Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 13 i i Akureyrarprestakall: Fermingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 10.30. Sálniar: 504 - 258 - Leið oss ljúfi faðir - Blessun yfir barna- hjörð. Fermingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 13.30. Sálmar: 504 - 258 - Leið oss ljúfi faðir - Blessun yfir barnahjörð. Altarisgöngumessa verður í Akur- eyrarkirkju nk. mánudagskvöld kl. 19.30. Sóknarprestar. Glerárkirkja: Helgihald í kyrruviku og á páskadag. Kirkjuskólinn laugardag kl. 11. 12. apríl, Pálmasunnudagur: Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 14.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Möðruvallaprestakall: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju á pálma- sunnudag, 12. apríl, og hefst íd. 14. Barnakórinn mun hjálpa ti! við athöfnina, auk organistans Birgis Helgasonar. Eru foreldrar og aðrir aðstandendur hvattir til að mæta með börnum sínum. Sóknarprestur. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást í öllum bóka- búðum á Akureyri. Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaaf- greiðslu F.S.A. Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá: Pedromyndum Hafnarstræti 98, Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24 og Guðrúnu Hörgdal Skarðshlíð 17. BORGARBÍÓ Salur A Föstudagur Kl. 9.00 The Commitments Kl. 11.00 Dutch Laugardagur Kl. 9.00 The Commitments Kl. 11.00 Dutch Salur B Föstudagur Kl. 9.00 Eldur, ís og dínamit Kl. 11.00 Baráttan við K2 Laugardagur Kl. 9.00 Eldur, is og dínamit Kl. 11.00 Baráttan við K2 BORGARBÍO S 23500 Ómar Ragnarsson, Pálmi og Mannakorn í Sjallanum í kvöld leikur Mannakorn í Sjall- anum með Pálma Gunnarsson í broddi fylkingar. Mannakorn eru að ljúka við nýja plötu sem kem- ur út í sumar og koma þeir félag- ar til með að leika lög af þeirri Kvikmyndin „Ævintýri á norðurslóð“ verðlaunuð Kvikmyndin „Ævintýri á norð- urslóð“ hefur hlotið viður- kenningu EUREKA audio- visuel, sem er samstarfsverk- efni Evrópuþjóða á sviði kvik- mynda og sjónvarps. Kvikmyndin „Ævintýri á norðurslóð" er fyrsta íslenska verkefnið sem hlýtur slíka viður- kenningu. Byggir viðurkenningin á því að hér sé um sérstaklega markvert samstarfsverkefni Is- lendinga, Færeyinga og Græn- lendinga að ræða sem undirstrik- ar menningarleg sérkenni þessara þjóða í útjaðri Evrópu og lýsir með skemmtilegum hætti hugar- heimi barna í þessum löndum. Samvinnuferðir-Landsýn: Um eitt þúsund manns í hópferðum erlendis um páskana Um eitt þúsund manns verða á ferðalagi erlendis í hópferðum á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar um páskana. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ferðum til sólar- stranda og vinsældir höfuðborgar írlands, Dublin, réna ekki. Þannig verða um 450 manns á Mallorka og Benidorm í tvær vikur, en bæta þurfti við auka- ferð þangað vegna mikillar eftir- spurnar. Stór hópur frá Sam- vinnuferðum-Landsýn er á Kanarí- eyjum. Sömu sögu er að segja um Dublin, tvær ferðir verða farnar þangað um páskana með um 300 manns. Þar eru á ferðinni starfs- mannahópar og félagasamtök og töluverður fjöldi farþega. Hópur nema í Samvinnuhá- skólanum í Bifröst heldur til New York og víðar, íþróttamenn eru í Belgíu og Hollandi og kylfingar úr Golfferðaklúbbi S-L á nokkr- um þekktum golfvöllum erlendis. m FRAMSÓKNARMENN AKUREYRl IHI Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 13. apríl, kl. 20.30. Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Skilafrestur auglýsinga! Síðasta blað fyrir páska kemur út fimmtudaginn 16. aprfl, skírdag, og verður það í helgarblaðsbúningi. Skila- frestur auglýsinga f það blað er til kl. 14.00 þriðjudaginn 14. apríl. Fimmtudaginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, kemur út blað með sumarkveðj- um, þeir sem vilja senda sumarkveðju í því blaði en ekki hefur verið haft sam- band við, vinsamlega hafi samband við afgreiðslu Dags fyrir kl. 11.00 þriðju- daginn 21. apríl. auglýsingadeild, sími 24222. plötu svo og eldra efni. Á laugardagskvöldið kemur Ómar Ragnarsson í heimsókn og flytur Sjallagestum glænýja skemmtidagskrá sem hann hefur verið að hnoða saman síðustu misseri. Honum til aðstoðar verða Haukur Heiðar, Pálmi Gunnarsson og Mannakorn. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð, skemmtun og dans- leik með Mannakornum fyrir kr. 2.900,- Sölufólk óskast! Traust fyrirtæki. Góð vara, næg vinna, góð sölulaun. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Vinna“. Heilsugæslustöðin á Kópaskeri Hjúkrunarforstjóri óskast til starfa við Heilsugæslustöðina á Kópaskeri frá 1. júlí nk. Frítt húsnæði - Staðarsamningur. Nánari upplýsingar gefa Helga Jónsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, heimasími 96-52176, vinnusími 96- 52109 og Iðunn Antonsdóttir, stjórnarformaður, sími 91-812712. Grunnskóli Skútustaðahrepps augiýsir: Staða skólastjóra og leikfimikennara Grunnskóla Skútustaðahrepps eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Upplýsingar veitir formaður skólanefndar, Stefán Þórhallsson, sími 96-44285, heima og í síma 96- 44181, vinnusími. SIALLINN Starfskraftur óskast í vinnu í eldhúsi Upplýsingar gefur Kolbeinn eftir kl. 13.00, ekki í gegnum síma. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Seli hjúkrunardeild F.S.A. Ingibjörg Halldórsdóttir, Magnús Bjarnason, Lára Halldórsdóttir, Kristfn Eggertsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.