Dagur - 24.03.1992, Side 1

Dagur - 24.03.1992, Side 1
Ábyrgðir vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar: Málsaðilar nálguðust niðurstöðu Engin niðurstaða fékkst á fundi fjögurra ábyrgðarmanna í gjaldþrotamáli Kaupfélags Svalbarðseyrar og fulltrúa íslandsbanka hf. á Akureyri sl. föstudag, en málsaðilar nálg- uðust niðurstöðu samkvæmt heimildum Dags. Til fundarins mættu f.h. íslandsbanka þeir Ragnar Önund- arson, framkvæmdastjóri íslands- Háskólarnir í Reykja- vík og á Akureyri: Viðræðurumsam- vínnu skólanna Að frumkvæði Sveinbjarnar Björnssonar, rektors Háskóla íslands, verða í næstu viku tcknar upp viðræður um mögulegt samstarf Háskóla íslands og Háskólans á Akur- eyri. Nefnd frá HÍ kemur til Akureyrar næstkomandi mánu- dag til að ræða þetta mál við háskólamenn nyrðra og segir Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, að rætt verði um samvinnu skólanna á sem víðustum grunni í framtíð- inni. Haraldur Bessason segir að nefndin frá HÍ komi til með að funda með háskólanefndinni á Akureyri á mánudag. „Við bind- um við þetta miklar vonir og ekki er að efa að framhald verður á þessum viðræðum í framtíðinni. Við ætlum á þessum fundi að leggja línurnar í byrjun og sjá hverju við fáum áorkað,“ sagði Haraldur. Rektor segir að samstarf skól- anna geti t.d. þýtt samstarf þeirra deilda skólanna sem eru sam- bærilegar eða tengdar sömu sviðum. Ennfremur megi hugsa sér að út úr þessu komi skipti á kennurum milli skólanna, sem sé mjög athyglisvert. Þá megi hugsa sér að í þessum viðræðum verði rætt um meiri samvinnu skólanna hvað varðar samskipti við erlend- ar menntastofnanir. JÓH banka, Oddur Ólason, lögfræð- ingur bankans í Reykjavík og Guðjón Steindórsson, útibús- stjóri íslandsbanka á Akureyri. Á fundinum voru lagðar fram hugmyndir ábyrgðarmannanna, Bjarna Hólmgrímssonar, Inga Þórs Ingimarssonar, Jóns Laxdal og Tryggva Stefánssonar um greiðslu á hluta skulda þeirra við bankann vegna ábyrgða sem á þá hafa fallið í kjölfar gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar. Bankinn setti fram hugmyndir á móti, sem fólu í sér upphæðir og greiðslumáta. Ákveðið var að málsaðilar myndu hittast fljótlega á ný og er að því stefnt að niðurstaða fáist sem allra fyrst. óþh Lcikmenn handknattleiksliðs Þórs fögnuðu innilega eftir jafntefli við IR í 2. deild á föstudagskvöld. Með jafntcfli var deildarmeistaratitill liðsins nánast í höfn og hann var innsiglaður með jafntefli Völsungs og IR á laugardag. Sjá umfjöllun á íþróttasíðum. Mynd: Golli Landbúnaðarráðherra á ráðstefnu Húsgulls: Útstöð frá Landgræðsluimi til Húsavíkur - sérfræðingur í gróðurverndar- og landgræðslumálum verður ráðinn Halldór Blöndal, landbúnað- arráðherra, sagði í ræðu sinni á ráðstefnu Húsgulls á Húsavík um helgina, að tímabært væri að til Húsavíkur yrði ráðinn sérfræðingur í gróðurverndar- og landgræðslumálum. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, sagði í sinni ræðu, að umrædd- ur sérfræðingur mundi vinna í nánu samstarfi við bændur, en ekki yrði um að ræða að stofna neitt skrifstofubákn á staðnum. Landbúnaðarráðherra sagði að reynslan af Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti sýndi að slík starf- semi ætti að vera nálægt vett- vangi og undir stjórn manna, sem hefðu sérþekkingu og reynslu af viðfangsefninu. Hann sagði m.a.: „Pingeyjarsýslur eru annar endi þess viðkvæma gjóskusvæðis sem teygir sig suður um land og vestur á Reykjanes. Mikilvægustu verkefnin norð- an Fjórðungsöldu eru stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar. Hólsfjöll eru stærsta samfellda svæðið, sem tekið hefur verið til friðunar. Þar liggur fyrir áætlun um heftingu sandfoks og verður unnið markvisst að þeim aðgerð- um þegar á sumri komanda. Afréttarlönd Bárðardals og Mývatnssvæðið eru viðkvæm. Fyrir liggur að stöðva ágang sands á gróið land og náttúru- perlur eins og Dimmuborgir, minnugir þess að sum svæði eru svo viðkvæm að öll beit er ofbeit. Því reynir á samstarf og sam- vinnu við bændur um verndarað- gerðir og verður hvort tveggja að nást fram að byggðin treystist á þessu jaðarsvæði og gróðureyð- ing stöðvist.