 33 12- 7-14 35:36 43 Wimbledon 33 10-12-11 39:41 42 Nottingham For. 30 12- 8-1046:4241 Norwich " 33 10-11-12 40:44 41 Oldham 34 11- 7-16 51:57 40 Coventry 33 10- 9-14 30:32 39 Sheffield Utd. 32 10- 7-15 48:53 37 Tottenham 31 10- 6-15 37:41 36 Southampton 32 8-10-14 30:45 34 Luton 34 7-11-17 27:57 32 Notts County 32 7- 9-16 33:46 30 West Ham 31 6- 9-16 26:46 27 2. deild Blackburn 36 19- 9- 8 58:36 66 Ipswich 34 18- 9- 7 52:35 63 Cambridge 36 17-11- 8 52:35 62 Middlesbrough 32 16- 8- 8 39:29 56 Derby 35 16- 7-12 49:41 55 Charllon 36 16- 7-13 44:42 55 Portsmouth 34 15- 9-10 51:37 54 Southend 36 15- 9-12 51:44 54 Leicester 34 15- 8-11 44:41 53 Swindon 35 13-10-12 57:49 49 Wolves 34 13- 9-12 44:38 48 Tranmere 33 11-15- 7 41:38 48 Bristol Rovers 37 12-11-14 46:55 47 Barnsley 36 13- 8-15 29:44 47 Millwall 36 13- 7-16 53:6246 Sunderland 34 12- 7-15 47:47 43 Grimsby 34 11- 9-14 40:49 42 Newcastle 37 10-12-15 54:65 42 Watford 35 11- 8-16 35:40 41 Brighton 37 10- 9-18 46:58 39 Plymouth 35 10- 8-17 34:50 38 Oxford 36 10- 7-19 52:58 37 Bristol City 36 8-12-15 36:54 36 Port Valc 37 7-13-17 34:5034

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.