Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 9 Halldór Pálsson. biblíuskóla því þau væru áhuga- fólk um kristileg hugðarefni. Suður-Afríka hefði raunar ekki verið inni í myndinni fyrr en þarna var komið sögu og þau hefðu séð svart á hvítu að óhætt væri að flytja þangað með börnin. Jólahald á sundlaugarbarmi Þau dvöldu í tvær vikur í febrú- armánuði í landinu og tóku síðan ákvörðun um að flytja þangað búferlum haustið eftir eða um vorið eins og okkar haust birtist á suðurhveli jarðar. Sumar tók því við af sumri í árstíðabundnum skilningi og sagði Halldór að þeim hafi gengið mjög vel það sem af er í nýja landinu. Eitt það fyrsta sem virkað hafi óvenjulega á þau var jólahald landsmanna. Flestar hefðir og siðir Norður- álfubúa væru framandi þótt grundvöllur jólahaldsins sé hinn sami hjá kristnum mönnum. Árstíðin geri það að verkum að allt fari fram með öðrum hætti. Jólin beri að á heitasta tíma árs- ins í Suður-Afríku og við slíkar aðstæður sé fólk ekki vel búið undir miklar matarveislur. Sumarleyfistíminn standi einnig sem hæst og því byggist jólahald- ið einna mest upp af strandlífi. Halldór sagði að klukkan sex á aðfangadagskvöld hefði fjöl- skyldan til dæmis stungið sér í laugina og fengið sér sundsprett. Sér hefði fundist þetta einkenni- legt í fyrstu enda vanur allt öðr- um jólasiðum en að klæðast sundskýlu á þessu kvöldi. En því fólki sem alist hafi upp við þetta þyki það jafn eðlilegt og okkur Islendingum fjölskylduboðin og hangikjötið. Frumbyggjarnir hafa gleymst Halldór kvaðst hafa reynt fyrir sér í fasteignasölu og meðal ann- ars boðið Islendingum fasteignir hinumegin á hnettinum til kaups. Áhugi hefði hinsvegar reynst tak- markaður. Bæði valdi fjarlægðin ákveðnum vanda í því efni og óvissuástandið í landinu virki einnig letjandi á útlendinga í að fjárfesta þar. Halldór réðst síðan í bókaútgáfu og er nú að vinna að útgáfu á ritröð um sögu samfé- lags í Suður-Afríku nútímans. Allar fréttir frá Suður-Afríku hafa borið keim af því ástandi, sem ríkt hefur - aðskilnaðar- stefnu á milli hvítra og svartra íbúa landsins. En hvernig kom ástandið innflytjandanum fyrir sjónir? Virtist það vera með sama móti og flestar fréttasend- ingar til Vesturlanda segja til um? Myndlist Málverkasýning Elías B. Halldórsson, listmálari, hélt málverkasýningu í Safnahús- inu á Sauðárkróki í síðustu viku. Sýningin var einn liður í Sælu- viku Skagfirðinga. Á sýningunni sýndi Elías fjörutíu og níu verk. þau eru unnin í olíu á striga, olíu á pappír og sem tréristur. Myndefni flestra verkanna fell- ur undir natúralisma, en nokkur eru óhlutlæg og sum þeirra á mörkum flokkanna tveggja. Þar má nefna tvær myndir, sem unn- ar eru í olíu á striga og nefnast Logn undir bjarginu og Heiðna- berg. í þessum tveim verkum hefur Elíasi tekist skemmtilega að draga fram birtu og litbrigði steinsins. Sérlega hefur vel tekist til í Heiðnabergi, sem er aðlað- andi verk gætt hófsemi en þó ákveðni í notkun forma og lita. Málverk unnin með natúralist- ískum hætti á sýningu Elíasar B. Halldórssonar eru öll unnin í olíu á pappír. í mörgum verkanna leyfir Elías sér ljúflega stíliser- ingu, sem kemur skemmtilega út í langflestum tilfellum og gefur verkunum iðulega skáldlegan blæ. Til þessa má nefna eitt besta verkið á sýningunni, Tröppu- gang, nr. 29. Þá hefur Elíasi víða tekist vel að nýta birtu í þessum verkum sínum, og nær í sumum þeirra eftirtektarverðum hughrif- um. Svo er til dæmis í Bjartnætti, nr. 27, og Kveldlýsi, nr. 36. í þessum natúralistísku verk- um er ljóst, að Elías sækir mörg