Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 10. apríl 1992 Ár söngsins: Að vera Þmgeyingur Það var annar í mars 1992 og Þráinn Þórisson frá Baldursheimi varð sjötíu ára. Kenndur til Skútustaða í Mývatnssveit, skólastjóri Barnaskólans, hús- bóndi barnanna í Mývatnssveit í meira en 40 ár, söngstjórinn, for- maður Kirkjukórasambands Suð- ur-Þingeyjarprófastsdæmis í 30 ár. Maður yndislegrar konu sinnar, Margrétar Lárusdóttur frá Brúarlandi í Mosfellssveit, og faðir þeirra fimm barna. Hann var sannarlega skrifaður með tveimur ennum sá Þráinn sem bauð til afmælis síns að kvöldi 2. mars tveimur lands- kunnum kórum: Kvennakórnum Lissý og Karlakórnum Hreim, sem hann átti þá einstöku ham- ingju að hafa tvisvar farið erlend- is með í söngferðir. Hér var síst makalaust kvöld því með þeim voru boðnir betri eða verri helm- ingar þeirra einnig, þótt alltaf þyki mér orðið „makar“ ljótt. Með einu enni var þó aðeins skráð þráin - þrá okkar allra, bæði mild og mjúklát en þó kröfuhörð í þörf sinni eða í nauð- um stödd, að njóta saman ofar brýnustu lífsafkomuleiðum. Gleði og söngur og velbúin veislu- borð héldu fólki við efnið fram á nótt. En að vera Þingeyingur er mikill veruleiki, eða þá Skagfirðingur, hvað þá Eyfirðingur, en að vera svo líka Mývetningur og einn þeirra Baldursheimsbræðra, sem síst hafa þurft að kaupa sér athygli meðal Þingeyinga um sína ævidaga, svo eru þeir auðkenndir meðal fólks. Þó ekki finni maður lengur meðal fjöldans tvo þeirra bræðranna, því Pétur og Ketill hafa brugðið hinu jarðneska góð- búi sínu, en þó síst brugðist því, /----------------------------- blessaðir drengirnir. Verður að taka því, og einnig að þeir smá- eldast, Baldur og Sigurður, enda var hér enginn kaupfélagsfundur til að skerpa raddstyrk sinn. Sjötti Baldursheimsbróðirinn er Jón, sennilega heilbrigðastur Þingeyinga, búsettur utan héraðs. Þráinn þeirra raddmestur í kór og utan kóra, samvinnumaður, söngstjóri og einbeittur í skoðun og skiptum og tæpitungulaus Mývatnssveitarmaður með hlýindin innra með, sem svo gott er að njóta. Skjólbrekkan ómaði öll þar sem jafnvel litverk Jóhannesar á Grímsstöðum fengu mál upp um alla veggi í fljúgandi veruleika þessara töfra allra, þar sem maður veit þó um Slútnes, Dimmuborgir og Kálfa- strandarvoga. Við sungum öll af hug og hjarta, líka börnin og gamlir samferðamenn með sextíu ára ökuréttindin í brjóstvasa og heyrnarhvetjandann í hlustinni. Allt það sem ég unni og ann er í þínum faðmi bundið, allt það sem eg fegurst fann, fyrir berst og heitast ann. AUt sem gert fékk úr mér mann og til starfa kröftum hrundið. Því skyldum við þá ekki mega vera tvísaga og kísilgúrinn verða bjargvættur atvinnulífs ellegar óþurftar andskoti þess fræga veiðivatns? Laxinn, húsgull Mývetninga, þar sem hann æti upp urriðaseiðin í kristalsánni heimsfrægu. Allt eftir því hvernig loftvog hugarfars stendur, ellegar rímsnilld Starra. Það er liðin sú tíð þegar allt var hjóm hér uppí nærri 300 m ofar sjávarmáli, nema Austurfjöll, silungurinn í Mývatni og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. - Allt er þetta þó erfðafjársjóður Þráins og Mar- grétar hans. Vér héldum heim með loka- ræðu húsbóndans í eyrum og áhrifamátt kóranna tveggja, Hreims og Lissýjar. Hinn ljúfsári en glaði áhrifamáttur Faulkners, söngstjórans erlenda við undir- leik listakonu sinnar þar sem þau sveigðu karlrembusvínin til hlýðni í lítillæti stórmennsku sinnar. Og Margrétar Bóasdóttur fágætt vald með ástúð sinni yfir þessum betri um aldir kúgaða helmingi íslendinga með sitt „bros og gullna tár“. í síðustu Árbók Þingeyinga er Guðmundur á Sandi enn í endur- prentun að minna á hvað blindur Þingeyingur eigi mikið umfram hinn allt sjáandi Þingeying, sem fluttur er til Skagfirðinga og ekki minna en Hjálmar sjálfur á Bólu, þjófkennda þjóðskáldið, sem varð í