Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 10. apríl 1992 Hvaðeraðgerast? Fundir - Ráðstefnur Akureyri: Kynningá Alþýðuflokkum Ungir jafnaðarmenn í sam- vinnu við Fræðsluráð Alþýðuflokksins efna til ráðstefnu á morgun, laug- ardag, í Reynishúsinu Furuvöllum 1 á Akureyri frá kl. 10 til 19. Ráðstefnan verður öllum opin og án endurgjalds. Áhersla verð- ur lögð á að kynna stefnu- mál og starfsemi Alþýðu- flokksins. Ráðstefnan hefst með setningu Sigurðar Arnórs- sonar, formanns Alþýðu- flokksfélags Akureyrar, en síðan flytja erindi Sigurður Pétursson, formaður S.U.J., Sigurður T. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, Gísi Bragi Hjart- arson, bæjarfuiltrúi á Akur- eyri, Össur Skarphéðins- son, formaður þingflokks Alþýðuflokksins og Sig- björn Gunnarsson, alþing- ismaður. Húsavík: Ráðstefna um skólamál Skólanefndir framhalds- skólanna á Laugum og Húsavík standa fyrir ráð- stefnu um skólamál í Félags- heimili Húsavíkur í dag, föstudaginn 10. apríl, og hefst ráðstefnan kl. 13.30 með ávarpi menntamála- ráðherra og er áætlað að henni ljúki kl. 18. Meðal frummælenda verða skólameistarar Fram- haldsskólans á Húsavík og Laugaskóla, formenn hér- aðsnefnda Eyjafjarðar, S- Þingeyjarsýslu og N-Þing- eyjarsýslu, formenn nemendafélaga á Húsavík og Laugum, alþingismenn kjördæmisins og fulltrúar menntamálaráðuneytis. Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á skólamál- um. Akureyri: Magnús sýnir í GaUeríi AllraHanda Nú stendur yfir sýning Magnúsar Kjartanssonar, myndlistarmanns, í Gallerí AllraHanda á Akureyri. Myndröðina, sem Magnús sýnir að þessu sinni, nefnir hann Kristur í kaffibollan- um. Siglufjörður: Sýning Brynju í Ráðhúsinu Brynja Árnadóttir opnar í dag, föstudaginn 10. apríl, sýningu á pennateikningum í sýningarsal í Ráðhúsi Siglufjarðar. Brynja er fædd og uppal- in á Siglufirði og er þetta fyrsta sýning hennar þar. Þetta er fjórða einkasýning Brynju og hefur hún einnig tekið þátt í einni samsýn- ingu. Brynja sýndi síðast í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í októlx. 1991. Lyningin stendur til mið- vikudagsins 15. apríl og er opin kl. 14-19. Skemmtistaðir - Veitingahús 1929-Uppinn Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns sér um fjörið á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri í kvöld, föstu- dagskvöld, og annað kvöld. Fyrstu 150 gestirnir fá frítt öl annað kvöld, laugardags- kvöld. Veitingastaðurinn Upp- inn minnir á hini. vinsæla austurlenska mat. Borða- pantanir í síma 24199. Hótel KEA Sveiflukóngurinn Geir-- mundur Valtýsson og hljóm- sveit sjá um fjörið á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardaginn 11. apríl. Hótel KEA minnir á glæsilegan matseðil auk sértilboðs fyrir leikhúsgesti. Dropinn Haraldur Davíðsson sér um að töfra fram lifandi tónlist í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld, laugardags- kvöld, á veitingastaðnum Dropanum á Akureyri. Dropinn minnir á ókeyp- is heimsendingarþjónustu á pizzum. Síminn er 22525. Greiflnn Veitingahúsið Greifinn minnir