Dagur - 24.03.1992, Page 4

Dagur - 24.03.1992, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 24. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SI'MFAX: 96-27639 Landsbyggðarverslun á krossgötum Vandi atvinnulífsins á landsbyggðinni hefur verið í sviðs- ljósinu á undanförnum misserum. Mikill samdráttur hef- ur átt sér stað í framleiðsluatvinnugreinunum. Þurft hef- ur að minnka framleiðslu landbúnaðarins og miða hann við raunverulegar þarfir hins innlenda markaðar. Sam- dráttur hefur orðið í sjávarútvegi vegna minnkandi fiski- stofna og skerðingar aflakvóta af þeim sökum. Iðnaður hefur einnig átt erfitt uppdráttar. Ýmis þjónustuiðnaður við landbúnað og sjávarútveg hefur minnkað í eðlilegu hlutfalh við samdrátt í þeim greinum og íslendingar hafa ekki verið samkeppnisfærir um skipasmíðar um nokkurt skeið vegna niðurgreiðslna og undirboða á þeim vett- vangi á meðal nágrannaþjóða okkar. Samdrátturinn í framleiðslu- og iðnaðargreinum hefur einnig leitt til erfiðleika í þjónustustarfseminni og nú er svo komið að verslun á sér erfitt uppdráttar í flestum landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Auk þess sem almennur samdráttur í atvinnustarfsemi bitnar harka- laga á versluninni hafa bættar og greiðari samgöngur orðið til þess að fólk leitar um lengri veg í verslunarerind- um. Þannig fá stærri verslunarstaðirnir og þá einkum höfuðborgarsvæðið sífellt aukinn hluta af viðskiptum smásöluverslunarinnar til sín. Nýlega var haldin ráðstefna á Akureyri um verslunar- mál á landsbyggðinni. Lítillar bjartsýni gætti þar í ræðum manna. Úlfar Ágústsson, kaupmaður frá ísafirði, sagði meðal annars að fjöldi verslana á landsbyggðinni væri kominn á vonarvöl og kaupmanna biði ekkert annað en gjaldþrot. Hann sagði einnig að tryggja verði að allir landsmenn eigi aðgang að dagvöruverslun og búa þann- ig að versluninni að hún geti veitt þá grundvallarþjón- ustu sem henni sé ætlað að gera. Úlfar lauk máli sínu með því að segja að ekki sé unnt að halda áfram á sömu braut. Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, ræddi einnig um málefni verslunarinnar á ráð- stefnunni. Hann sagði meðal annars að dagvöruverslunin á landsbyggðinni standi á tímamótum en benti á að hún geti ekki staðið í stað. Verslunin verði að treysta á sjálfa sig og beita faglegum og markvissum vinnubrögðum við að leysa vandamál sín og marka stefnu til frambúðar. Vandi verslunarinnar á landsbyggðinni er verulegur um þessar mundir og ekki séð fyrir hvert muni stefna. Takist að snúa framleiðslu þjóðarinnar og þar með efna- hagskerfi hennar frá undanhaldi og blása til nýrrar sókn- ar mun verslunin eignast sín tækifæri eins og aðrar atvinnugreinar. Ýmsar breytingar verða þó án efa til frambúðar og má þar nefna áhrif greiðari samgangna. Á síðari árum hafa svonefndir stórmarkaðir tekið dagvöru- verslunina að sér í auknum mæh. Þeirri þróun hefur fylgt grimmileg samkeppni og margvíslegir vaxtarverkir eins og dæmi frá höfuðborgarsvæðinu sýna og sanna. Hvort sú þróun er á enda runnin verður látið ósagt um að sinni en bent á að landsbyggðarfólk verður að standa vörð um að nauðsynlegur verslunarrekstur geti farið fram í heima- byggðum þess. íbúar hinna dreifðu byggða verða að stuðla að markvissri uppbyggingu verslunar með því að notfæra sér þá þjónustu sem hún býður. Með því einu móti verður unnt að byggja landsbyggðarverslunina upp að nýju og reka hana í takt við breyttar aðstæður og tíma. ÞI Takk fyrir innleggið Kristján! Kristján Kristjánsson blaðamað- ur skrifaði grein i Dag 14. mars