Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 10. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Víti til vamaðar Nýfundnaland er austasti hluti Kanada - skagi sem gengur til austurs út í Atlantshafið. Landið á lítið sameig- inlegt með öðrum hlutum móðurríkisins annað en vera undir yfirstjórn þess í Ottava. Á meðan innan við 1 % af heildarþjóðartekjum Kanada koma frá sjávarútvegi er sjórinn undirstaða lífsbjargar á Nýfundnalandi. Allt að 17 þúsund skip og bátar hafa verið gerð út þaðan og af um 570 þúsund íbúum landsins eru um 30 þúsund sjómenn og um 11 þúsund fiskverkafólk. Staða þessa fólks er mjög tvísýn. Meðal atvinnuleysi er um 25% og hverri verksmiðjunni er lokað á fætur annarri. Þeim sem starfa við fiskvinnslu fækkar dag frá degi. Eng- in veiði er lengur á heimaslóð minni báta og nú er búið að banna veiðar á djúpsævi. Fyrir utan 200 mílna fiskveiði- mörkin eru um 150 stór fiskveiðiskip - flest frá ríkjum Evrópubandalagsins og veiddu þau allt að 365 þúsund tonn á síðasta ári eða um eitt þúsund tonn af fiski á hverj- um degi. Vegna þess að sjávarútvegurinn skiptir Kanada sem eina heild litlu máli hefur alríkisstjórnin í Ottava ekki séð ástæðu til þess að staðfesta hafréttarsáttmálann. Aðrir og meiri hagsmunir liggja að baki en hagsmunir þess fólks sem starfar við sjávarútveg. Þar á meðal íbúa Nýfundnalands sem nú benda á að ekkert sé gert í mál- um þeirra gagnvart Evrópuþjóðunum. Ekkert sé gert vegna þess að byggðir fiskimannanna og fiskvinnslu- fólksins séu aðeins útkjálki stórríkis, sem hafi mikinn hag af því að selja aðrar afurðir til Evrópu. Á meðan fiskiskip Evrópubandalagsins ryksuga miðin við Kanada og spilla fiskistofnum í Atlantshafinu greiðir kanadíska alríkis- stjómin jafnvirði 125 milljarða íslenskra króna til þess að íbúar Nýfundnalands geti staðið straum af rekstri fylkis- ins. Þannig er landið algjörlega háð móðurríkinu og þótt dragi úr rányrkju Evrópubandalagsins og fiskistofnarnir nái sér á strik myndi það aldrei duga til að standa undir rekstri þessa þjóðfélags. En af hverju er ástæða til að benda á aðstæður íbúa Nýfundnalands nú? í samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið lögðu íslendingar mikla áherslu á að ríki Evrópubandalagsins fengju ekki aðgang að fiskveiðilög- sögu okkar í skiptum fyrir niðurfellingu tolla á fiskafurð- um. Um það tókust samningar og því stendur hin sameig- inlega landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna Evrópu- bandalagsins fyrir utan samkomulag okkar um aðild að hinu evrópska efnahagssvæði. Öðm máli gegnir um fulla aðild að Evrópubandalaginu sjálfu. Ólíklegt verður að telja að nokkurt ríki fái undan- þágu frá því að gerast aðih að hinni sameiginlegu sjávar- útvegsstefhu við inngöngu í bandalagið. Viðurkennt er að með Maastrichtsamkomulaginu sé stefnt að myndun Evrópuríkis og með undirritun þess afsala aðildarríkin sér ákveðnum þáttum sjálfsforræðis síns. Ákveðnar raddir hafa nú heyrst hér á landi um að íslenska þjóðin eigi að sækja um aðild að hinu fyrirhug- aða Evrópuríki. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að slíkt sé ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Ein mál- pípa utanríkisráðherra, Karl Steinar Guðnason, hefur hins vegar lagt til að sækja eigi um aðild að Evrópubandalag- inu. í slíku samfélagi yrði ísland þó aðeins áhrifalaus útkjálki hinnar stóm Evrópu líkt og Nýfundnaland af Kanada. Hætt er við að svipuð örlög biðu okkar í því sam- félagi og íbúar Nýfundnalands þurfa nú að sætta sig við. Aðstæður þeirra em því okkur víti til varnaðar. ÞI „Fórnarkostnaður EES-aðildar“ - II. grein: Frá velferð til fátæktar og vandræða Til þess að leggja raunhæft mat á gildi EES-samninganna þarf að færa bæði fyrirsjáanlegar tekjur og gjöld til bókar og gera upp í ljósi þess. í málflutningi EES- sinna fer yfirleitt lítið fyrir gjalda- hliðinni, fórnarkostnaðinum, en ábatinn er venjulegast ofreiknað- Hinn almenni ábati af fjórfrelsinu Hver á gróðinn af hinu nýja fjór- frelsiskerfi sameiginlega Evrópu- markaðarins að verða? Samkvæmt endurskoðun hag- fræðinganefndar EB undir verk- stjórn Martin Bangemanns, varaformanns framkvæmda- stjórnar EB, frá árinu 1990 á fyrri áætlunum, þ.á m. á hinni svo kölluðu Cecchini-skýrslu, mun það taka EB-ríkin tólf minnst 6 ár, frá ársbyrjun 1993 að telja, að ná fullum ábata af fjórfrelsiskerfi sameiginlega markaðarins. Þessi ábati gæti mestur orðið um 2- 4,5% af landsframleiðslu frá og með árinu 2000. Fram að þeim tíma er allt í óvissu um hver hann verður. Hann gæti orðið sáralítill sem enginn fyrstu 6 árin, yrði mestur í vanþróaðri S.-Evrópu- ríkjum EB, minni í Mið- og Norður-Evrópuríkjunum, þar sem iðnvæðing er mest og fjár- mála- og þjónustustarfsemi há- þróuð. Um helmingur ábatans, 1- 2,25% frá og með árinu 2000, á að skapast vegna hagræðingar í iðnaði, stærra framleiðslu- og markaðssvæði án landamæra á innra markaði og þar með sparn- aði vegna tollafgreiðslna og við- komandi pappírsvinnu í innri viðskiptum, meiri samkeppni stærri eininga í þjónustuviðskipt- um, frjálsara fjármagnsflæðis, þ.á m. frelsis til fjárfestinga á öllu svæðinu í fasteignum, landi og hvers konar fyrirtækjum, svo og vegna þess, að allt svæðið á að verða einn vinnumarkaður til þess að fyrirtækjunum gefist kostur á að nýta sér vinnuaflið þar sem það er ódýrast og hag- kvæmast fyrir atvinnureksturinn, enda fylgir frjáls búseturéttur fjórfrelsinu. Hinn helmingur ábatans á að skila sér vegna um 6% lækkunar á iðnvöruverði. Landbúnaðar- og þar með sjáv- arafurðir skulu vera utan fjór- frelsiskerfisins, nema tvíhliða- samningar eða viðaukar komi til, s.s. reyndin varð. Það þarf mikla og einfeldings- lega glámskyggni til þess að lesa út úr þessum forsendum ábata fyrir íslendinga af að breyta frá gildandi utanríkisviðskiptakerfi yfir í fjórfrelsiskerfi EB og EES. Enda segir svo í álitsgerð Þjóð- hagsstofnunar um áhrif EES á íslenskan sjávarútveg til forsætis- ráðherra 15. febrúar 1991: „Má ætla, að beinn þjóðhags- legur ávinningur íslendinga af því að tengjast EB/EES verði minni heldur en aðrar þjóðir gera sér vonir um.