Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 1
Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík:
íslenskar sjávaraftirðir
kaupa 40% hlutaflár
- tilgangurinn að styrkja sölustarfsemi
í fiskútflutningi hér á svæðinu,
segir Hilmar Daníelsson
í gær náðist samkomulag um
það að Islenskar sjávarafurðir
hf. keyptu 40% hlutafjár í
Fiskmiðlun Norðurlands á
Dalvík. í frétt frá fyrirtækjun-
um segir að tilgangurinn með
þessum kaupum sé „að styrkja
sölu fískafurða í landsfjórð-
ungnum og efla samanlagt
sölustarf beggja fyrirtækj-
anna“.
Hilmar Daníelsson fram-
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar
Norðurlands sagði í samtali við
Dag að þessi hlutafjárkaup
styrktu fyrirtækið mjög jafnframt
því sem Fiskmiðlunin héldi sjálf-
stæði sínu. Hann sagði að til-
koma íslenskra sjávarafurða hf.
snerti eingöngu þá hlið fyrir-
tækisins sem snýr að útflutningi,
en kæmi ekki við innlenda fisk-
markaðinn sem rekinn er á
Dalvík.
Fiskmiðlun Norðurlands velti í
fyrra rúmum milljarði króna.
Langstærsti hluti veltunnar er af
útflutningi því fiskmarkaðurinn
velti einungis 174 milljónum.
Hlutafé í fyrirtækinu er að nafn-
virði fimm milljónir króna og
voru þær tvær milljónir sem
Félag rækju- og hörpu-
disksframleiðenda:
Ákveðið að
til Akureyrar
Á aðalfundi Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda á
dögunum var samþykkt sam-
hljóða tillaga stjórnar féiags-
ins að flytja skrifstofu þess til
Akureyrar. Á skrifstofunni
starfar framkvæmdastjóri
félagsins í fullu starfí en á
Akureyri mun hann væntan-
lega fá skrifstofuaðstöðu hjá
Háskólanum á Akureyri og
kaupa af skólanum þjónustu
við skrifstofuna.
Pétur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri félagsins, tók við
starfinu í. nóvember sl. en
hann starfaði áður hjá K. Jóns-
syni á Akureyri og er enn
búsettur norðan heiða.
„Að mínu mati er ég ekki
verr staðsettur með skrifstofuna
á Akureyri en hér fyrir
sunnan,“ sagði Pétur í samtali
við Dag síðdegis í gær. „Þetta
breytir að vísu miklu fyrir mig
en ég met það svo að ég geti
stundað starfið jafn vel frá
Akureyri og Reykjavík. Og það
verður ekki verra fyrir iðnaðinn
að nota skrifstofuna þó hún sé á
Akureyri. í þessu félagi hafa
menn líka fundið út að sími og
telefaxtæki virka f báðar áttir,“
sagði Pétur. JÓH
íslenskar sjávarafurðir hf. keyptu
óseldar svo ekki kemur til hluta-
fjáraukningar vegna þessara
atburða. Hinar þrjár milljónirnar
eru í eigu um 30 hluthafa.
Hilmar sagði að nánari út-
færsla á því hvaða breytingar
þetta hefði í för með sér fyrir
starfsemi fyrirtækisins kæmi í ljós
með tímanum. „Hagsmunir þess-
ara tveggja fyrirtækja hafa ekki
skarast hingað til og þau sjá sér
bæði hag í því að efla sölustarf í
fiskútflutningi hér í fjórðungn-
um,“ sagði Hilmar. -PH
Nemendur í 3. og 4. bekk og kennarar í Menntaskólanum á Akureyri héldu dansleik á sal skólans í vikunni. Hér
var um svokallaðan síðkjóladansleik að ræða en slíkur dansleikur hefur ekki farið fram á sal skólans í 25 ár. Margir
kjólanna sem stúlkurnar klæddust, voru fengnir að láni hjá ömmum og mömmum en piltarnir drógu fram smoking
og kjólföt. Fjölmargir mættu á dansleikinn og var stemmningin einkar skemmtileg. Mynd:Goiii
Aðalfiindur Kaupfélags Eyfirðinga hefst í dag:
Stefiit að sölu samviimuhlutabréfa
fyrir 50-200 milljónir króna
- verði tillaga stjórnar um stofnun b-deildar stofnsjóðs samþykkt
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
leggur til á aðalfundi félagsins,
sem hefst í dag, að stofnaður
verði svokallaður b-deildar
stofnsjóður og sala á svo-
kölluðum samvinnuhlutabréf-
um úr þessum sjóði verði hafln
á þessu ári. Lagt er til að lág-
marksfjárhæð í þessum sjóði
verði 50 milljónir en hámark
200 milljónir. Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri
KEA, segir að verði tillagan
um stofnun sjóðsins samþykkt
muni sala á bréfum úr sjóðnum
hefjast síðar á þessu ári og
stefnt sé að sölu á bilinu 50-200
milljónir króna.
í nýjum lögum um samvinnu-
félög er heimildarákvæði um
stofnun þessa b-deildar
stofnsjóðs. Fjár til sjóðsins skal
aflað með sölu á samvinnu-
hlutabréfum en þeim mun fylgja
skattaafsláttur eins og öðrum
hlutabréfum en atkvæðisréttur
fylgir bréfunum ekki.
Samkvæmt upplýsingum
Magnúsar Gauta er meginástæða
þess að stjórn KEA vill fara
þessa leið sú að þarna opnast leið
til að fá inn áhættufé í félagið og
leið til að styrkja eiginfjárstöðu
þess. Með þessu sitji samvinnu-
félög við sama borð og hlutafélög
hvað þetta varði.