myndefni sín á æskuslóðir í Borg- arfirði eystra. Það byggðarlag er meðal hinna myndrænustu og fegurstu á landi hér og hefur orð- ið yrkisefni margra okkar bestu listamanna. Dæmi um myndir, sem greinilega eiga uppruna sinn að rekja á þessar slóðir, eru Bjartnætti, sem þegar hefur verið Halldór kvað svo ekki vera. Ástandið sé ólíkt þeirri mynd sem fjölmiðlar á Vesturlöndum hafi dregið upp. Mun meira sé gert úr ógnaröldinni en ástæða sé til og margt fólk lifi þarna í friði og ró. Ástandið eigi sér djúpar rætur í sögu þjóðarinnar - á hvern hátt landið byggðist fólki frá mismunandi heimshlutum sem fátt hafi átt sameiginlegt. Frumbyggjar Suður-Afríku hafi eiginlega gleymst enda sé staða þeirra orðin svipuð stöðu indíána í Norður-Ameríku. Þeim hafi að miklu leyti verið útrýmt og þeir sem eftir séu lifi frumstæðu lífi og standi að mestu fyrir utan baráttu hvítra og svartra um yfirráð í landinu. Menn megi heldur ekki gleyma því að svartir Suður- Afríkubúar séu ekki hinn inn- fæddi hluti íbúanna, heldur hafi þeir flust þangað frá grannríkjun- um í norðri - margir þeirra væru flóttafólk frá Namebíu og Zimbabwe, sem komið hafi til Suður-Afríku á síðari árum. Hvíti maðurinn hafi í raun numið land í Suður-Afríku á undan þeim svarta og hafi fyrstur rutt frumbyggjum landsins úr vegi. Kynslóð ólæsra að vaxa upp Halldór sagði að svartir íbúar Suður-Afríku hefðu notið for- réttinda á vissum sviðum þótt þeir hafi ekki haft pólitísk réttindi á borð við hvíta og nefndi sem dæmi að fram til þessa hefðu þeir ekki þurft að greiða fyrir læknis- þjónustu. Þeir hafi einnig notið ókeypis skólagöngu. En fyrir rúmum áratug - á árunum fyrir 1979 hefðu þeir tekið sig til og brennt skóla í mótmælaskyni við að þurfa að Iæra „Africans" og þá hafi stjórnvöld hvítra ákveðið að reisa skólana ekki aftur. Svert- ingjarnir hafi sjálfir brennt þá - þeir vilji ekki hafa skóla og hvers vegna ættum við að byggja þá aft- ur upp. Þetta hafi verið viðbrögð hinna hvítu við skólabrennunum. Halldór sagði að „Africans" væri opinbert tungumál í Suður- Afríku auk ensku. Tungumálið væri skylt flæmsku og ætti þann- ig rætur að rekja til hollenskra innflytjenda. Halldór sagði að skólaleysið væri farið að skapa verulegt vandamál því nú væri að vaxa úr grasi kynslóð svartra, sem bæði væri ólæs og óskrifandi. Þetta fólk hefði enga möguleika á vinnumarkaði og margt af því héldi sér á lífi með hnupli og jafnvel ránum. Á meðal þessa óupplýsta fólks sé að finna efni- við í hreinan glæpalýð sem geti skapað mikil vandamál og tafið fyrir að friður komist á í landinu þrátt fyrir vilja stjórnvalda. Elíasar nefnd, og Við veginn að sunnan; þægilega látlaus en áleitin mynd, sem býr yfir skemmtilegum þokka. Tréristurnar á sýningu Elíasar eru nokkuð gróí'ar að gerð. Þær eru gjarnan af fólki, flestar mjög stíliseraðar og jaðra við skop- myndastíl. Yfir þeim er forvitni- legur blær hressleika og tjáning- argleði. Sýning ElíasarB. Halldórsson- ar í tengslum við Sæluvikuna er vel sjónar virði. Á henni má sjá breytingu frá þeirri sýningu hans, sem undirritaður sá fyrir nokkr- um árum líka á Sauðárkróki. Verkin á sýningunni að þessu sinni eru mörg bjartari og á ýms- an veg léttara yfir þeim. Heildar- bragur sýningarinnar er góður og hún nýtur sín vel í ágætum sýn- ingarsal Safnahússins á Sauðár- króki. Haukur Ágústsson. Innfæddir hvítir menn eiga ekki undankomuleið De Klerk hefur átt í erfiðleikum með að koma umbótastefnu sinni til framkvæmda. Mikil andstaða er enn ríkjandi á meðal með- bræðra hans af hvíta kynstofnin- um og