“ Þjóðhagsstofnun metur þetta rétt. Réttmæti matsins byggist m.a. á því, að sjávarafurðir eru undanþegnar víðskiptafrelsi EB og EES og EB mun halda áfram að leggja tolla á sjávarafurðir og veita styrki til veiða og vinnslu sjávaraiía til þess að skekkja samkeppnisaðstöðuna í þessum greinum sér í vil. Sjávarafurða- viðauki EES-samninganna frá 14. febrúar 1992 breytir ekki þessum grundvallaratriðum. Ábatatálvonir En margt annað kemur til, sem veldur því, að ábatavonir íslend- inga af EES eru tálvonir. Ég læt Hannes Jónsson. mér nægja að benda á eftirtalin atriði: 1. Iðnvöruframleiðsla okkar jer í smáum stíl og nýtur þegar |fullrar fríverslunar á EFTÁ- og EB-svæðinu samkvæmt gildandi fríverslunarsamningum frá 1972. Ein röksemdin fyrir fríverslunar- samningum okkar við EB- og EFTA-aðild var einmitt sú að við þetta mundi um 320 milljóna íbúa fríverslunarmarkaður opn- ast fyrir íslenskar iðnvörur og verða mikil lyftistöng fyrir ís- lenskan útflutningsiðnað. En hvað kennir reynslan? íslenskir iðnrekendur hafa yfirleitt ekki náð teljandi árangri á Evrópu- markaði. Vaxtarbroddurinn í ís- lenskum útflutningsiðnaði eins og iðntækniframleiðsla tengd sjávarútvegi t.d. á vegum Marel og Icecon hefur aðallega fundið sína góðu markaði í Bandaríkj- unum, Kanada, Austur-Evrópu og Austurlöndum. Sama er að segja um iðntækniráðgjöf og sölu Orkint, svo dæmi séu nefnd. Aðild að EES mundi engu breyta fyrir okkur varðandi iðnvöru- framleiðslu og sölu. Sér ábatinn vegna EES yrði því enginn. 2. Helmingur ábatans af fjór- frelsinu á að felast í 6% lækkun á iðnvöruverði. Vafasamt er, að íslensk iðnvöruframleiðsla mundi lækka sem þessu nemur, enda ís- lenskur iðnaður ekki stór í snið- um og minnst af iðnvöruveltu hér á landi innlend framleiðsla. Hins vegar mundum við njóta þessarar lækkunar á innfluttum iðnvörum frá Evrópuríkjunum, hvort sem við gerumst aðilar að EES eða ekki. Þessi verðlækkun á iðnvöru frá Evrópu mundi enn þrengja að íslenskum iðnaði, sem þegar er illa staddur vegna gildandi frí- verslunar með iðnvörur, en hún hefur meðal annars leitt til þess, að ýmsar iðngreinar, s.s. hús- gagnabólstrun, fataiðnaður og fleiri greinar, sem eitt sinn voru blómlegar hér á landi, eru nú ekki svipur hjá sjón. Aðild að EES mundi því ekki skila okkur ótvíræðum ábata á þessu sviði. Við mundum njóta 6% lækkunar af innfluttri iðnvöru frá Evrópu án aðildar að EES, en þessi lækk- un gæti skaðað hluta af íslensk- um iðnaði. Niðurstaðan yrði sú sama við EES-aðild. 3. Þjónustuviðskipti er ekki háþróuð grein hér á landi. Með hliðsjón af því og reynslunnar af fríverslun með iðnvörur um ára- raðir er ekki líklegt, að íslenska þjóðarbúið græði mikið á því, að íslensk fyrirtæki á þessu sviði hasli sér völl í þjónustuviðskipt- um Evrópu. Líklegra er, að fjölg- un samkeppnisaðila í þjónustu- viðskiptum á íslandi með þátt- töku fjársterkra evrópskra fyrir- tækja muni rýra viðskiptahlut- deild og ábata íslenskra fyrir- tækja. 