Dagur - 24.03.1992, Qupperneq 16
Kodak ^
Express
Gæóaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
íbesta ^PediGmyndir
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
......................................................................................................
Þórshaftiarbúi fékk
8 milljónir í Lottóinu
Mikil spenna ríkti um Lottóið
um helgina því hæsti vinning-
urinn hafði ekki gengið út í
tvær vikur og var því þrefald-
ur. Alls reyndust tæplega
sextán milljónir vera til skipt-
anna í fyrsta vinning og
niðurstaðan varð sú að tveir
höfðu allar fimm tölurnar
réttar og skiptu vinningnum á
milli sín.
Pessir tveir voru hvor á sínu
landshorni, annar á Selfossi en
hinn austur á Pórshöfn, og
koma kr. 7.957.019 í hlut hvors
um sig. í gær höfðu báðir gefið
sig fram við íslenska getspá en
sá norðlenski bað um að nafni
sínu yrði haldið leyndu.
Átta manns reyndust vera
með fjórar tölur réttar og bón-
ustöluna að auki og kom
181.041 króna í hlut hvers
þeirra. 307 voru með fjórar töl-
ur réttar og fengu 8.138 kr. og
10.746 höfðu þrjár tölur réttar
og fengu fyrir vikið 543 krónur.
-ÞH
Rimasíða 15 á Akureyri:
Bygginganefiid synjaöi
erindi um breytingar
- skipulagsstjóri vill að bygginganefnd
áminni hönnuð teikninganna
Bygginganefnd Akureyrar hef-
ur synjað erindi Kristjáns
Gmmarssonar um breytingar á
Rimasíðu 15 samkvæmt teikn-
ingum Birgis Ágústssonar.
Á fundi bygginganefndar 18.
mars sl. óskaði skipulagsstjóri
að eftirfarandi yrði bókað: „Ég
tel að bygginganefnd beri að
veita hönnuði teikninga, sem
telst hafa löggildingu til að
leggja fram aðaluppdrætti,
áminningu sbr. gr. 9.1.4. í bygg-
ingareglugerð og gr. 32 í bygg-
ingalögum, þar sem hönnuður
hefur ekki sinnt þeirri ábyrgð er
honum ber skv. grein 3.5.4. í
byggingareglugerð og lagt fram
gögn sem ekki uppfylla ákvæði
laga, reglugerða og skipulags.“
í nefndri grein 9.1.4 í bygg-
ingareglugerð segir m.a.
orðrétt: „Ef hönnuður leggur
fyrir byggingarnefnd uppdrátt,
þar sem brotið er í bága við
ákvæði laga og reglugerða, eða
brýtur slíkt ákvæði á annan
hátt, getur byggingarnefnd veitt
honum áminningu. Hafi bygg-
ingamefnd veitt hönnuði áminn-
ingu, skal hún tilkynna félags-
málaráðherra það.“ Og í grein
3.5.4. í byggingareglugerð segir
að hönnuður aðaluppdrátta
skuli undirrita þá eigin hendi og
„ber hann fulla ábyrgð á að þeir
séu í samræmi við skipulag, lög
og reglugerðir."
Eins og Dagur greindi frá fyrr
í þessum mánuði lögðu bygg-
ingafulltrúinn á Akureyri og
bæjarlögmaður Akureyrarbæj-
ar fyrir eigendur Rimasíðu 15
að stöðva allar framkvæmdir
við breytingar á húsinu og koma
því f fyrra horf fyrir 1. apríl.
Með samþykkt bygginganefnd-
ar 18. mars sl. stendur þessi
krafa byggingafulltrúa og
bæjarlögmanns óhögguð. óþh
Sáttir á hátíðarstundu. Pétur Pétursson heilsugæslulæknir á Akureyri var heiðursgestur á árshátíð vaxtaræktar-
manna í bænum á laugardag. Vaxtaræktarmenn tóku vel á móti Pétri sem hér er með tveimur þeirra, þeim Haraldi
Haraldssyni og Magnúsi Má Magnússyni, en þeir tróðu upp á hátíðinni. Mynd: Goiií
Máli vaxtarræktarmanna gegn Pétri Péturssyni vísað aftur
til Bæjarþings Akureyrar til efnislegrar meðferðar:
Ólafur stefnir Pétri fyrir
meiðyrði í sinn garð
- Pétur Pétursson heiðursgestur á árshátíð
vaxtarræktarmanna á Akureyri um helgina
Hæstiréttur kvað á föstudag
upp þann úrskurð að Bæjar-
þing Akureyrar skuli taka til
efnislegrar meðferðar stefnu
Ólafs Sigurgeirssonar lög-
manns fyrir hönd 35 vaxtar-
ræktarmanna á hendur Pétri
Péturssyni heilsugæslulækni á
Akureyri fyrir meiðyrði.
Bæjarþingið hafði fallist á það
sjónarmið lögmanns Péturs að
kröfugerð Olafs væri ekki
nægilega vel reifuð og því bæri
að vísa málinu frá dómi.
Ásgeir Pétur Ásgeirsson full-
trúi fógeta á Akureyri sem vísaði
málinu frá sagði að við þessu væri
ekkert að segja. „Betur sjá augu
en auga og þetta kom mér svo
sem ekki á óvart. Ég átti von á að
fá þetta mál aftur til meðferðar,
annað hvort frá Hæstarétti eða
þá í formi nýrrar stefnu. Málið
mun nú ganga sinn gang,“ sagði
Ásgeir Pétur sem ekki vildi spá
um það hvenær málið yrði dóm-
tekið að nýju.