sl. um vinnutíma kennara eða réttara sagt um frídaga þeirra. Auðvitað urðum við kennarar sárir og margir sögðu að þetta væri ekki svaravert. Þessu er ég ósammála. Svipuð grein birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu eftir fyrrverandi kennara og núverandi stjórnarráðsstarfs- mann og báðum er tíðrætt um þann vinnutíma sem kennarar nýta í annað en beina kennslu. í stuttu máli leggur Kristján til að kennarar sinni undirbúningi yfir jólasteikinni ef mér leyfist að vera örlítið ómálefnalegur. Þörf umræða Þessi umræða kemur í kjölfar þess að niðurskurðakutanum er nú beitt á allt ríkiskerfið og hefur mikil áhrif á öll umsvif hins opin- bera. Skólastarfið er ekki heilög kýr og umræða um það á að vera virk og þátttaka foreldra meiri. Ég er einn af þeim sem vil hvetja foreldra til að skipta sér meira af skólastarfinu eins og Kristján er að gera enda hlýtur hann að verða fulltrúi í foreldraráði síns skóla ef hann er það ekki nú þegar. Það sem skiptir máli er að upplýsingar um skólastarfið þurfa að vera fyrir hendi og sam- starf skóla og foreldra virkt. Formaður og varaformaður Kennarasambandsins skrifuðu fyrir nokkru ágæta grein um vinnutíma kennara. Þar var vinnutíminn hlutaður niður nákvæmlega í klukkustundir og mínútur. Greinin var góð en bara fyrir kennara. Ég held að fáir aðrir en kennarar hafi lesið eða ; skilið útskýringarnar enda byggð- ar á viðkvæmu samkomulagi við ríkið til þess að koma fyrir þeim 40 stundum sem kennarar eiga að skila á viku. Til þess að kóróna allt þá er þess að geta að kennar- ar skila um 5 stundum meir en þessu nemur á viku þar sem ríkið óskar eftir því að kennarar vinni af sér kennslustundir í júní og ágúst. Vinnutími kennara Þó ég ætli mér ekki hér að skilgreina og útskýra vinnutíma kennara þá er það ljóst að kenn- arinn þarf að sinna meiru en beinni kennslu. Einnig hefur sá þáttur sem heitir samskipti við heimili aukist síðari árin. Kenn- arinn er farinn að kalla foreldr- ana meir til ábyrgðar við náms- og uppeldishlutverkið. Foreldr- um er jafnvel boðið að sitja kennslustund eigi nemandinn eða bekkurinn við agavandamál að etja. Hvað með það þá telur Kristján að málið snúist um það að nýta megi skólaárið betur. Stjórnmálamaður sagði einu sinni í ræðu og væntanlega í fullri alvöru að nýta mætti betur skóla- húsnæðið á ári. Þetta væri gert í fiskvinnslu og sláturhúsum! Hún gæti misskilist auglýsingin um að sumarslátrunin hæfist á morgun í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Án gamans þá held ég að kennarar séu eða eigi að vera til- búnir til að ræða um breyttan vinnutíma skólaársins. Ég hef ákveðnar tillögur í þeim efnum sem ég geymi mér að skýra frá en undan þessari umræðu geta kennarar og forysta þeirra ekki skotið sér. Boðiö til fundar Þar sem mér leiðast langar blaða- greinar og sérlega um svona sér- hæft efni eins og skólamál þá held ég að það sé lag að bjóða Kristjáni og fleirum á fund þar sem skipst verði á skoðunum um skólamál og vinnutíma kennara. Þar gætu verið fulltrúar kennara, foreldra og skólayfirvalda. Ég held nefnilega að slíkur fundur gæti eytt mörgum misskilningn- um og eflt skólastarfið. Hvað segirðu við þessu Kristján? Gísli Baldvinsson. Höfundur er kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar og forstöðumaður félagsmiðstöðvar við Síðuskóla. Johannes Halldorsson: Lygar, dylgjur og óhróðursstarfsemi Vilhjálms Inga sæmir ekki starfsemi félagi neytenda né formanni þess - athugasemd í tilefni af fréttum og skrifum formanns Neytendafélags Akureyrar og nágrennis um