á hádegistilboð alla daga. Öllum aðalréttum og pizzum fylgir súpa og salatbar ásamt nýbökuðum brauðum. Greifinn er með ókeypis heimsendingar- þjónustu allan daginn. Sím- inn er 26690. Kvikmyndahús Borgarbíó Borgarbíó á Akureyri sýnir um helgina kl. 21 nýjustu mynd Alans Parkers, The Commitments, og grín- og ævintýramyndina Eld, ís og dínamít. Klukkan 23 sýnir Borgarbíó grínmyndina Dutch og spennumyndina Baráttuna við K2, sem fjall- ar um fjallaklifur. Á barna- sýningum nk. sunnudag kl. 15 verða sýndar myndirnar Lukku Láki og Galdra- nornin. Leikfélag Akureyrar: Tvær sýningar á íslands- klukkunní Leikfélag Akureyrar verð- ur með tvær sýningar á íslandsklukkunni um helg- ina. Fyrri sýningin verður í kvöld, föstudagskvöld, og sú síðari annað kvöld. Báð- ar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Næstu sýningar á þessu vinsæla verki verða nk. mið- vikudag, fimmtudag (skír- dag), laugardaginn 18. apríl og annan í páskum, mánu- daginn 20. apríl. Allar sýn- ingarnar hefjast kl. 20.30. Hvammstangi: Frumsýningá Ættarmótinu Vestur-Húnvetningar geta brugðið sér í leikhús uiy helgina, án þess að fara langt, því Leikflokkurinn Hvammstanga frumsýnir á sunnudag kl. 21, leikritið Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson. Undanfarn- ar vikur hafa staðið yfir æfingar á verkinu undir leikstjórn Emils Gunnars Guðmundssonar, en nú er komið að frumsýningunni. Freyvangsleikhúsið: Tvær sýningar á Messíasi Freyvangsleikhúsið verður með tvær sýningar á Messí- asi Mannssyni um helgina. Þessi vinsæla rokkópera verður sýnd í kvöld, föstu- daginn 10. apríl, kl. 20.30 og annað kvöld, laugardag- inn 11. apríl, kl. 20.30. Mikil aðsókn hefur verið á Messías Mannsson og leikhúsgestir koma víða að af landinu. Ýmislegt Akureyri: Páskabasar að Laxagötu 5 Kvenfélagið Hjálpin ( Eyjafjarðarsveit heldur páskabasar að Laxagötu 5 á Akureyri á morgun kl 14. Selt verður handunnið páskaskraut, skreyttar tertur, tertubotnar og fleira. Akureyri: Páskabasar Glerárkirlgu Kvenfélagið Baldursbrá í Glerárhverfi heldur páska- basar í væntanlegum safn- aðarsal Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 11. apríl, kl. 15. Selt verður úrval af páskavörum sem konurnar hafa útbúið svo og kökum og tertum. Allur ágóði rennur í lokaáfanga kirkjubyggingarinnar og til líknarmála. Félagsvist í Freyjulundi Félagsvist verður haldin í Freyjulundi í kvöld, föstu- daginn 10. apríl, og hefst hún kl. 21. Akureyri: Portið opið á morgun Að venju verður Portið í nýju slökkvistöðinni við Árstíg opið á morgun, laug- ardaginn 11. apríl kl. 11-16. Á boðstólum verða m.a. dúkkuföt, prjónuð barna- föt, spil, bækur, plötur, myndir, lax, brauð, lakkrís, postulínsvörur, keramik, vegg- og gólfkertastjakar, kartöflur o.fl. Sauðárkrókur: Byssusýning í Safnahúsinu Byssuglaðir Skagfirðingar fá eitthvað við sitt hæfi um helgina, því Skotveiðifélag- ið Ösmann heldur byssusýn- ingu í Safnahúsinu á Sauð- árkróki. Á sýningunni verða framhlaðningar, haglabyss- ur, rifflar, skammbyssur og fallbyssa svo nokkuð sé nefnt og