Með kaupum á samvinnu-
hlutabréfum munu kaupendur
taka áhættu, eins og í hlutafélög-
um en ef viðkomandi samvinnu-
fyrirtæki gengur vel munu bréfin
skila eigendum sínum góðum
arði. Þó atkvæðisréttur muni
ekki fylgja bréfunum fá eigendur
þeirra ýmis réttindi í staðinn. Þar
má nefna að eigendur samvinnu-
hlutabréfanna munu hafa for-
gang til arðs fram yfir félagsmenn
og þeir munu einnig eiga auð-
veldara með að knýja fram arð-
greiðslur og útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa en hluthafar í hluta-
félögum.
Þá segist Magnús Gauti þeirrar
skoðunar að með þessari leið
verði ekki raskað hinni félagslegu
og lýðræðislegu uppbyggingu
samvinnufélaga heldur muni hún
varðveitast með þessu fyrirkomu-
lagi.
Aðalfundur KEA hefst kl. 9.30
í dag í Alþýðuhúsinu á Akureyri
en fundurinn mun að þessu sinni
standa í tvo daga. JÓH
Hjúskapur:
Hjónavígslum heldur áfram að fækka
Því hefur oft verið haldið fram
að hjónabandið hafl farið úr
tísku á hippaárunum en sé nú
sem óðast að komast í tísku
aftur. Þetta er rangt. Fram til
ársins 1975 voru hjónavígslur í
kringum 8 á hverja 1000 íbúa
hér á landi. Á undanförnum
árum hefur þetta hlutfall verið
4-5 og fer Iækkandi.
Flestar urðu hjónavígslurnar
árið 1974 en þá létu um 1900 pör
Útafkeyrsla á Árskógsströnd:
Grunur rnn ölvunarakstur
Um kl. 4 í fyrrinótt var lögregl-
unni á Dalvík tilkynnt um að
jeppa hafí verið ekið út af veg-
inum við Rauðuvík á Árskógs-
strönd. Vegfarandi sem kom
að slysinu flutti mann á heilsu-
gæslustöðina á Dalvík en við
yfírheyrslur lögreglunnar bar
hann að hafa ekki ekið bflnum.
Maðurinn var ölvaður og því
grunaður, um ölvun við akstur.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Dalvík fór bíllinn
ofan í skurð eftir að hafa ekið
tugi metra utan í vegarkantinum.
Hann valt því ekki en er samt
sem áður mikið skemmdur. Um
er að ræða jeppa af gerðinni Ford
Bronco.
Ökumaðurinn var í yfirheyrsl-
um hjá lögreglunni á.Akureyri
síðdegis í gær. Hann var lítið
meiddur og telur lögreglan á Dal-
vík útilokað annað en hann hafi
verið spenntur í öryggisbelti þeg-
ar óhappið varð. JÓH
pússa sig saman. Árið 1990 voru
vígslurnar 39% færri en það ár
gengu aðeins 1154 pör í hjóna-
band. Hins vegar hafa kirkju-
brúðkaup heldur sótt í sig veðrið
á kostnað borgaralegrar vígslu.
Á árunum 1966-70 voru kirkju-
brúðkaup 94,2% allra hjóna-
vígslna. Á árunum 1976-80 var
þetta hlutfall 84,8%, en árið 1990
var það komið upp í 88%.
Þá er það einnig athyglisvert
að fólk er mun eldra þegar það
giftir sig í fyrsta sinn nú en áður.
Á árunum 1966-70 var meðalaid-
ur kvenna 22,9 ár og karla 25 ár
við upphaf fyrsta hjónabands.
Árið 1989 var meðalaldur kvenna
26,1 ár og karla 28,1 ár. í greinar-
gerð með frumvarpi til nýrra
hjúskaparlaga, þar sem þessar
upplýsingar er að finna, er bent á
það þessu til skýringar að fólk
hefur oft verið í óvígðri sambúð
áður en það stígur skrefið til
fulls.
Samhliða þessu hefur hjóna-
skilnuðum fjölgað verulega síð-
ustu þrjátíu árin. Á árunum
1966-70 voru hjónaskilnaðir 219
að jafnaði á ári en það jafngilti
5,8 skilnuðum á hver þúsund
hjónabönd. Árið 1990 voru
skilnaðir 479 talsins eða 10,2 á
hver þúsund hjónabönd. Hins
vegar hefur fjölgun skilnaða ekki
orðið veruleg á síðasta áratug.
Árið 1990 Iauk 38% hjónabanda
með andláti eiginmanns, 20%
með andláti eiginkonu en 42%
með lögskilnaði. Við erum hins
vegar í meðallagi hvað saman-
burð við hin Norðurlöndin
varðar. Skilnaðir eru tíðari í
Danmörku og Svíþjóð en fátíðari
í Finnlandi og Noregi.
Skilnaðarbörnum hefur fjölgað
mjög ört á undanförnum árum.
Á sjöunda áratugnum voru börn
skilinna foreldra talin vera 2877
en á þeim níunda voru þau 5252.
Árið 1990 urðu 479 börn fyrir því
að foreldrar þeirra skildu að
lögum. Á árunum 1976-80 fengu
mæðurnar forsjá barna í 88,8%
tilvika, feður í 4,5% tilvika og í
6,7% tilvika var forsjá barna fal-
in öðrum en kynforeldrum. Árið
1990 var hlutfallið nákvæmlega
það sama hvað mæðurnar snerti,
en sú breyting var orðin að feð-
urnir fengu forsjá 11,2% barn-
anna, engu þeirra var komið fyrir
hjá fósturforeldrum. -ÞH