4. Varla mundi fríverslun með fjármagn og fjárfestingar í fast- eignum, landi og hvers konar fyrirtækjum skila Islendingum miklum ábata. Erlend fjölþjóða fyrirtæki mundu fjárfesta í og jafnvel kaupa upp þau íslensku fyrirtæki, sem líklegt væri að skil- uðu arði, en hin, sem stæðu illa, fengju að veslast upp í höndum okkar íslendinga. Með starfsemi erlendra banka og fjárfestinga- félaga, leppamennsku og samein- ingu fyrirtækja í krafti þessa frelsis væri t.d. nær ógjörningur að koma í veg fyrir, að erlend fyrirtæki kæmust bakdyramegin inn í okkar fiskveiðilögsögu með hliðstæðri afleiðingu ofveiði og rányrkju og blasir nú við á öllum fiskislóðum flota EB-ríkjanna. Sama gildir um orkuauðlindir okkar, ef þær verða settar í hend- ur hlutafélaga, sem gætu gengið kaupum og sölum á almennum fjármagnsmarkaði. Erfitt er að koma auga á, að í þessu fælist þjóðhagslegur gróði fyrir okkur. 5. Um hinn sameiginlega vinnumarkað og búseturétt er það að segja, að tilgangur hans er að skapa fyrirtækjunum hagstæð- ari rekstrarafkomu með því að hagnýta sér vinnuaflið þar sem það er ódýrast. Hvað sem um þetta má segja er ljóst, að þetta mundi ekki Ieiða til bættra lífs- kjara íslenskra launþega né held- ur verða til þess að styrkja vel- ferðarkerfið. Augljóslega mundi þetta líka leiða til ómældra kostnaðarsamra félagslegra vandamála vegna tvíbýlis í land- inu og tveggja eða fleiri mál- svæða, svo sem t.d. dæmin frá Þýskalandi sanna varðandi tyrk- neska vinnuaflið þar í landi. - Það er mikil yfirsjón að telja þetta hliðstæðu við sameiginlega norræna vinnumarkaðinn. Hann gildir bara um vinnu. EES gildir um fyrirtæki, fjármagn og vinnu. Erlendu fyrirtækin gætu því flutt hingað til sín vinnuafl hvaðan sem þeim þætti hagkvæmast. 6. Um 75% af okkar útflutn- ingi er sjávarafli. Hann er, eins og landbúnaðarafurðir, utan fjórfrelsisins og utan EES nema samkvæmt sérsamningi. Stefna EB í þeim efnum er, að á móti aðgangi að markaði eða tollalækk- un af sjávarafla komi aðgangur að auðlind, fiskveiðiréttindi í efnahagslögsögu viðkomandi rík- is. EES-svæðið verður því ekki landamæralaust tollasvæði innri markaðar með sjávarafurðir heldur háð gildandi skriffinnsku við tollaafgreiðslu, þrátt fyrir sér- samninga um lækkun tolla. Raunhæf hagsmunagæsla Að öllu þessu athuguðu ætti að vera ljóst, að raunhæf íslensk hagsmunagæsla kallar ekki á aðild íslands að EES vegna almenns ábata af framkvæmd grundvallaratriða fjórfrelsisins. Sérstaða okkar sem sjávarafurða- útflytjanda, ekki iðnríkis, veldur þessu. Aðildin verður þó enn óæskilegri, þegar tekið er tillit til hins takmarkaða fullveldisafsals til Brussels í formi löggjafar- og dómsvalds á samningssviðinu, sem aðild fylgdi, svo og þegar tekið er tillit til þess mikla fórnar- kostnaðar, sem felst í sjávaraf- urðaviðaukanum, þar sem okkur er gert að opna landhelgina fyrir flota EB fyrir lítilræði í formi tollalækkana. Utanríkisráðherra hefur kallað samningana „sigursamninga“ og „vegabréf inn í 21. öldina". Raunhæft mat fremur en „Evr- ópuflónska“ bendir þó til þess, að fyrir okkur gæti EES-samn- ingurinn allt eins orðið vegabréf frá velferð til fátæktar og vand- ræða. Hannes Jónsson. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.