skjóli hins blinda manns á hnakknefinu yfir illfæra ána. Hinn alsjáandi öðlingur, Indriði á Fjalli, hóf upp rödd sína og málið á hærra svið er hann kvað: Stóð úti’ á Hallandshlaði, hniginn var röðull í sjó. í anddyri Kaupfélagsins á Húsavík eru þeir enn í átökum, bóndinn og sjómaðurinn, að hefja skilvísina upp til mývetnska frumherjans, styttu Jakobs Hálf- Jón Jónsson. dánarsonar, sem heldur um nýj- asta pöntunarlistann þar sem skráður var máski vasahnífur Gunnlaugs í Geitafelli. Táknrænt listaverk og tölvustýrðar vængja- hurðir slá taktinn markvisst fyrir samvinnumenn á leið inn í „Matbæ“. „Atvinnugrein þar sem listamönnum í landinu fjölg- aði um 600% á níunda áratugn- um“ sér máski fyrir mat og fatn- aði fólks. í fleiru hafa þingeyskir sam- vinnumenn staðið og Þráinn Þór- isson hefir fundið fyrir. Kirkjukórasamband Suður- Þingeyjarprófastsdæmis var stofnað árið 1951, þá sömu vor- daga og Kirkjukórasamband íslands, sem varð 23. júní 1951. Fyrsta söngmót þingeyskra kirkjukóra var í Húsavíkurkirkju 12. nóvember 1950. Það nóvem- berkvöld í norðanstórhríðinni á heimleið mun mörgum hafa fundist þeir hafi lifað merkilegan tónlistarviðburð í héraðinu sínu. Þá var Þráinn Þórisson aðeins 28 ára en að tólf árum liðnum var hann kosinn formaður Kirkju- kórasambandsins og hefir svo verið nú að segja í 30 ár. Það má sjá að á brattann væri að sækja að endurvekja þá hreyf- ingu til þess sem hún var í upp- hafi þegar Páll H. Jónsson kenn- ari, sr. Friðrik A. Friðriksson prófastur og Jónas Helgason org- anleikari voru í blóma lífsins og fjöldi fólks sem um þá safnaðist af brennandi þrá og þörf að verða liðsmenn, og þá af þeirri trú að blandaður kórsöngur, sem menn svo kalla, væri eitt fullkomnasta hijóðfæri sem nokkrum stjórn- anda er fengið til að leika á. Máski líka einhver fullkomnasta félagsmálahreyfing sem kirkja vor gæti fengið að sér og um sig á viðsjálum tímum en einnig þeirri tíð sem ekki endilega þarf að vera viðsjál. Á fyrsta ársfundi Kirkjukóra- sambandsins 1951, sunnudag 28. janúar, eru 11 kirkjukórar skráð- ir stofnendur. Stjórnina skipa: Páll H. Jónsson formaður, sr. Friðrik A. Friðriksson ritari og sr. Sigurður Guðmundsson gjald- keri. Meðstjórnendur eru: Jónas Helgason og Finnur Kristjáns- son. Ekki er það með ólíkindum að í hið rnikla kjalsog loftskipa þeirra Hreims og Lissýjar leggi úr höfn snekkja Þráins Þórissonar með hinn stóra kirkjukór pró- fastsdæmisins. Ýmsir stofnendur standa enn á söngpalli hans, og máski fá þau Margrét Bóasdóttir og meistarinn enski hjá Hreimi að stjórna lagi. Með bestu kveðju til Þráins vinar míns og fylgdarmanns. 10. mars 1992, Jón Jónsson, Fremstafelli. Tónlist Sæluvikukonsert Páskabasar Kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit heldur páskabasar að Laxagötu 5, Akureyri, laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Handunnið páskaskraut, skreyttar tertur, óásettir botnar og fl. Upplagt fyrir veisluna. Nefndin. V___________________________/ Handbolti 1. deild Úrslitakeppni KA-ÍBV mánudaginn 13. apríl kl. 20.30 í KA-húsinu. Forsala á leikinn verður frá föstudegi, í verslunni Toppmenn-Toppsport. Áfram KA. Laugardaginn 4. apríl voru haldnir hinir árlegu Sæluvikutón- leikar í Miðgarði. Þrír kórar sam- einuðust um tónleikana. Heima- kórarnir tveir, Karlakórinn Heimir og Rökkurkórinn, og gestakór þessa árs, Skagfirska söngsveitin. Fyrstur til leiks var Karlakór- inn Heimir og flutti sjö lög sam- kvæmt efnisskrá og nokkur auka- lög. Söngstjóri kórsins er Stefán R. Gíslason og undirleikari Tóm- as Higgerson. Stefán er mjög vaxandi sem söngstjóri. Taktslag hans er ákveðið sem og önnur tjáningar- merki. Tómas Higgerson er góð- ur undirleikari. Hann fylgir kórn- um vel eftir og hefur gott lag á því að undirbyggja og efla flutn- ing hans. Hljómur Heimis er fullur og fallegur. Tónvissa