sér ekki fyrir endann á henni þótt hún hafi nú hlotið samþykki í almennum kosning- um á meðal hvítra manna. Hall- dór sagði að það væru einkum afkomendur hinna hollensku inn- flytjenda - Búanna - sem væru andsnúnir jafnrétti hvítra og svarta. Þeir hefðu verið yfirstétt í landinu og mættu nú búast við að ýmis réttindi verði af þeim tekin ef ríkisstjórn, sem skipuð verði svörtum mönnum að meirihluta tekur við stjórnartaumunum. Þeir hefðu einnig á að skipa vel vopnum búnum mönnum, sem geti látið til sín taka ef til vopn- aðra átaka komi í kjölfar kosn- inganna. Halldór sagði einnig að margir hvítir menn í Suður- Afríku, sem ekki væru innfæddir en flutt hefðu til landsins á undanförnum árum og áratugum héldu einnig ríkisborgararétti í því landi er þeir hefðu komið frá. Slíkt hafi verið heimilt og því eigi þetta fólk möguleika á að fara til baka ef til ófriðar dragi. Innfædd- ir hvítir menn standi hins vegar verr að vígi - þeir eigi ekki annað ríkisfang en suður-afrískt og hafi því engar undankomuleiðir. Af þeim sökum haldi þeir svo fast í áhrif sín og völd. Viðskiptabannið hefur bitnað á þeim svörtu Viðskiptabann hefur gilt gagn- vart Suður-Afríku vegna aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda þar og með því hafa Sameinuðu þjóðim- ar viljað knýja á um breytingar í landinu. Oft hefur verið deilt um hvort slíkar aðgerðir nái tilgangi sínum og einnig um á hverjum þær bitni verst. Ugglaust hefur viðskiptabannið á Suður-Afríku haft eitthvað að segja gangvart stjórn hvíta minnihlutans en Halldór Pálsson sagði að það hefði hinsvegar bitnað verst á þeldökkum - þeim hluta þjóðar- innar sem það hafi átt að hjálpa. Efnahagskerfi líði ætíð vegna viðskiptaþvingana og síðan leiði það af sér erfiðleika fyrir þá sem minna megi sín. Eftir að úrslit kosninganna urðu kunn anda þjóðir heimsins léttar. De Klerk og félagar hans hafa fagnað sigri. Nelson Mandela einnig en á meðal afkomenda Búanna, hinna flæmsku innflytj- enda, grefur uggur og örvænting um sig. Hvað gerist. Hver verður framvinda mála er erfitt að segja til um. Trúlega helst friðvænlegt þar til farið verður að hrófla við forréttindum þessa fólks. Á Hall- dóri Pálssyni, bókaútgefanda og sölumanni frá íslandi, er engan bilbug að finna. Hann hyggst dvelja í Suður-Afríku enn um sinn að minnsta kosti. En ef til verulegra átaka komi geti hins vegar brugðið til beggja vona um framhald búsetu. ÞI T Málningardagar Við veitum 10% staðgreiðsluafslátt af allri málningu og málningarvörum fram að páskum. Verid velkomin. Einingarfélagar athugið Útleiga orlofshúsa félagsins sumarið 1992. Sækja þarf skriflega um á*þar til gerðum eyðublöð- um, sem eru fáanleg hjá trúnaðarmönnum félagsins og einnig á skrifstofum þess, á Akureyri, Skipagötu 14, sími 23503, á Dalvík, Ráðhúsinu, sími 61340, á Ólafsfirði, Múlavegi 1, sími 62318, í Hrísey, hjá Matthildi Sigurjónsdóttur, Hólabraut21, sími 61757, á Grenivík, hjá Ólöfu Guðmundsdóttur, Hvammi, sími 33204. Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 30. apríl 1992 og ber að skila umsókn til skrifstofa félagsins. Þau orlofshús sem í boði eru, eru á eftirtöldum stöðum: lllugastöðum, Fnjóskadal, Ölfusborgum við Hveragerði, Vatnsfirði, Barðaströnd, Einarsstöðum á Héraði, 2 íbúðir í Reykjavík, íbúðarhús að Dölum II, Hjaltastaðaþinghá, N-Múla- sýslu. Eitt orlofshúsið á lllugastöðum er ætlað fyrir fatlaða. Áætluð vikuleiga í orlofshúsi er kr. 8.000, en kr. 9.000 í íbúðunum í Reykjavík. Gleðilegt sumar. Orlofsnefnd Einingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.