eru sýningargripir um 100 talsins. Sýningin verður opin laugardag frá kl. 10 til 20 og sunnudag frá kl. 10 til 17. Tónleikar Akureyri-Húsavík: Unglingalúðra- sveit Hjálp- ræðishersins í Noregi Ein af unglingalúðrasveit- um Hjálpræðishersins í Noregi, Templet junior- hornorkester, sækir Norð- lendinga heim um helgina. Um er að ræða 30 manna hóp. Fararstjórar eru major Einar Höyland frá Noregi og major Daníel Óskars- son. Lúðrasveitin heldur tónleika nk. sunnudag, 12. apríl, kl. 20 í húsnæði Hjálpræðishersins á Akur- eyri að Hvannavöllum 10. A þeim tónleikum taka einnig þátt „Guðný og drengirnir“, sem er tríó frá Reykjavík skipað þeim Guðnýju Einarsdóttur, söngkonu, Páli Pálssyni, bassaleikara og Óskari Ein- arssyni, píanóleikara. Á mánudag fer lúðra- sveitin til Húsavíkur og heldur þar tónleika í Húsa- vfkurkirkju kl. 20.30. Ef veður leyfir nk. þriðju- dag munu norsku ung- mennin leika í göngugöt- unni á Akureyri kl. 16. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 halda þau síðan tónleika að Hvannavöllum 10 á Akur- eyri og tekur Lúðrasveit Ákureyrar þátt í þcim. Heimir í Hlíðarbæ og Ýdölum Karlakórinn Heimir í Skagafirði verður austan við Öxnadalsheiði um helg- ina. Á laugardag heldur kórinn tónleika í félags- heimilinu Hlíðarbæ kl. 15 og að kvöldi Iaugardagsins verða þeir Heimismenn í Ýdölum þar sem tónleik- arnir hefjast kl. 21. Söng- stjóri Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari Tómas Higgerson. Ein- söngvarar með kórnum eru: Björn Sveinsson, Ein- ar Halldórsson, Pétur Pét- ursson og Sigfús Pétursson og óhætt er að fullyrða að efnisskrá kórsins er mjög fjölbreytt og skemmtileg. MiðQörður: Arleg söng- skTmmtun í Ásbyrgi Karlakórinn Lóuþrælar og Kvennakórinn Sandlóurnar undir stjórn Ólafar Páls- dóttur gangast fyrir árlegri söngskemmtun í Ásbyrgi í Miðfirði annað kvöld, laug- ardaginn 11. apríl, kl. 21. Elínborg Sigurgeirsdóttir* leikur undir á píanó. Gestir verða Galgopar frá Akur- eyri. Akureyri: „Guðný og drengírnir“ í Hvítasunnu- kirkjunni í kvöld, föstudaginn 10. apríl, kl. 20.30 verður hljómsveitin „Guðný og drengirnir" ásamt Hafliða Kristinssyni, forstöðu- manni Fíladelfíusafnaðar- ins í Reykjavík, með sam- komu í Hvítasunnukirkj- unni við Skarðshlíð á Akur- eyri. Næstkomandi sunnu- dag, 12. apríl, kl. 15.30. mun hluti af hljómsveitinni ásamt Hafliða taka þátt í samkomunni. Hljómsveitina skipa Guð- ný Einarsdóttir, söngkona, Oskar Einarsson, hljóm- borðsleikari og Páll Pálsson; bassaleikari. Þau munu flytja kristilega söngva og syngja gamla sálma í léttum dúr. Skák Skákfélag Akureyrar: Síðasta stigamótíð Sjöunda og síðasta 15 mín- útna stigamót Skákfélags Akureyrar verður haldið sunnudaginn 12. apríl nk. kl. 14. Þá kemur f ljós hverjir raða sér í verð- launasætin þrjú. Skákæfingar fyrir börn og unglinga verða sem fyrr kl. 13.30 á laugardaginn í skákheimilinu. Ákveðið hefur verið að halda helgarskákmót á Akureyri og hefst það á sumardaginn fyrsta. Nánar verður greint frá því síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.