Dagur - 10.04.1992, Síða 11

Dagur - 10.04.1992, Síða 11
HÉR & ÞAR Ársþing íþróttabandalags Akureyrar, hið 47. í röðinni, var haldið í Lundarskóla um sl. helgi. Auk venjulegra þing- starfa, var lýst kjöri á Iþrótta- manni Akureyrar árið 1992 en eins og komið hefur fram í Degi, varð Rut Sverrisdóttir sundkona í Óðni fyrir valinu að þessu sinni. Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaður í KA varð í öðru sæti, Haukur Eiríksson, skíðamaður í Þór í þriðja sæti, Jón Stefánsson, frjálsíþróttamaður í UFA í fjórða sæti og Alfreð Gíslason, handknattleiksmaður í KA í fimmta sæti. ÍSÍ-bikarinn var veittur að venju fyrir framúrskarandi störf að unglingamálum og hlaut Gunnur Gunnarsdóttir, formað- Gunnur Gunnarsdóttir hlaut ÍSÍ-bikarinn að þessu sinni fyrir framúrskar- andi störf að unglingamálum. Á myndinni tekur hún við bikarnum úr hendi Gunnars Ragnars, formanns ÍBA. 47. ársþing íþróttabandalags Akureyrar: Gtiimur Guimarsdóttír hlaut ÍSÍ-bikariim - framkvæmdastjórn ÍBA endurkjörin ur Fimleikaráðs Akureyrar, bikarinn að þessu sinni. Á ársþinginu var samþykkt stefnumótum fyrir ÍBA og þá var samþykkt að ráða Þröst Guð- jónsson, framkvæmdastjóra bandalagsins í hlutastarf. Framkvæmdastjórn ÍBA var endurkjörin á þinginu, Gunnar Ragnars, formaður, Jóhannes Ottósson, varaformaður, Kristján Valdimarsson, gjaldkeri og Birg- ir Styrmisson, ritari. Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, var sér- stakur gestur þingsins og flutti hann erindi um starfsemi ÍSÍ. -KK riTMN&ALS Rut Sverrisdóttir, íþróttamaður Akureyrar 1992, með viðurkenningar sínar. Hjá henni stendur Birgir Styrmisson, ritari ÍBA. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, var sérstakur gestur þingsins og flutti hann ávarp. Þingfulltrúar við háborðið íbyggnir á svip, f.v. Kristján Valdimarsson, gjald- keri ÍBA, Ellert B. Schram, forseti ÍSI, Gunnar Ragnars, formaður IBA, Gísli Bragi Hjartarson, fundarstjóri, Erlingur Aðalsteinsson, formaður Tcnnis- og badmintonfélags Akureyrar, í ræðustól og Jóhannes Bjarnason, þingritari. ■ Salurinn í Lundarskóla þar sem ársþingið fór fram, var þétt setinn. Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 11 Félagsvist verður haldin í Freyjulundi í kvöld, föstudaginn 10. apríl og hefst kl. 21.00. Nefndin. Nýkomið! Nýkomin sending af undirfatnaði Blúnduundirfatnaöur. Stærðír 34-44. Verð frá kr. 705,- Tilvalið fyrir ferminguna ★ Drengja- og stúlknanærbuxur, 3 stk. í pakka, verð frá kr. 745,- Herra- og dömunærbuxur, 3 stk. í pakka, verð frá 745,- Fullt af nýjum sokkum. Sokkabuxur með munstri, stærðir 3-11, verð frá kr. 1.125,- Barnabolir, stærðir 4-14, verð kr. 300,- Bolir með „Ba$eball“ mynd, stærðir 90-130, verð kr. 430,- HOTEL KEA Laugardagskvöldið 11. apríl Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í syngjandi sveiflu fram eftir nóttu. ★ Glæsilegur matseðill ásamt sértilboði fyrir leikhúsgesti.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.