Ólafur Sigurgeirsson lögmaður
kvaðst fagna því að Hæstiréttur
hefði „aðra skoðun á lögmanns-
hæfileikum mínum en Pétur Pét-
ursson. Málið mun nú fá efnis-
lega meðferð og er því komið í
eðlilegan farveg,“ sagði Ólafur.
Hann bætti því við að nú væri
hann að semja nýja stefnu á
hendur Pétri, „að þessu sinni fyr-
ir meiðyrði um mig sjálfan sem
hann lét falla ma. í Degi en
einnig í öðrum fjölmiðlum. Hann
virðist telja að það falli undir
læknisstörf að meiðyrða,“ sagði
Ólafur.
Söltunarfélag Dalvíkur tekur eignir þrotabús Árvers á leigu:
Passar ágætiega inn í okkar rekstur
- segir Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur
Pétur Pétursson vildi fátt um
málið segja annað en að það
gengi sinn gang og enn væri ekki
séð fyrir endann á því. Hann var
reyndar dæmdur til að greiða
Ólafi 30 þúsund krónur í kæru-
málskostnað fyrir Hæstarétti.
Söltunarfélag Dalvíkur hf. hef-
ur tekið á leigu rækjuvinnslu
þrotabús Árvers hf. á Árskógs-
strönd. Leigusamningur gildir
frá 20. mars sl. til 15. septem-
ber nk. Stefnt er að því að
vinnsla hefjist strax og búið
verður að manna verksmiðj-
una.
Árver hf. var úrskurðað gjald-
þrota í desember sl. og síðan hef-
ur verksmiðjan staðið auð og
yfirgefin. Eignir þrotabúsins voru
auglýstar til sölu og í kjölfarið
var gerður leigusamningur við
Söltunarfélag Dalvíkur hf., sem
gildir til 15. september nk. Frá
samningnum var gengið sl. föstu-
dag.
Finnbogi Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Söltunarfélags
Dalvíkur, segist þegar vera far-
inn að leita fyrir sér með
starfsfólk, en gert sé ráð fyrir að
þurfi að ráða um 20 manns til
starfa. Finnbogi segist vænta þess
að fá til starfa einhverja af þeim
starfsmönnum, sem áður störf-
uðu hjá Árveri, en ljóst sé að það
geti orðið erfitt sökum þess að
sumir þeirra séu búnir að ráða sig
til starfa annars staðar. Því megi
gera ráð fyrir að þurfi að leita út
fyrir svæðið eftir starfsfólki.
En af hverju tekur Söltunar-
félagið Árver á leigu? „Við leigj-
um verksmiðjuna einungis til 15.
september, þ.e.a.s. á meðan aðal
rækjuvertíðin stendur yfir. Við
gerum ráð fyrir að fyrst um sinn
vinnum við einungis dagvinnuna.
Petta passar ágætlega inn í okkar
rekstur og við höfum áhuga á að
nýta allt það hráefni sem er til
staðar hér á svæðinu. Pað er
helsta ástæðan fyrir því að við
tökum verksmiðjuna á leigu,“
sagði Finnbogi.
Hann sagði að rekstur verk-
Enn ein vélarbilunin varð í
frystitogaranum Sólbak EA
307, togara Útgerðarfélags
Akureyringa, um helgina.
Togarinn var að veiðum út af
Garðsskaga og tók Sléttbakur
EA hann í tog til Reykjavíkur.
í þetta skiptið gaf sig tímahjól í
aðalvélinni og mun viðgerð taka
um eina viku. í síðasta túr skips-
smiðju Árvers yrði undir sama
hatti og rekstur Söltunarfélags-
ins, þ.m.t. verkstjórn og yfir-
stjórn. óþh
ins urðu ítrekaðar bilanir í vél
skipsins og miklar' frátafir frá
veiðum. Gunnar Larsen, hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa, seg-
ir að bilunin nú sé ótengd fyrri
bilunum. Sólbakur liggur nú í
Reykjavíkurhöfn og mun viðgerð
fara þar fram en áhöfn er komin
til Akureyrar, ef frá eru taldir
vélstjórar skipsins. JÓH
Pess má geta að um helgina var
haldin árshátíð vaxtarræktar-
manna á Akureyri og þar var
heiðursgestur enginn annar en
Pétur Pétursson heilsugæslulækn-
ir. „Pað fór ákaflega vel á með
okkur, mér var vel tekið og við
sættumst heilum sáttum. Pað
kom mér ekki á óvart því ég hef
fengið jákvæð viðbrögð frá öllum
nema Ólafi Sigurgeirssyni sem
hefur fengið nöfn 35 manna lán-
uð til að geta stundað þá þokka-
iðju að hindra embættismann í
íslenska heilbrigðiskerfinu í að
stunda sín skyldustörf. Pað ríkti
góður andi á hátíðinni og ég bað
þá vaxtarræktarmenn afsökunar
sem orðið hefðu fyrir óþægindum
að ósekju vegna ummæla minna.
Þetta var hið ánægjulegasta
kvöld,“ sagði Pétur Pétursson.
-ÞH
Útgerðarfélag Akureyringa:
Enn bflar vél Sólbaks