“ Ráðherra sagði að forsenda uppgræðslunnar væri að jaðar- byggðin héldi velli. Þau verkefni sem fyrir dyrum stæðu kölluðu á samræmdar aðgerðir og þekk- ingu. Nú þegar kraftarnir beind- ust í vaxandi mæli að norðurhluta gjóskusvæðisins ætti að draga Skíðalandsmótið: Alpagreinamar í Hlíðarfjalli Forystumenn skíðafélaganna á Dalvík og í Ólafsfírði funduðu um helgina með koliegum sín- um hjá Skíðaráði Akureyrar um þá stöðu sem Skíðalands- mótið er komið í vegna snjó- Spurningakeppni framhaldsskólanna: Undanúrslitin tekin upp í VMA - þættirnir verða sendir út nk. fimmtudags- og fóstudagskvöld Báðir undanúrslitaþættirnir í spurningakeppni framhalds- skólanna verða teknir upp á sal Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Sá fyrri verður tekinn upp síðdegis nk. fímmtudag og sendur út þá um kvöldið og sá síðari nk. föstudag og sendur út á föstudagskvöld. A fimmtu- dag mætast lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Verkinennta- skólans á Akureyri og á föstu- dag lið Menntaskólans á Akur- eyri og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Spennan í spurningakeppninni er nú að ná hámarki og víst er að Norðlendingar fylgjast vel með gengi framhaldsskólanna á Akur- eyri. Þeir bjartsýnustu vona að VMA og MÁ mætist í úrslitum 3. apríl nk., en það verður allt að koma í ljós. Víst er að lið MH og FB eru bæði geysilega sterk og norðlensku ungmennin þurfa að taka á öllu sínu til þess að leggja þau að velli. Andrés Indriðason hjá Sjón- varpinu segir mikið fyrirtæki að taka upp þættina úti á landi, en sjónvarpsmenn séu komnir í góða æfingu, enda hafi keppni nemenda í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Mennta- skóians á Akureyri verið send út frá Sauðárkróki. Sviðsmyndin kemur norður með bíl á morgun og á fimmtudagsmorgun er von á tækniliði til þess að gera allt klárt fyrir átök kvöldsins. F>á er von á öflugu klappliði MH og FB norð- ur yfir heiðar. óþh leysis í Böggvisstaðafjalli ofan við Dalvík. Þar var ákveðið að leggja til við Skíðasamband íslands að mótið verði haldið á Akureyri og í Óiafsfirði. Þar með er Dalvík endanlega út úr myndinni. Björn Þór Ólafsson formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar sagði að þessi tillaga hefði verið send Skíðasambandinu á sunnudag. „Samkvæmt henni á keppni í alpagreinum að fara fram í Hlíð- arfjalli en norrænu greinarnar, ganga og stökk, verða í Ólafsfirði eins og til stóð. Það skilyrði var sett fyrir þessu að framkvæmd mótsins yrði eftir sem áður í höndum okkar og Dalvíkinga en að sjáifsögðu með aðstoð Akur- eyringa, einkum tæknilega,“ sagði Björn Þór. Hann bætti því við að þessari tillögu hefði verið vel tekið fyrir sunnan og ætti hann ekki von á öðru en að hún yrði samþykkt. Stjórn Skíðasambands Islands fjallaði um tillöguna á fundi sín- um í gærkvöldi og lá niðurstaða hans ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. -ÞH lærdóm af reynslunni frá Gunn- arsholti og fara eins að, með stofnunútstöðvaráHúsavík. IM Höldur sf.: Leiguflug milli Akureyrar og Reykjavíkur Höldur sf. á Akureyri ætlar að hefja Ieiguflug milli Akureyrar og Reykjavíkur á föstudag. Ætlunin er að fíjúga tvær ferð- ir á dag, virka daga, ef eftir- spurn verður eftir, þ.e. frá Akureyri kl. 8 að morgni, norður á ný kl. 11, suður aftur kl. 12.30 og loks norður að kvöldi kl. 18.30. Forsvarsmenn Hölds segja að með þessu höfði fyrirtækið til viðskipta- vina sinna norðan heiða. Að sögn Skúla Ágústssonar hjá Höldi sf. er kveikjan að þessu sú að Flugleiðir buðu nýverið viðskiptavinum sínum af lands- byggðinni, sem greiddu fullt far- gjald fyrir flug til Reykjavíkur, að greiða 1000 kr. aukalega fyrir bílaleigubíl í höfuðborginni í sól- arhring með innifalinni 100 km keyrslu, virðisaukaskatti og tryggingu. Bílaleiga Höldurs er sem kunnugt er einnig starfrækt í Reykjavík og segir Skúli að með þessari þjónustu við fjölmarga viðskiptavini sína mæti fyrirtækið þessari samkeppni. Samkvæmt upplýsingum Skúla mun farmiðinn í leigufluginu verða seldur á kr. 11.900 með virðisaukaskatti og tryggingu. Höldur ætlar að nota til flugsins 12 manna Beechcraft 200 skrúfu- þotu sína. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.