innheimtuaðferðir áskrifta Þjóðlífs í tilefni af fréttum og skrifum Vil- hjálms Inga formanns Neytenda- félags Akureyrar og nágrennis þar sem fyrrnefndur maður við- hefur meiriháttar óábyrgar og stóryrtar yfirlýsingar um málefni er varða innheimtuaðgerðir vegna Ingibjargar Einarsdóttur áskrifanda Þjóðlífs vilja Inn- heimtur og ráðgjöf hf. taka eftir- farandi fram: Ingibjörg Einarsdóttir hafði aldrei samband við Innheimtur og ráð- gjöf hf. og lagði aldrei inn kvittun fyrir greiddum áskriftargjöldum, fyrr en eftir að áritun fór fram hjá Bæjarfógetanum á Akureyri. Málið var því tekið til áritunar í góðri trú um að umrædd kona hefði ekki greitt áskriftargjöld sín. Það má því teljast stórfurðu- legur sá einhliða fréttaflutningur að halda því fram að umrædd kona hafi verið „plötuð til að mæta ekki í Bæjarþing Akureyr- ar“ eða ennfremur „að óheiðar- legir aðilar skrumskæli lögin og noti fógetavaldið sem viljalaust verkfæri til að féfletta grandvar- an einstakling til að mæta ekki í dómþinginu“. Fyrirtækið vill taka fram að fjölmörg tilfelli hafa verið látin niður falla vegna þess að fólk hef- ur lagt fram greiðslukvittanir fyr- ir greiddum áskriftargjöldum og jafnvel boðist til að hjálpa fólki til að hafa upp á slíkum gögnum. Innheimtur og ráðgjöf hf. fagnar allri opinberri umræðu vegna áksriftarkrafna Þjóðlífs, en vill jafnframt benda á að með þeim lygum, dylgjum og óhróð- ursstarfsemi sem Vilhjálmur Ingi viðhefur gagnvart Innheimtum og ráðgjöf hf. og Bæjarfógeta- embættinu á Akureyri sæmir ekki starfsemi félagi neytenda né for- manni þess. í tilfellum sem þess- um ættu samtök neytenda að temja sér vinnubrögð siðaðra manna og fá upplýsingar frá öll- um aðilum er málið snertir. Innheimtur og ráðgjöf lýsa sig saklausa af þeim endemis róg- burði er á sér stað á hendur fyrir- tækinu og vísar því til föðurhús- anna. Innheimtuaðgerðir vegna áskrift- ar Þjóðlífs hafa ekki verið harð- ari heldur en t.d. innheimtur RÚV en þó eru þær áskriftir lög- boðnar. Séu áskriftir þessar „upplognar“ eins og haldið er fram ætti að leita skýringa hjá -forsvarsmönnum Þjóðlífs er seldu umræddar kröfur. Inn- heimtur og ráðgjöf hf. vill t.d. benda á í þessu sambandi að í sumum tilfella hefur Þjóðlíf beinlínis dregið að sér fé. Áuður Sveinsdóttir er seld sem áskrif- andi um mánaðamótin febrúar- mars 1991 sem áskrifandi Þjóðlífs. Þann 5. apríl 1991 greiðir hún Þjóðlíf, sem þegar hafði selt kröfuna, en Þjóðlíf tek- ur samt við peningum, og sendir bréf um hæl þar sem sagt er að viðkomandi hafi komist inn á skuldalista fyrir misskilning. Þessa eru mörg dæmi, og finnst Innheimtum og ráðgjöf því ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Innheimtur og ráðgjöf hafa aldrei gefið út áskriftar- reikninga á fólk, og aldrei stefnt fólki sem hefir sýnt greiðslukvitt- anir áður en áskorunarstefna hef- ir verið útsend. Höfundur er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Innheimtur og ráðgjöf hf. Akureyri: Almeimurfræðslu- fundur um fugla Áhugamenn um náttúrufræði boða til fundar á miðvikudags- kvöld, 25. mars, kl. 20.30 á Hótel KEA á Akureyri. Á fundinum mun Stefán Þorláksson, mennta- skólakennari, fræða í máli og myndum um fugla en hann hefur lengi stundað fuglaskoðun sem áhugamál. Nefnir hann erindi sitt „Fuglar á íslandi". Mun hann meðal annars fjalla um fugla almennt, atferli fugla, einstakar tegundir eða hópa fugla auk breytinga á fjölda fuglastofna. Fundurinn er öllum opinn en þetta er þriðji fræðslufundurinn í vetur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.