er mikil og til- finning fyrir takti rík. Eftirtektar- verð nákvæmni er í flutningi og kórinn er vel samtaka í til dæmis hröðum tóna- og hljómagangi, sem aftur leiðir til þess að texta- flutningur er skemmtilega greini- legur. Hér kemur til góður agi í kórnum og gott samband hans við söngstjóra sinn. Flutningur kórsins var almennt góður. Sérlega fallegt var lagið Litfríð og ljóshærð eftir Gunnar Thoroddsen við ljóð Jóns Thor- oddsens. í þessu lagi söng Sigfús Pétursson einsöng og gerði það fallega og innilega. Hljómar á bakvið í kórnum voru jafnir og þéttir og vel tókst að hafa þá gersamlega hlélausa. Þá var flutningur á norska þjóðlaginu Kerlinga med staven skemmti- lega festulegur og ákveðinn, en lagið er hratt og útsetningin gerir verulegar kröfur til nákvæmni. Pétur Pétursson og Sigfús Péturs- son sungu dúett í laginu Jerúsalem og gerðu vel. í þessu lagi hefði kórinn mátt rísa meira á „hós- anna“ og eins hefði þurft að vera meiri þróttur í upphrópunum í Morgunsöng sígaunanna, á orð- unum „Vaknið nú sígaunar, hressir, til vinnu". í þessu verki spillti nokkuð, að steðjinn var heldur hávær. Mjög eftirminni- legur var flutningur kórsins á Goðmundi á Glæsivöllum eftir Pálma Þ. Eyjólfsson við Ijóð Gríms Thomsen. Einar Halldórs- son söng einsöng í þessu lagi af nánast ótrúlegum þrótti. Einar hefur mikla rödd, sem æskilegt væri að fengi nokkra skólun án þess þó að sérkennum hennar yrði spillt. Karlakórinn Heimir hyggur á tónleikaferð og mun syngja í Hlíðarbæ laugardaginn 11. apríl kl. 15.00. Sama dag kl. 21.00 verða tónleikar í Ýdölum. Rökkurkórinn átti einnig sjö lög á efnisskrá og söng auk þeirra nokkur aukalög. Söngstjóri kórs- ins er Sveinn Árnason og undir- leikari Rögnvaldur Valbergsson. Taktslag Sveins mætti vera nokkru ákveðnara og bendingar hans um flutning greinilegri. Rögnvaldur þyrfti að styðja kór- inn betur til dæmis með því að fylgja nánar styrkbreytingum og blæ. Kórinn er vel skipaður og hef- ur gott hlutfall á milli radda. Flutningur hans á laginu Rökkur- ró eftir Jón Björnsson var jafn og fallegur og eins tókst vel flutning- ur lagsins Næturljóð eftir Padre Martini, sérstaklega upphafshluti lagsins. Það er hins vegar ljóst, að þó að getan til tónhæðar sé greinilega fyrir hendi, er kunn- átta í raddbeitingu ekki nógu mikil. Þetta á við um allar raddir kórsins en þó sérstaklega kvennaraddirnar. Háir tónar urðu gjarnan sárir og fyrir kom líka að óskemmtilegur blær kom á flutning, svo sem í laginu Mig hryggir svo margt eftir Gunnstein Eyjólfsson við Ijóð Þorsteins Erlingssonar. Rökkurkórinn hyggur á söng- ferðalag austur á bóginn dagana 24., 25. og 26. apríl. Tónleikar verða í Ljósvetningabúð, Skjól- brekku og Hlíðarbæ. Skagfirska söngsveitin undir stjórn Björgvins Þ. Valdimars- sonar við undirleik Sigurðar Marteinssonar flutti hluta af þeirri efnisskrá, sem hún hafði á tónleikum á Sauðárkróki föstu- daginn 3. apríl. Um þá tónleika hefur þegar verið fjallað, svo að hér verður einungis þess getið, að söngsveitin stóð sig með prýði. Tónleikunum í Miðgarði lauk með söng kóranna sameinaðra. Þeir fluttu lagið Björt nótt eftir Jón Björnsson og loks Skín við sólu Skagafjörður, sem er hér- aðssöngur þeirra Skagfirðinga. Flutningur þess er ætíð hátíðleg stund og verulega viðeigandi lok á kórtónleikum þar í byggð. Að loknum flutningi þess hverju sinni, koma engin aukalög til greina. Tónleikarnir voru gífurlega fjölsóttir. Salurinn í Miðgarði var bókstaflega troðinn fólki, margir stóðu aftast allt út í fordyrið og nokkrir urðu frá að hverfa. Undirtektir voru stórgóðar og sönnuðu ásamt aðsókninni og almennt góðri frammistöðu flytj- enda, að svo sannarlega má Skagafjörðurinn, og þá félags- heimilið Miðgarður í Varmahlíð sérstaklega, kallast Mekka kóra- tónlistar á íslandi. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.